Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Losti í Lostagili M¥]\PLIST Listasafnið á A kureyri LOSTI/2000 STÓÐ BLÓÐHEITRA LISTAMANNA XXXREYRI/KLÁMTÁN/ SNORRIÁSMUNDSSON Opið þriðjud.-firamtud. 14-18, föstud., og laugard. 14-22. Sunnud. 14-18. Til 19. mars. Aðgangur 300 krónur. EFTIR nokkra ládeyðu er sitt- hvað að gerast á myndlistarsviði norðan heiða og að sögn heima- manna kraumar í enn fleiru undir yfirborðinu sem á eftir að brjótast fram, er von að þær hræringar verði sem mestar og endi með vænu og varanlegu gosi. Á fersku ári stóraldahvarfa, hefur Listasafnið á Akureyri valið að hefja starfsemi sína á fjölþættum gjörningi athafna er skara holdleg- ar þarfir og kenndir; gimdir, fýsnir, frygð og losta. Er í takt við klám- bylgjuna svonefndu, sem á næstlið- num árum hefur skollið með miklum þunga á landsmenn, helst á höfuð- borgarsvæðinu en tyllir nú tá í mesta þéttbýliskjarna Norður- landsins. Hefur einneigin í takt við alþjóðlega dagskipan, sem aldrei fyrr ruðst inn á vettvang listsýn- inga. Má vera mikið rétt, að það sem aðallega einkennir tíðarandann nú um stundir á landi hér, séu múgsefj- anir í formi æsinga og losta, annars vegar hinir klassísku fararskjótar postulanna hlaupandi allt hvað tek- ur eftir bolta, hins vegar markaðs- setning leikfanganna ljúfu á milli. Hins síðarnefnda sér hvarvetna stað í myndmáli dagsins, á opnum grundvelli sem dulbúnum, jafnvel dulkóðuðum, er þó eins og svo margt í listum lítil nýung sé litið til mannkynssögunnar, frekar gamalt vín á nýjum belgjum. Siðgæði, sið- vendni og fordómar gagnvart þess- um athöfnum af mun nýrri toga, um margt öfugsnúnum, ásamt misvís- andi skinhelgi langt fram á seinni helming síðustu aldar. Sú háleita athafnaþörf mannsins, sem á dögum endurreisnar varð að hugtakinu, list, hefur frá upphafi vega einkennst af tilvistarkikkinu, baráttunni milli anda og efnis, sköp- unargleðin náskyld sjálfshyggjunni 9g æxlunarlöngunin af sama meiði. í alfræðiritum á listir almennt frá upphafi til nútímans, jafnvel tutt- ugu binda doðröntum, mættu þessi atriði hins vegar Iengstum afgangi, yfirsýn og raunsönn þekking þar af leiðandi afar takmörkuð meðal al- mennings. Hinar ströngu hömlur gerðu útgáfu ástþrunginna en óvandaðra bókmennta að miklum gróðaveg, en í þeim voru birtar for- boðnar myndir af eldri og nýrri listaverkum við hlið grófra og til- búinna gjörninga úr samtímanum, töldust gjarnan neðanjarðarbók- menntir og útskúfaðar sem slíkar. Sannaðist hér sem fyrr, að þótt náttúran sé barin með lurk leitar hún út um síðir. Margvísleg mynd- skreytt og djörf mánaðarrit einung- is mögulegt að festa sér eftir króka- leiðum eða áskrift allt fram yfir miðbik aldarinnar, og var hér taugatrekkjandi að sjá dýrleg lista- verk fornaldar sem nýrri tíma við hlið ómerkilegs hnoðs (kitsch) í mynd og máli. En þróunin varð sú er líða tók á öldina, einmitt í kjölfar vaxandi umburðarlyndis er fæddi af sér ástarlífsbyltinguna svonefndu, að út fóru að koma vegleg uppslátt- arrit er á eðlilegan og sannferðugan hátt fjölluðu um þennan þátt mann- kynssögunnar. Hann hafði sem sagt alltaf verið til í fjölskrúðugri mynd, frjósemisdýrkun eðlilegt og sjálf- sagt mál við hlið guðstrúarinnar um aldir alda. Hér til vitnis eru líkn- eski, jafnvel almennir brúkshlutir, mótuð gleðinni og getnaðinum til vegsemdar og dýrðar, gjarnan í líki kynfæra, einkum mannslimsins. Ennfremur hinar