Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 FÖSTUDAGUR1L FEBRÚAR 2000 MINNINGAR ÁRNI JÓNSSON + Árni Jónsson, bifvélavirki og kennari, fæddist á Kópaskeri 11. sept- ember 1938. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 6. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jón Árnason, f. 9.10. 1902, starfsmaður KNÞ og umboðsmað- ur Eirnskips á Kópa- i skeri, d. 12.8. 1962, og Kristjana Þor- steinsdóttir, f. 25.11. 1905, húsmóðir og organisti á Kópaskeri, d. 7.10. 1979. Þau ráku bókaverslun á Kópaskeri um árabil. Systkini Ár- na eru Þorsteinn, f. 16.8. 1931, framkvæmdastjóri á Húsavík; Ást- fríður, f. 10.8. 1932, húsmóðir í Keflavík; Sveininna, f. 7.5. 1937, húsmóðir á Akureyri; Skúli Þór, f. 21.7. 1941, vélvirki á Kópaskeri; Hólmfríður, f. 20.8. 1944, hjúkrun- arfræöingur í Reykjavík; og Hafl- iði, f. 26.3.1946, flugvirki í Hafnar- firði. Hinn 26.12. 1966 kvæntist Ámi Jónu Sigurbjörgu Óladótt- ur, læknaritara, f. 5.5. 1944. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Benjamín Axel, f. 13.12. 1961, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, eiginkona Stefanía Gyða Jóns- dóttir, eiga þau þijú börn, Birnu Dís, Bjarka Dór og Dagnýju Björt. 2) Leif- ur, f. 12.12. 1962, lög- maður í Reykjavík, k.h. Hlíf Magn- úsdóttir, á fjögur börn, Hrannar, Ernu, Jónu Kolbrúnu og Rakel. 3) Eiríkur, f. 3.12. 1963, sölumaður í Reykjavík, k.h. Hrafnhildur Helga- dóttir, þeirra böm eru Halla Rós Eiríksdóttir, Sigmundur Páll, Helga Guðrún og Haraldur Ási Lárusbörn. Barnabörn þeirra eru, Ólafía Gerður Davíðsdóttir, Daníel Ingi Sigmundsson og Birgitta Yr Sigmundsdóttir. 4) Jón, f. 20.4. 1967, öryggisvörður í Reykjavík, eiginkona Þóra íris Gísladóttir, á eina dóttur, Hrefnu Ósk. 5) Þórir, f. 13.1.1969, lögmaður í Reykjavík, k.h. Ingibjörg Karlsdóttir, eiga eina dóttur, Birtu. Árni lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum á Laugum í S- Þing. 1956. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Keflavík 1956-58, bif- vélavirkjanám 1959-63. Hann Iauk sveinsprófi 1963 og hlaut meistararéttindi 1966. Ámi stund- aði nám í uppeldis- og kennslu- fræði í Kennaraháskólanum 1978- 80 og lauk kennaraprófi 1980. Hann starfaði sem bifvélavirkja- meistari til 1977, en var ráðinn kennari við Iðnskólann í Reykjavík 1977-1997. Hann var síðan 1997 kennari við Borgarholtsskólann í Reylqavík. Árni starfaði sem landvörður á vegum Náttúraverndarráðs og Náttúruverndar ríkisins frá 1987, í Herðubreiðarlindum og í Þjóð- garðinum í Jökulsárgljúfram. Hann sat í stjórn Landvarðafélags íslands, og var formaður þess 1994-1997. Hann var í stjórn og trúnaðarráði Knattspyraudeildar Fylkis í Árbænum frá 1976 til 1980. Ámi söng með karlakóraum Stefni frá 1989. Útfór Árna fer fram frá Árbæj- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. '*• Ástkær bróðir er horfinn braut, alltof fljótt. Við Arni vorum alla tíð mjög sam- rýnd, næstum eins og tvíburar, enda aldursmunur aðeins 16 mánuðir. Við lékum okkur saman, gengum saman í skóla og fermdumst saman. Eftir fermingu fórum við saman í Héraðs- skólann á Laugum þar sem Árni reyndi að troða í mig flatarmáls- fræðinni. Margs er að minnast frá okkar æskudögum á Kópaskeri. Þar var gott að alast upp, í þessu litla þorpi