Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 35
LISTIR
Gullaldarkvöld
gullbarkanna
TOJVLIST
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Á ALDATUGNUM sem senn fer
að ljúka hófst íslenzk listmúsík úr
nánast engu. Það er því tvöföld
ástæða til að líta yfir farinn veg í öllu
tyllidagatilstandinu vegna aðsteðj-
andi tíaldamóta þegar íslenzk tónlist
er annars vegar. Og þar eð sönglagið
íyrir söngrödd og píanó var að heita
má eina tóngreinin hér á landi á
fyrsta aldarþriðjungi - að (karla)
kórgreininni slepptri - er sjálfsagt
og eðlilegt að byrja á henni, eins og
gert var á tónleikunum í Salnum s.l.
miðvikudag á vegum Tónskáldafé-
lagsins og Menningarborgar 2000,
þar sem flutt voru 30 lög eftir 18 tón-
skáld af 1. og 2. kynslóð.
Salur Tónlistarhúss Kópavogs var
ekki nema liðlega hálfsetinn að
þessu sinni. Á móti vó, að söngburð-
ur húsakynnanna, sem manni hefur
jafnan þótt í ívið þurrara lagi fyrir
fullsetnum sal, virtist nú með albezta
móti. Sömuleiðis þurfti ekki að
kvarta undan söngkröftum, því full-
yrða má að sjaldan hafi áður heyrzt á
sama stað og tíma fallegri þrjár
raddir við flutning íslenzkra sönglag
en þetta kvöld. Það kom því síður á
óvart að sjá uppstillta hljóðnema á
sviðinu en að frétta að þeir væru ekki
á vegum útvarps allra landsmanna.
Viðfangsefninu var hnífjafnt skipt
Síðasta
sýningarhelgi
SÍÐASTA sýningarhelgi er á sýn-
ingunni Lífshlaupið en þetta eru
valin verk úr einkasafni Þorvaldar
Guðmundssonar og Ingibjargar
Guðmundsdóttur í Listasafni Kópa-
vogs.
Mikil og góð aðsókn hefur verið á
sýningunni og er hún opin laugar-
daga og sunnudaga kl. 11-17. Þess
má geta að leiðsögn um safnið er kl.
15 báða dagana.
niður milli söngvara. Flutti hver 10
lög; fyrst í þriggja laga lotum, þá í
tveggja, eftir hlé í fjögurra, og loks
söng hver eitt lag. Fyrst steig á
stokk Sigrún Hjálmtýsdóttir og
flutti 3 lög eftir Pétur Sigurðsson,
Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Ein-
arsson af reisn. Augljóst var að Ólaf-
ur Kjartan Sigurðarson er nú floginn
úr námspúpunni með einhverja
hljómmestu, fallegustu og þéttustu
barýtonrödd í farteskinu sem undir-
ritaður hefur heyrt af hérlendum
söngpalli í áraraðir, ef ekki áratugi.
Þó að karlhetjuremban væri kannski
helzti einstrengingsleg í Ásareið
Kaldalóns og Söng víkinganna (Ámi
Thorsteinsson), jókst túlkunarvíddin
í Plágu Kaldalóns, þar sem einfald-
leiki þjóðlegs sagnadansastíls gaf til-
efni til að slá á léttari strengi. I þess-
ari sem í seinni lotum Ólafs varð
reyndar vart við svipaða tilhneigingu
til ýkingar lokasamhljóða og stund-
um heyrist hjá kantötusöngvurum í
„háum“ stíl, sem virtist að mestu
óþörf, enda textaframburður Ólafs
ljómandi skýr fyrir.
Rannveigu Fríðu Bragadóttur
hafði maður sjaldan heyrt betri en
þetta kvöld. í fyrstu atrennu sýndi
hún næma harmræna túlkun í Nafn-
ið (ÁT), og í hinu skemmtilega kelt-
neskuleita Vögguljóði Rúnu (Sigurð-
ur Þórðarson) sló hún öll vopn úr
höndum hlustandans með látlausri
og einlægri innlifun. Undirrituðum
hefur stundum áður þótt bera á full-
mikilli dekkingu á röddinni hjá
Rannveigu, en þetta kvöld fór ekki
mikið fyrir því; kannski helzt í laginu
næst á eftir, Vor hinsti dagur eftir
Þórarin Guðmundsson, sjálfsagt
vegna andstæðu barnagælunnar.
Svo stiklað sé á stóru úr löngu
prógrammi tókst Sigrúnu mjög vel
upp í Minning (Markús Kristjáns-
son), þó að píanistinn hefði getað
fylgt henni betur niður í styrk í lokin.
