Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ 72 y FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 FRÉTTIR ÍDAG Alyktun Sósíalistafélagsins Leigufyrirkomulag í stað kvótabrasks SÓSÍALISTAFÉLAGIÐ samþykkti eftirfarandi ályktun á félagsfundi sínum 9. febrúar sl. „Undanfarin misseri hefur órétt- læti fiskveiðistjórnunarkerfisins orð- ið lýðum ljóst. Veiðiheimildimar hafa í vaxandi mæli tekið á sig eignarform þó að skýrt sé kveðið á um í lögum að þær myndi ekki eignarrétt. Brask _ með kvóta, sem upphaflegar var út- hlutað ókeypis, hefur safnað óheyri- legum auði á fáar hendur en kippt fótunum undan atvinnulífi margra sjávarbyggða á sama tíma og laun fiskverkafólks dragast aftur úr. Ókeypis úthlutun á takmörkuðum verðmætum leiðir alltaf til spillingar. Þannig hefur þróast lénsskipulag í íslenskum sjávarútvegi sem hindrar endurnýjun í greininni og leiðir fyrr eða síðar til stöðnunar í þessari und- irstöðu íslensks efnahagslífs. Eina leiðin út úr þessu ástandi er að komið verði á leigufyrirkomulagi þar sem borgað er sanngjamt afgjald fyrir afnot af auðlindinni til eiganda henn- ar sem er íslenska þjóðin. Um leið væri hægt að byggðatengja vemleg- an hluta veiðiheimildanna. Verði ekki unnið að þessu er ekki annað fært en taka upp baráttu fyrir þjóð- nýtingu allrar stórútgerðar í landinu til að tryggja að afrakstur auðlindar- innar skili sér til þjóðarinnar." -þarsem vinm'nffarair fást HAPPDRÆTTI dae Vinningaskrá 38. útdráttur 10. febrúar 2000 íbúðarvinningur Kr. 2.000.000_Kr. 4,000.000 (tvðfaldur) 2 6 3 7 6 Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr, 200.000 (tvöfaldur) 4944 7825 28809 30685 Ferðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvðfaldur) 4490 10972 32785 36108 55640 75938 10036 13180 33807 41796 74777 79887 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10.000 Kr, 20,000 (tvðfaldur) 449 16850 24373 35224 43260 52081 62700 72782 737 16897 24662 35797 43482 54913 64384 72799 1313 17059 24925 36453 44151 54924 64434 73222 1388 17074 25175 37049 45193 56430 65159 74771 3739 17231 26198 37123 45368 57948 65198 75493 5583 17896 26601 37553 45673 58277 65275 75676 6095 18289 28082 37739 46936 60119 66826 77782 6407 19081 28246 38270 50569 60608 67115 78109 6945 19118 28380 39713 50599 60750 6761 1 78566 7160 21293 28580 40120 51010 61326 67953 11566 21618 29377 40994 51108 61343 69867 11677 22967 31725 41129 51408 61741 70616 14901 23302 33414 41615 51769 62368 71822 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 1040 11852 22571 32304 45265 54203 62589 73121 1486 12247 22631 32445 45371 54316 62924 73191 1911 12358 22804 33578 45406 54337 62959 73885 1987 12545 22878 33741 45998 54401 62977 74356 2114 12853 24222 34467 46162 54795 63287 74722 2180 13237 24465 34546 46188 54802 63469 74773 2274 13977 24976 34858 46312 55023 63658 75410 2577 14346 25030 36448 46423 55032 63929 75532 4235 15382 25885 36743 46826 55155 64159 75845 5037 15628 26084 37383 47177 55259 64534 75923 5297 15785 27157 37490 47201 56064 64590 76115 5944 15809 27230 37633 47284 56338 65217 76431 6063 15813 28933 37644 48564 56455 66002 76543 6110 15933 29374 38643 48754 56688 66296 76628 6378 15935 29426 38775 49032 57168 66328 77395 6752 16048 29891 39774 49539 57184 