lem aðeins taldi fimm íbúðarhús þegar ég man fyrst eftir mér. Við lékum okkur oft í fjörunni við að byggja sandkastala eða við fjár- sjóðsleit því þangað rak alls kyns dót. Stundum rerum við út á sjó á litlu „byttunni“ hans afa eða fórum með pabba að vitja um rauðmagan- etin. Oft vorum við í uppskipunarbát- unum þegar verið var að afgreiða strandferðaskipin. Það var líka gam- an á veturna að renna sér á sleða nið- ur Kotásinn og á sparksleða þegar svell var á Kotártjöminni eða stökkva í stóru snjóhengjurnar á Bakkanum. Árni gat verið mjög ákveðinn og *-varði mig alltaf ef aðrir krakkar gerðu eitthvað á minn hlut, hann þoldi ekki að mér væri strítt. Eftir að Laugaskóla lauk skildu leiðir okkar í fyrsta sinn. Árni settist að í Reykjavík en þó þótti honum alltaf vænt um æskustöðvarnar og fannst ekkert sumar vera ef hann komst ekki norður. Árna gekk vel að læra og hann var duglegur við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hann fór í Iðnskólann og lærði bifvélavirkjun og vann við þá grein í mörg ár og varð síðar kennari við skólann. Þegar hann giftist Jónu S. Óla- dóttur tók hann að sér þrjá litla syni hennar og gekk þeim í föðurstað. fiaman eignuðust þau svo tvo drengi í viðbót. Svo sterkt leitaði hugurinn norður að þau hjónin réðu sig til starfa í þjóðgarðinum við Jökulsárgljúfur nokkur sl. sumur og komu þá oft til okkar í Ásbyrgi þar sem við áttum margar góðar stundir saman. Eg kveð Ama bróður minn með sárum söknuði og þakka honum fyrir allar góðar samverustundir. Elsku Jóna, synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn! Við hjónin vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja *'kkur í sorginni. Sveininna Jónsdóttir. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum (HIH.) Elsku afi minn, nú ertu farinn, þú hefur kvatt þennan heim. Ég sakna þín sárt og mun alltaf gera, en alltaf munt þú lifa í hjarta mínu. Þær eru margar minningarnar sem ég á og hugsa oft um, efst eru í huga mér þær stundir þegar ég fékk að gista hjá þér og ömmu. Þá var gaman, aldrei gleymi ég rúsínunum sem ég fékk alltaf og oft sofnaði ég í fanginu á þér, það var svo öruggt, hlýtt og mjúkt. Eins man ég eftir því þegar ég kom til þín og ömmu í Ásbyrgi, þar fannst þér gott að vera og nálægt þinni heimabyggð. Oft hef ég fengið að heyra þá sögu hvað þið voruð ánægð og stolt þegar ég fæddist, fyrsta barnabarnið ykk- ar, og var ég það eina í nokkur ár, en nú eru þau orðin svo mörg að erfitt er að hafa tölu á þeim og þið svo rík að eiga svona mikið af bamabörnum og auk þess þrjú barnabarnabörn. Já, elsku afi minn, þetta er orðinn góður fjöldi og veit ég að það munu allir sakna þín mikið. Elsku amma mín, megi Guð og all- ir hans englar vaka yfir þér. Kallið er komið, kominernú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Elsku afi minn, þetta eru mín kveðjuorð til þín. Sofðu rótt. Þín Halla Rós. Með blíðum bamarómi mitt bænakvak svo hljómi. Þitt gott bam gef ég veri oggóðanávöxtberi. (PJ.) Elsku afi. Ef ég ætti eina ósk myndi ég óska mér að ég væri Súp- ermann. Þá gæti ég bjargað öllum heiminum og hitt þig, afi minn. Ég vil alltaf vera góða barnið hans Jesú og góða barnið þitt, elsku afi. Elsku amma mín, pabbi og Þóra. Nú er afi orðinn engill og þá passar hann okkur öll. Kveðja. Hrefna Ósk. Elsku langafi. