Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ 52 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 MINNINGAR ÞÓRA HANNESDÓTTIR ANNA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR + Þóra Hannes- dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 2. júnf 1919. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 6. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hannes Sigurðsson, f. 16. ágúst 1881 á Seljalandi, d. 16. febrúar 1981 í Reykjavík, bóndi að . Brimhóli í Vest- mannaeyjum og kona hans, Guðrún Jónsdóttir, f. 24. maí 1884 að Bakka í Rangárvalla- sýslu, d. 5. maí 1976 í Reykjavík. Systkini Þóru voru Jón Hjaltalín, f. 20. júní 1912, rafvirki, Guðný Marta, f. 28. júli' 1913, Hálfdán, f. 4. október 1914 bifvélavirki, Ragnheiður, f. 12. október 1915, húsmóðir, Elínborg, f. 24. ágúst 1917, húsmóðir og Sigurður, f. 28. aprfl 1922, d. í maí 1922. