Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 43
42 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ISLENSKT ÞEKK- INGARÞJÓÐFÉLAG ISLENSKT þekkingarþjóðfélag er enn ekki orðið að veru- leika,“ segir Páll Skúlason rektor Háskóla íslands í grein sem birt var hér í Morgunblaðinu í gær. Frækornum þess hefur verið sáð með því fræða- og vísindastarfi sem unnið hefur verið í landinu, að mati rektors, og nú skiptir mestu máli að hlúa sem mest og best að þróun þess á komandi misserum og árum. Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á þessum orðum rekt- ors því þau eru þörf ábending. Vafalaust ríkir almennt sam- þykki um að það beri að stefna að því að íslenskt þekkingar- þjóðfélag verði að veruleika til að tryggja framtíðarmöguleika þjóðarinnar en það virðist ekki vera fullkomlega ljóst hver staða okkar er í þessum efnum og hvað þarf að gera til þess að okkur miði í rétta átt. Páll segir þekkingarþjóðfélagið einkennast af leit að skiln- ingi með aðferðum vísinda og beitingu gagnrýninnar hugsunar til að vega og meta hið sanna gildi hlutanna. Háskóli Islands hlýtur að vera meginhlekkurinn í þekkingarleit sem þessari hér á landi og uppbyggingu þekkingarþjóðfélagsins og því er efling hans eitt af því sem myndi miða okkur í átt til þess. Hér er ekki verið að kasta rýrð á fjölmörg fyrirtæki og einstaklinga sem vinna að rannsóknum og vísindastarfi af ýmsu tagi í þjóðfé- laginu. Þar er hins vegar unnið starf sem byggist að miklu leyti á rannsóknum, fræðslu og þjónustu Háskólans. Páll nefnir þrjú verkefni sem hann telur skipta sköpum fyrir framtíð hins íslenska þekkingarþjóðfélags. Átak til að stórefla meistara- og doktorsnám við Háskólann, að tengja rannsóknar- stofnanir atvinnuveganna aftur við Háskólann og flytja þær sem næst honum og að efla samstarf allra háskólastofnana landsins við að veita sem fjölbreyttasta menntun bæði i grunn- námi, framhaldsnámi og endur- eða símenntun og til að nýta upplýsingatækni við fjarkennslu. Það er mikilvægt nú á þessum tímapunkti að fyllast ekki of- metnaði í efnahagslegri velgengni þjóðarinnar heldur huga að raunverulegum gildum, því sem raunverulega mun skila okkur áleiðis í framtíðinni, tryggja áframhaldandi velferð. Eins og ít- rekað hefur verið sagt hér á þessum vettvangi og víðar bendir allt til þess að forsendan fyrir því að þjóðfélagið geti haldið áfram að vaxa og dafna í sífellt alþjóðlegra samhengi sé upp- bygging þekkingar. Brýnt er að markmið okkar séu skýr hvað þetta varðar og leiðirnar að þeim greiðar. STOLINN HUGBUNAÐUR ALÞJÓÐASAMTÖK hugbúnaðarframleiðenda hafa ritað stjómendum 3.500 íslenzkra fyrirtækja bréf, þar sem vakin er athygli á því að þeir beri ábyrgðina, komi í ljós að hugbúnaður sé ekki löglegur, sem notaður er í fyrirtækjum þeirra. Er þeim gefið tækifæri á að gera úrbætur, en megi að öðrum kosti búast við lög- sókn. Samtökin hófu aðgerðir hér á landi fyrir ári til að koma í veg fyr- ir ólöglega notkun hugbúnaðar, en þá var talið að 82% hugbúnaðar á Islandi væri stolinn. Það hlutfall var hvergi hærra í Vestur- Evrópu að mati samtakanna og er svo enn, þótt mikið hafi áunnizt á þessu eina ári. Hlutfallið er nú talið hafa lækkað í ca. 65%, einkum vegna samninga við íslenzka ríkið um úrbætur. Samtökin telja, að nú sé komið að íslenzkum fyrirtækjum að gera bragarbót eða sæta ábyrgð ella. Að sjálfsögðu er það til mikils vansa fyrir íslendinga að nota