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman i hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Sofðu rótt, elsku langafi. Þín Ólafía Gerður. Fregnin um að vinur minn Árni Jónsson væri látinn kom óvænt. Við hjónin höfðum fengið hefðbundna jólakveðju og vissum ekki að neitt væri að heilsufarslega. En þannig er það jafnan þegar dauðinn kveður dyra. Undir það er enginn búinn. Þótt stutt væri á milli heimila okkar voru heimsóknir okkar fátíðar, hin síðari ár eftir að leiðir skildi í félags- vafstrinu, en þau hjónin voru virkir þáttakendur í flestu sem Fylkir stóð fyrir hér í hverfínu og þó einkum á fyrstu árunum þegar engin aðstaða var fyrir íþróttir á svæðinu innan við Elliðaár. Þegar ég lét tilleiðast að gerast formaður í Fylki vissi ég að bak við stóðu dugmiklir einstakling- ar og fjölskyldur sem voru tilbúin að fórna mikli af sínum frístundun sem þó voru af skornum skammti hjá fólki sem var að reisa þak yfir fjöl- skyldu. Þau hjónin áttu fimm tápmikla stráka en þrátt fyrir mikil verkefni innan heimilis gaf hún Jóna konan hans Árna sér tíma til að gerast rit- ari Fylkis þegar mikið lá við, slíkt hefði ekki gerst nema af því að hún átti skilningsríkan eiginmann sem kunni að meta það sem félagið var að gera fyrir krakkana í hverfinu. Á þessari stundu safnast upp minningar um atvik þegar verið var að glíma við erfið verkefni sem þurfti að leysa og helst strax. Stærst af þeim var ákvörðunin um að ráðast í að byggja félagsheimili með tvær hendur tómar. Þetta tókst á mettíma og allt unnið í sjálfboðavinnu og átti Árni sinn þátt í því. Árni var mannkostamaður. Greindur með mótaðar skoðanir á mönnum og málefnum, fastur fyrir en raungóður. Hlédrægur við fyrstu kynni, en hafði skemmtilegan húmor og var hnyttinn í tilsvörum. Hann var viðurkenndur sem fær fagmaður á sínu sérsviði sem var bifvélavirkj- un. Valinn var hann til ábyrgðar- starfa sem kennari við Iðnskólann í Reykjavík. Nú þegar búið er að reisa fullkom- in íþróttamannvirki hér í Árbæjar- hverfi ásamt glæsilegri sundlaug með glerhvolfþaki sem minnir á furstastíl hjá auðjöfrum, er það að sjálfsögðu fagnaðarefni þeirra sem börðust fyrir þessari aðstöðu hér í hverfinu að þetta skuli nú vera að komast í viðunandi horf. Þá vaknar sú spurning hjá þeim sem eldri eru og standa nú til hlés við starfið hvort samstaða og kynni hefðu ekki verið með öðrum hætti ef þetta hefði allt verið til staðar þegar við fluttum í hverfið. Óneitanlega olli þetta basl samkennd með fólki sem í þessu stóð og hefur stuðlað að varan- legum vináttutengslum milli ein- staklinga. Þótt samskipti okkar hafi aðal- lega tengst félagsbaslinu áttum við samleið á fleiri sviðum. Þau hjónin voru aufúsugestir í sumarbústað okkar hjóna við Langavatn og í nokkur ár birtust þau reglulega á vorin með kartöflur í kassa og settu þær niður í smáskika sem þau völdu sér í landinu og því fylgdi að sjálf- sögðu að vitja uppskerunnar að hausti, sem jafnan var rýr. Ég hygg að þessi ræktun hafi ekki verið stunduð í hagnaðarskyni, heldur fremur til gamans gert til að njóta útivistarinnar og hlusta á fuglasöng- inn. Áhugasvið Árna og Jónu var útivist og náttúruskoðun og á liðn- um sumrum hafa þau unnið við störf