Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 11. FEB RÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Golli Síðasti áfangi Borgar- holtsskóla í notkun Grafarvogur Fjórði og síðasti áfangi Borg- arholtsskóla í Grafarvogi var tekinn í notkun nú í janúar. Nú er skólahúsnæðið orðið samtals 10.500 fermetrar og að sögn Eyglóar Eyjólfsdótt- ur, skólameistara Borgar- holtsskóla, er skólinn tilbúinn að anna um 1.000 nemendum. Nýi áfanginn er um 2.000 fermetrar og segir Eygló að hann verði ekki nýttur undir kennslustofur, heldur verði þar bókasafn, skrifstofur, vinnustofur kennara og mat- salur nemenda. Mjög ánægju- legt sé að viðbyggingin sé til- búin til notkunar en hingað til hafi öll þessi starfsemi verið í bráðabirgðahúsnæði. Skólahúsnæðið verður vígt í heild sinni í mars. Eftirlitsmynda- vélar settar upp við tvo skóla til Reykjavík TIL STENDUR að koma upp eftirlitsmyndavélum við Haga- skóla og Fellaskóla, auk þess sem nokkrum vélum verður komið upp við Rimaskóla, til viðbótar við þær sem þar eru fyrir. Kostnaðaráætlun vegna nýju myndavélanna var lögð fram á síðasta fundi Fræðslu- ráðs og samkvæmt henni munu þær kosta samanlagt um 4,6 milljónir. A fundinum grunn- viðbótar var einnig lagt fram yfirlit yfir kostnað vegna rúðubrota í grunnskólum borgarinnar. Ar- ið 1998 var hann samtals um 17 milljónir og árið 1999 um 13 milljónir. Gerður G. Óskar- sdóttir, fræðslustjóri Reykja- víkurborgar, segir að fylgst verði með því hvort myndavél- arnar verði til þess að rúður verði síður brotnar í skólun- um. Síðan verði kostnaður við myndavélamar borinn saman við hugsanlegan sparnað vegna færri rúðubrota. Unglingastarf fyrir hreyfí- hamlaða Arbæjarhverfi UNGLINGAMIÐSTÖÐIN Ársel í Árbæjarhverfi byrjar laugardaginn 12. febrúar með tómstundastarf fyrir unglinga á aldrinum 13 til 18 ára. Að- gengi í Árseli er sérstaklega gott fyrir hreyfihamlaða og því var ákveðið að miða starfið við þann hóp. Aðrir eru vel- komnii- að taka þátt í starfinu. Ætlunin er að hittast á laugardögum í Árseli frá kl. 12 til 14 og gera eitthvað skemmtilegt saman. Húsnæð- ið býður upp á marga mögu- leika, t.d. íþróttasal, danssal, billjardborð, þythokkí-borð, Nintendo-tölvu, borðtennis, karókígræjur og margt fleira. Húsnæði félagsmiðstöðvar- innar er þannig hannað að fólk í hjólastólum á auðvelt með að ferðast um húsið. Laugardaginn 12. febrúai- verður opnunarhátíð. Ungl- ingar'í Árseli ætla að kynna Ársel, starfsemina og hús- næðið. Starfsmenn starfsins kynna sig og einnig koma Ste- fán Hilmars og Eyvi í heim- sókn og taka lagið. Síðan verða karókítækin prófuð. Unglingar úr Árseli syngja og öllum er velkomið að taka lag- ið. í lokin verða á boðstólum léttar veitingar í boði Ársels. Morgunblaðið/Sverrir Öryggisbúnaður er á nýju almenningssalemunum þannig að börn sem eru léttari en fjórtán kíló geta ekki lokast þar inni. Einnig opnast hurðin sjálfkrafa eftir 15 mínútur. Tvö almenn- ingssalerni tekin í notkun Miðbær í GÆR voru tekin í notlcun tvö almenningssalemi í miðbæ Reykjavíkur, annað við Ingólfs- torg og hitt við Laugaveg 86, hjá bQastæðinu við Stjömubíó. Salemin em súlulaga, vegg- ir þeirra upplýstir að utan- verðu og gert ráð fyrir auglýs- ingum á þeim. Fyrirtækið AFA JCDecaux ísland ehf., sem setur upp strætisvagna- skýli og auglýsingaskilti í borginni, sá um uppsetningu salernanna og rekur þau sam- kvæmt samningi við Reykja- víkurborg. Salemin era útbúin sjálf- virkum sötthreinsibúnaði sem fer í gang eftir hverja notkun og taka þrifin um eina mínútu. Sérstakur öryggisbúnaður er á salemunum þannig að börn sem era léttari en fjórtán kíló geta ekki lokast inni á þeim. Ekki er heldur hægt að dvelja lengur en 15 mínútur inni á þeim því þá opnast hurðin sjálfkrafa. 