Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 35 LISTIR Gullaldarkvöld gullbarkanna TOJVLIST EINSÖNGSTÓNLEIKAR Á ALDATUGNUM sem senn fer að ljúka hófst íslenzk listmúsík úr nánast engu. Það er því tvöföld ástæða til að líta yfir farinn veg í öllu tyllidagatilstandinu vegna aðsteðj- andi tíaldamóta þegar íslenzk tónlist er annars vegar. Og þar eð sönglagið íyrir söngrödd og píanó var að heita má eina tóngreinin hér á landi á fyrsta aldarþriðjungi - að (karla) kórgreininni slepptri - er sjálfsagt og eðlilegt að byrja á henni, eins og gert var á tónleikunum í Salnum s.l. miðvikudag á vegum Tónskáldafé- lagsins og Menningarborgar 2000, þar sem flutt voru 30 lög eftir 18 tón- skáld af 1. og 2. kynslóð. Salur Tónlistarhúss Kópavogs var ekki nema liðlega hálfsetinn að þessu sinni. Á móti vó, að söngburð- ur húsakynnanna, sem manni hefur jafnan þótt í ívið þurrara lagi fyrir fullsetnum sal, virtist nú með albezta móti. Sömuleiðis þurfti ekki að kvarta undan söngkröftum, því full- yrða má að sjaldan hafi áður heyrzt á sama stað og tíma fallegri þrjár raddir við flutning íslenzkra sönglag en þetta kvöld. Það kom því síður á óvart að sjá uppstillta hljóðnema á sviðinu en að frétta að þeir væru ekki á vegum útvarps allra landsmanna. Viðfangsefninu var hnífjafnt skipt Síðasta sýningarhelgi SÍÐASTA sýningarhelgi er á sýn- ingunni Lífshlaupið en þetta eru valin verk úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur í Listasafni Kópa- vogs. Mikil og góð aðsókn hefur verið á sýningunni og er hún opin laugar- daga og sunnudaga kl. 11-17. Þess má geta að leiðsögn um safnið er kl. 15 báða dagana. niður milli söngvara. Flutti hver 10 lög; fyrst í þriggja laga lotum, þá í tveggja, eftir hlé í fjögurra, og loks söng hver eitt lag. Fyrst steig á stokk Sigrún Hjálmtýsdóttir og flutti 3 lög eftir Pétur Sigurðsson, Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Ein- arsson af reisn. Augljóst var að Ólaf- ur Kjartan Sigurðarson er nú floginn úr námspúpunni með einhverja hljómmestu, fallegustu og þéttustu barýtonrödd í farteskinu sem undir- ritaður hefur heyrt af hérlendum söngpalli í áraraðir, ef ekki áratugi. Þó að karlhetjuremban væri kannski helzti einstrengingsleg í Ásareið Kaldalóns og Söng víkinganna (Ámi Thorsteinsson), jókst túlkunarvíddin í Plágu Kaldalóns, þar sem einfald- leiki þjóðlegs sagnadansastíls gaf til- efni til að slá á léttari strengi. I þess- ari sem í seinni lotum Ólafs varð reyndar vart við svipaða tilhneigingu til ýkingar lokasamhljóða og stund- um heyrist hjá kantötusöngvurum í „háum“ stíl, sem virtist að mestu óþörf, enda textaframburður Ólafs ljómandi skýr fyrir. Rannveigu Fríðu Bragadóttur hafði maður sjaldan heyrt betri en þetta kvöld. í fyrstu atrennu sýndi hún næma harmræna túlkun í Nafn- ið (ÁT), og í hinu skemmtilega kelt- neskuleita Vögguljóði Rúnu (Sigurð- ur Þórðarson) sló hún öll vopn úr höndum hlustandans með látlausri og einlægri innlifun. Undirrituðum hefur stundum áður þótt bera á full- mikilli dekkingu á röddinni hjá Rannveigu, en þetta kvöld fór ekki mikið fyrir því; kannski helzt í laginu næst á eftir, Vor hinsti dagur eftir Þórarin Guðmundsson, sjálfsagt vegna andstæðu barnagælunnar. Svo stiklað sé á stóru úr löngu prógrammi tókst Sigrúnu mjög vel upp í Minning (Markús Kristjáns- son), þó að píanistinn hefði getað fylgt henni betur niður í styrk í lokin. Olafi breikkaði stöðugt túlkun eftir því