sem höfða til þessa áhugasviðs fjarri alfaraleiðum Jóna mín um leið og ég kveð góðan vin og samherja sendi ég þér og þinni stóru fjölskyldu hugheilar samúðarkveðjur. Ég veit að það ert þú sem hefur mest misst, en veit jafnframt að þú ert raunsæ og sterk- ur einstaklingur og reiðubúin til að takast á við þetta mótlæti. í Guðsfriði. Hjálmar Jónsson. Þegar ég vel yndislegustu minn- inguna um Jónu og Árna er það auð- vitað úr eyjunum og við erum bara þrjú á gúmmíbátnum. Eftir langan, sólheiðan dag með mikinn feng sigldum við eða réttara sagt, létum landfallið bera okkru heim í vörina. Við Jóna liggjum eins og selir á bátn- um og Árni danglar öðru hverju með árinni svo okkur beri ekki af leið. Ég veit vel að lífið lék ekki alltaf svona við þau hjónin sem með dugn- aði og forsjá komu upp fimm sonum. Það er svo mikil heiðríkja yfir þess- ari mynd og það var einmitt það sem við tengdum við Árna. Ég kynntist honum ekki fyrr en við unnum bæði á sama stað og fór- um síðan saman með fríðum hópi kennara til Skotlands í Jordan Hill Collage til þess _að afla meiri mennt- unar. Þar var Árni fremstur meðal jafningja og öll sú ferð ógleymanleg. Undirbúningurinn líka þegar ég eyðilagði jólin fyrir þeim með því að kenna ensku svo þeir gætu bjargað sér. Seinna kenndi ég Ara og einum sona hans þýsku, þá hugði hann á meiri menntun í Þýskalandi. Svona var hann vakin fyrir gildi menntunar, svona áræðinn í öllu þessi ljúfi, prúði maður. Þó ég banni nemendum að tala um aðra kennara í tímum hjá mér, komst maður ekki hjá að heyra að Árni var vel liðinn og þótti réttlátur kennari. Nemar okk- ar - þessi yndislegu fræ sem við fá- um í hendur til þess að láta blómstra, eru oft betur fallin til að sjá pers- ónuna en samkennarar. Svo æxluðust málin að við fórum saman á hverju einasta vori í eyjarn- ar. Þau segja að alltaf hafi verið gott veður (nema þegar fötin fuku af okk- ur Jónu). Þegar ég kem með mótbár- ur segja þau á móti að mig misminni. Þetta getur allt verið rétt og satt. Samt man ég ellefu vindstigin þegar annar báturinn var svo hlaðinn að við sigldum út að Lambeyjarskerj- unum og Árni og Halldóra stukku um borð í hinn. Eg man hvað ég var hrædd að þeir lentu á hafsbottn og lemdust til bana. Ég horfði á Árna - hann beið rólegur eftir réttri öldu, steig síðan jafnöruggur og léttilega og þegar hann var um fermingu og fór fyrst til sjós. í einu Pálsbréfanna (postula) nefnir hann ljúflyndið sem skal verða öllum mönnum kunnugt. Árni Jónsson átti mikið af því. Ungir og aldnir löðuðust að þessum hlýja, hógværa manni. Þetta sást einna best fyrir rúmu ári þegar hann hélt upp á merkisafmæli sitt. Þá fagnaði stór hópur manna á öllum aldri þess- um merkisdegi með honum. Fregnin um veikindi Árna komu snöggt og óvænt. Þegar ég hafði loks áttað mig varð ég samt að þakka Guði að hann skyldi ekki þurfa að þjást lengur. Ég þekki því miður ekki bernsku- og æskuár Árna en veit að Voga-Jón í Mývatnssveit var langafi hans. Sá ætlaði til Brasilíu þegar kallið kom. Svo skemmtilega vill til að elsta sveinsstykki í smíðum sem varðveist hefur, er einmitt smíðastykki hans. Árni og synir hans hafa erft þessar hagleikshend- ur og þó Breiðafjarðarættir Jónu séu líka kunnar fyrir listfengi. Það var einmitt tengdamóðir