66518 77541 6756 16230 30148 39787 50052 57406 67193 77574 6972 16382 30334 40332 50096 57796 67283 77689 7044 16735 30341 40842 50143 57837 67951 78264 7278 17326 30384 41492 50235 58743 68199 78557 7460 18004 30509 42513 50305 59234 68294 78706 7725 18153 30923 42550 50932 59648 68316 79037 7880 18751 30981 42915 51285 59803 68702 79061 8140 18913 30989 42917 51335 59922 68807 79144 8439 19215 31253 42979 51677 59945 69313 79148 8599 19672 31283 43011 51953 60244 70218 79574 9088 19982 31415 43249 52459 60377 70959 9544 20299 31481 43931 53306 60946 71294 10818 20349 31488 44571 53385 60994 71602 10927 21413 31981 44813 53560 61525 72531 10982 22035 32049 44910 53832 61641 72564 11613 22104 32059 44986 53990 62156 72599 Næsti útdrættir fara fram 17. feb. & 24. feb. 2000 Heimasíða á Intemeti: www.das.is s-------------------------------------------------------------- VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fóstudags Leiðinlegt fólk ÞAÐ er sorglegt að horfa upp á aðförina gegn köttum og eigendum þeirra í Reykjavík. Aðfór að sjálfu lífinu. Hvenær ætla stjórn- völd og borgaryfirvöld að skilja að á ferðinni er viss grátkór sem mun kvarta endalaust. Ef ekki reyking- ar eða dýr, þá finnur þetta fólk eitthvað annað, það þolir ekkert í kringum sig og það telur sig svo rétthátt að það sér ekki út fyrir sinn eigin vilja. Það lætur eins og það sé eitt á þessari lífs- göngu og það er kannski ekki skrýtið því stjómvöld- borgaryfirvöld hafa alið komandi kynslóð upp í frekju. Þar eiga allir að eiga rétt á öllu, en ef þú til- heyrir ekki nöldursama, leiðinlega grátkórnum, þá er útkoman réttlaus því réttindi til handa einum eru oftar en ekki á kostnað ann- ars. Það er of mikið hlustað á grátkórinn. Það er mál að þessari vitleysislegu aðfór að lífinu linni. Stenst þessi aðför mann- réttindalög? Með kveðju frá Vest- mannaeyjum, Stefanía. Tillitsleysi við skoðanir annarra ÉG var að lesa í Morgun- blaðinu 9. febrúar sl. grein í Velvakanda eftir 230626- 4059. Mikil ósköp er það leiðinlegt hversu kettir fara í taugarnar á þessari pers- ónu. Nemi segir að fólk eigi að hafa rifur á gluggum en lögfræðingur vill nota net. Og svo stendur að ein kær- leiksrík skrifi til varnar vin- um sínum. Ég geri það og mun halda því áfram eins lengi og þarf. Þessi persóna spyr mig hvort ég hafi séð ketti leika sér að fuglum og öðrum smádýrum og kvelja þau til dauða og segir þá ekki drepa sér til matar heldur drepi þeir af grimmd. Ég held að þessi persóna ætti að kynnast bæði köttum og öðrum dýrum, því að dýr drepa sér til matar ef þau eru svöng. Það eru lögmál náttúrunnar. Saddir heim- iliskettir hafa engan áhuga á að drepa önnur dýr sér til skemmtunar. Hvað fmnst þessari persónu um mannskepnuna sem oft hef- ur verið þekkt að því að drepa sér til skemmtunar? Fyrirsögn þessarar greinar er fáheyrður dónaskapur við samborgara, hvað finnst viðkomandi um fólk sem gólar blindfullt úti um nætur og gerir þarfir sínar úti um allt? Strætóskýlin lykta oft illa af slíkum úr- gangi. Er það ekki dóna- skapur? Ég er hræddari við mannskepnuna ef gluggi væri opinn hjá mér en þessi litlu sætu dýr. Síðan spyr þessi persóna mig hvað ég myndi gera ef fjórir kettir væru í ástarleik fyrir utan gluggann hjá mér, ég er nú það sterk á