Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 FÖSTUDAGUR11. FEBRÚAR 2000 V' ............ MENNTUN Sérkennsla III Er hefðbundin sérkennsla raunhæf hjálp eða ávísun á frekari erfiðleika? Hér birtist þríðja grein Helgu Siguijónsddttur um sérkennslu fyrir ófötluð börn í grunnskólum. Hún segir að bekkjarkennarar hafí í könnun ekki talið sérkennsluna árangursríka og að hvorki nemendur né foreldrar hafí enn veríð spurðir um álit. Hver er árangur sérkennslu? s • A misheppnað líf rætur að rekja til misheppnaðrar skólagöngu? • Hefur sérkennslan orðið börnum sú lyftistöng sem hún átti að vera? s LOK sjötta áratugarins er fræðsluyfirvöldum kynntur til sögunnar enn einn hópur bama, tomæmra eða afbrigði- legra, sem var talinn þarfnast annars konar kennslu en önnur böm og í framhaldi af því var stofnuð sérdeild við Kársnesskóla í Kópavogi. Jónas Pálsson uppeldisráðunautur þar í bæ kynnir málið fræðsluyfirvöldum með bréfi, dags. 14. ágúst 1957. Hann segir að tala þeirra bama sem þarfn- ist sérstakrar kennslu sé mjög á reiki, þó sé áætlað „að hún nemi 5% eða meira af heildartölu skóla- bama“. Hann vitnar síð- an í erlenda rannsókn á greindarþroska. Jónas segir það mannúðarmál gagnvart þessum böm- um að sníða þeim stakk eftir vexti en það sé ekki unnt í hefðbundinni bekkjarkennslu. Þau þurfi að vera í sérbekkj- um. Jónas segir enn- fremur að venjulegur kennari geti ekki kennt þessum bömum, til þess sé menntun hans of tak- mörkuð. Kennari þeirra verði að læra sérstak- lega til þess. Auk þess þurfi kennarinn sérstök kennslutæki *og „annan útbúnað í stofu í samræmi við þarfir þessara bama“. 1961 var stofnuð svipuð deild í Reykjavík eða öllu heldur skóli að fmmkvæði fræðslustjórans í Reykjavík. Það var Höfðaskóli, fyrir- rennari Öskjuhlíðarskóla. Skólinn var skilgreindur sem skóli fyrir „van- vita (debile), sem gróft markast af greindarvísitölu á bilinu 50-70 og svo fötluð böm og heilasködduð". Fræðslustjórinn telur böm í þessum hópi vera um 1% af íbúatölu. Skólinn byijaði með 4 böm haustið 1961, næsta haust vom þau orðin 20 í tveimur deildum og fimm ámm síðar vom þau 100 í 10 deildum. Þörfin hefur verið mikil, enda vom .áform uppi um enn stærri skóla fyrir þenna hóp, en síðan gmnnskólalög vom sett 1974 og reglugerð um sér- kennslu gefin út 1977 hafa skólar getað stofnað sérdeildir um lengri eða skemmri tíma. Fram til 1996 vom deildir þessar stofnaðar í sam- ráði við fræðsluskrifstofur en síðan í samráði við sveitarstjómir. Sérdeildir Ljóst er af þessu yfirliti að sér- deildum óx fiskur um hrygg eftir setningu gmnnskólalaga, en þá var lögð niður röðun í bekki eftir ein- í^unnum, tekin uþp svokölluð „blönd- un í bekki“ og komið á sérkennslu sem fólst aðallega í því að böm vom tekin út úr tíma og kennt hjá sér- kennara. Mér virðist þessi þróun benda til þess að viðhorf skólans til „tossa" og annarra „afbrigðilegra“ bama hafi ekki breyst, „tossinn“ sem ekkert gat breyttist aðeins í sérk- ennslu- eða sérdeildamemanda sem lítils mátti vænta af. Skólakerfið var enn á þeirri skoðun að ástæður nám- serfiðleika mætti rekja til: 1. Arfgengs greindarskorts. 2. Slæmra uppeldisaðstæðna og/ eða taugaveiklunar. 