Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR11. FEBRÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ S Uthlutun á æðra plani Er ekki sjáljsagt að helstu risar íslenskrar menningar verði einnigflutt- irtil dvalarjjarri mannabyggðum í þakklœtisskyni? Allt fram á síðustu ár hafa íslendingar sameinastíþeirri hugsun að sjálfsagt , og eðlilegt sé að koma illa fram við bestu syni og dætur þjóðarinnar. Einar Bene- diktsson, Jónas Hallgrímsson og flest önnur andans stórmenni Is- lands sættu linnulausum árásum af hálfu landa sinna, sem kepptust við að níða þá niður og bera björg í götu þeirra. Reglan var enda lengst af sú, að merkustu íslendingamir kusu að búa erlendis, fjarri hinum íslenska veruleika, myrkurs, doða, fátækt- ar, menningarleysis og embættis- hroka. Baráttan fyrir endurreisn og sjálfstæði fór að mestu fram ut- an landsteina og reyndist það trú- lega mesta gæfa þjóðarinnar. Á þessu hefur orðið breyting. Nú njóta bestu VIÐHORF Eftir Asgeir Sverrisson synir og dætur íslands ríkis- styrkja til að þeim sé fært að skapa óforgengileg listaverk. Þeir, sem mestum hæðum ná í sköpun andlegra stórvirkja, eru síðan kallaðir á fund sameiningar- tákns þjóðarinnar og á þá fest orða til marks um að þeir tilheyri ,fálkadeildinni“ en hana fylla jafn- an mikilvægustu íslendingar sam- tímans. En þótt tímamir breytist vekur jafnan nokkra ánægju að íslend- ingar hafi ekki með öllu sagt skilið við þjóðlegar hefðir. Enn er Þórð- argleðin t.a.m. þjóðlegasta birting- arform lífshamingjunnar á íslandi og tæpast er níðið útdautt þó að menn séu hættir að skrifa bréf. Nú er þessum birtingarmyndum ís- lenskrar menningar komið til skila um intemet og farsíma. Skýrir það vísast þann mikla áhuga, sem ís- lendingar hafa sýnt þeim tækni- nýjungum. Nú mun þekktasti Islendingur sögunnar, mikil hæfileikakona að nafni Björk Guðmundsdóttir, hafa lýst yfir áhuga sínum á að fá keypta eyju eina á Breiðafirði, er nefnist EUiðaey. Og líkt og forðum virðast fjölmargir tilbúnir til að spilla fyrir áformum þessa merka listamanns. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra hefur raunar tekið vel í beiðni Bjarkar Guðmundsdóttur. Hann hefur sagt að tii greina komi að söngkonan fái eyjuna til afnota, leigulaust, og að henni verði heim- ilað að reisa þar hús. Telur for- sætisráðherra sjálfsagt að þetta verði gert í þakklætisskyni við störf og framlag Bjarkar Guð- mundsdóttur. „Hún hefur gert meira fyrir ísland heldur en lang- flestir Islendingar sem við þekkj- um við að auka frægð og frama Is- lands,“ sagði Davíð Oddsson í byrjun vikunnar. Þetta er góð tillaga, sem sjálf- sagt er að hrinda í framkvæmd, enda verður þeim seint fuilþakkað er „auka frægð og frama íslands". Hins vegar er það svo að fleiri en Björk Guðmundsdóttir hafa lagt þar lóð á vogarskálar. Fjölmörg andans stórmenni hafa aukið hróð- ur íslands erlendis og er bæði ástæðulaust með öllu og rangt að ganga framhjá þeim. Hvað mælir gegn því að þeir ís- lendingar, sem t.d. hafa unnið Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs, verði fluttir til búsetu á eyðieyjum undan ströndum landsins? Er ekki eðlilegt að hugað verði að því með hvaða hætti unnt er að verðlauna alla þá, er fært hafa algjörlega ein- stakri menningu Islendinga þá al- þjóðlegu viðurkenningu, sem hún nýtur? Er ekki sjálfsagt að þeir verði einnig fluttir til dvalar fjarri mannabyggðum í þakklætisskyni? Líklega munu einhveijir gagn- rýna þessa hugmynd á þeim for- sendum að til standi að veita út- völdum tiltekin gæði. Eins og flestum íslendingum mun kunnugt eru eyjamar á Breiðafirði óteljandi, Hkt og vötnin á Amarvatnsheiði og hólamir í Vatnsdal. Hér er því