stolinn hugbúnað, hvort sem er hjá ríki, fyrirtækjum eða heimilum. Hugbúnaðargerð er orðin öflug og vaxandi atvinnugrein hér á landi. Hún á jafnmikið í húfi og alþjóðasamtök hugbúnaðarfram- leiðenda að hugbúnaðarstuldur verði stöðvaður. TÓBAKSVARNIR BREGÐAST SJÖ nemendur grunnskólans í Grindavík, sex úr 10. bekk og einn úr 9. bekk, hafa skráð sig á námskeið til þess að hætta að reykja. Þetta er til fyrirmyndar, því að reykingar eru dauðans al- vara og er nauðsynlegt að allt ungt fólk temji sér reykbindindi. Reykingar eru bæði óþrifalegur og lífshættulegur löstur. Tóbaksreykingar hafa verið skráðar af hinu opinbera allt frá ár- inu 1941 eða í hartnær sex áratugi. Árið 1997 markaði tímamót, því þá mældist minnsta heildarsala tóbaks frá árinu 1954. Það ár var minnsta vindlingasala frá árinu 1969,' næstminnsta vindlasala frá árinu 1963 og minnsta reyktóbakssala frá upphafi skráningar 1941. Þessum góðu tíðindum var fagnað af þeim sem unnu að reyk- ingavörnum. Líklegast var þetta árangur mikils forvarnarstarfs, m.a. í skólum. En 1998 varð breyting til hins verra. Þá tóku reyk- ingar að aukast á ný. Hvað veldur því að aftur er farið að síga á ógæfuhliðina skal ósagt látið, en það er þjóðráð að grunnskólarnir aðstoði ungmennin við að hætta að reykja fremur en að beita boð- um og bönnum. Meiri koltvísýringur bundinn með landgræðsluátaki en áætlað var Miklir möguleikar til að binda koltvísvring Meiri möguleikar eru hér á landi til að binda koltvísýring með landgræðslu en víðast hvar annars staðar og rannsóknir staðfesta að markmið ríkisstjórnarinnar með sérstöku landgræðsluátaki hefur fyllilega skilað þeim árangri sem að var stefnt. Helgi Bjarnason fylgdist með erindum á ráðunautafundi og ræddi við Andrés Arnalds, fagmálastjóra Landgræðslunnar. MARKMIÐ loftslagssátt- mála Sameinuðu þjóð- anna er að viðhalda jafn- vægi í loftslagi þannig að ekki komi til röskunar af mannavöld- um. „Gagnvart sáttmálanum má segja að það hafi sömu áhrif að binda kol- tvísýring úr andrúmsloftinu í lífræn efni í jarðvegi og gróðri og að minnka losun koltvísýrings úr jarðefnaelds- neyti. Þetta era tvær ólíkar aðferðir sem við þurfum báðar að nota,“ segir Andrés Arnalds, fagmálastjóri Land- græðslu ríkisins, í samtali við Morg- unblaðið. Hann segir að á aðildarþingi lofts- lagssáttmálans í Kyoto í Japan hafi skógrækt verið viðurkennd sem bindi- aðferð og unnið sé að því að fá land- græðslu viðurkennda. Úr því máli verði skorið á næsta aðildarþingi sem verður í Hollandi í nóvember. Andrés segir að viðurkenning á gildi endur- reisnar hnignaðs lands í þessu sam- bandi myndi hafa mikil áhrif fyrir fjölda þjóða sem berjast gegn afleið- ingum landhnignunar. Fátækari þjóð- imar sæju þar til að mynda möguleika til að fá aukið fjármagn frá iðnríkjun- um til að berjast við eyðimerkurvof- una. Á móti óttuðust ýmis ríki mikla bindigetu mikilla landbúnaðarlanda, svo sem Bandaríkjanna og Ástralíu, og að rúmar bindileiðir gætu opnað þeim flóttaleiðir frá því að draga úr loftmengun. Andrés tekur fram að landgræðsla sé bæði örugg og hagkvæm leið til að mæta losun gróðurhúsalofttegunda og ástæða sé til að leggja áherslu á það þótt ekki færist það strax til bókar gagnvart skuldbindingum íslands. Jafnframt sé um gífurlega mikilvægt byggðamál að ræða. Auðlind á villigötum Hann segir að hér séu óvenju góð skilyrði til að binda kolefni með land- græðslu miðað við önnur