Olafi breikkaði stöðugt túlkun eftir
því sem á leið og var hreint út sagt
frábær í hægri ballöðu Jóns Laxdal,
Bergljótu, þótt ekki væri nema fyrir
einskæra raddfegurð. í íslensku
vögguljóði Kaldalóns, sem staðið
hefur nokkuð í skugga hins frábæra
lags Jóns Þórarinssonar við sama
texta Kiljans, var Rannveig hrífandi
ljúf á veikasta styrksviði og sýndi
frábæra breidd í Þei, þei og ró, ró
Björgvins Guðmundssonar, en hafði
áður tekið frumlegt lag Emils Thor-
oddsen, Um nótt, eftirminnilega
djúpum tökum.
Vart mátti á milli fjögurra laga sjá
í lengstu lotu Ólafs. Þó að maður
saknaði ögn meiri hlýleika í Fögur
sem forðum (ÁT), fór hann í Máninn
líður eftir Jón Leifs létt með að
draga fram allan þann frumleika
sem vafðist fyrir löndum tónskálds-
ins á árum áður, og í Sjódraugum
Sigurðar Þórðarsonar magnaðist
upp skemmtilegur reimdrungi svo
hárin risu á höfði manns. Það bezta
var sömuleiðis eftir hjá Sigrúnu í síð-
ustu syrpu hennar. Röddin var
glansandi hljómfögur í stórgóðu lagi
Eyþórs Stefánssonar, Hjá vöggunni,
og í kvæðamannaskotnu lagi Páls ís-
ólfssonar, Jarpur skeiðar, og hinu
kerskna Gunna á Brú eftir Jón
Laxdal söng hún af smitandi iiprum
gáska.
Lokahápunktur Rannveigar Fríðu
var Sjá dagar koma (Sigurður Þórð-
arson), er vakti gífurlega hrifningu
tónleikagesta, þó að undirrituðum
fyndist patosinn fremur holur. Að
vísu hjálpaði þar lítt upp á fremur
flöt dýnamík í annars þokkafullum
píanóleik Önnu Guðnýjar Guð-
mundsdóttur, er hafði þar sem fyrr
vaðið fullmikið fyrir neðan sig, enda
dagskráin óneitanlega viðamikil.
Ólafur Kjartan kvaddi glæsilega
með Bikarinn (Markús Kistjánsson),
og í latneskt vaggandi Biðilsdansi
Lofts Guðmundssonar setti Sigrún
smellandi fjörugan lokapunkt á fjöl-
Sönglög eftir Pétur Sigurðsson,
Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einars-
son, Árna Thorsteinsson, Sigurð
Þórðarson, Þórarin Guðmundsson,
Helga Sigurð Helgason, Markús
Kristjánsson, Jón Laxdal, Þórarin
Jónsson, Pál ísólfsson, Emil Thor-
oddsen, Inga T. Lárusson, Björgvin
Guðmundsson, Jón Leifs, Jóhann Ó.
Haraldsson, Eyþór Stefánsson og
Loft Guðmundsson. Sigrún Hjálm-
týsdóttir sópran, Ólafur Kjartan
Sigurðarson barýton, Rannveig
Fríða Bragadóttir mezzosópran.
Anna Guðný Guðmundsdóttir,
pfanó. Miðvikudaginn 9. febrúar kl.
20:30.
Rannveig Fríða Bragadóttir
Sigrún Hjálmtýsdóttir
Ólafur Kjartan Sigurðarson
skrúðugt lagaval íslenzku gullaldar-
söngskáldanna svo varla varð á
betra kosið.
Ríkarður Ö. Pálsson
Gúrnmí
Tilvalið
í bílskúrinn
Hlífir gólfinu
fyrir óhreinindum
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
M-2000
Föstudagur 11. febrúar
Diaghilev: goðsagnirnar
íslenski dansflokkurinn
frumsýnir lokahluta þríleiks
um Sergei Diaghilev (1872-
1929) í Borgarleikhúsinu. Höf-
undur verksins er Jochen Ul-
rich og hefur hann nokkrum
sinnum unnið með íslenska
dansflokknum frá árinu 1987.
Vefslóð www.id.is
Háskólabíó kl. 21
Hvita húsið
eftir Tvíhöfða
í þráðlausu sambandi
eftir Gyrid Listuen, Noregi
Herferð án landamæra
eftir Christoph Schlingens-
ief, Þýskalandi. Sérstakur gest-
ur Sigurjón Kjartansson
Fréttir á Netinu
% mbl.is
_ALLTAf= etTTHXSAÐ A/ÝTT
dreglar
VERSLUIMIN HÆTTIR
á Laugavegi 49
fþróttaskór - Fótboltaskór - Barnaskór - íþróttafatnaður - Útifatnaður
Ódýrt - Ódýrt - Ódýrt - Ódýrt
3 síðustu dagarnir
Opið laugard. kl. 10-18,
sunnud. kl. 10-21
SPORTVORUVERSLUNIN
SPARTA
Laugavegi 49 -101 Reykiavik - simi S51 2024