miklu súlur er halda uppi þökum fornra hörga og hofa, tíðum fagurlega myndskreytt- ar, einmitt þar sem súla samsamast þaki. Burðarstoðirnar þannig tákn manndómsins, hliðstætt súlum him- inhvelfingarinnar í guðstrúnni, framstreymandi mannlífisins um leið. Enn í dag eru í Japan sem víðar haldnar frjósemishátíðir til dýrðar mannslimnum og risavaxið tákn hans borið í skrúðgöngu um götur, gjaman gulli slegið, og vinsælastur guð Kínverja, er guð gleði, ásta og hamingju, allt í réttri röð. Þetta eru þannig óvefengjanlega atriði sem fylgt hafa manninum frá upphafi vega, en vel að merkja skil- ur hér blygðunarkenndin, sem kvenapanum fyrir einhveja yfir- náttúrulega forsjón áskotnaðist í fymdinni milli villimennsku og sið- fágunar. Einungis heilbrigt að horf- ast í augu við þessar staðreyndir, og að holdlegri tjáþörfinnni bregður alls staðar fyrir í sinni sundurleit- ustu mynd, jafnt í listaverkum á listasöfnum sem kroti á veggjum al- menningssalerna. í þá veru fjarska einstaklingsbundið hvort heldur verður manninum að nautn, girnd og losta, ódáinsveigarnar eða dreggjarnar, himinsalnir eða sor- inn... Rýnirinn upplifði kímið að kyn- lífsbyltingunni í Danmörku, í lok og upphafi sjöunda og áttunda áratug- arins, einnig framrás og hámark hennar er prangið með hjálpartæki ástalífsins o.fl. o.fl. náði frá Isted- gade, allt upp að þeim gatnamótun- um á Strikinu, þar sem áður var Al- exandra kvikmyndahúsið. Sá þar menn á vappi komna alla leið frá Austurlöndum fjær, ekki síst Japan, raunar allstaðar að úr heiminum, þetta var að vísu ekkert nýtt, en þótti yfirmáta forvitnilegt svona fyrir galopnum tjöldum. Upplifði einnig er sljákkaði á henni og loks undanhaldinu, sem í dag er svo al- gert að einungis örfáar verslanir finnast nú í Istedgade þar sem fárið var mest. Þannig fer fyrir hlutunum þá náttúruleg fegurðin er grómuð, ekki síst ef upprunaleg sköpunar- þörfin og andagiftin eru ekki til staðar, unaði frjálsborinna athafna og náttúruskapa fórnað á stalli staðlaðra og miðstýrðra þarfa óprúttinna gróðaafla. Fátt undir sólinni leiðigjarnara í lengdina og því dæmt að falla um sjálft sig og einangrast svo aftur við lítinn minnihluta, þótt nýjungin æsi um stund upp bældar sálir og óþroskað- ar kenndir, hneyksli svo einkum í hinum afskekktari kimum hnattar- ins. Dæmin sanna líka, að þetta gengur hvarvetna yfir fái það að vera í friði. En menn geta ef vill hugleitt, hver hafi fundið upp á því að gera nekt mannsins syndsamlega og klámfengna, þótt áskapað eðlis- bundið siðferði og blygðunarkennd hafni því að gera hana að almenn- ingi. Nývakin blygðun- arkennd apynjunnar mun í fymdinni hafa verið einn af örlaga- ríkustu áföngum þróunarsögunnar, en hún á að hafa valdið því að mann- apinn rétti úr sér tíu þúsund árum of snemma og þvi er hrvggjarsúlan svo veikburða í hinum viti borna nútíma- manni, homo sap- iens sapiens. Nútímakonan ásakar er svo er komið karlmanninn um misnotkun á nekt sinni, sem kem- ur úr hörðustu átt, þar sem það var hinn nakti líkami karlmannsins sem var fegurðartáknið í árþúsundir, til- tölulega stutt síðan þetta snerist við, einungis fáar aldir. Þannig séð mætti frekar álíta umskiptin sóma, stolt og sigur konunnar, tákn yfir- burða hennar á nýjum tímum. Að konan sé ástþrungin í vexti sínum og yndislegt sköpunarverk liggur í hlutarins eðli, líkt og að blómin eru töfrandi fögur og hreyfa sterklega við kenndum okkar. Enginn