20 króna aðgangs- eyrir er að salemunum og rennur hann í borgarsjóð. Könnun á vímuefnaneyslu nemenda í 10. bekk í Garðabæ Helmingi færri reykja daglega Gardabær NÆSTUM helmingi færri nemendur í 10. bekk í Garðabæ reyktu daglega í fyrra en árið þar á undan. Þetta kemur fram í könnun Rannsóknar og greiningar um vímuefnaneyslu ís- lenskra unglinga árið 1999. Um 13% nemenda í bæn- um reyktu daglega í fyrra, en það eru hlutfallslega færri en reyktu daglega í Reykjavík (20%) og á landsvísu (19%). Árið 1998 reyktu hinsvegar 25% dag- lega og árið 1997 var hlut- fallið 20%, þannig að tölu- verðar sveiflur virðast vera á milli ára. Á síðasta ári höfðu um 84% nemenda í 10. bekk í Garðabæ einhvern tíma drakkið áfengi, sem er að- eins minna hlutfall en árið 1998, en þá var það 89%. Þetta hlutfall, þ.e. að 84% hafi einhvern tíma bragðað áfengi, er hærra en í Reykjavík (81%) og á landsvísu (79%). Einnig var í könnuninni athugað hversu margir hefðu orðið drukknir á síð- ustu 30 dögum áður en könnunin var gerð og kom í ljós að 34% nemenda í Garðabæ höfðu orðið það. Þetta hlufall er það sama og á landsvísu, en lægra en í Reykjavík, þar sem það var 38%. Á áranum 1997 til 1998 fjölgaði nokkuð í þeim hópi nemenda, sem hafði orðið drukkinn síðustu 30 daga, en á landsvísu jókst hlutfallið úr 37% í 41%. Á síðasta ári fór það síðan niður í 34%, eins og áður sagði. Þróunin var svipuð í Garðabæ, en árið 1997 hafði 41% nemenda orðið drakkið á síðustu 30 dög- um, en árið 1998 var hlut- fallið 42%. Almennt dró úr hassneyslu I könnuninni kemur fram að almennt dró úr hassneyslu á landsvísu í fyrra og sömu sögu er að segja um Garðabæ. Árið 1999 höfðu um 17% nem- enda í 10. bekk í Garðabæ notað hass, en í Reykjavík var hlutfallið 20% og á landsvísu var það 15%. Nokkrar sveiflur hafa verið í hassneyslunni, en árið 1997 höfðu um 14% nemenda í Garðabæ notað hass og árið 1998 fór hlut- fallið upp í 27%. í Reykja- vík var hlutfallið 18% árið 1997 og 21% árið 1998. Á landsvísu var hlutfallið 13% árið 1997 og 17% ári seinna. Könnunin, sem unnin var af Rannsókum og grein- ingu, er hluti af stærri könnun, sem gerð er að tilstuðlan Evrópuráðsins og nefnist European School Project on Alcohol and other Drugs (ESPAD). Könnunin er lögð fyrir 100.000 nemendur á aldrin- um 15 til 16 ára í 26 lönd- iim. Á íslandi var svarhlut- fallið 90%, þ.e. 3.554 nem- endur, sem vora í 10. bekk á síðasta skólaári, svöraðu könnuninni. Nýr grunnskóli í Mosfellsbæ tilbúinn haustið 2001 Skólinn kost- ar um hálfan milljarð Mosfellsbær FRAMKVÆMDIR við nýj- an grunnskóla í Mosfellsbæ hefjast eftir þrjá til fjóra mánuði, en verkið verður boðið út í þessum mánuði og er áætlaður heildarkostnað- ur um 535 milljónir. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Jónas Sigurðs- son, forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og formann fræðslunefndar. „Ætlunin er að taka skól- ann í gagnið haustið 2001 og er gert ráð fyrir að um 370 nemendur hefji þá nám í honum,“ sagði Jónas. „Skól- inn verður við Lækjarhlíð og mun þjóna vestasta hluta bæjarins og með tilkomu hans verður bænum skipt í tvö skólahverfi og báðir skólarnir einsetnir." Hönnun að ljúka Jónas sagði að verið væri að ljúka við hönnun skólans um þessar mundir og að um leið og henni lyki yrði verkið boðið út. Hann sagði að verkinu væri skipt upp í þi'já áfanga og að gert væri ráð fyrir því að 1. áfanginn yrði tekinn í notkun haustið 2001, eins og áður sagði. Þróun á nemendafjölda réði því síðan hvenær ráðist yrði út í fram- kvæmdir við 2. og 3. áfanga. í 1. áfanga er gert ráð fyr- ir 3.600 fermetra byggingu með 17 kennslustofum og nokkrum sérgreinastofum. I öðrum áfanga verður 3 kennslustofum bætt við og íþróttahúsi, samtals um 1.860 fermetrum. í 3. og síð- asta áfanga verður bætt við 10 kennslustofum, eða sam- tals um 1.200 fermetrum. Nýi skólinn mun rísa ná- lægt leikskólanum Huldu- bergi, sem var formlega tek- inn í notkun um miðjan nóvember síðastliðinn, á nýju þjónustusvæði vestast í bænum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.