engan veginn um takmarkaðar auðlindir að ræða. Eðlilegast er því að sérhveijum í slendingi verði fengin eyja á Breiðafirði, vatn á Amarvatnsheiði eða hóll í Vatnsdal til afnota, end- urgjaldslaust. I ljósi reynslunnar af íslenskum úthlutunarkerfum er hyggilegt að kveðið verði á um að afnotin verði bundin við jarðvist viðkomandi. Sérstakar reglur þurfa að gilda um helstu menningarfrömuði Is- lendinga á hverjum tíma á þann veg að þeim verði jafnan fengin eyðieyja til búsetu enda sýnt að það fyrirkomulag er best fallið til að tryggja það næði, sem sóst er eftir. Að öðm leyti er æskilegt að út- hlutun þessara gæða fari fram með sem þjóðlegustum hætti. Er við hæfi að merkustu nýjungar í ís- lensku þjóðlífi og menningu verði nýttar í því skyni. Hér ræðir vitanlega um lottó-ið og pizzuna. Hæglega mætti draga út kenni- tölur eða GSM-númer íslenskra ríkisborgara í vikulegum lottó- þætti í sjónvarpi og yrði þá út- hlutað í þremur flokkum, þ.e. „eyja-flokki“, „hóla-flokki“ og „vatna-flokki“. Kennitalan yrði síð- an tengd við viðkomandi náttúm- fyrirbrigði í gagnagmnni en til að auka á spennu og skemmtan kæmi til greina að úthlutun t.d. í „eyja- flokki“ færi eingöngu fram í gegn- um síma og þá aðeins í beinni út- sendingu. Eins gæti ríkisvaldið gengið til samstarfs við helsta vaxtarbroddinn í íslensku við- skipta- og atvinnulífi, pizzugerðar- húsin, þannig að lottó-miði er til- greindi sérlega eftirsóknarverða eyju, hól eða vatn fylgdi t.d. millj- ónustu hverri flatböku er sætti heimkeyrslu. Nýir möguleikar munu síðan skapast þegar rekstur pizzu-staða í ríkiseigu hefst en þá verður, eðli málsins samkvæmt, að finna í menningarhúsum þeim, er senn munu rísa um land allt og vafalaustvíðar. Ekki er að efa að þessi skipan mála myndi vekja vemlega athygli erlendis og verða til þess að auka enn ,frægð og frama íslands". Með þessu móti mætti styrkja þá sérstöðu, sem íslendingar hafa tryggt sér á Vesturlöndum t.a.m. með úthlutunarkerfi veiðiheimilda og lögum um gagnagmnn á heil- brigðissviði. Líkt og sumar þjóðir vilja kenna samfélagsgerð sína við ,;verðleika“ eða „sanngimi" gætu Islendingar fest í sessi þá mynd, sem sköpuð hefur verið erlendis af íslenska „úthlutunarþjóðfélaginu" (e. „The Give-away Society"). Og svo má alls ekki gleymast að fá Bjama geimfara eyju eða tvær. SIGURÐUR JÓNSSON + Sigurður Jóns- son fæddist á Sámsstöðum, Laxár- dal, Dalasýslu 30. júní 1925. Hann Lést á sjúkrahúsinu á Húsavík þriðjudag- inn 1. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jó- hannes Jósepsson frá Vörðufelli á Skógarströnd, f. 3. júní 1897, d. 23. jan- úar 1997, og Magn- úsína Steinunn Böðvarsdóttir frá Sámsstöðum, f. 13. aprfl 1889, d. 7. október 1977. Systkini Sig- urðar voru Eyjólfur, f. 11. maí 1924, Ásgeir og Ásgeir Böðvar, sem létust báðir ungir, og Guð- björg Margrét, f. 23. nóvember 1929. Hinn 31. ágúst 1955 kvæntist Sigurður Karen Guðlaugsdóttur frá Húsavík. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Jónsson frá Fossi, Húsavík, f. 3. júní 1906, d. 12. september 1982, og Gratiana Sigríður Jörundsdóttir, f. 29. júní 1905 á Flateyri, d. 28. aprfl 1972. Sigurður og Karen eign- uðust þrjú börn. Þau eru: 1) Jónfna, f. 7. október 1955, sonur hennar er Sigurður Már Bjarna- son. 2) Ásgerður Brynja, f. 5. ágúst 1957, sambýlismaður Páll Georg Sigurðsson, f. 15. mars 1954. Börn þeirra: Viktor Burkni, Andrea Ösp og Bryndís Karen. 