Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN FÖSTUDAGUR 11. FEB RÚAR 2000 65 tek ég heilshugar. Hins vegar get ég ekki fallist á það sjónarmið, að valið snúist um að læra annað hvort Asíu- mál eða Norðurlandamál. Greinar- höfundur virðist ekki átta sig á því, að því fleiri mál sem menn hafa á valdi sínu, því auðveldara er þeim að læra ný mál. A Islandi er enn sem komið er ekki boðið upp á nám í jap- önsku eða kínversku á háskólastigi. Það er hins vegar gert víða á Norð- urlöndum. Samkvæmt upplýsingum deildar Asíumála við Hafnarháskóla hafa einmitt nokkrir íslendingar stundað japönskunám þar og pers- ónulega er mér kunnugt um nem- endur sem haldið hafa til frekara náms í japönsku við japanska há- skóla eftir að hafa hafið nám í jap- önsku í Danmörku, Þýskalandi eða Bandaríkjunum. í slíkum tilvikum er því danskan, þýskan og enskan lykill þessara nemenda að japönsku. Því betri og víðtækari sem tungum- álakunnátta námsmanna er, því fleiri tækifæri hafa þeir til náms og starfa. Þó sjálfsagt sé að hyggja að nýjum landvinningum er afar óhyggilegt að gefa eftir þær lendur sem þegar hafa unnist og hafa gefist vel. Líkur sækir Ifkan lieim Islendingar hafa meiri samskipti við Norðurlönd en nokkrar aðrar þjóðir heims. Til marks um það er hinn mikli fjöldi íslendinga sem leggur leið sína til Norðurlanda til náms, starfa eða í einkaerindum. Samkvæmt upplýsingum frá Flug- leiðum er flogið daglega allan ársins hring til Óslóar og Stokkhólms og yfir vetrarmánuðina tvisvar til þrisv- ar á dag til Kaupmannahafnar alla daga vikunnar nema laugardaga, en þá er flogið einu sinni á dag. Yfir sumartímann er flogið þangað þrisv- ar til fjórum sinnum á dag og á mestu annatímum t.d. um jól, er flogið allt að fimm sinnum á dag frá Kaupmannahöfn til íslands. Til sam- anburðar má geta þess, að flogið er þrisvar í viku til Parísar yfir vetrar- mánuðina og daglega á sumrin. Annað dæmi um tengsl íslendinga við aðrar norrænar þjóðir er hve margir íslendingar dvelja um lengri eða skemmri tíma á Norðurlöndum. Samkyæmt upplýsingum frá Hag- stofu íslands íluttust 9.735 íslenskir ríkisborgarar til landsins á árunum 1991-1995, þar af fluttu 7.285 frá Norðurlöndunumm og 1.120 frá öðr- um Evrópulöndum. A sama tímabili fluttust 12.009 íslendingar af landi brott, þar af 8.925 til Norðurlanda, en 1.387 til annarra Evrópulanda. Loks ber að geta þeirru fjölmörgu Islendinga sem starfa á Norðurlönd- um, en meðal þeirra eru margir menntamenn sem fengið hafa störf á fræðasviði sínu, t.d. í háskólum. Þess utan eiga íslendingar í samvinnu við norræn félaga- og áhugamannasam- tök og taka virkan þátt í menningar- samvinnu af ýmsu tagi. Síðast en ekki síst eru margir íslenskir vís- indamenn þátttakendur í samnor- rænu rannsókna- og fræðastarfi. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi norrænna mála í slíku samstarfi. Erlend mál og ferðaþjónusta Ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg hér á landi á undanförnum áratugum og fer fjöldi ferðamanna ört vaxandi. Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu frá 19. janúar sl. komu 262.605 ferðamenn til landsins árið 1999 og voru flestir þeirra frá eftirtöldum löndum: Bandaríkin 44.709 Þýskaland 31.684 Bretland 31.466 Svíþjóð 26.815 Danmörk 25.138 Noregur 22.579 Frakkland 13.533 Holland 9.666 Ítalía 7.698. Heildarfjöldi ferðamanna frá Nor- egi, Danmörku og Svíþjóð var 74.532 manns eða 28,4% allra þeirra ferða- manna sem hingað komu það ár. Til samanburðar má benda á, að heild- arfjöldi ferðamanna frá Bretlandi og Bandaríkjunum var 76.175. Margt bendir til þess, að margir sem í ferðaþjónustu starfa, hafi enn ekki áttað sig nægilega vel á því, að haldgóð tungumálakunnátta er lyk- ilatriði í ferðaþjónustu. Ef skoðað er kynningarefni fyrir erlenda ferða- menn er áberandi, hve stór hluti efn- isins er á ensku og hve takmarkað efni er til á Norðurlandamálum og öðrum Evrópumálum, t.d. frönsku, þýsku og spænsku, svo að ekki sé talað um Asíumál. Síðastliðið haust kannaði Anna Vilborg Einarsdóttir í B.A.