lönd. „Við búum við þá sérstöðu að hér er svo stór hluti orkunnar úr endurnýjanleg- um orkulindum að við höfum takmark- aðra svigrúm til að hagræða í elds- neytisnotkun en önnur iðnríki. Þess vegna er binding koltvísýrings í gróðri og jarðvegi mjög hentug leið fyrir ís- lendinga, samhliða því sem reynt yrði að draga úr los- un,“ segir Andrés. Koltvísýringur er verð- mæt auðlind, undirstaða ____________ frjósemi moldar og gróð- urs og þar með fæðuöflunar fyrir ört vaxandi mannfjölda í heiminum. Á hinn bóginn veldur of mikill styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu hinum svokölluðu gróðurhúsaáhrifum sem talin eru geta verið hættuleg mannlíf- inu, Koltvísýringurinn veldur um tveimur þriðju hlutum gróðurhúsa- áhrifanna og áhrif hans hafa farið vax- andi á síðustu 150 árum. „Á alþjóðleg- um vettvangi er víða farið að líta á koltvísýring sem auðlind á villigötum. Styrkur hans í andrúmsloftinu er þeg- ar orðinn yfir hættumörkum. Það er því ekki nóg að draga úr loftmengun, til að tryggja öryggi jarðarbúa, heldur er einnig nauðsynlegt að minnka þann koltvísýring sem þegar er í andrúms- loftinu. Það væri því beinlínis rangt að líta á bindingu koltvísýrings í lífræn efni með landgræðslu og skógrækt sem einhverja flóttaleið frá því að minnka mengun af eldsneytisnotkun, heldur er um að ræða nauðsynlega viðbót við aðgerðir gegn losun gróður- húsalofttegunda." Óvenjulegar að- stæður Fram kom í er- indum Andrésar og Ólafs Arnalds, sér- fræðings á Rann- sóknastofnun land- búnaðarins, á ráðunautafundi landbúnaðarins í vikunni að hér á landi eru sérstak- lega góðar aðstæður til að binda kolefni með uppgræðslu. Sérstaðan felst í því hvað hér er mikið til af ógrónu landi en jafnframt næg úr- koma til þess að auðvelt er að græða það upp. Þessar að- stæður eru að sögn Andrésar mjög óvenjulegar, nánast einsdæmi í heimin- um. Þar við bætist jarðvegsgerðin. ís- lenska eldfjallajörð- in getur safnað mun hraðar í sig kolefn- um en nokkur annar þundendisj ar ðveg- ur. „Binding kolefn- is með landgræðslu er því að líkindum hagkvæmari leið hér en almennt ger- ist, þrátt fyrir dýrt vinnuafl," segir Andrés. Hann bætir því við að stórátak í landgræðslu og skógrækt kæmi sér ekki einungis vel til að binda kolefni heldur myndi það auka frjósemi lands- ins, gera landbúnað hagkvæmari og styrkja byggðir. „Það hefði mikil áhrif —------------------ á vistkerfið og myndi Ósanngjarnt að bæta búsetuskilyrði þjóð- mengunarvald- arinnar í heild.“ urinn greiði allt Óendanlegir ........ möguleikar Ríkisstjórnin hefur á undanförnum árum varið 450 milljónum kr. til sér- staks átaks í landgræðslu og skóg- rækt í þeim tilgangi að ná þeim markmiðum sínum að um aldamót hefði tekist að auka bindingu koltví- sýrings um 100 þúsund tonn miðað við 1990. Síðastliðin tvö ár hefur hópur sérfræðinga frá nokkrum vísinda- stofnunum unnið að rannsóknum á kolefnisbindingunni og greindi Ólafur Arnalds frá rannsóknunum í fyrr- greindu erindi. Fram kom hjá honum að fyrstu niðurstöður staðfestu að átaksverkefni ríkisstjómarinnar hefði skilað tilætluðum árangri, raunar mun betri en áætlað var í upphafi. Er það Morgunblaðið/Sverrir Andrés Amalds telur að átak í landgræðslu til að vinna á móti losun gróð- urhúsalofttegunda sé einnig mikilvægt byggðamál. in er aðeins hvar eigi að fá fjármuni til verksins," segir Andrés. Deila þarf kostnaði á mörg ár Það kostaði ríkisstjórnina 