Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 1
35. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Dregur úr spennu milli ísraela og Líbana Hizbollah frestar eldflaugaárásum Washington, Beirút, Bagdad, Jerúsalem. AP, AFP. Alaska Airlines MD-80 vélar kyrrsettar Seattle. AFP. TALSMENN flugfélagsins Alaska Airlines skýrðu frá því í gær að tvær af 34 þotum félagsins af gerðinni MD-80 hefðu verið kyrrsettar vegna þess að eitthvað væri „athugavert" við hæðarstýriskamba vélanna. Hefði þetta komið í ljós við vandlega skoðun eftirlitsmanna fyrirtækisins á öllum vélunum og væru fulltrúar frá Samgönguöryggisráði Banda- ríkjanna, NTSB, á leið til Seattle til að kanna málið frekar. Vél félagsins af umræddri gerð hrapaði nýlega í sjóinn um 50 kíló- metra frá Los Angeles og með henni 88 manns. Á miðvikudag fannst hæð- arstýriskambur hennar á hafsbotni og reyndist skemmdur. Kamburinn er hreyfanlegt vængildi í stélinu og notaður til að halda vélinni stöðugri þegar flug er hækkað eða lækkað. ISRAELAR héldu uppi árásum á búðir hizbollah-skæruliða í Suður- Líbanon í gær. Dregið hefur þó úr spennu milli ísraels og Líbanon í kjölfar tilkynningar skæruliða um að þeir muni ekki skjóta fleiri Kat- yusha-eldflaugum á Norður-ísrael í bili. AJþjóðlegur eftirlitshópur með samskiptum Israels og Líbanon mun síðan funda í dag í von um að draga enn frekar úr spennunni, en hópur- inn hafði yfirumsjón með óformlegu samkomulagi ríkjanna um að draga úr árásum á óbreytta borgara 1996. Hópurinn fundar að beiðni Frakka, Bandaríkjamanna og Sýr- lendinga. Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði tilganginn vera að reyna að draga úr spennu milli ríkjanna, en Bandaríkin hafa lengi leikið stórt hlutverk í landamærasamskiptum Israels og Líbanons. Ollum árásum verður svarað Naim Kassem, aðstoðarleiðtogi hizbollah, sagði að alltaf væri mögu- leiki á að gripið yrði til vopna á nýj- an leik til að koma ísraelum burt af hernumdum svæðum í Líbanon. „Óvinurinn hefur greitt hátt gjald og verið afhjúpaður fyrir heimsbyggð- inni,“ sagði Kassem og átti þar við að margar þjóðir hafa fordæmt ár- ásir Israela á Líbanon undanfarna daga. Yfirlýsingar hizbollah komu í kjölfar hótunar David Levy, utan- ríkisráðherra ísraels, um að árásum á Líbanon yrði haldið áfram ef skær- uliðar héldu uppi eldflaugaárásum á ísrael. ísraelar vörðu þá ákvörðun sína í gær og sagði Ephraim Sneh aðstoðarvamarmálai'áðherra að reglunum hefði nú verið breytt og framvegis yrði öllum árásum hizboll- ah á ísraelsk skotmörk svarað af hörku, hvort sem um væri að ræða árásir á óbreytta borgara eða her- menn. Stoltenberg til forystu Ósló. Morgunblaðið. TORBJ0RN Jagland, leiðtogi Verkamannaflokksins í Noregi, verður ekki frambjóðandi flokksins til embættis forsætisráðherra í næstu kosningum árið 2001, heldur Jens Stoltenberg, er jafnframt verður leiðtogi flokksins á þingi. Jagland verður áfram fiokksleið- togi, a.m.k. fram að næsta flokks- þingi í nóvember. Skoðanakannan- ir hafa að undanförnu gefið til kynna að 54% sveitarstjórnarmanna flokksins vildu að Stoltenberg yrði forsætisráðherra fremur en Jagland. Flokkurinn hefur verið með um 30% fylgi í könnunum en samkvæmt þeim yrði það um 40% tæki Stoltenberg, sem er um fertugt, við forystunni. Jens Stoltenberg I Tjón vegiia óbeinna reykinga ofmetið? París. AFP. HÆTTAN á að óbeinar reyking- ar valdi lungnakrabbameini hef- ur verið talsvert ofmetin, ef marka má niðurstöðu tölfræði- legrar könnunar sem birt verður í tímaritinu Brítish Medical Journal á laugardag. Tölfræðingar Warwick-há- skóla í Bretlandi gerðu ítarlega úttekt á 37 útgefnum rannsókn- um og að meðaltali var niður- staða þeirra sú að óbeinar reyk- ingar ykju hættuna á lungna- krabbameini um 24%. Tölfræðingarnir segja hins vegar að það sem þeir kalla „út- gáfuhlutdrægni" hafi skekkt myndina