3. Meðfæddra en dulinna afbrigða sem hindra nám. í samræmi við þetta vom uppi hugmyndir um að reisa stóran heimavistarskóla fyrir allt að 200 böm sem töldust afbrigðileg og í Krísuvík vora sveitarfélögin á Suð- umesjum byijuð á að byggja heimavistar- skóla fyrir 40 böm. Þessari stefnu var and- mælt af mörgum. Vandamál bama átti að leysa heima en ekki senda þau burt af heim- ilinu. Ég hef ekki gögn um andmæli gegn þessari stefnu nema frá dr. Amóri Hannibalssyni, prófessor. Árið 1974 fól menntamálaráðuneytið honum að gera könnun á sérdeildum og sér- skólum á landsbyggð- inni. Ráð hans um bætt- an hag þessara barna var meiri og betri lestr- arkennsla, betri menntun kennara, afnám bekkjarkerfis og síðast en ekki síst að tekið sé á erfiðleikum bamanna strax og þeir gera vart við sig í stað þess að láta allt dankast þar til bömin em 10 ára eða þaðan af eldri. Hann segir það fomeskjusjón- armið að taka böm af heimilum sín- um þó að þeim gangi illa að læra. Hann greindarprófaði börnin sem hann athugaði, námserfiðleikarnir stöfuðu ekki af greindarskorti bam- anna og er þar enn ein sönnunin fyrir því hversu hættuleg stefnan „nám við hæfi“ er. Hann leggur samt áherslu á að nemandinn sjálfur skuli ævinlega vera höfuðviðfangsefnið hvernig sem skipulag og kennslu- hættir em. Hann bendir á að mil- ljörðum sé eytt á ári hverju til skóla- halds „en ekkert hefur, svo vitað sé, verið gert til að athuga hver er hinn raunvemlegi árangur af starfinu". (Skýrsla til fræðslumáladeildar menntamálaráðuneytis um hjálpar- kennslu í skyldunámsskólum vorið 1975.) Hann segir sérkennsluvand- ann vera eina af afleiðingum úreltra kennsluhátta og að enn muni „verða nemendur sem hrekjast á kaldan klaka án þess að fá hjálp sem dugar“ (bls.7). Hann segir á einum stað: „Greindarskortur er ekki höfuð- ástæðan til þess, að nemendur á skólaskyldualdri lenda í námserfið- leikum. Eða með öðmm orðum: Fylgni milli námserfiðleika og lágrar greindar (eins og hún er mæld á greindarprófi) er lítil“ (bls. 10). Hann gerir ekki mikið úr svokölluðu skóla- þroskaprófi sem hafði verið notað við athuganir á byijendum um nokkurra ára skeið og stingur upp á að í stað þess að heimta bömin ólæs þegar Helga Siguijónsdóttir Úr myndasafni Þetla er siðasta grein Helgu af þremur um þetta efni (Mbl. 29/1, 5/2). í henni er haidið áfram þar sem frá var horfið í síðustu grein, að gaumgæfa hugmyndafræðina sem þjón- usta við „afbrigðileg" böm svokölluð byggist á. þau koma í skólann sé „æskilegt, að skólar gætu kallað til sín foreldra og leiðbeint þeim um heimanám og kennslu barna“ (bls.16). Eins og geta má nærri féll skýrsl- an í grýttan jarðveg í ráðuneytinu, raunar svo að menntamálaráðuneyt- ið sór hana af sér. Ástæðan var að sögn óvarleg orð höfundar um ein- staka menn innan menntakerfisins. En ætli raunveralega ástæðan hafi ekki verið sú að Amór leitar skýr- inga á erfiðleikum bamanna í kerf- inu sjálfu, skólakerfi, sálfræðiþjón- ustu og kennaramenntun, en hvorki hjá bömunum né foreldmm þeirra. Niðurstaða Arnórs var þessi: 1. Greindarskortur háir ekki böm- unum sem famast illa í skóla. 2. Skólaþroskapróf er lítið að marka. 3. Skólar eiga að leiðbeina foreldr- um um heimanám. 4. Það á að taka strax á náms- vanda. 5. Það á að leggja niður bekkjar- kerfið. Ég er sammála nema því að leggja niður bekkjarkerfið en bæti við eftir- farandi: 1. Ekki á að taka börn út úr tíma, þau eiga að fá viðbótartíma. 2. Skólinn á að gera skýrar kröfur til foreldra. 