sem á leið og var hreint út sagt frábær í hægri ballöðu Jóns Laxdal, Bergljótu, þótt ekki væri nema fyrir einskæra raddfegurð. í íslensku vögguljóði Kaldalóns, sem staðið hefur nokkuð í skugga hins frábæra lags Jóns Þórarinssonar við sama texta Kiljans, var Rannveig hrífandi ljúf á veikasta styrksviði og sýndi frábæra breidd í Þei, þei og ró, ró Björgvins Guðmundssonar, en hafði áður tekið frumlegt lag Emils Thor- oddsen, Um nótt, eftirminnilega djúpum tökum. Vart mátti á milli fjögurra laga sjá í lengstu lotu Ólafs. Þó að maður saknaði ögn meiri hlýleika í Fögur sem forðum (ÁT), fór hann í Máninn líður eftir Jón Leifs létt með að draga fram allan þann frumleika sem vafðist fyrir löndum tónskálds- ins á árum áður, og í Sjódraugum Sigurðar Þórðarsonar magnaðist upp skemmtilegur reimdrungi svo hárin risu á höfði manns. Það bezta var sömuleiðis eftir hjá Sigrúnu í síð- ustu syrpu hennar. Röddin var glansandi hljómfögur í stórgóðu lagi Eyþórs Stefánssonar, Hjá vöggunni, og í kvæðamannaskotnu lagi Páls ís- ólfssonar, Jarpur skeiðar, og hinu kerskna Gunna á Brú eftir Jón Laxdal söng hún af smitandi iiprum gáska. Lokahápunktur Rannveigar Fríðu var Sjá dagar koma (Sigurður Þórð- arson), er vakti gífurlega hrifningu tónleikagesta, þó að undirrituðum fyndist patosinn fremur holur. Að vísu hjálpaði þar lítt upp á fremur flöt dýnamík í annars þokkafullum píanóleik Önnu Guðnýjar Guð- mundsdóttur, er hafði þar sem fyrr vaðið fullmikið fyrir neðan sig, enda dagskráin óneitanlega viðamikil. Ólafur Kjartan kvaddi glæsilega með Bikarinn (Markús Kistjánsson), og í latneskt vaggandi Biðilsdansi Lofts Guðmundssonar setti Sigrún smellandi fjörugan lokapunkt á fjöl- Sönglög eftir Pétur Sigurðsson, Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einars- son, Árna Thorsteinsson, Sigurð Þórðarson, Þórarin Guðmundsson, Helga Sigurð Helgason, Markús Kristjánsson, Jón Laxdal, Þórarin Jónsson, Pál ísólfsson, Emil Thor- oddsen, Inga T. Lárusson, Björgvin Guðmundsson, Jón Leifs, Jóhann Ó. Haraldsson, Eyþór Stefánsson og Loft Guðmundsson. Sigrún Hjálm- týsdóttir sópran, Ólafur Kjartan Sigurðarson barýton, Rannveig Fríða Bragadóttir mezzosópran. Anna Guðný Guðmundsdóttir, pfanó. Miðvikudaginn 9. febrúar kl. 20:30. Rannveig Fríða Bragadóttir Sigrún Hjálmtýsdóttir Ólafur Kjartan Sigurðarson skrúðugt lagaval íslenzku gullaldar- söngskáldanna svo varla varð á betra kosið. Ríkarður Ö. Pálsson Gúrnmí Tilvalið í bílskúrinn Hlífir gólfinu fyrir óhreinindum HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is M-2000 Föstudagur 11. febrúar Diaghilev: goðsagnirnar íslenski dansflokkurinn frumsýnir lokahluta þríleiks um Sergei Diaghilev (1872- 1929) í Borgarleikhúsinu. Höf- undur verksins er Jochen Ul- rich og hefur hann nokkrum sinnum unnið með íslenska dansflokknum frá árinu 1987. Vefslóð www.id.is Háskólabíó kl. 21 Hvita húsið eftir Tvíhöfða í þráðlausu sambandi eftir Gyrid Listuen, Noregi Herferð án landamæra eftir Christoph Schlingens- ief, Þýskalandi. Sérstakur gest- ur Sigurjón Kjartansson Fréttir á Netinu % mbl.is _ALLTAf= etTTHXSAÐ A/ÝTT dreglar VERSLUIMIN HÆTTIR á Laugavegi 49 fþróttaskór - Fótboltaskór - Barnaskór - íþróttafatnaður - Útifatnaður Ódýrt - Ódýrt - Ódýrt - Ódýrt 3 síðustu dagarnir Opið laugard. kl. 10-18, sunnud. kl. 10-21 SPORTVORUVERSLUNIN SPARTA Laugavegi 49 -101 Reykiavik - simi S51 2024
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.