3) Hanna Maídís, f. 11. maf 1960, maki Ólafur Jensson, f. 8. febrúar 1959. Börn þeirra: Jens, Erna Hrönn og Brynjar. Jæja, elsku pabbi minn. Þá er komið að leiðarlokum að sinni. Ég hélt að ég væri tilbúin að kveðja þig, en það ætlar að reynast mér erfitt því ég finn til svo mikils söknuðar er ég hugsa til þess að fá ekki að hitta þig aftur og spjalla við þig. Ég reyni að hugga mig við allar góðu minningarnar og það að þú varst svo sæll að fá að fara eftir að þurfa að þjást svona mikið. Mér finnst svo ósanngjarnt að nokkur maður þurfí að líða svona miklar þjáningar og skil ekki hver tilgang- urinn er, en svona er lífið, við ráð- um engu um það. Eitt er víst að þú ert örugglega á góðum stað núna, syngjandi með fallegu tenórröddinni þinni og eitt- hvað að glettast við þá sem tóku á móti þér. Mér þykir svo óendanlega vænt um þig og veit að ég hefði ekki get- að átt betri pabba þótt ég hefði val- ið hann sjálf. Ég bið Guð að geyma þig og styrkja mömmu og okkur öll sem syrgjum þig, og kveð þig með ljóð- Börn Karenar og fósturbörn Sigurð- ar eru: 1) Guð- mundur Þorkels- son, f. 14. febrúar 1946, börn hans: Sigurlaug Karen, hún á eitt barn, Ingu _ Elínu; Bryn- dfs; Ármann, hann á eitt barn, Stefan- íu Fanneyju; Bryn- dís; Rikarð Þorkell; Robert og Ana Kar- en. 2) Sigurlaug Nanna Þráinsdótt- ir, f. 11. mars 1951, maki Guðbjörn Bjarni Bjarna- son, f. 9. júní 1949. Þeirra börn eru: Þráinn; Inga Fríða, hún á tvíbura, Söru Rún og Bríeti Sif; og Bjarni Davíð. Sigurður ólst upp á Sámsstöð- um og bjó þar til 29 ára aldurs. Fluttust þau Karen að Hvammi í Dölum og bjuggu þar í eitt ár. Fluttu þá að Sámsstöðum, byggðu þar nýbýli og bjuggu þar til ársins 1966 er fjölskyld- an flutti til Akraness. Árið 1976 fluttust þau til Húsavíkur og bjuggu þar sfðan. Sigurður stundaði nám í Lög- regluskólanum og var í lög- reglunni í Dalasýslu í sjö ár með búskapnum. Starfaði á Akranesi við smfðar og fiskvinnslu og hvalskurð og mjölvinnslu í Hval- stöðinni á sumrin. Vann við Kröfluvirkjun um tíma og við blikksmfði hjá Foss og málmi á Húsavík. Utför Sigurðar fór fram frá Húsavfkurkirkju hinn 5. febrúar í kyrrþey, að ósk hins látna. inu sem félagar þínir í karlakórn- um Hreimi sungu svo fallega fyrir þig við útförina. í faðmi blárra fjalla er friðsældar tign ogró þar uppi um hamra hjalla sér hreiður fuglinn bjó. Par tröllin tala saman svo titra við hamra þil hér líst mér lífið gaman og ljúft að vera til og lækir falla um flúðir fossa við blóma grund. Af brattans krafti knúðir hér kætist mín lund loftið er ljósi mettað, lífið á heima hér. Dýrleg er dvöl við þetta og draumaland mér. Hér vil ég una við hugljúfan draum. Hér losnar sál mín úr þoku og dróma náttúran seiðir fram einstæða óma aldrei sem heyrast í strætanna glaum. Ó, móðir vor jörð. (Höf. ók.) Megi ljósið eilífa umvefja þig. Þín dóttir Hanna Mafdfs. ÞORA VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Þóra Valgerður Guðmundsdóttir fæddist í Miðdal í Kjós 29. ágúst 1904. Hún lést á elliheimil- inu Grund 1. febrúar sfðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju 8. febrúar. Elsku amma. Ég vil þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Þú tókst alltaf á móti okkur krökkunum opnum örmum og með hlýju og áttir alltaf eitthvert góðgæti til að stinga að okkur. Það er góður tími sem ég hugsa um þegar ég lít til baka, hvað við gátum hlegið, hvort heldur var við spil eða sögur. Þú varst alltaf til staðar og áttir allan heimsins tíma til að gefa. Elsku amma, ég þakka þér fyrir allt. Þú sefur eins og bylgja, sem vindar hafa vaggað í værð í lygnum fieti. Andar h)jótt Og liljuhvítar mundir hafa lokað augum þínum, og ljóssins dísir boðið góða nótt. Svo fagurt er vort jarðlíf, svo fullt af ást og mildi, þó feyki visnum blöðum gegnum draum þinn stormaher. Imynd þess sem vonar, sem vemdar allt og blessar, skal ég vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk.) Erla