450 millj- ónir kr. að tryggja bindingu þeirra 22 þúsund tonna af koltvísýringi sem vantaði upp á að markmið um 100 þús- und tonn næðist. Með einfaldri deil- ingu er hægt að fá þá niðurstöðu að hvert bundið tonn hafi kostað um 20 þúsund krónur og þykir sumum dýrt. „Þetta er röng reikniaðferð," segir Andrés. „í átakinu var allur kostnaður felldur á framkvæmdatímann sem var 4 ár. Uppgrætt land og skógur er hins vegar að binda kolefni í áratugi. Ef miðað er við að átakið hafi verið gert til að mæta aukinni loftmengun frá bfl- um síðastliðin tíu ár má segja að ekki þurfi frekari aðgerðir vegna óbreytts bflafjölda næstu 40 til 60 árin. Þannig má reikna það út að árlegur kostnaður við hvert bundið tonn koltvísýrings sé aðeins 300 til 700 krónur sem er mun lægra verð en rætt hefur verið um við kaup eða leigu á mengunarkvóta." Andrés segir að stofnkostnaður við landgræðslu og skógrækt til að binda 800 þúsund tonn af koltvísýringi á ári skipti vissulega mörgum milljörðum. En líta verði á þann kostnað með sama hætti, deila verði honum á mörg ár og bera saman við aðra kosti sem í boði eru. En hver á að greiða kostnaðinn? Andrés lýsfr þeirri skoðun sinni að vegna þess hversu mikla þýðingu binding kolefnis með landgræðslu og skógrækt hafi fyrir landið og íbúa þess sé ósanngjarnt að ætlast til þess að mengunarvaldarnir einir greiði kostn- aðinn. Það ætti að vera sameiginlegt verkefni þeirra, ííkisvaldsins, ein- staklinga og fyrirtækja. „Sem dæmi má nefna að til að mæta mengun frá meðal fjölskyldubfl þarf ekki að græða upp nema einn hektara lands á hálfrar aldar fresti eða rækta 0,6 hektara af skógi. Kostnað- urinn næmi hálfu prósenti af árlegum rekstrarkostn- aði bifreiðarinnar og sam- svaraði 1 til 3 krónum á Morgunblaðið/RAX Landbótaáætlun við Hafnarfjall er dæmi um verk- efni sem bindur mikinn koltvísýring er bætir jafn- framt landgæði til hagsbóta fyrir bændur, aðra fbúa héraðsins og vegfarendur. vegna þess að jarðvegur og gróður bindur meira kolefni en gert var ráð fyrir en einnig vegna þess að bændur og fleiri aðilar hafa grætt upp meira land en áætlað var. Til þess að Islendingar geti farið að Kyoto-bókuninni við loftslagssáttmál- ann, bókuninni sem íslendingar hafa reyndar ekki skrifað undir, þarf að minnka losun gróðurhúsa- lofttegunda eða binda mörg hundruð þúsund tonn af koltvísýringi með landgræðslu og skógrækt. Andrés Amalds áætlar að vandinn geti numið 800 þúsund tonn- um. Þessu verki þarf að ljúka fyrir 2012, þegar yfirstandandi viðmiðunar- tímabili lýkur. Andrés svarar játandi þeirri spurn- ingu hvort íslendingar gætu fullnægt Kyoto-bókuninni eingöngu með land- græðslu og skógrækt en ítrekar að einnig sé æskilegt að minnka losun. „Hér á landi er gríðarlega mikið land sem þarf að græða upp og skógur þek- ur nú aðeins 1% af landinu. Vegna jarðvegseyðingar á liðnum öldum hafa glatast milljónir tonna af kolefni út í andrúmsloftið og er tækifæri til kol- efnabindingar með endurreisn vist- kerfa því nær ótakmarkað. Spurning- Skapar atvinnu- tækifæri fyrir bændur hvern bensínlítra." Tækifæri fyrir landbúnaðinn Ljóst er að margir myndu koma að framkvæmd nýs landgræðsluátaks, einstaklingar og félagasamtök. „Það er þó ljóst að bændur landsins myndu verða stærsti þjónustuaðilinn. Þeir eiga mikið land, búa yfir mikilli þekk- ingu og reynslu af ræktun og eiga til þess góð tæki. Ég tel því að þeir geti stundað uppgræðslu á