Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 11 FRÉTTIR Forsvarsmenn ÍE og Læknafélags íslands reiðubúnir að leita samkomulags um gagnagrunninn „Mikilvægt að ná einhverri sátt“ ✓ Viðræður Islenskrar erfðagreiningar við fjölda heilbrigðisstofnana um aðgang að sjúkraskrárupplýsingum til flutnings í gagnagrunn eru að hefjast. Fjölmörg álita- mál eru þó enn uppi. I grein Omars Fnð- / rikssonar kemur fram að IE og Læknafél- — —————— ag Islands hefja í næstu viku formlegar viðræður um leiðir til að ná sáttum. Áætlað hefur verið að í söfnum sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva séu geymdar um 1.150 þúsund sjúkraskrár einstaklinga. AMNINGAVIÐRÆÐUR íslenski'ar erfðagreiningar (ÍE) og stjórnenda heil- brigðisstofnana um aðgang að upplýsingum úr sjúkraskrám landsmanna til flutnings í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði eru nú í burðarliðnum. Nokkrir undirbún- ingsfundh- hafa þegar verið haldnir um samningaferlið sem framundan er á milli fulltrúa ÍE og stóru sjúkra- húsanna í Reykjavík, auk nokkurra stofnana úti á landi. Kristján Erlendsson, læknir _og forstöðumaður samskiptasviðs IE, segir að fyrirtækið sé þessa dagana að senda heilbrigðisstofnunum bréf þar sem óskað er formlega eftir við- ræðum. Viðmælendur Morgunblaðsins eru á einu máli um að hér sé um gríðar- lega umfangsmikið verkefni að ræða en enn eru þó uppi fjölmörg álitamál sem ekki hefur fundist lausn á. Hörð andstaða er af hálfu fjölda lækna, sem krefjast þess að engin gögn verði látin af hendi nema að fengnu samþykki viðkomandi sjúklinga. Ríkisspítalar og SR standa sameiginlega að viðræðum Að sögn Kristjáns hefur ÍE í hyggju að halda kynningar- og um- ræðufundi með starfsfólki heilbrigð- isstofnana til að kynna því fyrirætl- anir fyrirtækisins. Mikil undirbúningsvinna stendur yfir þessa dagana en ljóst er að ÍE þarf að leita eftir samningum við nálægt 50 heilbrigðisstofnanir, auk nokkurra tuga sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna um allt land. Gert er ráð fyrir að í fyrstu verði hafnar viðræður ÍE við Ríkisspítala og Sjúkrahús Reykjavíkur, Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri og tvær aðrar heilbrigðisstofnanir í öðrum landsfjórðungum. Náist samningar er talið að þeir geti orðið fyrirmynd þeirra sem á eftir fylgja. Skv. upp- lýsingum sem fengust hjá forsvars- mönnum Ríkisspítala og SR munu stóru sjúkrahúsin væntanlega standa sameiginlega að viðræðunum við ÍE. Vinna í áföngum til að forðast þenslu inni á stofnunum Gert er ráð fyrir að vinna við skráningu gagna í grunninn fari fram í áföngum. „Fyrst skal unnið úr heilsufarsupplýsingum aftur til ársins 1986. í öðrum áfanga er áformað að vinna gögn úr eldri sjúkraskrám en frá 1986,“ segir í rekstrar- leyfinu. Skv. heimildum innan stjórnkerfisins voru ástæður þess að ákveðið var að afmarka skráninguna í fyrstu við sl. 15 ár ekki síst að hluti sjúkragagna frá þessum tíma væri nú þegar tölvuskráður en meiri kostnaður muni fylgja því þeg- ar ráðist verður í söfnun upplýsinga lengi-a aftur í tímann. Einnig höfðu menn áhyggjur af því að verkefnið væri svo umfangsmikið og kallaði á svo mikinn fjölda starfsmanna við skráninguna að það gæti valdið launasprengingu inni á sjúkrastofn- ununum og öðrum vandamálum þeg- ar verkefninu lyki. „Við vonumst til að samningurinn við Ríkisspítalana verði í einu lagi en hann verður hins vegar flókinn vegna þess að þar er um margar ólík- ar deildir að ræða, sem geta haft sér- kröfur og séráhugamál, þannig