taugum, að það myndi ekki trufla mig, ég myndi bara brosa að öllu saman. Þessi persóna kvartar einnig um þrif á sameign í fjölbýlishúsum. Það er margt sem greini- lega angrar viðkomandi. Þvi ekki bara að flytja út fyrir borgina og girða vel í kringum sig? Sigrún. Þetta er ekki ævintýri VELVAKANDA barst eft- irfarandi bréf: „Ég ælta að vekja athygli ykkar og minna ykkur á hvað Baugi gengur hættu- lega vel á matvælamarkað- inum. Þessa stundina hafa þeir lagt undir sig nánast allan matvælamarkaðinn sem gerir það að verkum að þeir geta hækkað verð á matvælum eins og þeim sýnist því það verður engin samkeppni lengur. Af hverju ættum við að loka augunum fyrir þessu og vona að allt fari vel? Þetta er ekki ævintýri og þetta mun ekki enda vel nema við gerum eitthvað í málinu. Við munum koma til með að horfa á allar minni verslanirnar fara á hausinn. Baugur hefur efni á að hækka verðið um stundarsakir en það hafa litlu verslanirnar aftur á móti ekki. Þess vegna mæli ég með að við sameinumst öll og reynum að minnka veldi Baugs. Með því að fara til dæmis og versla annars staðar eins og kannski í Nettó í Mjódd, 11-11, Fjarðar- kaupum, Nóatúni eða öðr- um hverfisverslunum og minni verslunum. Það er örlítið dýrara, ég geri mér grein fyrir því, en það er ekkert miðað við hvernig verðið verður ef Baugur nær algjörum yfir- tökum á matvælamarkaðn- um og ef við gerum ekkert þá verður ekkert allt of langt í það.“ Hildur Sif Thorarensen, 16 ára. Leiðrétting á misskilningi SIGRÍÐUR Heiðberg, for- maður Kattavinafélags ís- lands, hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri leiðréttingu vegna greinar sem birtist í Velvakanda 9. febrúar sl. eftir 230626-4059. Sigríður Ásgeirsdóttir er lögfræð- ingur og er formaður Dýra- verndunarfélags Reykja- víkur og Sigríður Heiðberg er formaður Kattavinafé- lags Islands. Tapað/fundið Vínrauð prjónahúfa týndist VÍNRAUÐ prjónahúfa fauk út úr höndunum á mér út í buskann fyrir utan Sjónvarpshúsið á Lauga- vegi 176. Finnandi vinsam- legast hringi í Ragnheiði í síma 564-3999. Þórhalla týndist á Rex ÞÓRHALLA er svört kápa, sérsaumuð úr loðnu efni. Hún fór ásamt eig- anda sínum á Rex föstu- dagskvöldið 4. febrúar sL, en hefur sennilega farið heim með einhverjum öðr- um í misgripum. Þórhöllu er sárt saknað og sá sem veit hvar hún er niðurkom- in er vinsamlegast beðinn um að fylgja henni aftur á Rex eða hringja í síma 893- 2495. Dýrahald Fress fæst gefíns SEX mánaða fress, ein- staklega ljúfur og skemmti- legur kettlingur, fæst gef- ins á gott heimili. Hann er hvítur og ljósbrúnn með úf- inn feld eins og norskur skógarköttur. Hann er kassavanur. Upplýsingar gefur Bára í síma 587-2419 eða 867-4000. Víkverji skrifar... NÚ er búið að birta svonefnda al- þjóðlega umhverfisvísitiölu þar sem tveir bandarískir háskólar og alþjóðleg leiðtogasamtök báru saman ýmsar tölur um frammistöðu þjóða. Margir þættir eru teknir með í reikninginn, til dæmis ástand um- hverfismála, álag á umhverfið og stjórnkerfi umhverfismála. Þetta las Víkverji í blaðinu sínu og það léttist á honum brúnin þegar hann sá að Islendingar voru í öðru sæti og hann fyrirgaf strax Norðmönnum að vera efstir. En öllu verra er að fyrir aðeins þrem árum vorum við neðstir og varla hafa þessi mál tekið svona miklum stakkaskiptum