Morgunblaðið - 11.02.2000, Page 62

Morgunblaðið - 11.02.2000, Page 62
62 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Enginn * misskilningur , KRISTJÁN Bersi Ólafsson, fyrrverandi skólameistari, gerir í Morgunblaðinu 9. febrúar sl. athuga- semd við grein mína „Eigum við ekki Is- land?“ í sama blaði 26. janúar sl. I þeirri grein fann ég að því sjónarmiði hans að •^jandið ætti sig sjálft“ en að maðurinn hefði „rétt til að nýta það og njóta þess“ sem fram kom í pistli frá honum í Morgunblað- inu 29. desember 1999 og taldi ég það enda- leysu og firru. Kristján Bersi segir: „Mér sýn- ist augljóst að annaðhvort hefur Jakob ekki skilið hvað ég var að fara eða kosið að misskilja það, sem mér finnst raunar líklegra". Hvorugt er rétt. Hann segist alls ekki hafa verið að tala um „eign eða eignarrétt í lögfræðilegum skilningi heldur allt aðra hluti“. En eign á landi og nýtingarrétt- ur á því eru í hæsta máta lögfræðileg og réttarfarsleg hugtök og hafa verið frá landnámstíð hér á landi. Um það bera Ijósan vott allar þær landamerkjadeilur, sem forfeður okkar í íslenska bændasamfé- laginu hafa rekið fyrir dómstólum, allt frá landnámstíð til okkar daga, löngu fyrir daga iðnbyltingarinnar. Yf- irstandandi deila um mörk þjóðlendna í Árnessýslu bendir ekki til að þeim sé lokið. Sögnin „að eiga“ er vissulega stundum notuð í merkingu sem ekkert hefur með lögfræði að gera. En í sambandinu að „eiga land“ og „eiga rétt“ er merkingin ávallt lög- fræðileg í eðli sínu. Ef Kristján Bersi var ekki að tala um eign og Jakob Björnsson Fyrir villtar og vandlátar ■ * II Laugavegi 46, simi 561 4465 bímu rétt í lögfræðilegum skilningi átti hann að orða hugsun sína öðruvísi og alls ekki að nota þessi tvö orð í þessu samhengi. Forfeður okkar og formæður í íslenska bændasamfélaginu hafa vissulega búið öldum saman „í nánu sambandi við náttúruna og landið“, eins og Kristján Bersi kemst að orði. Ekkert skorti á að það samband væri náið. Mörg þeirra trúðu því að huldufólk og tröll, verur af mennsku eðli og með margskonar mennska hátt- semi, byggju í hólum, björgum og hamraborgum. En ekki minnist ég Virkjunarréttur Náungar okkar eru allir jarðarbúar, segir Jakob Björnsson, bornir og óbornir. sagna um, að þetta fólk tryði því, að hólarnir, björgin og hamraborg- irnar væru sjálfar „í einhverjum skilningi lifandi". Slíkar hugmynd- ir held ég að sé eingöngu að finna í trúarbrögðum frumstæðra þjóða, sem trúa á stokka og steina, nátt- úruanda og þvíumlíkt. Svo er að sjá af grein Kristjáns Bersa að fyrir honum vaki um- hyggja fyrir framtíð mannsins á jörðinni. Það er lofsvert og þar er brýninga þörf. Við minnumst á þessu ári þúsund ára afmælis þess að í þessu landi var upp tekin trú sem býður manninum að elska ná- ungann eins og sjálfan sig. Náung- ar okkar eru allir jarðarbúar, bornir og óbornir. Sú trú og það boðorð nægir til að tryggja fram- tíð mannsins á jörðinni - ef boð- orðinu er fylgt. Það er engin þörf á að leita aftur til frumstæðra trúarbragða náttúrudýrkenda. Við þurfum að læra að bera umhyggju og virðingu fyrir fólki, náungum okkar nær og fjær, bornum og óbornum en ekki fyrir „landinu“, holtum og móum, klettum og klungrum eða öðrum hlutum. Höfundur