Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 53 MINNINGAR BJÖRN STEINGRÍMSSON + Björn Steingrímsson fæddist 31. maí 1953. Hann lést 8. jan- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 28. janúar. Elsku Bjössi. Þá er þú farinn í ferðina löngu, í raun engum að óvörum, þótt slík ferð komi alltaf á óvart. Við slíkan aðskilnað þjóta minningarnar eins og elding gegnum huga manns. Minningarnar eru margar, of marg- ar til að greina frá hér, en þessar minningar eru mettaðar þakklæti fyrir að hafa þekkt þig og fyrir að hafa verið vinur þinn. Þakklæti fyrir að hafa átt kost á að 'pæla í víddum himingeimsins, sól og mána og hin- um órjúfandi tengslum himins og jarðar með þér, þó að (og sem betur fer) við hefðum ekki alltaf verið sam- mála, enda var það heldur ekki meiningin. Ég minnist með hlýju all- ra þeirra stunda sem við pældum í Coltrane, Sun Ra og öllum hinum snillingunum, ég minnist með hlýju bandsins okkar og Stjána Péturs, Wolfbang van Gangbang, þar sem við róteruðum á milli alls kyns hljóð- færa, þar sem þú djöflaðist á tromm- um eins og þú ættir lífið að leysa, spilaðir á fiðlu, flautur og allrahanda ásláttardót. Þetta var gott band. Ég minnist með hlýju allra hinna löngu stunda sem við eyddum saman og ræddum nær allt milli himins og jarðar, ef ekki allt, komumst að sjálfsögðu aldrei að neinni niður- stöðu, enda finnst hún ekki, hún var aldrei partur af planinu. Elsku Bjössi, ég þakka þér fyrir þessi ár sem við þekktumst og ég þakka Guði fyrir að hafa átt kost á að eyða með þér langri kvöldstund í vinahópi fram á rauða nótt síðasta dag lífs þín. Ég veit að núna hefur andi þinn og sál öðlast frelsi frá þeim hömlum sem hinar jarðnesku aðstæður settu þér öll þessi ár. Ég kveð þig með söknuði, kæri vinur, þar til við hittumst á ný. Þinn Kristján (Stjáni). A U Q LÝ S I i M G A ATVIISINU- AUGLÝSINGAR Ræðslumiðstöð RejÆgavíkur Laus störf í grunn- skólum Reykjavíkur Sölumaður — heildverslun Heildverslun í Hafnarfirði, sem selur gjafavörur, auglýsir eftir starfskrafti til sölu- og lagerstarfa, smávegis útkeyrsla. Reynsla ekki nauðsynleg en áhugasemi og metnaður, til að starfa sjálfstætt, er æskilegur. Áhugasamir sendi umsóknir til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „H - 9233". NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, Isafirði, þriðjudaginn 15. febrúar 2000 kl. 14.00 á eftirfar- andi eignum: Bárugata 4, Flateyri, þingl. eig. Agústa Guðmundsdóttir, gerðarbeið- andi Lífeyrissjóður Vestfirðinga. Dalbraut 1b, 0102, ísafirði, þingl. eig. Húsnaeðisnefnd ísafjarðarbæjar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Engjavegur 21, 0201, Isafirði, hl. Kristjáns J. Kristjánsson, þingl. eig. Kristján J. Kristjánsson o.fl., gerðarbeiðandi íslandsbanki hf., útibú 545. Hlíðarvegur3, 0301, ísafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd ísafjarðarbæj- ar, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður. Hlíðarvegur 5, 0101, ísafirði, þingi. eig. Húsnæðisnefnd ísafjarðarbæj- ar, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður. Selásskóii, sími 567 2600 Starfsmaður sem á auðvelt með að vinna með börnum til að aðstoða nemendur í leik og starfi o.fl. 50% starf. Starfsmaður í sérdeild sem á auðvelt með að vinna með börnum til að starfa með börnum í kennslustundum og utan kennslustunda og í leik og starfi o.fl. 50% starf. Upplýsingar gefa skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri. Umsóknir ber að senda í skólann. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttar- félög. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Súni: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is Fjármálastjóri Framleiðslufyrirtæki á Suðvesturlandi með rúml. 1 miljarðs króna veltu óskar að ráða fjár- málastjóra. Leitað er að starfsmanni sem upp- fyllir eftirfarandi: • Hafi viðskiptafræði- eða sambærilega menntun. • Hafi reynslu af fjárumsýslu. • Hafi reynslu og þekkingu á tölvum. • Eigi gott með að skipuleggja vinnubrögð sín. • Eigi gott með að umgangast og stjórna fólki. • Sé tilbúin(n) að takast á við krefjandi verkefni. Umsækjandi skal senda skriflega umsókn sem tilgreinir persónulegar upplýsingar, s.s. mennt- un, aldur, fyrri störf, fjölskylduhagi og annað, sem að notum kæmi til að meta hæfni umsæj- anda. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðar- mál og ekki rætt við aðila nema í fullu samráði við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað skriflega innan 1. mánaðarfrá móttöku umsóknar. Umsóknina skal senda Morgunblaðinu fyrir 25. febrúar 2000 merkta: „F — 9238". KENN5LA Stangaveiðimenn athugið Nýtt námskeið í fluguköstum hefst sunnudaginn 13. feb. íTBR-húsinu, Gnoðarvogi 1, kl. 20.00. Kennt verður 13., 20., 27. feb., 5. og 12. mars. Við leggjum til stangir. Takið með ykkur inniskó (íþróttaskó). Mætið tímanlega. Skráning á staðnum gegn greiðslu. KKR, SVFR og SVFH. FUIMOIR/ MANNFAGNAÐUR Hluthafafundur Krossanes hf. boðartil hluthafafundar á Foss- hóteli KEA á Akureyri föstudaginn 18. febrúar 2000 kl. 16.00. Dagskrá fundarins: 1. Kynnt rekstrarniðurstaða ársins 1999. 