á ekki lengri tíma. Það er heldur ekki skýr- ingin heldur sú að þá fengum við falleinkunn fyrir að eiga miðað við fólksfjölda allt of stóran þátt í að nýta og þá líklega ofnýta auðlindir hafsins. Nú er búið að breyta for- sendunum og taka tillit til sérstakra aðstæðna okkar. Víkverji dagsins verður að viður- kenna að hann er svolítið tortrygg- inn á fræðimenn sem eru svona reikulir í ráðinu. Hvað gerist næst, kemur þá í Ijós að við eigum allt of mikið af bílum miðað við fólksfjölda og lendum aftur í skammarkrókn- um? Víkverji er áhugasamur um samanburðarrannsóknir en ætlar að bíða í nokkur ár með að taka mikið mark á þessum niðurstöðum, jafnt þeim gömlu sem þeim nýju. En auð- vitað vonar hann að ástandið sé hér betra en svartsýnismenn fullyrða. XXX YÍKVERJA varð í gær hugsað til þess að heil stétt manna sem gegndi mikilvægu starfi hér á landi fyrir nokkrum áratugum er nú horf- in, ekki til og enginn kveður henni saknaðarljóð. Loftskeytamenn voru haldreipi sjómanna og flugmanna sem lentu í háska. An þeirra hefði ekki verið hægt að tryggja að hjálp bærist og stundum dugði framlag þeirra vissulega ekki til. En nú eru þeir öllum gleymdir, farnir að gera eitthvað allt annað, aka vörubíl eða vinna á skrifstofu. Setjarar og prentarar upp á gamla móðinn, kámugir af svertunni og eldfljótir að fást við blý, eru nú komnir á eftirlaun. Yngri félagar þeirra nota enn starfsheitið en fást aðallega við að stilla hnappa. Flestir þeirra vinna við tæki sem eiga fátt sameiginlegt með prentvélunum. Þeir hafa gert það sama og loft- skeytamenn, lagað sig að breyttum heimi. Nú er okkur hinum, neytendum og skattgreiðendum, sagt að ríkið verði að standa sig betur og styðja við bakið á sauðfjárrækt. Ekki bara bændunum heldur greininni. Margir bændur eru orðnir roskn- ir og geta því ekki auðveldlega skipt um, fundið sér annað starf. Ekkert er að því að hjálpa þeim fjárhags- lega til að hætta búskap. En þótt Víkverji hafi eins og aðrir afkom- endur sveitamanna á mölinni taugar til þessarar gömlu atvinnugreinar er hann á því að sauðfjárbændur mættu gera meira af því að velta fyrir sér hvort þeir eigi af einhverj- um ástæðum miklu meiri rétt á að framleiða sína vöru á kostnað ann- arra landsmanna en prentarar að nota áfram blý. Og þvingunin sem felst í því að vernda innlendu framleiðsluna með beingreiðslum og höftum á innflutn- ing er tímaskekkja sem grefur smám saman undan samúð Víkverja og annarra með stéttinni. xxx VÍKVERJI horfði á fréttaþátt í BBC í vikunni og þar var fjall- að um Björk Guðmundsdóttur og hugmyndir um að hún fengi til af- nota eyju á Breiðafirði. Rætt var við aðstoðarmann forsætisráðherra sem svaraði skilmerkilega og gerði annað sem Víkverja fannst ágæt til- breyting. Greinilegt var að frétta- manninum fannst málið allt svolítið fyndið og aðstoðarmaðurinn reyndi ekkert að draga úr, hann var með á nótunum og skildi að þrátt fyrir al- vöru lífsins er líka hægt að brosa svolítið, jafnvel þótt maður sé emb- ættismaður. Hann taldi ósennilegt að Björk ætlaði að hefja búskap í eynni en benti á að íslendingar væru vanir því að geta séð sjóinn. Kannski ætl- aði söngkonan að nota staðinn til að fá næði til listsköpunar í nábýlinu við náttúruöflin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.