er verkfræðingur og fyrrverandi ork umáíasljóri. VEGNA þeirra breytinga sem fyrir- hugaðar eru á lög- gæslumálum Grind- víkinga vil ég segja lítillega frá persónu- legum samskiptum mínum við lögregluna í Grindavík. Eg vona að sýslumaður og valdhafar í þessu máli geti betur skilið hvað íbúar Grindavíkur eiga við, þegar þeir tala um að hafa lög- regluna búsetta og starfandi í Grindavík. í átta ár starfaði ég í félagsmálaráði og barnaverndarnefnd Grindavíkur. Á þeim tíma var komið á nefnd sem skyldi vinna að breytingum á úti- vistartíma ungmenna og var ég full- Löggæsla Með þessari frásögn er Hrafnhildur Björgvinsdóttir að benda á, hvað búseta lögreglumanna á staðn- um skiptir miklu máli. trúi félagsmálaráðs í nefndinni, en auk mín voru sóknarprestur, full- trúi frá íþrótta- og æskulýðsráði, foreldra- og kennarafélagi, félags- málastjóri og lögregla. Án mikillar og góðrar samvinnu við lögregluna hefði ekki tekist svona vel að koma á þessum breytingum. Við vorum á vakt með lögreglu, fórum með ungl- inga sem brutu útivistarreglur til síns heima, spjölluðum við foreldr- ana og í alla staði gekk þetta átak mjög vel og þar átti lögreglan stærstan þátt. Eg sé ekki að svona aðgerðir mundu ganga jafn vel með utanaðkomandi lög- reglumönnum, því svona aðgerðir kölluðu á nokkrar fundarsetur og skipulagningu. Eg vil benda á, að ég hef hringt á lögreglustöð- ina hér og beðið lög- regluna að athuga fyr- ir mig með ungling sem var ekki kominn heim á tilsettum tíma. Ekkert mál var það og unglingurinn kom heim eftir stuttan tíma. Ef ég hringi í lögregluna í Keflavík og bið um þetta sama, þá ætti ég von á því að fá þetta svar : „Því miður þekki ég ekki unglinginn þinn.“ Ég vil líka segja frá öðrum sam- skiptum mínum við lögregluna í Grindavík. Fyrir þremur árum átti sér stað voðaatburður á mínu heim- ili, sjálfsvíg. Það fyrsta sem við gerðum var að hringja í lögregluna í Grindavík. Þeir voru ekki á vakt þegar þetta var, en þá voru bak- vaktir lögreglu ennþá hér (sem nú er búið að afnema). Ég fullyrði að lögreglan var komin til okkar innan fimm mínútna. Þeir komu hlaup- andi upp að húsinu og léttirinn við að sjá þá koma og bregðast svona fljótt við er ólýsanlegur. Á slíkri ör- lagastundu skiptir hver mínúta máli og ég hefði ekki viljað bíða margar mínútur eftir aðstoð lög- reglu. Með þessari frásögn minni er ég að benda á, hvað búseta lögreglu- manna á staðnum skiptir miklu máli, líka þegar slys verða og hrein- lega lífið liggur við. Ég skora á valdhafa í þessu máli að setja aftur á bakvaktir lögreglu í Grindavík og að þeir leyfi okkur Grindvíkingum að hafa okkar lögreglumenn á vakt- inni, á okkar lögreglustöð, í okkar bæ, Grindavík. Höfundur er hiísmóðir. Mínútur skipta máli! Hrafnhildur Björgvinsdóttir Hvar og hvenær? Allt hefur sinn stað og stund ÞAÐ er bjartviðri og góð spá, snjór yfir öllu og færð eins og hún gerist best að vetrar- lagi. Jeppinn stendur tilbúinn á hlaðinu, svefnpoki, skjólfatnað- ur og nesti komið um borð, síminn og GPS- tækið í lagi, kortin í hanskahólfinu. Hvað jafnast á við það að halda til fjalla á góðum bíl í góðra vina hópi í fallegu vetrarveðri? Mjöllin rýkur undan dekkjunum og nokkrir vélsleðar slást í