Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 66
66 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Hraustir og sprækir hestar í S-Kaliforníu Riðið út í briminu á Kaliforníuströnd við landamæri Mexfkd. Frá vinstri, Valur Blomsterberg, Þðrir Hólmgeirs- son, Kristinn Skúlason og Jenny Winbigler. Eftir ánægjulegan reiðtúr í fallegu umhverfi í kringum búgarðinn reyn- ist mörgum erfitt að neita sér um að kaupa einn íslenskan. Valur Blomsterberg og fjölskylda hafa komið sér vel fyrir í Suður- Kaliforníu þar sem þau hafa búið með hesta í þrjú ár á búgarði sínum ICEhorse USA Ranch. Asdís Haraldsdóttir spjallaði við Val sem segir að betur hafí gengið að selja íslenska hesta á þessu svæði en hann hafí dreymt um. ÁÐUR en Valur flutti út dvaldi hann í nokkra mánuði í Kalifomíu til að kanna markaðinn. Hann menntaði sig í markaðsfræðum í Bandaríkjun- um og ákvað að kynna sér málin vel áður en hann hæfist handa. Hann kynnti sér meðal annars verðlag og hvaða möguleikar væru á að komast inn á markaðinn auk þess sem hann talaði við alla sem áttu íslenska hesta á svæðinu. Valur og Brynhildur kona hans festu síðan kaup á búgarði sem stað- settur er í fjalllendi mitt á milli Los Angeles og San Diego og nefndu ICEhorse USA Ranch og fluttu út ásamt sonum sínum, Bjarna og Val, fyrir um þremur árum. Björninn unninn í fallegu umhverfí „Staðurinn er ákaflega fallegur og skemmtilegur og hér eru endalausar reiðleiðir. Þessi staðsetning á stóran þátt í hversu vel okkur hefur gengið að selja hesta. Við höfum tekið þátt í stórum hestasýning þar sem við kynnum íslenska hestinn og vekjum athygli á okkur. I Iqölfar þeirra leit- ar fólk til okkar og kemur í heim- sókn. Þeim er boðið í útreiðartúr á góðum hestum í þessu fallega um- hverfi og þar með er bjöminn unn- inn,“ segirValur. „Við seljum mest af góðum, þæg- um og skapgóðum fjölskylduhestum sem tölta vel og era góðir í beisli. Ég hef líka flutt frá íslandi betri hesta sem við notum í sýningarnar og þeir seljast ágætlega líka. Þeir höfða til betri reiðmanna og einnig þeirra sem byrjuðu á þægu fjölskylduhest- unum en vilja fá eitthvað meira spennandi að fást við og færa sig upp á næsta þrep.“ Ábyrgist mma hesta Valur segir skipta gífurlega miklu máli að fólk byrji á vönduðum hest- um. Þess vegna hafi hann haft það markmið frá upphafi að ábyrgjast sína hesta. Ef einhver kaupir hest sem ekki reynist rétti hesturinn fær viðkomandi að skila honum og fá annan í staðinn. Ekki sé hætt að leita að réttum hesti íyrr en viðskiptavin- urinn er fullkomlega ánægður. Hann segir þetta tryggja að viðskiptin endi alltaf vel fyrir alla aðila og núorðið selji hann aðallega út á orðsporið. „í mínum huga er það grundvall- aratriði að finna réttan hest handa viðskiptavinunum," segir hann. „Fyrstu árin seldum við ekki marga hesta. Við lögðum áherslu á að kynna íslenska hestinn og koma fólki á bak. Við ákváðum að þrýsta alls ekki á fólk til að kaupa. Frekar vild- um við hætta við sölu en að selja hest sem við vorum ekki viss um að myndi henta fólkinu. Ef það er ekki gert er auðvelt að kippa fótunum undan við- skiptunum. Það er erfitt að komast inn á Bandaríkjamarkað vegna þess að hér er allt í boði. Bandaríkjamenn halda að sér höndum og hlaupa ekki