vafi er á því, að nekt konunnar er mannin- um hið saklausasta og fegursta und- ir sólinni enda hafa skáldin lofsung- ið hana í aldanna rás og snillingar málaralistarinnar hafa ekki látið sitt eftir liggja við að upphefja hana og dásama með pentskúfi sínum og rissblýi. En nekt konunnar var ekki notuð sem ósiðlegt kyntákn í málverki, því fer fjarri, ekki frekar en blómin eða gróður jarðar, og komi þessi full- yrðing einhverjum spánskt fyrir sjónir, má vísa til kvenmálara sem notað hafa blóm sem kyntákn. Kvenfrelsiskonur og jafnframt Ijós- myndarar hafa og iðulega notað nekt konunnar sem myndefni. Blómin breiða sköp sín mót sólu og himnaföður, en þó talar enginn um klám, en hins vegar eru þau falin á milli fóta konunnar allt frá því mannapinn reis upp fyrir hennar til- stilli, tólin urðu hins vegar um leið meira en vel sýnileg og dinglandi ut- an á honum sjálfum. Meinlegt að hið mikla undur konunnar, sjálfur lík- ami hennar, skyldi grómaður sem eitthvað óhreint og syndsamlegt... Þetta allt er nauðsynlegt að upp- lýsa vegna sýningarinnar á Akur- eyri, jafnfamt að risið hafa upp eró- tísk söfn víða í stórborgum, eins konar sögulegar heimildir kynlífs- byltingarinnar. Eitt slíkt skoðaði ég fyrir skikkan tilviljana í Berlín á liðnu hausti, safn Bete Uhse, sem er í nágrenni aðaljárnbrautarstöðvar- innar Berlin Zoo. Beate Uhse er ókrýnd drottning markaðssetning- ar ástþrunginna athafna í Þýska- landi, og safnið sem er á fjórum hæðum sýnir í hnotskurn þverskurð af sögu kynlífsbyltingarinnar þar í landi, en einnig skyldar athafnir í ljósi mannkynssögunnar. Engan samanburð hef ég enn sem komið er af slíkum söfnum, en safnið Uhse, sem ég skoðaði þreyttur og van- Bréf Erlends kynnt Á FYRSTA degi Menningarárs- ins, 29. janúar síðastliðinn, var opnaður stór kassi, sem varðveitt- ur hafði verið innsiglaður í hand- ritadeild Landsbókasafns - Há- skólabókasafns með gögnum frá Erlendi Guðmundssyni í Unuhúsi. í ljós kom að kassinn hafði að geyma sögulegar heimildir, mikið safn sendibréfa til Erlends frá samferðamönnum hans sem margir hverjir voru í hópi fremstu- listamanna þjóðarinnar. Mikill áhugi er á innihaldi þess- ara bréfa og nú hefur verið ákveð- ið að efla til kynningar á broti af þessu efni í kaffistofu Þjóðarbók- hlöðu kl. 16 sunnudaginn 13. febr- úar, en þann dag lést Erlendur ár- ið 1947. Ögmundur Helgason for- stöðumaður handritadeildar mun Eriendur í Unuhúsi gera örstutta grein íyrir innihaldi kassans, en síðan mun lesið upp úr bréfum skáldanna Halldórs Lax- ness, Stefáns frá Hvítadal og Þór- bergs Þórðarsonar, sem eiga nokk- um fjölda bréfa í þessu safni, sem og Nínu Tryggvadóttur mynd- listarkonu og einnig bréfum Er- lends til hennar. Hvað bréf Er- lends varðar kom í Ijós að hann hefur oft stungið uppköstum af bréfum sínum niður í umslög Nínu, en ekki til neins annars af einhveij- um ástæðum. Þeir Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræðingur, Kristján Eir- íksson og Pétur Már Olafsson bókmenntafræðingar munu kynna bréfritara, en Silja Aðalsteinsdótt- ir og Benedikt Erlingsson leikari lesa upp úr bréfunum. Aðgangur er ókeypis. Sýnir vef- listaverk í Meistara Jakob AUÐUR Vésteinsdóttir sýnir vef- listaverk í glugga Meistara Jakobs, Skólavörðustíg 5, frá 12. til 21. febrúar. f giugga hússins getur að líta nokkur myndvefnaðarverk ásamt myndum er sýna hvaðan áhrif og hugmyndir að verkunum