hóp- inn. Það er stjörnu- bjart og norðurljósin á fleygiferð um himinhvolfið. í áfangastað bíður op- inn skáli. Það er sjálfsagt að byrja á því að fara í heita laugina og ein- hverjir fá sér einn léttan eða tvo fyr- ir svefninn. Einhverjum finnst þó ekki nóg að gert, þeir hafa nestað sig vel og ástæðulaust að spara það. Nú fer að fara lítið fyrir fjallakyrrð- inni. Vissara að hafa gætur á mannskapnum, hann gæti farið sér að voða, stefnir í að þessir einstakl- ingar verði ofurölvi. Einhver gæti hreinlega drukknað í lauginni eða króknað í snjóskafli á leið heim í skála. Gististaðurinn er fjallaskáli, öllum opinn og hlutverk gæslu- manns er ekki að passa fullorðið fólk, sem kann ekki fótum sínum forráð. Hann lætur sig samt hafa það, sefur lítið eða ekki en er á stjákli að fylgjast með því að enginn verði eftir í lauginni eða snjóskafli utandyra. Mikill meiri- hluti gesta kvartar undan ónæði þeirra ör- fáu sem kunna ekki fótum sínum forráð og skálavörður gerir sitt besta til að halda ró í skálanum. Hvað skal gera? Skálareglur kveða skýrt á um að of- neysla áfengis geti valdið brottvísun úr skála. Skálavörður er hins vegar ekki öfunds- verður af þvi að þurfa að taka þá ákvörðun að vísa ofurölvi gesti á dyr út í snjó og frost. Kost- irnir eru fáir og enginn góður. Fleygja manninum út og eiga á hættu að hann fari sjálfum sér að voða eða láta hann ónáða alla aðra gesti skálans. - Á sunnudagsmorgni er lagt af stað heimleiðis. Flestir eru tilbúnir til heimfarar, jafn vel undir- búnir og þeir voru fyrir brottför að heiman. Það á þó ekki við um alla. Sá sem fékkst ekki til að leggja sig fyrr en undir morgun eftir að hafa setið við drykkju alla nóttina er ekki í ást- andi til að keyra, þótt hann sé kannski á annarri skoðun sjálfur. Þess eru þó dæmi að ekið sé af stað við slíkar aðstæður. Allt hefur sinn stað og sína stund. Óhófleg neysla áfengis og fjallaferð- ir eiga ekki saman. Mikill meirihluti fjallafara er til fyrirmyndar á sínum ferðalögum. Þama er upp til hópa á ferðinni skynsamt og vant fólk, öll- um hnútum kunnugt og vel búið. Undantekningar eru þó þar á, því Varnaðarorð ✓ Islensk náttúra á það skilið af okkur, segir Inga Rósa Þdrðarddtt- ir, að við njótum hennar með fullu viti og við eigum það skilið að koma heil heim. miður, og öllum til ama. Það er ekk- ert skemmtilegt við það að horfa á samborgara sína dauðadrukkna og fá ekki notið svefnfriðar fyrir ólát- um. Það er ekkert skemmtilegt við það að horfa á ferðafélaga setjast kófdrukkinn undir stýri á jeppa eða vélsleða og „botngefa". Það er ógn- vænlegt og stórhættulegt en ekki skemmtilegt. Afleiðingamar hafa orðið skelfilegar; slys á fólki, örkuml, skemmdir á eigum og land- spjöll eins og nýleg dæmi sanna. Nú fer í hönd sá árstími þegar jeppar og vélsleðar streyma um fjöll og firnindi. íslensk náttúra í vetrar- búningi er ægifögur og ástæðulaust að sljóvga skilningarvitin með taum- lausri áfengisdrykkju. íslensk nátt- úra á það skilið af okkur að við njót- um hennar með fullu viti og við eigum það skilið að koma heil heim. Góða ferð og góða skemmtun. Höfundur er frnmkvæmdastjóri Ferðafélags íslands. Inga Rósa Þórðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.