Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ lltsöliinni lvkur*i kiuiinriltiíi n n Ulrich kveðst afar hrifinn af íslenska dansflokknum, hann nái hinum fræga alþjóðlega mælikvarða sem Iagður er á alla hluti í nútímanum. Eitt helsta sérkenni flokksins er sterkar og fagrar konur. mjög mikilvægt að menn reyni ekki að skilgreina þegar þeir fara í leikhús, heldur fremur að opna skilningarvitin og njóta þess sem er í boði. Leikhús á í mínum huga að örva næmi tilfinninganna og skynjunarinnar." Ulrich segir að menn sem starfa í dansheiminum rekist oftlega á Diaghilev og arfleifð hans og verði að viðurkenna hann sem frægustu táknmynd listræns stjórnanda sem til er í danslistinni. „Hann lagði grunn að sterkri hefð og gerði dansinn að einni meginlist nútím- ans. Mér fannst mjög áhugavert að skoða hvernig hann fór að og þó svo að ekki sé hægt að komast að því til hlítar, er rannsóknin mjög fróðleg. Hún leiðir í ljós mann sem bjó yfir ótrúlegri ástríðu á sviði fegurðar, sköpunargáfu og dans- listar. Hann hóf feril sinn sem lista- safnari og setti saman afar mikil- vægar sýningar á rússneskum málverkum, stóð að útgáfu tíma- rita og beindi sjónum manna að þeim krafti sem rússnesk list bjó yfir á þeim tíma. Hann flutti alla þessa þætti til Parísar, varð vitni að þeim áhrifum sem rússnesk list hafði á Frakka og skildi hvaða möguleikar fólust í hrifningu þeirra. Þegar litið er til baka verður að skrifa þau áhrif að mörgu leyti á góðar samgöngur, þar sem lest gekk á milli Moskvu og Parísar, auk þess sem mikilvægi samskipta milli landa á sviði lista og menningar jókst til muna á öðr- um og þriðja áratug 20. aldarinnar. Frökkum fannst einsog um bylt- ingu væri að ræða, ekki síst þar sem list Rússanna hafði yfir sér austrænan og framandi andblæ. Rússarnir dældu nýju og heitu blóði inn f danslistina, á þeim tfma sem siðferðisleg hnignun og stöðn- un var rikjandi." Diaghilev hafði sáralítinn áhuga á ballett fram til ársins 1898 og um áratugur leið áður en hann tók að einbeita sér að honum. Diaghilev setti á stofn faranddansflokkinn Ballet Russes 1908-1909 og stýrði honum með harðri hendi, út- sjónarsemi, kænsku, heppni og hæfileikum til dauðadags árið 1929. Saga flokksins var vörðuð sigrum. Þegar samstarfsmenn hans á þessu tuttugu ára tfmabili eru skoðaðir, er ekki laust við að menn skilji ögn betur hvers vegna Diaghilev og flokkur hans náðu jafn einstæðum árangri og raun ber vitni. Tónskáldin Igor Strav- insky, Rimsky-Korsakov (sem gafst upp á að kenna Diaghilev á píanó), Ravel, Debussy, Satie og Weber, svo einhverjir séu nefndir, dansar- arnir Vaslav Nijinsky og Anna Pavlova, Tamara Karsavina, Spess- itseva, Danilova og Anton Dolin, myndlistarmennirnir Picasso, Mat- isse, Miró, Max Ernst, Giorgio de Chirico og Braque, svo fá- einir séu upp taldir. Di- aghilev laðaði að sér hæf- ustu listamenn sinnar kynslóðar og virkjaði þá til að gera eins vel og þeir gátu, og það ekkert slor. Diaghilev var í senn „list- rænn stríðshöfð- ingi og endurreisnarmaður", segir Árni Ibsen í grein um þessa goð- sögn ballettheimsins í leikskrá með sýningu Islenska dansflokksins. Bylting sem verður ekki endurtekin „Ég held að sú bylting sem Diaghilev stóð fyrir verði ekki end- urtekin,11 segir Ulrich. „Það er búið að framkvæma