til. En þegar búið er að vinna traust þeirra og útvega þeim góða vöru á góðu verði verða þeir ánægðir og verða alltaf traustir viðskiptavinir. Með hverjum hesti fylgir frí kennsla og við reynum að láta aldrei hest frá okkur fyrr en eigandinn kann að ríða honum og umgangast hann. Þetta hefur reynst vel. Algengt vandamál sem við glímum við er að bandarískir reiðmenn eiga það til að kreista hest- inn með fótunum þegar þeir vilja að hann stoppi. Flestir íslenskir hestar túlka það hins vegar sem hvatningu og herða á sér. Reiðmaðurinn kreist- ir því meira og hesturinn herðir enn meira á sér. Einnig þurfum við oft að kenna fólki, sérstaklega þeim sem eru vanir kúrekareiðmennsku, að ríða hestunum með taumsambandi. Læðumst inn á ganghestamarkaðinn En hér er einnig fólk sem er vant að ríða ganghestum og það er fljótt að læra að ríða íslenskum hestum. Við erum aðeins að læðast inn á þennan markað. Fólk sem hefur ver- ið með Paso Fino, Peruvian Paso og American Saddlebred svo dæmi sé tekið er að uppgötva íslenska hest- inn. Það er að gera sér ljóst að þótt hann sé minni er hann kraftmeiri og með geðslag sem ekki finnst í nokkru öðru hestakyni. Við bjóðum líka upp á námskeið með íslenskum reiðkennurum. Einn- ig höfum við boðið fólki upp á að senda hestana sína hingað eftir að það hefur átt þá í smátíma. Hestarn- ir eiga það til að dala eftir nokkra mánuði, sérstaklega hjá byijendum, þá bjóðum við því að taka þá og fríska svolítið upp á þá og kenna eig- endunum betur.“ fslenskir hestar á stórsýningu í Del Mar Nú stendur til að taka þátt í stóru hestamóti á Del Mar sýningarsvæð- inu í San Diego. Þetta er stærsta sýningarsvæði í Kaliforníu og stend- ur mótið í þrjár vikur. I slenskir hest- ar verða ekki á mótinu að öðru leyti en því að þeir taka þátt í stórsýningu sem haldin verður fyrsta laugardag- skvöldið á mótinu hinn 22. apríl nk. Hugmyndin er að sýna 18 íslenska hesta og leggja áherslu á fjölbreyti- leikann í kyninu. Boðið verður upp á hefðbundnar, hraðar tölt- og skeiðsýningar, en einnig koma fram venjulega reiðmenn og börn. Is- lenski hesturinn hefur einmitt vakið athygli ytra vegna fjölhæfni. Flestir sem taka þátt í sýningunni eru við- skiptavinir Vals og annað fólk sem á íslenska hesta. Auk þeirra er stefnt að því að fá sex reiðmenn frá Islandi. Valur segir þetta stórskemmtilega sýningu. Um 4.400 áhorfendur kom- ast að og var uppselt fyrir ári. I stúk- unni klæðast konur síðkjólum og mannskapurinn drekkur kampavín og er með þjón á hveijum fingri. Hann segir það vissulega mikinn heiður að fá að taka þátt í þessari sýningu. „Sérstaklega þegar manni er boðið því mér skilst að biðlistinn yfir áhugasama þátttakendur sé nokkuð langur." Augljóst að hestunum líður vel Þótt Valur vilji ekki nefna neinar tölur segir hann að þrátt fyrir umtal um minni sölu á íslenskum hestum hafi þessu verið öfugt farið hjá þeim. Þau hafi selt mun meira árið 1999 en allar áætlanir gerðu ráð fyrir og sal- an hefur tvöfaldast á milli ára frá byijun. „Suður-Kalifornía er mjög góður staður fyrir íslenska hesta og það er augljóst hvað þeim líður vel. Ég hafði áhyggjur af því í byijun hvern- ig þeim gengi að aðlagast hitanum. Þær áhyggjur eru óþarfar því hest- arnir eru mjög hraustir. Sumarexem