koma. Viðfangsefnið er ströndin og sjór- inn. Annars vegar eru hugmyndir frá dvöl Auðar f Kunstierhaus í Cuxhaven og hins vegar frá æsku- stöðvum hennar við Langasand á Akranesi. Við Langasand hefur verið valið umhverfislistaverk eft- ir hana sem verður sett upp í svefta eftir næturlanga lestarferð þá ég þurfti að bíða fjórar stundir eftir hótelherbergi, hef ég í hyggju að skoða aftur og í betra formi. Það var í stuttu máli stórum áhugaverð- ara en ég hafði gert mér grein fyrir og afar upplýsandi. Á sama tíma og þessi sérstaki markaður hefur dregist saman úti í heimi hafa hremmilegar og öfug- snúnar athafnir í fjölþættri gerð haldið innreið sína sem aldrei fyrr í kvikmyndir, myndbönd, listhús, sýnigahallir og söfn, hið ástþrungna og lostafulla hér engan veginn und- anskilið, hlutu fyrr eða síðar að rata hingað á útnárann. Meginveigur framníngsins á Ak- ureyri er upplýsingagildið sem all- staðar streymir á vit skoðandans og ratað hefur svo ríkulega í fjölmiðla undanfarið að óþarfi er að vera með endurtekningar hér. Stefnuskrá hans hefur einnig verið tíunduð í bak og fyrir, mátti jafnvel lesa hana í SKY, kynningarriti Flugfélags ís- lands, á leiðinni norður. Sýningin er nákvæmlega eins og búast mátti við, er þrjátíu lista- mönnum er boðin þátttaka og allt tekið gott og gilt sem berst í hendur sýningarstjóra. Hér var þannig ekki leitað í sarp íslenzkra myndlistar- manna sem á einhvem hátt hafa verið viðriðnir gerð ástþrunginna myndverka sem annarra miðla á sjónmenntasviði. Þannig er helst um tilbúna hluti að ræða gerða fyrir þennan sérstaka framníng, en öllu minna leitað til listamanna sem eiga þetta á lager. Þeir eru fleiri í allri samanlagðri myndlistarsögunni sem gert hafa djarfar ástarlífs- myndir, jafnvel mjög grófar en flesta grunar og margir um sína tíð stórum þekktari fyrir afar siðprúð vinnubrögð. í sumum tilvikum hafa menn ekki haft grænan grun um þennan þátt í myndsköpun viðkom- andi fyrr en eftir lát þeirra, eins og átti sér stað um hinn fágaða sænska myndhöggvara og prófessor við listakademíuna í Stokkhólmi, Johan Tobias Sergel, (1740-1814), hrökk þá margur við. Sumt á sýningunni er vel mjög gert, annað minna vel ásamt því að léttvægum hlutum bregður fyrir. En meginmáli skiptir að vel er að gjöminginum staðið og flestir miðl- ar notaðir í þágu hans, þannig að ár- angurinn verður nokkur prófraun fyrir þol skynfæra og jafnframt sið- gæðisvitund fordómafullra. Hinn nýi forstöðumaður Lista- safns Akureyrar, Hannes Sigurðs- son, kann sitt fag til hlítar telst áhugasamastur og hugmyndarík- astur slíkra á landi hér nú um stundir. Enginn hefur fram að þessu lagt aðra eins skilvirkni, vinnu og kostgæfni í hinar aðskilj- anlegustu framkvæmdir og hann hefur tekið sér fyrir hendur á næst- liðnum árum. Jafnframt skara hug- myndir hans hið nútímalegasta og framsæknasta hjá sýningarstjórum úti í heimi og borðleggjandi að at- hafnir þeirra hristi upp í hlutunum, hvað þá í fámennu bæjarfélagi við heimskautsbaug. Deilur og sam- ræður eru þó stórum betri kostur en þögn og andvaraleysi... Bragi Ásgeirsson Rák. Myndvefnaður úr ull og hör. Stærð 27x29x2.5 sm. tengslum við menningarárið 2000. Auður er ein af tólf listamönnum sem reka listhúsið Meistara Jakob. Hún hefur haldið fimm einka- sýningar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga hér heima og erlendis. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.