allt. Við verðum að einbeita okkur að öðrum hlutum, t.d. innri þörf mannsins fyrir fagr- ar listir. Diaghilev var stöðugt ást- fanginn, meðal annars af dönsur- um sfnum, og listaverk hans voru vitnisburður um þá ást og ástríðu, á sama hátt og t.d. Faraóarnir létu byggja píramíta." Hann kveðst líta svo á að nútímamaðurinn verði að líta til þeirra dansverka og tónlist- ar sem hafa tilvísun í samtfmann. Menn séu orðnir margfróðir við- takendur alls kyns fjölmiðlunar og því færir um að sætta sig við marg- slungna fléttu sem hann ber á borð fyrir þá í Borgarleikhúsinu í kvöld, Ljóðræn fantasía um byltingarmann IBYRJUN 20. aldar, á þeim tíma sem hin keisaralegu leikhús f Rússlandi höfðu ennþá einkaleyfi á að setja upp leikrit, óperur og balletta op- inberlega, kom fram á sjónarsviðið ungur maður frá Novgorod, upp- flosnaður lögfræðinemi að nafni Sergei Pavlovits Diaghilev. Þessi ungi maður átti að öðrum ólöstuð- um drýgstan þátt í að bylta því staðnaða kerfi sem var við lýði í listaheiminum rússneska og færa ballettinn til vegs og virðingar sem listgrein f Evrópu. Hann starfaði m.a. sem sýningarstjóri á mál- verkasýningum, listrænn sljórn- andi óperu- og ballettuppfærslna Islenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld verkið Diaghilev: Goðsagnirnar sem þýski danshöfundurinn Jochen Ulrich samdi sér- staklega fyrir flokkinn. Hann á heiðurinn af vinsælasta dansverki sem sýnt hefur verið hérlendis, Eg dansa við þig... Sindri Freysson rændi morgunsundinu af Ulrich og ræddi við hann um goðsagnir, eldfjöll, gjaldbrot og fagrar, dansandi konur. og leikhússtjóri og ávann sér stöðu goðsagnar, enda var hann ekki að- eins einstaklega fundvfs á hæfileik- aríka samstarfsmenn og hugmynd- ir sem nýjabrum var af, heldur og byltingarmaður á sínu sviði. Fyrir vikið er einsog „danslistin öðlist sjálfsvitund með tilkomu Diaghi- levs“, eins og þýski danshöfundur- inn Jochen Ulrich hefur látið hafa eftir sér. íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld verk hans um þessa rússnesku ráðgátu; „Diaghi- lev: Goðsagnirnar", sem Ulrich samdi sér- staklega fyrir dans- flokkinn. Sköpun í þágu dansins Verkið er þriðji hluti þríleiks Ulrichs sem sækir innblástur í sögu danslistarinnar og áhrif Diaghilevs, en um leið og þau hylla ballettsögu 20. al- darinnar og hafa innbyrðis teng- ingar, getur hvert þeirra staðið sjálfstætt, óháð hinum. Ulrich dreymir um að sýna öll verkin í einni heild og kveðst gera sér vonir um að draumurinn rætist í Inns- bruck í Austurrfki, en hann hefur verið ráðinn í stöðu stjórnanda dansflokks þar í borg og hyggst setjast þar að innan skamms. „Verkið er ekki ævisögulegt, heldur fjallar það um þá orku og sköpunargáfu sem einkenndi Diaghilev. Það fjallar um sköpun f þágu dansins og þá orku sem sköp- unin býr yfir. Þetta er leiðslukennt Ijóð um tilfinningalcga reynslu f dansi. Mér finnst þetta verk vera mjög ljóðrænt, það er ljóðræn fantasfa ef svo má segja, og það á lfka við um tónlistina. Ég tel þó Allir jakkar á........kr. 5.000 Allar buxur...........kr. 2.000 eða 3.000 Allar blússur........ kr. 1.000 eða 2.000 Allir kjolar......... kr. 2.000 eða 4.000 .. kr. 2.000 eða 3.000 fcHSS.......-Jmt il Opið laugardag frá kl. 10-16 arion
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.