Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR s Gefur Arnastofn- un Edduhandrit frá Kanada STOFNUN Árna Magnús- sonar hefur fengið að gjöf myndskreytt handrit af Snorra Eddu sem barst til Kanada á síðustu öld og hefur verið í einkaeign. Örn Amar, ræðismaður Is- lands í Minnesota, er full- trúi gefenda og afhendir hann handritið við athöfn í Þjúðarbúkhlöðunni á sunnudaginn um leið og Bjöm Bjarnason mennta- málaráðherra opnar nýja heimasiðu Ámastofnunar. Edda Snorra Sturlusonar er til í allmörgum pappírs- handritum auk skinnhandr- itanna fomu. I þremur handritum Snorra Eddu fá því um 1700 eru mynd- skreytingar og barst eitt þessara handrita með landnemum til Kanada á síðustu öld. Örn Arnar, læknir og ræðismaður íslands í Minnesota, af- hendir handritið við athöfn í Þjúð- arbúkhlöðunni kl. 14 á sunnudag. Bjöm Bjarnason menntamálar- áðherra opnar við það tækifæri heimasi'ðu Ámastofnunar þar sem finna má margvíslegar upplýsingar um stofnunina. Meðal nýmæia þar Hafin er stafræn Ijúsmyndun handrita og við opnun heimasíðu Ámastofnunar verður unnt að skoða slíkar myndir á Netinu. má nefna að opnuð verður leið inn í stafrænt handrita- og hljúðritasafn en stafræn ljúsmyndun handrita er hafin. Fjórtán fyrirtæki lýsa áhuga á að bjóða í gerð aðrennslisgangna Fljótsdalsvirkjunar Göngin sex sinnum lengri en í Hvalfírði 14 INNLEND og erlend fyrirtæki hafa lýst áhuga á því að bjóða í framkvæmdir við lengstu jarðgöng á íslandi, 32 km löng aðrennslis- göng Fljótsdalsvirkjunar. Lands- virkjun efndi til forvals vegna fram- kvæmdarinnar og er nú verið að fara yfir gögn málsins. Ráðgert er að ákvörðun um hvenær verkið verður boðið út verði tekin um næstu mánaðamót. Aðrennslisgöngin verða þau lang- lengstu sem gerð hafa verið hér á landi, um sex sinnum lengri en Hvalfjarðargöngin. Aðrennslisgöng- in verða heilboruð og verða 5-5,5 metrar í þvermál. Framkvæmdakostnaður um 22 milljarðar Framkvæmdakostnaður vegna Fljótsdalsvirkjunar sem er fram- undan er um 22 milljarðar króna. Opin útboð verða á öðrum verk- þáttum en gerð aðrennslisganganna og verða þeir boðnir út á sama tíma og göngin. Þar er um að ræða stíflugerð við Eyjabakka, gerð að- Hraunaveita meiri þyrfti að fara í mat á um- hverfisáhrifum komuganga að stöðvarhússhvelf- ingu, gerð stöðvarhússhvelfingar, frárennslisganga og fallpípu og loks framleiðslu á vélum og rafbúnaði. Þessir verkþættir eru 70-80% af verkinu öllu. Þorsteinn segir að smærri verkþættir verði væntan- lega boðnir út í haust, þ.e.a.s. veitur sem veita vatni inn að Eyjabökkum, smíði bygginga við aðkomugöng, tengivirkishús og innréttingar í stöðvarhússhvelfinguna. Þorsteinn segir að stíflugerð þyrfti líklega ekki að fara fram fyrr en á árinu 2001 en miðað við að samningar ná- ist við Reyðarál og að álverið taki til starfa seinnipart árs 2003, eins og gert er ráð fyrir, þyrfti gerð að- rennslisganganna og stöðvarhúss- hvelfingarinnar að hefjast í sumar. Landsvirkjun leggur fram ein- hvern tíma á næstu vikum frum- matsskýrslu um umhverfisáhrif vegna virkjunar í Bjarnarflagi. Skipulag ríkisins mun síðan fjalla um þá skýrslu. Það veltur síðan á viðbrögðum við skýrslunni hvaða stefnu málið tekur. Þorsteinn segir að menn séu meðvitaðir um tækifæri til að auka afkastagetu Fljótsdalsvirkjunar með Hraunaveitu. Hraunaveita meiri þyrfti sömu- leiðis að fara í mat á umhverfís- áhrifum. Gerðar hafi verið rann- sóknir á síðastliðnu ári vegna Hraunaveitu. Miðað við að virkjað verði í Bjarnarflagi Ef niðurstaðan yrði sú að fram- kvæmdir hæfust við Hraunaveitu væri ljóst að virkjun í Bjamarflagi myndi ekki tengjast orkuöflun fyrir álver í Reyðarfirði og ekki þörf fyr- ir þá virkjun í bili. Nú sé hins vegar unnið út frá því að virkjað verði í Bjarnarflagi. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Fjöldi loðnubáta lá inni á Eskifirði vegna brælu en skipin tíndust út í gærmorgun. Loðnuleiðangri Bjarna Sæmundssonar RE lokið Beðið eftir góðu veðri og kvótaaukningu RANN SÓKNASKIPIÐ Bjarni Sæmundsson var væntanlegt til Reykjavíkur í gærkvöldi eftir að hafa verið við loðnuleit fyrir austan að undanfömu. Hjálmar Vilhjálms- son, fiskifræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun og leiðangursstjóri, segir að töluvert sé af loðnu en ekk- ert verði hægt að segja til um hugs- anlega kvótaaukningu fyrr en leið- angurinn hefur verið gerður upp. Hjálmar segir að loðnan virðist enn fara sér frekar hægt í að koma sér upp að ströndinni, en telur að það hljóti að gerast á allra næstu dögum. Hann segir að töluvert sé af loðnu á Bemfjarðarálssvæðinu og sennilega í Lónsvfkinni en hún liggi djúpt og sé erfið viðureignar. Leiðangrinum að þessu sinni lauk með því að skoða svæðið sunnan við Hvalbak og vestur eftir, en að sögn Hjálmars var ekki mikið að sjá. „Samt er greinileg loðna á vesturleið og þetta hlýtur að detta á fyrr en seinna.