Guðmundsdóttir. Elskulegur tengdafaðir minn, Siggi Jóns eða Siggi Dalamaður eins og hann var gjarnan kallaður, er farinn á brott - floginn í burt af þessari jarðvist, aðeins 74 ára gamall, eftir erfið veikindi. Siggi fæddist á Sámsstöðum í Laxárdal, ólst þar upp og bjó í Döl- unum meira en helming ævi sinnar. Hann kvæntist Karen Guðlaugs- dóttur frá Húsavík og eignuðust þau þrjár dætur saman en fyrir átti Karen tvö börn sem Siggi leit ævinlega á sem sín eigin börn og reyndist þeim hinn besti faðir. Mikið mæddi á Sigga þegar Kar- en veiktist alvarlega og hún varð að dvelja fjarri heimili sínu í lang- an tíma. Var sú erfiða ákvörðun tekin að selja hlutinn í jörðinni og flytja til Akraness árið 1966. Keyptu þau húseignina Skaga- braut 7 og gerðu sér þar gott heimili. Árið 1976 fór Siggi að vinna í Kröfluvirkjun og var þá ákveðið að flytja norður í land á heimaslóðir Karenar til Húsavíkur þar sem þau hafa búið síðan. í nóvember árið 1976 kynntist ég Hönnu dóttur þeirra þar sem við vorum bæði að vinna í Kröflu. Þar var Siggi líka að vinna og hafði hann lúmskt gaman af því þegar að ég var að eltast við dóttur hans. Eftir jólafrí fór ég til Húsavíkur og var ekki laust við að þar kæmi feiminn ungur maður út úr flugvél, þar sem Hanna var mætt ásamt pabba sínum að sækja piltinn, sá gamli með glott á vör. Var mér tekið opnum örmum af þeim hjón- um og var ég strax orðinn sem einn af fjölskyldunni. Var mér fljótt ljóst þvílík indæl- ispersóna hann Siggi var. Hann var hvers manns hugljúfi sem hvergi mátti aumt sjá. Ávallt var hann reiðubúinn að rétta hjálpar- hönd ef hann vissi að vantaði að- stoð einhvers staðar. Hann lét sig ekki muna um það að renna í Eyja- fjarðarsveitina ef hann hafði veður af því að ég væri að brasa eitthvað, bara til að athuga hvort hann gæti aðstoðað mig. Það virtist allt leika í höndunum á honum alveg sama hvort um var að ræða garðvinnu, bílaviðgerðir eða smíðar. Hann var hagleiksmaður af guðs náð. Alltaf var stutt í brosið hjá Sigga, alveg sama þótt erfitt væri, alltaf gat hann séð gleðina hinum megin við hornið og fengið mann til þess að brosa með sér. Eitt er það atvik sem er mér ógleymanlegt. Við höfðum það oft þannig að þegar farið var saman á tveimur bílum, var tengdamamma með mér í bíl en Hanna með pabba sínum. Við vorum á leið frá Húsa- vík til Akureyrar og þau á undan. Allt í einu snarstoppar Siggi bílinn úti í kanti, rýkur út, kemur hlaup- andi með faðminn útbreiddan, brosið út að eyrum og faðmar mig að sér. Hanna hafði sagt honum að við ættum von á barni. Oll barnabörnin hans voru sem sólargeislar, hann hafði alltaf tíma til þess að sinna þeim. Var alltaf mikil gleði þegar fólkið hans kom í heimsókn á Húsavík og ekki var nú slæmt að fá að hafa litlu sólargeisl- ana hjá sér í einhvern tíma. Höfum við átt margar glaðar stundir saman, ósjaldan var tekið í spil og þá yfirleitt spilað langt fram á nótt og mikið hlegið. Siggi var mikill söngmaður, hafði mikla tenórrödd sem fékk að njóta sín víða, nú síðast með karlakórnum Hreimi sem heiðraði hann með söng við útför hans. Það var erfitt fyrir Sigga þegar hann greindist með krabbamein haustið 1998, þótt hann léti ekki mikið á því bera. Karen var hans stoð og stytta í veikindum hans og annaðist hann allt fram í andlátið af mikilli umhyggju. Væri hægt að hafa langt mál um Sigga Jóns en ég læt hér staðar numið. Það er huggun harmi gegn að eiga margar og góðar minningar um þann sem genginn er. Vil ég því kveðja minn kæra tengdaföður með þakklæti fyrir allt. Guð blessi minningu þína og styrki tengdamóður mína og fjöl- skylduna alla. Þinn tengdasonur, Ólafur Jensson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.