3. Skólinn má ekki taka á sig ábyrgð sem hann veldur ekki. 4. Skólar verða að koma á góðum aga í öllum bekkjum. 5. Skólinn á að ögra vitsmunum allra barna, einnig þeirra sem eitt- hvað amar að. Enn lengra út í ófæru Ingibjörg Karlsdóttir félagsráð- gjafi á forvarnasviði félagsþjónustu Reykjavíkurborgar er sama sinnis, a.m.k. hvað varðar það að taka strax á námsvanda. Hún segir í grein í Morgunblaðinu 29. júlí sl.: „Mikil- vægt er að bregðast við vandanum á fyrri stigum og koma þannig í veg fyrir að hann verði viðvarandi." Og ennfremur: „Erlendar rannsóknir sýna að hægt er að sinna allt að 75% þeirra bama, sem síðar myndu lenda í þessum áhættuhópum, strax við 6-7 ára aldur.“ Áhættan er auðvitað námserfiðleikar sem hlaða utan á sig og verða óviðráðanlegir og leiða til misheppnaðrar skólagöngu og and- legs niðurbrots. En er þá ekki Reykjavíkurborg þess reiðubúin að fara þessa leið? Ekki er svo að sjá. I sömu grein segir að þrátt fyrir brýna og vaxandi þörf hafi verið dregið úr sálfæðiþjónustu í skólum. Með reglugerð nr. 386,1996, er kveðið svo á um að „sálfræðingar sem vinna við skólana skuli einungis sinna „faglegri ráðgjöf vegna al- mennrar kennslu einstakra náms- greina og aðstoð og leiðbeiningum við kennara vegna sérkennslu." Ingi- björg spyr síðan hver eigi að sinna þeim verkefnum sem sálfræðiþjón- ustan sinnti áður. Ég fæ ekki betur séð en hið alls- ráðandi kerfisfólk haldi áfram á sömu braut en finni um leið nýja felu- staði fyrir sjálft sig og Kerfið. Nú er ekki lengur skylda að taka samræmd próf í 10. bekk. Fyrir vikið verður enn erfiðara en áður fyrir foreldra og kennara að halda börnunum að námi, einkum þeim sem eiga við námserfið- leika að etja. En þar með fær fram- haldsskólinn nemendur í starfsdeild- imar sem áður er getið um. Þær em, eins og áður hefur komið fram, ætl- aðar „nemendum sem hafa, þrátt fyrir töluverða námsaðstoð í efstu bekkjum gmnnskóla, fallið í öllum greinum á samræmdum prófum úr gmnnskóla eða fengið undanþágu frá námi eða prófum í einstökum greinum eða grein.“ (Drög að nám- skrá fyrir sérdeildir framhaldsskóla. 1998.) í stað þess að laga til í gmnn- skólanum er þessum nemendum ýtt enn lengra út í ófæm og lokað ræki- lega á möguleika þeirra til náms sem opnar leiðir til sómasamlegs lífs í nú- tímaþjóðfélagi. Rannsóknir á sérkennslu? Þó að liðinn sé aldarfjórðungur frá skýrslu Amórs og sérkennsla hafi vaxið gífurlega að umfangi og kostn- aði hefur engin könnun verið gerð á árangri hennar utan könnun sem menntamálaráðuneytið lét gera 1990. Hún var ekki beinlínis um ÁTTUNDA febrúar var opnað fyrir 3. verkefnaútboð í upplýsingatækni- áætlun ESB (IST) sem heyrir undir 5. rammaáætlun Evrópusambands- ins. Skilafrestur umsókna er fram í maí 2000. Meðal annars var opnað fyrir verkefnatil- lögur í eftirtalda verkflokka: 1. Undir lykilaðgerð um „Upplýs- ingakerfi og þjónustu fyrir borgara" er til að mynda beðið um verkefnatil- lögur er varða heilbrigðiskerfið. 2. Undir lykilaðgerð um „Nýja vinnuhætti og rafræn viðskipti“ er til að mynda beðið um verkefnatillögur er varða ýmsa þætti fjarskipta og ör- yggismála er varða rafræn viðskipti. 3. Undir lykilaðgerð um „Marg- miðlunarefni og tól“ er til að mynda beðið um verkefnatillögur er varða fræðslu-, menningar- og vísindamál. 