þekkist til dæmis ekki hér. Ég hef ekki heyrt um eitt einasta tilfelli af því á þessum slóðum. Hestarnir verða oft viljugri þegar þeir koma hingað, alveg öfugt við það sem ég bjóst við. Það eru því nægar ástæður fyrir því að horfa bjartsýnn fram á veginn," sagði Valur Blomsterberg. Rannsóknir á Keldum Engin ný vitneskja um hita- sóttar- veiruna ENN hefur ekki tekist að finna aðferð til að greina veiruna sem olli smitandi hitasótt í hrossum og breiddist út um landið árið 1998. Nú virðist sem þessi sama veira sé farin að herja á einstök hross á ný. Að sögn Vilhjáms Svanssonar dýralæknis verður þessum rannsóknum haldið áfram, en þær eru aðeins stund- aðar hér á landi. Áður óþekkt veira Vilhjálmur Svansson dýra- læknir, sem stundað hefur rannsóknimar á smitandi hita- sótt í hrossum á Keldum um nokkui-t skeið, segir að stöðugt sé reynt að finna út hvaða veira það er sem veldur hitasóttinni. Einu vísbendingarnar sem hingað til hafa fundist séu raf- eindasmásjármynd af veirunni sem gefur til kynna af hvaða veiruflokki hún er. Veiran hefur verið borin saman við aðrar þekktar veirur sem mögulega koma til greina og geta valdið svipuðum sjúk- dómseinkennum í hrossum og einnig veirur sem valda líkum einkennum í öðrum dýrateg- undum. Ljóst er að hér er um áður óþekkta veiru að ræða, eins og fram kom á sínum tíma. Ekkert hægt að staðfesta Að undanförnu hefur orðið vart veiki í ungum hrossum á Suðurlandi og hefur verið tahð að þar sé um sömu hitasótt að ræða. Vilhjálmur segir að á meðan ekki finnst aðferð til að greina veiruna verði ekki hægt að fá staðfestingu á því hvort um sömu veiru er að ræða heldur verði að ráða í sjúkdómsein- kenni hrossa sem veikjast. Tek- in eru sýni og útilokað að um aðra orsakavalda geti verið að ræða svo sem salmonellu og lysteríu en þær valda svipuðum sjúkdómseinkennum í hrossum. Þótt salmonellan sé smitandi er hitasóttin það í mun meira mæli og getur salmonella ekki komið af stað slíkum faraldri sem hitasóttin gerði á sínum tíma. Litlar líkur á nýjum faraldri Ekki telur Vilhjálmur líklegt að óttast þurfi annan hitasótt- arfaraldur hér á landi. Þrátt fyrir það megi alltaf búast við að ung hross, sem ekki hafa myndað ónæmi, geti tekið hita- sóttina. Einnig gætu fullorðin hross sem eru með veiklað ónæmis- kerfi, meðal annars vegna aldurs, veikst af hitasóttinni. Nýr skólastjóri ráðinn að Hestaskólanum í Ölfusi REYNIR Aðalsteinsson hefur verið ráðinn skólastjóri Hestaskólans á Ingólfshvoli í Olfusi og mun hann hefja störf í aprílbyijun. Hestaskól- inn mun starfa sem hluti af íslenska reiðskólanum, sem einnig starfar á Ingólfshvoli, og verður starfsemin með sama hætti og verið hefur, auk þess sem boðið verður upp á fjöl- breyttari námskeið en áður. Fjögur námskeið voru haldin á vegum Hestaskólans á síðasta ári en hló gert á starfseminni eftir að upp kom ágreiningur milli nem- enda og þáverandi skólastjóra. Unnið hefur verið að endurskipu- lagningu skólans siðan, m.a. leitað nýrra hluthafa inn í reksturinn en núverandi eigandi beggja skólanna er Örn Karlsson á Ingólfshvoli. Þá er einnig stefnt að þyí að koma á fót námsbraut við Islenska reiðskólann, sem geti tengst ís- lenska menntakerfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.