að þó niðurstaðan verði einn heildarsamn- ingur, er að mörgu að hyggja,“ segir Kiistján Erlendsson. Hann segir einnig að vonir standi til að tíma- áætlanir muni standast um að niður- stöður samninga geti legið fyrir fyrir lok ársins. Heildarkostnaður talinn geta orðið allt að 20 milljarðar Heilbrigðisráðuneytið fékk Stefán Ingólfsson verkfræðing árið 1998 til að meta stofnkostnað við gerð gagnagrunnsins og komst hann að þeirri niðurstöðu að miðað við mis- munandi forsendur gæti hann legið á bilinu 10,5 til 19,5 milljarðar kr. Þeg- ar leitað var upplýsinga hjá heil- brigðisyfirvöldum og Islenskri erfðagreiningu um hvort gerð hefði verið ný áætlun um kostnað við verk- efnið fengust þau svör að svo væri ekki og að enn væri því gert ráð fyrir að kostnaðurinn gæti orðið allt að 20 milljarðar, eins og fram kom í mati Stefáns. Niðurstaðan réðist þó að miklu leyti af samningum við ein- stakar stofnanir. Ljóst er að um er að ræða gífur- legt magn upplýsinga og mikla vinnu. I mati Stefáns kemur fram að gera megi ráð fyrir að í söfnum sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva liggi um 1.150.000 sjúkraskrár ein- staklinga. Þá eru ótalin þau gögn sem verða til á slysadeildum, en Stef- án taldi að lauslega mætti áætla að á landinu væru ekki færri en 3.000.000 gagna um komur á slysadeildir frá 1977. Mikið magn gagna er svo varð- veitt hjá sjálfstætt starfandi sér- fræðingum, varla færri en 500.000 talsins að áliti Stefáns. Þá eru ótald- ar sjúkraskrár á dvalarheimilum og öðrum hliðstæðum sjúkrastofnun- um. Loks taldi Stefán að ekki færri en 260.000 sjúkraskrár látins fólks væri að finna á sjúkrahúsum. Hér getur því samtals verið um að ræða vel yfir fimm milljónir sjukraskráa og gagna yfir heilsufar Islendinga sem varðveitt eru á heilbrigðisstofn- unum landsins. Taldi Stefán að reikna mætti með lí4 til 2 klukku- stunda vinnu við hverja sjúkraskrá. Starfsmenn á viðkom- andi heilbrigðisstofnun- um munu vinna að söfnun og skrán- ingu upplýsinganna til flutnings í grunninn. Að sögn Rristjáns Er- lendssonar má reikna með að margir tugir, jafnvel einhver hundruð starfsmanna muni vinna að marg- breytilegum verkefnum sem um er að ræða, sem einnig varða hugbún- aðargerð og rekstur sjúkraskrár- kerfisins, auk annarra verkefna sem verða til inni á sjúkrastofnununum. Gagnagrunnslögin kveða á um að rekstrarleyfishafi skuli gera skrif- lega samninga við heilbrigðisstofn- anir og sjálfstætt starfandi heil- brigðisstarfsmenn um aðgang að sjúkraskrárupplýsingunum sem flytja á í grunninn, auk þess sem ákveðið hefur verið að koma upp samræmdu sjúkraskrárkerfi á heil- brigðisstofnunum. Ber heilbrigðisstofnununum að hafa samráð við læknaráð og faglega stjórnendur viðkomandi stofnana áð- ur en gengið er til samninga við rekstrarleyfishafa. Það er því ljóst að þeim sem hafa vörslu sjúkraskráa með höndum er heimilt en ekki skylt að semja um afhendingu upplýsinga, sem unnar era úr sjúkraski'ám sjúkl- inga. Af samtölum við forstöðumenn innan heilbrigðiskerfisins má ráða að þó ákvörðunarvaldið sé í höndum stjórna eða framkvæmdastjóra við- komandi stofnana verði mjög erfitt að ganga til samninga við IE ef t.d. læknaráð og forstöðulæknar leggj- ast gegn afhendingu upplýsinganna. Framhaldið muni því ráðast mjög af því hvaða afstöðu læknaráð sjúkra- stofnana taka. Læknar geti ekki lagt bann við flutningi gagna í bréfi sem heilbrigðisráðuneytið sendi til Alþjóðafélags lækna á sein- asta ári segir um þessi atriði: „Engar