töluvert. Rannsóknir sem voru viðamiklar eða bentu til mikillar hættu af völdum óbeinna reykinga hefðu frekar fengist gefnar út en þær sem voru smærri eða gáfu tilefni til að ætla að hættan væri tiltölu- lega lítil. Eftir að hafa skoðað rann- sóknirnar 37 ofan í kjölinn og tekið tillit til „útgáfuhlutdrægn- innar“ var niðurstaða tölfræð- inganna sú að óbeinar reykingar ykju líklega hættuna á lungna- krabbameini um 15%, en ekki 24%. Tölfræðingarnir segja að þótt þetta breyti ekki því að fullgild ástæða sé til að vara við hætt- unni sem stafar af reykingum þurfi að túlka niðurstöður útgef- inna rannsókna á óbeinum reyk- ingum með varúð. Gíslamálið á Stansted-flugvelli leystist án blóðsúthellmga Yfír sjötíu manns biðja um landvist í Bretlandi London, Kabúl. The Daily Telegraph, AFP, AP. FULLTRÚAR stjómar talebana í Afganistan þökkuðu í gær breskum ráðamönnum fyrir að leysa mál flugræningjanna á Stansted-flugvelli farsæl- lega en fóru jaínframt fram á að Boeing 727-þotu afganska flugfélagsins Ariana yrði skilað aftur til heimalandsins ásamt farþegum og áhöfn. Hins veg- ar væri rétt að afbrot flugræningjanna fengi með- ferð „í samræmi við alþjóðalög eða eins og breska stjómin ákveður", að sögn utanríkisráðherra taleb- ana, Wakil Ahmad Mutawakel, í gær. Málið leystist á fimmtudagsmorgun er flugræn- ingjamir gáfust upp og slepptu öllum gíslunum og kom ekki til neinna átaka. Af alls 165 manns sem vom um borð í vélinni, sem var rænt í innanlands- flugi í Afganistan á sunnudag, höfðu í gærkvöld 74 beðið um pólitískt hæli í Bretlandi og um 20, þ. á m. flugræningjamir, verið handteknir. Vaxandi gmn- semdir era um að sumir farþeganna hafi verið í vi- torði með ræningjunum og hafi verið um að ræða samsæri til að komast frá Afganistan. Afgönsk börn úr röðum gislanna yfirgefa Stansted-flugvöil í rútu í gærmorgun. Jack Straw innanríkisráðherra sagði að málið hefði verið leyst án þess að veita nokkur loforð um pólitískt hæh í Bretlandi eða aðra fyrirgreiðslu. Breska stjómin hefði verið staðráðin í að gera allt sem hún gæti tU að letja aðra sem veltu fyrir sér að ræna flugvélum. „Uppgjöf ræningjanna var skil- yrðislaus,“ sagði hann. Ráðherrann benti á að vélin hefði verið í innan- landsflugi og því virtist ósennilegt að nokkur um borð hefði stefnt að því að fá hæU í Bretlandi nema viðkomandi hefði verið í vitorði með ræningjunum. Sagðist Straw ætla að fara sjálfur yfir umsóknir þeirra sem vUdu landvist. Bretar óttast að gerðar verði fleiri tilraunir tU að ræna farþegavélum og komast til Bretlands ef fólkið fái að vera. The Daily Telegraph hefur eftir embættismönn- um í Afganistan að 35 farþeganna hafi verið í sömu brúðkaupsveislunni, þ. á m. konur og böm. Hafi konumar, sem eins og aðrar afganskar konur verða að skipun talebana að hylja sig efnismiklum kufl- um, falið á sér byssur og handsprengjur. Allmargar konur, starfsmenn á flugvöllum í Afganistan, hafi verið handteknar og yfirheyrðar vegna gmns um að þær hafi ekki leitað á konum í hópi farþeganna. Blásýru- mengun í Tisza Talsmaður fyrirtækis sem vinnur gull úr námunni Aurul við Baia Mare í norðausturhluta Rúmeníu sagði í gær að ekki væri víst að blásýrumengun frá vinnslunni ætti sök á mengun í ánum Szamos og Tisza í Ungverjalandi, um 75 km frá vinnslustaðnum. Szamos, sem í Rúmeníu heitir Somes, rennur í Tisza sem er ein af þverám Dönár. Um 100 þúsund rúmmetrar af menguðu vatni láku í Szamos frá gullvinnslunni; ung- versk stjórnvöld segja að 95% af fiski á svæðinu hafi drepist og neysluvatn 2,5 milljóna manna hafi spillst. Sérfræðingar segja að beitt sé aðferðum við gull- vinnsluna sem ekki yrðu sam- þykktar í Evrópusambandinu. Talið er að aldrei fyrr hafi jafn mikið af fiski drepist vegna meng- unar í Mið-Evrópu. MORGUNBLAÐIÐ 11. FEBRÚAR 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.