hagkvæmari hátt en nokkur annar aðili. Um leið yrði unnt að bæta landgæði og það myndi koma neytendum beint til góða vegna hagkvæmari framleiðslu bú- vara,“ segir Andrés Arnalds. FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 43 Bandalag háskólamanna undirbýr komandi kjarasamninga Réttur kynjanna til fæð- ingarorlofs verði jafn BANDALAG háskólamanna (BHM) er samtök stéttar- félaga háskólamenntaðra manna og er eitt helsta hlutverk þess að koma fram fyrir hönd félagsmanna í sameiginlegum hagsmuna- og baráttumálum. Alls eiga 24 stéttarfélög háskólamennt- aðra manna aðild að samtökunum og má þar m.a. nefna Félag íslenskra náttúrufræðinga, Kennarafélag Kennaraháskóla íslands, Félag há- skólamanna, Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga, Ljósmæðrafélag Is- lands og Meinatæknafélag Islands. Samningsumboð í komandi kjara- samningum er hjá hverju að- ildarfélagi fyrir sig en að sögn Bjarkar verða núgild- andi samningar lausir á hausti komanda. Undirbúningur að kröfu- gerð félaganna er því að fara af stað um þessar mundir en ýmsar kröfur um sameigin- leg réttindi félagsmanna, svo sem þau er snúa að trygg- inga-, veikinda- og fæðingar- orlofsmálum, hafa þegar litið dagsins ljós. Eins og fyrr sagði er það í höndum BHM að berjast fyrir þessum sam- eiginlegu réttindum og er að sögn Bjarkar gert ráð fyrir að um þau verði samið áður en aðildarfélögin ganga til samninga um laun og önnur kjör. „Stefnan er sú að búið verði að ná samningum við viðsemjendur um réttinda- málin áður en byrjað verður á kjarasamningunum sjálf- um.“ Samningar um réttinda- málin og skattamál verða þannig forsenda annarra krafna og þeirra kjarasamn- inga sem fylgja í kjölfarið. Björk nefnir líka mikil- vægi þess að búið verði að ná sam- komulagi um vinnuumhverfí opin- berra starfsmanna áður en aðildarfélögin hefja formlegar við- ræður um kjarasamningana en með vinnuumhverfi á hún m.a. við þá vinnulöggjöf sem gildir í landinu. í því sambandi bendir hún á frumvarp til laga sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi um breyt- ingar á lögum nr. 94/1986 um kjara- samninga opinberra starfsmanna en með frumvarpinu er lagt til að sett verði nánari ákvæði um aðgerðir op- inberra starfsmanna sem jafna megi til verkfalla í lögum. Samkvæmt frumvarpinu telst það til að mynda til verkfalla í skilningi laga þegar starfsmenn leggja niður venjuleg störf sín að einhverju eða öllu leyti í því skyni að ná tilteknu sameigin- legu markmiði. Sama gildi um aðrar sambærilegar aðgerðir af hálfu starfsmanna sem jafna megi til verkfalla. Björk skýrir frá því að BHM hafi gert ýmsar athugasemdir við frum- varpið í umsögn sinni til Alþingis og átelur m.a. að með frumvarpinu verði enn frekar þrengt að réttar- stöðu opinberra starfsmanna á vinnumarkaðnum. „Verði frumvarp- ið að lögum mun samningsumhverfi opinberra starfsmanna verða tölu- vert þrengra en samningsumhverfi þeirra sem starfa á almenna mark- aðnum,“ segir Björk og tekur sem dæmi að nú þegar hafi forstöðu- menn ríkisstofnana lagaheimild til þess að lengja uppsagnarfrest starfsmanna úr þremur mánuðum í allt að sex mánuði en það sama gildi ekki um atvinnurekendur á hinum almenna vinnumarkaði. Þeir hafi enga heimild til að lengja uppsagn- arfrest. Björk segir að opinberir starfs- menn séu að vísu tilbúnfr til að gangast undir að mega ekki grípa til fjöldauppsagna, en að ákvæði um Réttindi opinberra