heilsufarsupplýsingar verða afritað- ar eða fluttar í gagnagrunninn án undangengins samráðs við viðkom- andi lækna. Læknar á opinberum heilbrigðisstofnunum munu ekki geta lagt bann við flutningi gagna í grunninn en það munu sjálfstætt starfandi læknar geta gert. Sérhver einstaklingur getur lagt bann við flutningi eigin heilsufarsupplýsinga í gagnagranninn. Þessi aðferð við að vernda sjálfsákvörðunarrétt ein- staklings var valin, eftir nákvæma yfirvegun og eftir að leitað var álits klínískra lækna og siðfræðinga, sem heppilegri heldur en að leita upp- lýsts samþykkis við þessar aðstæður þar sem um er að ræða umfangs- miklar faraldsfræðilegar rannsóknir þar sem gögnin verða ópersónu- greinanleg." Hugsanlegt að ná sátt um „opið samþykki" sjúklinga? Um 150 læknar sendu Alþingi á sínum tíma yfirlýsingu þegar gagna- grannsfrumvarpið var þar til með- ferðar um að þeir myndu ekki senda upplýsingar um sjúklinga sína í gagnagrunninn, nema samkvæmt skriflegri ósk þein-a. Fjöldi annarra lækna hefur einnig gagnrýnt fram- varpið og lýst sömu afstöðu. Aðalfundur Læknafélags íslands ítrekaði þá stefnu félagsins sl. haust að lögunum um gagnagrunn á heil- brigðissviði sé áfátt þar sem ekki sé gert ráð fyrir upplýstu samþykki sjúklings og þau geti því grafið und- an þeim trúnaði sem ríkja þarf milli læknis og sjúklings. Nú þegar heilbrigðisráðherra hef- ur afhent IE rekstrarleyfi til gerðar og starfrækslu grannsins hafa marg- ir læknar enn á ný látið til sín heyra. Einstakir læknar hafa lýst yfir að þeir muni ekki afhenda sjúkraskrár- upplýsingar nema að ósk sjúklinga, Geðlæknafélagið hefur krafist þess að engin sjúkragögn verði látin af hendi nema að fengnu samþykki sjúklinga og læknaráð heilsugæsl- unnar í Kópavogi hefur lýst sig and- vígt því að sjúkraskrárgögn verði af- hent þriðja aðila án upplýsts og skriflegs samþykkis. Þá undirbýr Mannvernd og hópur lækna málsókn til að fá úr þessu álitaefni skorið. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags í slands, segist gera ráð fyrir að þeir læknar sem sendu Al- þingi yfiriýsingar og áskoranir á sín- um tíma og fjöldi annarra lækna séu sömu skoðunar í dag, að ekki verði samið við rekstrarleyfishafann án samþykkis sjúklinga. Sigurbjörn greindi frá því í Morg- unblaðinu fyrir skömmu að hann vonaði að unnt yrði að fara sáttaleið í þessu máli til að tryggja eðlileg vinnubrögð. Lausnin fælist hugsan- lega í því að leitað yrði framvegis eins konar opins samþykkis sjúkl- inga þess efnis að upplýsingar um þá og jafnvel lífsýni mætti nota í rann- sóknarskyni og setja í gagnagrann- inn. Þar væri þá ekki um upplýst samþykki að ræða fyrir einni sér- stakri rannsókn heldur opna heimild sem sjúklingurinn veitti. Sigurbjörn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að í huga lækna tengdist upplýst samþykki vísinda- rannsóknum þar sem sjúklingur væri upplýstur um rannsóknina, eðli hennar og takmark og hvernig farið yrði með gögnin að henni lokinni. Nú lægi í augum uppi að upplýstu sam- þykki væri ekki til að dreifa í tengsl- um við gagnagranninn. „Ef um samþykki verður að ræða megum við ekki blanda því saman við hið hefðbundna upplýsta samþykki, sem notast hefur verið við fram að þessu í læknisfræðilegum rannsókn- um,“ sagði hann. Sigurbjörn sagði að Læknafélagið væri alveg tilbúið til að ræða þá hug- mynd að leitað yrði opins samþykkis sjúklinga í tengslum við gagna- granninn. „Það er alveg opið af okk- ar hálfu að taka þátt í umræðum um ágreiningsefnin og það stendur til að