Ái-na sem líklega hitti best naglann á höf- uðið þegar hún lýsti tengdasyni sín- um. Bergljót Olafsdóttir er ekki kona sem eys innihaldslausum lof- syrðum á fólk. Við tvær ræddum málin og hún sagði: „Þó hún Jóna mín hefði farið með logandi ljósi, hefði hún ekki getað fundið betri mann“. „Sérhannaður," samsinnti ég-, Árni var vinur vina sinna, dreng- lundaður og hlýr maður. Svo hafði hann gullfallega rödd. Það eiga margir eftir að sakna hans sárt m.a. undirrituð. Það er huggun harmi gegn „að aldrei deyr, dómur um dauðan hvern“. Nú hefur lífsfleyið hans komið heim í vörina. Fengurinn - synirnir fimm, tengdaböm, barna- börn og Jóna sem tók af lífi og sál þátt í öllum áhugamálum hans - á minningamar. Við öll sem þekktum Árna eigum góðar minningar um farsælan mann sem elskaði ykkur öll og landið sitt. Hann var góður maður á allan hátt. Það er bjart yfir minningu Árna Jónssonar. Öllum ástvinum bið ég blessunar Guðs. Erna Arngrímsdóttir. I örfáum orðum langar mig að kveðja Árna Jónsson, kæran sam- starfsmann og vin, sem svo skyndi- lega var tekinn frá okkur. Hann var einn af þessum árvissu farfuglum sem kom norður á vorin eftir langan vetur og hvarf aftur á braut er sumri tók að halla. Það var eitthvað traustvekjandi við að sjá Árna koma rennandi í hlaðið á bíln- um sínum, með Jónu sér við hlið. Bíllinn var ávallt troðfullur af dóti fyrir sumarið, fyiir útileguna í fríinu, fyrir veiðiferðirnar á kvöldin. Það var ekki setið auðum höndum þegar norður var komið. Á sama hátt var söknuður í huga þegar farfuglarnir héldu suður á leið. Árni kom fyrst til starfa í þjóð- garðinn í Jökulsárgljúfrum sem landvörður sumarið 1991 og síðan á hverju sumri, utan eitt, fram til árs- ins 1998. Það var gott að vinna með Árna. Alltaf boðinn og búinn til að leggja hönd á plóg og alltaf úrræða- góður. Það var enginn asi á Árna en oft áttum við skemmtilegar samræð- ur og þá var ekkert verið að skafa ut- an af því. Árni hafði skoðun á hlutun- um og þegar hann lagði áherslu á orð sín sveiflaði hann höndunum á sinn einstaka hátt. Árni hafði lag á mörg- um hlutum og ævinlega var leitað til Árna ef eitthvað bilaði og þar nutum við margháttaðrar þekkingar hans og starfsreynslu. Vel tók hann á móti gestum og gangandi og í samstarfi var hann allra, traustur eins og klettur. Og aldrei var skopskynið langt undan. Árni var mikill gleðimaður og naut þess að vera til. Þar voru hann og Jóna sem eitt. Það er erfitt að hugsa sér þau hvort í sínu lagi. Fyrir hönd þjóðgarðsins minnist ég Árna með kæru þakklæti fyiár störf hans hér. Fyrir mér er efst í huga söknuður og þakklæti fyrir góð kynni af góðum manni. Jóna, við Að- alsteinn sendum þér og fjölskyldu þinni innilegar samúðarkveðjur. Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir. Á snöggu augabragði, - líf mann- legt endar skjótt, eru þær hendingar sem koma í hugann við skyndileg veikindi og fráfall Árna Jónssonar. Hugur okkar í Borgarholtsskóla leit- ar til fjölskyldu hans í þeirri von að með tímanum muni sorgin víkja fyrir þakklæti og dýrmætum minningum. Þegar litið er til baka nú á fjórða vetri skólans okkar hefur tíminn lið- ið hratt en mikið starf hefur þegar verið unnið. Borgarholtsskóli er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.