“ Ástæðulaust að örvænta Viðar Karlsson, skipstjóri á Vík- ingi AK, var um 20 mflur út af Hvals- nesi og sagði að þar væri einhver loðna komin en hún léti leiðinlega og lægi á botninum auk þess sem bræl- an kæmi í veg fyrir veiði. Svo gæti líka verið að hún væri komin vestar. Hins vegar væra menn óhressir með að hún væri ekki farin að sýna sig því hrognafyllingin væri orðin það mikil. „Hitt er annað mál að páskarnir era mjög seint og loðnan hefur yfirleitt verið í seinna lagi þegar þeir era seint. Það sem raglaði okkur um daginn var að það mældist há hrognatala í torfu djúpt suður af Papagranni og svo var tekin prafa úr henni á þriðjudaginn og þá var hún bara að hrygna þar eða komin að hrygningu og liggur kyrr.“ Viðar segir reyndar að um lítinn flekk sé að ræða og því hafi hann ekki áhrif. Loðnan fyrir norðan sé með minni hrognafyllingu. „Við þurfum bara gott veður til að við get- um gert eitthvað. Menn eru orðnir svolítið óþolinmóðir en í hitteðfyrra byijuðum við ekki fyrr en 19. febr- úar þannig að við þurfum ekki að ör- vænta.“ Leiðindaveður var suður af Hval- bak í gær og Aðalgeir Bjarnason, skipstjóri á Björgu Jónsdóttur ÞH, sagði best að segja sem minnst. „Það hefur enginn veitt neitt og ég get ekki séð að veiðin bresti á einn, tveir og þrír, en sjálfsagt birtist hún allt í einu.“ Stofnfundur Sam- fylkingar líklega í byrjun maí TALSMAÐUR Samfylkingarinnar, Margrét Frímannsdóttir, segir að reikna megi með því að fyrirhugað- ur stofnfundur Samfylkingarinnar fari fram í byijun maí, en fundinn átti að halda í mars eða aprfl. End- anleg ákvörðun verður þó ekki tek- in fyrr en í kringum helgina en þá verður fundur níu manna samráðs- nefndar, sem skipuð er fulltrúum þeirra stjórnmálaafla sem mynda Samfylkinguna. Margrét segir ástæðuna fyrir frestuninni þá að ákveðið hafi verið að val á formanni Samfylkingar- innar fari fram með allsherjarkjöri, þ.e. á þann hátt að allir þeir ein- staklingar sem eiga aðild að Sam- fylkingunni, hvort sem er í gegnum hin eiginlegu Samfylkingarfélög eða í gegnum þau félög sem gerst hafa aðilar að Samfylkingunni, hafi rétt á að kjósa. „Það að fara þessa leið þýðir að við þurfum tvær til þrjár vikur til viðbótar til þess að ganga frá kjörgögnum og öðrum málum sem tengjast kosningunni," segir Margrét. Allsherjarkosning líkleg Hún segir að ekki hafi verið ákveðið hvort allsherjarkosningin fari fram með kjördeildarkosningu eða póstkosningu en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins þykir líklegra að fyrri leiðin verði valin. Margrét segir þó að ákvörðun um það verði ekki tekin fyrr en á fyrr- nefndum fundi samráðsnefndarinn- ar um helgina. Þar verði einnig tekin ákvörðun um hvenær fram- boðsfrestur til formannsembættis- ins eigi að renna út. Enn sem komið er hefur enginn gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann hyggist bjóða sig fram til embættis formanns Samfylkingar- innar. Endurvinnsla á álgjalli FYRIRTÆKIÐ Alur, álvinnsla ehf., undirbýr nú að setja upp verksmiðju sem ráðgert er að end- urvinni ál úr álgjalli og brotaáli með nýrri og umhverfisvænni tækni. Fyrirtækið er í eigu ein- staklinga auk Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins. Það var stofnað vorið 1998 en byggist á undirbúnings- vinnu dr. Helga Þórs Ingasonar verkfræðings og dr. Þorsteins I. Sigfússonar prófessors. Helgi Þór, sem er framkvæmda- stjóri félagsins, segir að undirbún- ingurinn sé á viðkvæmu stigi. „Við eigum í samningaviðræðum við birgja um hráefni og önnur aðföng og framleiðendur um búnað. Síðast en ekki síst er verið að skrifa frummatsskýrslu í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum,“ segir Helgi Þór. i bigerð Helgi segir ýmsa staði koma til greina, þar á meðal svæði Áburð- arverksmiðjunnar í Gufunesi. „Við lítum svo á að staðarval muni ákvarðast af vinnu okkar við mat á umhverfisáhrifum. Við höfum skoðað nokkra staði og leitað álits hagsmunaaðila, stofnana og sam- taka. Endanleg ákvörðun um stað- arval verður tekin með tilliti til ýmissa þátta, þ.ám. peningamála, en umhverfismálin koma til með að skipta höfuðmáli," segir Helgi. 5-6 starfsmenn í byrjun Helgi segir að væntanlegur stofnkostnaður velti á hundruðum milljóna króna, en aðeins liggi fyr- ir gróf kostnaðaráætlun. Ekki sé um umsvifamikla starfsemi að ræða, en starfsmenn verði væntan- lega 5-6 talsins í byrjun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.