2. Tillaga stjórnar um samruna félagsins við ísfélag Vestmannaeyja hf. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Samrunaáætlunin liggur fyrir á skrifstofu félagsins og geta þeir hluthafar, sem þess óska, fengið hana senda. Krossanes hf. Létt spjall á laugardegi Laugardaginn 12. feb. kl. 10.30 verðurSigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi, gestur okkar á léttspjallsfundi. Fundarstaður: Hverfisgata 33, 3. hæð. Félagar fjölmennið. Framsóknarfélag Reykjavíkur. ATVINNUHÚSNÆÐI Veitingar undir pilsfaldinum Umsækjendur skulu leggja fram skrifleg tilboð, sem jafnframt felur í sér hugmyndir um hvers- konar veitingarekstur kæmi til greina og ýtti undir markmið Hlaðvarpans sem félags- og menningarmiðstöð kvenna. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Hlaðvarp- ans og þar liggja frammi grunnteikningar. Tilboðum skal skila fyrir 21. febrúar nk. Hlaövarpinn er hlutafélag í eigu 2000 kvenna og var stofnað árið 1985. Markmið félagsins er að eiga og reka í húsinu á Vesturgötu 3, menningar og félagsmiðstöð kvenna. Hlaðvarpinn rekur Kaffileik- húsið og leigir annað húsnæði undir margvíslega starfsemi. Holtagata 29, Súðavík, þingl. eig. Byggingarfélag Súðavíkur ehf„ gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður. Mjallargata 1, J 0304, ísafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd ísafjarðar- bæjar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Stórholt 31,0101, (safirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd (safjarðarbæjar, gerðarbeiðandi (búðalánasjóður. Sætún 8, Suðureyri, þingl. eig. Margrét Hildur Eiðsdóttir og Jón Arnar Gestsson, gerðarbeiðandi ísafjarðarbær. Tangargata 20, ytri endi, 0102, (safirði, þingl. eig. Hrönn Benónýsdótt- ir, gerðarbeiðendur (búðalánasjóður og Kreditkort hf. Vallargata 10, Þingeyri, þingl. eig. Jónína Kristín Sigurðardóttir og Konráð Kristinn Konráðsson, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður. Sýslumaðurinn á ísafirði, 10. febrúar 2000. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hór segir: Húsið Álfaströnd og lóð úr Hrygg, Hraungerðishreppi, ehl. Heimis Ólafssonar., þingl. eig. Heimir Olafsson, gerðarbeiðendur íbúðalána- sjóður, Rafmagnsveitur ríkisins, Reykjavík og sýslumaðurinn á Sel- fossi, fimmtudaginn 17. febrúar 2000 kl. 10.00. Jörðin Villingaholt — spildur, Villingaholtshreppi, ehl. gþ„ þingl. eig. Gréta S. Jónsdóttir og Helgi Kristjánsson, gerðarbeiðendur Bújöf- ur ehf„ Búnaðarbanki íslands hf„ Globus-Vélaver hf„ Hilmar Jacobs- en, Kaupfélag Árnesinga, Landsbanki (slands hf„ aðalbanki, sýslumað- « urinn á Selfossi og Vátryggingafélag (slands hf.,fimmtudaginn 17. febrúar 2000 kl. 11.00. Lóð nr. 132 úr Öndverðarnesi, Grímsneshreppi., þingl. eig. (ris Mjöll Valdimarsdóttir, gerðarbeiðandi fslandsbanki hf„ útibú 526, fimmtu- daginn 17. febrúar 2000 kl. 13.30. Lóð úr Stóra-Fljóti, Biskupstungnahreppi, „Víðigerði", m/1 sekl. af heitu vatni, ehl. gþ„ þingl. eig. Ólafur Ásbjörnsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Selfossi, fimmtudaginn 17. febrúar 2000 kl. 14.30. Sýslumaðurinn á Selossi, 10. febrúar2000. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA Brian Tracy International PHOENIX-námskeiðin www.sigur.is FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12 = 1802118'/2 = Þk I.O.O.F. 1 ■ 1802118’/2 = Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. VAKA í kvöld kl. 20.00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Krung-hópurinn sér um vökuna. Vitnisburðir og söngur. Bæna- stund kl. 19.30. Allir innilega vel- komnir. Kristniboðssambandið. Frá Guðspeki- félaginu Ijigólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 ( kvöld kl. 21 heldur Kristján Krist- jánsson erindi um vestræn og aust- ræn viðhorf til tilfinninga I húsi fé- lagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15—17 er opið hús með fræðslu og umraaðum, kl. 15.30 I umsjón Helgu Jóakimsdótt- ur, sem ræðir um Zen Búddisma. Á sunnudögum kl. 17—18 er hug- leiðingarstund með leiðbeiningum fyrir almenning. Á fimmtudögum kl. 16.30— 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bókmennta. Guðspekifélagið er 122 ára alþjóð- legt félag um andleg mál, hið fyrsta sem byggði á hugmyndinni um al- gert frelsi, jafnrétti og bræðralag meðal mannkyns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.