-verkefni sínu framboð og eðli dansks kynningarefnis í ferðaþjón- ustu. Könnunin leiddi í ljós að kynn- ingarefni á dönsku er af afar skorn- um skammti og það litla sem er til er mjög einhæft. Margir hafa vakið athygli á því, að íslendingar nota ensku of einhliða í samskiptum sínum við ferðamenn, hverrar þjóðar sem þeir eru og hvaða mál sem þeir tala. í því sam- bandi ber að hafa í huga, að ekki tala allir erlendir ferðamenn ensku og þó að þeir kunni að hafa vald á ensku er einfaldlega mun betri þjónusta fólg- in í því að tala við þá móðurmál þeirra. Vitaskuld er þó ekki ávallt hægt að koma því við að veita öllum ferðamönnum þjónustu á móðurmáli þeirra, svo mörg sem þau eru, en í ljósi þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um þjóðerni erlendra ferða- manna ættu allir sem við ferðaþjón- ustu starfa að kappkosta að bjóða a.m.k. sem mest upp á þjónustu á Norðurlandamáli, ensku, þýsku og frönsku. Betur má ef duga skal I Háskóla Islands gera menn sér ljóst mikilvægi tungumálakunnáttu á flestum sviðum þjóðlífsins, t.d. í fyrirtækjum, stjórnsýslu, fjölmiðlum og erlendum viðskiptum að ógleymdu alþjóðasamstarfi og vís- inda- og fræðastarfi hvers konar. Aldrei hefur verið meiri þörf fyrir háskólamenntað fólk með staðgóða tungumálakunnáttu, t.d. verkfræð- inga, hagfræðinga, lögfræðinga, fjöl- miðlafræðinga, ferðamálafræðinga, líffræðinga og eðlisfræðinga. Með Tungumálamiðstöð H.í. er kapp- kostað að bjóða upp á nám í erlend- um tungumálum fyrir nemendur í öllum deildum Háskólans. Auk hefð- bundins B.A.- og M.A.-náms í tungu- málum er nú lögð áhersla á að bjóða upp á stutt hagnýtt tungumálanám sem miðast við þarfir atvinnulífsins. Síðast en ekki síst verður í haust í fyrsta sinn boðið upp á M.Paed.-nám í dönsku og ensku, sem er fram- haldsnám fyrir væntanlega tungu- málakennara (eða viðbótamám fyrir starfandi kennara), en náminu er ætlað að efla menntun dönsku- og enskukennara í grunn- og fram- haldsskólum og stuðla að auknum rannsóknum á tungumálanámi og tungumálakennslu. Að lokum er vert að undirstrika að afkoma íslendinga ræðst ekki síst af tungumálakunnáttu, því hún er lykill að menntun, atvinnu, menningu, auði og völdum. í Ijósi þess sem að framan hefur verið sagt blasir það við, að danska gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku þjóðlífi og að þröngt sjónarhorn Árna Snævars er fjarri öllum raunveruleika. Hvernig sem á það er litið þjónar það fyrst og fremst hagsmunum íslendinga sjálfra að standa vörð um dönskuna. Höfundur er lektor í dönsku. VERTU MEÐ OKKUR I AÐ FÆRA LANDSMÖNNUM ALVÖRU INTERNETTENGINGU ADSL þjónustan byggir á hefðbundnum síma- línum, er sítengd og býður upp á bandvídd allt að 1,5 Mb á sekúndu. Til að tryggja að við önnum eftirspurn eftir ADSL-tengingum leitum við að samstarfsfyrirtækjum til að aðstoða okkur við tengingarnar. Síminn óskar eftir samstarfsaðilum til að annast tengingar á ADSL-endabúnaði hjá viðskiptavinum. Um er að ræða uppsetningu á svokölluðum splitter sem tengdur er beint á símalínu viðskiptavinarins, auk uppsetningar á mótaldi og öðrum þeim tölvubúnaði sem þarf til tengingar við ADSL. Vinsamlegast hafið samband í síma 550 7715 sem fyrst. www.5immn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.