starfsmanna, svo sem lenging fæðingarorlofs og aukinn réttur til launa í fjarveru vegna veikinda barna, er meðal þess sem forsvarsmenn BHM munu leggja áherslu á í aðdraganda komandi kjarasamninga. Arna Schram ræddi við Björk Vilhelmsdóttur, formann BHM, um áherslur og sjónarmið samtakanna. Morgunblaðið/Ásdís Björk Vilhelmsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna - BHM. slíkt hefði átt að koma inn í lögin með öðrum hætti en nú hefur verið lagt til, þ.e. samhliða öðrum breyt- ingum á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Yfírlýsingar um fæðingarorlof ekki bara á tyllidögum Eins og fyrr greindi hefur BHM í samvinnu við BSRB og kennara- félögin sett fram kröfugerð vegna gerðar kjarasamninga um fæðingar- orlof. Meðal þess sem þar er að finna er krafan um að lengd fæðing- arorlofs verði alls 12 mánuðir og að orlofið skiptist þannig milli foreldra eða forsjárforeldra að fjórir mánuð- ir komi í hlut móður, fjórir mánuðir í hlut föður og þrír mánuðir verði til frjálsrar ráðstöfunar foreldra. Einn- ig er lögð áhersla á að heildarkjör verði óskert í fæðingarorlofi og að í orlofinu verði tryggður sveigjan- leiki. „Þá leggjum við til að stofnaður verði fæðingarorlofssjóður, sem í renni iðgjöld af öllum launum," seg- ir Björk og telur að slíkur sjóður muni jafna mjög aðstöðu atvinnu- rekenda þannig að þeir sem hafa ungar konur í starfi beri ekki einir hitann og þungann af fæðingarorlofi heldur einnig þeir sem hafa karl- menn í meirihluta. Björk tekur einn- ig fram að slíkur sjóður ætti að geta verið lausn fyrir allan vinnumark- aðinn, þ.e. ekki aðeins fyrir hinn op- inbera vinnumarkað heldur einnig fyrir almenna markaðinn. „Það er tímabært að vinnumarkaðurinn taki ábyrgð á og stuðli að því að fólk í barneign, karlar og konur, geti tekið sér fæðingarorlof. Þannig er líka réttur barnsins til samvista við for- eldra sína virtur.“ Björk tekur fram í þessu sam- bandi að það sé eitt af meginmark- miðum BHM að ná jafnri stöðu kynjanna á vinnumarkaðnum, hvort sem um er að ræða launajöfnuð eða jafna möguleika til starfa. „Þess vegna leggjum við ofurkapp á að ná fram breytingum á fæðingarorlof- inu,“ segir hún. Hún hafnar hins vegar alfarið til- lögum Verzlunarmannafélags Reykjavíkur (VR) um að greiðslur í fæðingarorlofi verði ekki hærri en sem nemur 80% af heildarlaunum á mánuði og segir það til að mynda ólíklegt að karlmenn muni taka á sig fulla fjölskylduábyrgð ef þeir lækka í launum við það að vera heima með börnum sínum. „Það er heldur ekki rétt að taka af fólki tekjur á sama tíma og fjölskyldan stækkar." Björk segir að svo virðist sem pólitískur vilji sé fyrir því hjá ríkis- valdinu að taka á fæðingarorlofs- málunum og bendir m.a. á yfirlýs- ingar Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra í haust á ráðstefnunni Konur og lýðræði við árþúsundamót en þar sagði hann m.a. að ríkis- stjórnin myndi vinna að því að jafna rétt kynjanna til töku fæðingaror- lofs. „Við köllum því eftir því að það sé ekki bara á tyllidögum sem þess- ar yfirlýsingar eru gefnar heldur skili þær sér einnig í samningum um bætt réttindi opinberra sem og ann- arra starfsmanna." Auk fæðingarorlofs hafa BHM, BSRB og kennarafélögin sameinast um aðrar kröfur fyrir komandi kjarasamninga og má þar m.a. nefna réttinn til launa í fjarveru vegna veikinda barna, maka eða sambúð- armaka. Er til að mynda lagt til að lágmarksréttur foreldra