Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 29 Farið fram á réttar- hald yfír Dumas Parfs. AFP. EFTIR meira en tveggja ára rann- sókn stefndi í gær saksóknaraem- bættið í París Roland Dumas, fyrr- verandi utanríkisráðherra Frakk- lands, fyrír rétt vegna gruns um og aðild að spill- ingarmáli þar sem oliufyrirtæk- ið Elf-Aquitaine og vopnasala til Taívan koma við sögu. I yfirlýsingu sem saksóknari sendi rannsókn- ardómurunum tveimur, sem hafa haft málið á sinni könnu, var mælzt til þess að Christine Deviers- Joncour, fyrrum ástkona Dumas, yrði einnig stefnt fyrir rétt, ákærð fyrir svik. Það er nú á hendi dómaranna Evu Joly og Laurence Vichnievsky að taka lokaákvörðun um hvort hefja skuli réttarhöld yfir parinu fyrrver- andi. Að sögn heimildarmanna í franska réttarkerfinu gæti réttar- hald farið fram innan hálfs árs, séu dómararnir samþykkir tilmælum saksóknara. Dumas var í ráðherratíð sinni einn mest áberandi stjórnmálamaður franska sósíalistaflokksins. Hafin var rannsókn á spillingarásökunum á hendur honum í kjölfar þess að grunur kviknaði um að hann hefði notað áhrif sín til að ástkona hans fengi vellaunað ráðgjafastarf hjá Elf-Aquitaine olíufyrirtækinu, sem þá var í ríkiseigu, og að hafa sjálfur notið góðs af því fé - á að gizka 66 milljónir franka, andvirði 726 millj- óna króna - sem Deviers-Joncour fékk greitt frá fyrirtækinu. I opinskárri játningabók, sem gef- in var út undir titlinum „Hóra lýð- veldisins“ (Putain de la Republique) sagði Deviers-Joncour frá því að hún hefði fengið rausnarlegar greiðslur frá Elf fyrir að reyna sitt bezta til að telja Dumas á að fallast á útflutning franskra kafbáta til Taívan, en Kín- verjar beittu sér mjög gegn þeim viðskiptum. Upphaflega var Dumas andvígur hergagnasölunni og Francois Mitt- errand forseti einnig, en stjómin lagði þrátt fyrir það blessun sína yfir viðskiptin þegar til kom. Dumas hef- ur ítrekað neitað að hafa gerzt brot- legurvið lög. Roland Dumas Fólinsýra fyrir barnshafandi konur lApótókið Sin£iratofg!«Apoteki(J Spöfiginni [Aíiótekíó Krínghinni • Apótekið Smíójuvagi kpótokió Suðurströnd • Apótekið iðufoíli Apóiekið Hagkoup Skeifurmi Apótekið Hapkaup Akuroyri Hafnarfjarðar Apótek [Apótekið Nýkaupum Mosfellsíiai Lávarðadeildin hafnar ríkissti órnarfrum varpi London. Morgunblaðio. LÁVARÐADEILDIN hafnaði í annað sinn á skömmum tíma laga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar, þegar hún felldi frumvarp um að fella úr gildi grein 28, sem leggur bann við umfjöllum um samkyn- hneigð á vegum opinberra stofn- ana, þar á meðal í skólum. Ríkisstjórnin lagði mikla áherzlu á að koma þessu máli í gegn á grundvelli þess, að það væri réttlætismál að fella bannið úr gildi. Mikil andstaða reis upp meðal þingmanna flokksins og sveiflaðist forystan milli þess að beita menn flokksaga og að leyfa þingmönnum að hafa frjálsar hendur við atkvæðagreiðsluna. íhaldsflokkurinn lagðist eindreg- ið gegn frumvarpinu, þótt sumir þingmanna hans væru því sam- þykkir. Á endanum ákvað forysta Verkamannaflokksins að beita flokksaganum og framvarpið var samþykkt og fór til lávarðadeild- arinnar. Umræður í lávarðadeildinni urðu mjög harðar. Ríkisstjórnin reyndi að hafa áhrif á gang máls- ins með því að bæta inn í frum- varpið grein um að skólum væri skylt að kynna hjónabandið sem undirstöðueiningu þjóðfélagsins. En lafði Young, sem áður fór fyrir íhaldsmönnum í lávarðadeildinni, lagði þá fram breytingartillögu, sem fól í sér, að bannið skyldi áfram vera í gildi og var hún sam- þykkt með 210 atkvæðum gegn 145. í janúar hafnaði lávarðadeildin frumvarpi ríkisstjórnarinnar um að fella niður kviðdóma í minni háttar málum sem svo voru nefnd. 53 i Herra- og skódeild Dömu-, barnadeild og önnur útsöluvara j Upphaflegt Útsöluverð Afsláttur frá verð 50% lækkun upprunalegu verði ^JJG&kr. ^Jætékx. 197 kr 75% yj&S&kx. 499 kr. 75% kr. yjQtt kr. 999 kr. 75% Upphaflegt Útsöluverð Afsláttur frá verð 40% lækkun upprunalegu verði 789 kr. kr. 237 kr. 70% Xa&íkr. kr. 599 kr. 70% ZJ&ttkx. yj&fkx. 899 kr. 70% Fyrstir koma - fyrstir fá! HAGKAUP Meira úrval - betri kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.