4. Undir lykilaðgerð um „Gmnn- tækni og innviði" er beðið um verk- efnatillögur er varða þráðlaus fjarskipti. Heimasíða IST er http:// árangur kennslunnar heldur vom umsjónar- og bekkjarkennarar spurðir hvort þeir teldu hana árang- ursríka. Meirihluti kennara taldi svo ekid vera. Enn hafa hvorki nemend- ur né foreldrar verið spurðir um álit. Ekki hefur heldur verið rannsakað hver hafi verið ferill barna úr sér- deildum og granur leikur á að lítið hafi verið fylgst með því af hálfu menntamálaráðuneytis og fræðslu- skrifstofa hver námskráin var og námsárangur. Enn síður hvað nem- endum hafi fundist um námið og hver ferill þeirra varð að loknu námi í sér- deild. Menntamálaráðuneytið hefur greinilega ekki áhuga á að fræðast frekar um þetta mikilvæga mál, þar er haldið áfram á sömu braut. Það er alvarlegt af því að hér er verið að tefla með líf bama og unglinga. Mis- heppnað líf á oft rætur að rekja til misheppnaðrar skólagöngu. Áður en starfsdeildir em settar á fót í framhaldsskólum verður að fara ofan í saumana á kennsluháttum í grannskólum, rannsaka uppeldis- fræðina sem er kennd í landinu og kanna stefnu sálfræðinnar um leiðir þegar vandamál í námi gera vart við sig. Þegar skýrslur um þetta liggja fyrir má huga að nýjum námsbraut- um í framhaldsskóla en fyrr ekki. Við núverandi aðstæður kunna nýju deildimar að vera enn ein gildran fyrir bömin. Lokaorð Hefur hefðbundin sérkennsla ver- ið raunhæf hjálp bömum í náms- vanda eða hefur hún leitt til enn frek- ari erfiðleika? í ljósi þess sem hér hefur verið sagt má gera því skóna að kennslan hefur ekki orðið bömum sú lyftist- öng sem henni var ætlað. Ekki er samt við sérkennara að sakast og ekki heldur almenna kennara eða skólastjóra. Allir fylgdu kenningun- um og fóm að lögum skólakerfisins. Fáir í þeirra hópi virðast hins vegar hafa áttað sig á því að kenningar greindarfræðinnar em ekki stað- reyndir heldur tilgátur eða trú. 20. öldin hefur verið öld sálfræð- innar. Hún tók við af kirkjunni og sóttist eftir völdum yfir hugsun mannsins og vilja. Þess vegna var eðlilegt að sálfræðin skipti sér af uppeldi og menntun, enda hefur hún haft mikil áhrif á hvort tveggja. Upp- eldishættir hafa breyst mikið á öld- inni, aðallega til hins betra. Virðingu fyrir bömum, mannréttindum þeirra og frelsi má ef til vill þakka sálfræð- inni. Hins vegar kann ekki góðri lukku að stýra þegar aldalangri reynslu kynslóðanna er hafnað - eða er ekki kominn tími til að hagsmuna- aðilar sleppi tökum á menntuninni og gefi hana frjálsa? Mér býður í gmn að það verði meginmannréttinda- krafan á nýrri öld. www.cordis.lu/ist/calls/calls.htm Nánari upplýsingar í síma: 525- 4900, netfang: ee@hi.is. Frestur til 15. febrúar COMENIUS (Lingua -C) - Að- stoðarkennsla í skólum. Skólar á grann- og fram- haldsskólastigi geta sótt um að fá erlendan aðstoðar- kennara til starfa við tungumála- kennslu í 3-8 mán- uði skólaárið 2000/2001. COMENIUS (Lingua -C) - Að- stoðarkennsla/nemendur. Verðandi tungumálakennarar geta sótt um að starfa við skólastofnanir í ESB-lönd- um. Starfið felst í að aðstoða við kennslu og kynna land og þjóð. Dvöl getur varað frá 3-8 mánuðum. Styrk- þegar fá ferðastyrk og mánaðarlegar greiðslur. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð: Landsskrifstofa Sókratesar, Neshaga 16, sími 525- 5815, netfang: rz@hi.is Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.