til fjarvista vegna veikinda barna lengist úr sjö vinnudögum á ári í fimmtán vinnu- daga með hverju barni, án skerðing- ar launa, og að lágmarksréttur til fjarvista frá vinnu vegna alvarlegra langtímaveikinda barna verði tveir mánuðir án skerðingar launa. Þá verði lágmarksréttur til fjarveru vegna alvarlegra langtímaveikinda maka eða sambúðarmaka tveir mán- uðir án skerðingar launa og við frá- fall maka, sambúðarmaka eða barns verði starfsmanni heimil allt að tveggja vikna fjarvist án skerðingar launa. „Launahækkanir voru tímabærar" Samkvæmt gögnum frá Kjara- rannsóknarnefnd opinberra starfs- manna var meðaltal dagvinnulauna félagsmanna aðildarfélaga BHM um 116 þúsund krónur á mánuði árið 1997 en um 156 þúsund fyrstu mán- uði ársins 1999. Meðaltal heildar- launa félagsmannanna var um 182 þúsund á mánuði árið 1997 en um 222 þúsund á mánuði fyrstu mánuði ársins 1999. Samkvæmt þessu hafa dag- vinnulaun BHM-félaga hækkað um 39,7% á yfir- standandi samningstíma og heildarlaun hafa hækkað um 34,4% á sama tíma. Björk fullyrðir að þeir samningar sem gerðir voru við félaga í BHM árið 1997 hafi verið nauðsynlegir til þess að leiðrétta laun opin- berra starfsmanna miðað við þau laun sem tíðkuðust á hin- um almenna markaði. „Þess- ar hækkanir voru auk þess nauðsynlegar til að fyrir- byggja flótta úr þeim störf- um sem háskólamenn sinna en það eru oft störf sem löggjafinn ákvarðar," útskýr- ir hún og' heldur áfram: „Dagvinnulaun háskóla- manna innan BHM eru tæp- lega 160 þúsund krónur á mánuði, sem er það sama og gengur og gerist hjá verslun-. armönnum innan VR, og heildarlaunin svipuð því sem gerist hjá stórum hópum inn- an ASÍ, svo sem rafiðnaðar- mönnum.“ Telur hún því ekki rétt að þessum hópum sé egnt saman í komandi kjaraviðræðum. „Við erum öll launamenn sem eiga sameigin- legra hagsmuna að gæta.“ Björk telur mikilvægt að það komi fram að heildarlaun háskóla- manna innan BHM hafi aðallega hækkað síðustu árin vegna þenslu á vinnumarkaðnum. „Við vinnum meiri aukavinnu en áður og er það klárlega vegna þeirrar þenslu sem ríkir á vinnumarkaðnum," segir hún og tekur fram að BHM-félagar hafi svo sannarlega ekki kallað eftir meiri aukavinnu. „Það er mikilvægt að þetta komi fram vegna þess að svo virðist sem gera eigi launa- hækkanir opinberra starfsmanna að blóraböggli þeirrar þenslu sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Ég bendi hins vegar á að okkar fólk er að meðal- tali með laun frá 150 til 270 þúsund króna á mánuði og borgar, sem bet- ur fer, fullan skatt af sínum launum. Þeir sem eru á aldrinum 25 til 50 ára eru til að mynda að borga af námslánum, húsnæði og stofna fjöl- skyldu. Þeir fá hins vegar ekkert til baka í formi til dæmis barna- eða vaxtabóta og eru ráðstöfunartekjur þeirra því allt aðrar en launatekjur segja til um.“ Itrekar Björk að það séu því ekki hennar umbjóðendur sem séu að kaupa „dýru jeppana og pelsana" ,eins og hún orðar það. Um þá neyslu sjái einhverjir aðrir hópar í þjóðfélaginu. Björk segir í þessu sambandi að BHM sé að leita leiða í skattkerfinu til þess að mæta fyrrgreindum ald- urshópi innan BHM og skoða mögu- leika þess að jafna tekjubil milli ald- urshópa. „Það er því ljóst að skattkerfið á mjög stóran þátt í ráð- stöfunartekjum þessara millitekju- hópa og viljum við taka á því fyrir komandi kjarasamninga,“ segir Björk að síðustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.