Læknafélagið ræði formlega við sér- leyfishafann um þessi álitamál. Það liggur fyiTi’ vilji beggja um það. Við höfum þegar ræðst við óform- lega til þess að undirbúa þetta. Það verður fundað í næstu viku. Stjórn Læknafélagsins hefur tekið um það ákvörðun að hún sé tilbúin til form- legra viðræðna um álitamálin við sérleyfishafann," sagði Sigurbjörn. Hann tók þó skýrt fram að ekki væri verið að ganga til samninga enda er staða málsaðila ekki sú, held- ur hefði verið ákveðið að hefja við- ræður um þessi álitamál. Aðspurður hvemig standa mætti að öflun op- ins samþykkis sagðist Sigurbjöm ekki geta út- fært það á þessu stigi. „Það er hlutur sem við þurfum að sættast á og það þarf að falla að gildandi lögum,“ sagði hann. ÍE tekur vel hugmyndum formanns Laeknafélagsins Kristján Erlendsson segir að at- hugasemdir lækna séu af ýmsum toga. Þar beri hæst að skiptar skoð- anir hafi verið um samþykki sjúkl- inga og persónuverndina, en hún sé lagalegt skilgreiningaratriði. „Við teljum að það mál sé afgreitt, því upplýsingarnar í grunninum era ópersónugreinanlegar. Hvað sam- þykkið varðar, þá er þama um þess háttar rannsóknir að ræða að þess eru engin dæmi að það þurfi að fá samþykki sjúklinga til þeirra. En það er mjög mikilvægt að ná ein- hverri sátt um þetta og við teljum alls ekki útilokað að það megi tak- ast,“ segir hann. Kristján tekur vel hugmyndum formanns Læknafélagsins um að hugsanlega megi fara þá leið að afla einskonar opins samþykkis. Hann bendh- á að gagnagrannslögin geri ráð fyrir svonefndu ætluðu sam- þykki, en sjúklingai' geti hvenær sem er óskað eftir að upplýsingar um þá verði ekki fluttar í granninn. Nú sé hins vegar töluverð umræða hafin um opið samþykki, þar sem sam- þykki sjúklings er ekki bundið við einn ákveðinn sjúkdóm, sem verið er að rannsaka. Formaður LI hafi vakið máls á því í Morgunblaðinu fyrir skömmu og íslensk erfðagreining vilji gjarnan taka ábendingum sem leitt geti til sátta. Aðspurður hvort þessi leið sé framkvæmanleg sagði Kristján: „Ef allir leggjast á eitt og það næst góð samstaða um að vinna að þessu sam- eiginlega, þá tel ég að þetta sé ekki algerlega óframkvæmanlegt. Við viljum skoða það. Þó lögin geri ekki ráð fyrir þessu, þá viljum við ekki skella skollaeyrum við góðum hug- myndum," sagði hann. Um 16 þúsund manns úr gagnagrunninum Alls hafa nú nálægt 16 þúsund manns tilkynnt landlæknisembætt- inu að þeir vilji ekki að sjúkraskrár- upplýsingar um þá verði fluttar í gagnagranninn. Hefur tilkynningum fjölgað mjög að undanförnu eða frá því rekstrai'leyfið var gefið út í síð- asta mánuði og berast embættinu 100-150 beiðnir á hverjum degi að jafnaði. Enn eru ýmis atriði óljós varðandi söfnun og flutning heilsufarsupplýs- inga í gagnagrunninn. Óvissa er m.a. um hvernig á að fara með sjúkra- skrárapplýsingar ólög- ráða barna og unglinga undir 18 ára aldri sem era látin. Álitamálið snýst um hvort forræði foreldra falli niður við andlát barnanna og hvort megi skrá upplýsingar um þau í granninn þrátt fyrir andstöðu for- eldranna. Einnig er uppi óvissa um hvernig farið verði með upplýsingar um börn eftir að þau hafa náð 18 ára aldri ef foreldrar þeirra hafa ákveðið að upplýsingar um þau verði ekki skráðar í granninn. Hefur landlækn- isembættið óskað eftir áliti Laga- stofnunar Háskólans á þessum atrið- um, skv. upplýsingum sem fengust hjá embættinu. Leita samn- inga við nær 50 sjúkra- stofnanir ÍE vill skoða möguleika á„opnu samþykki"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.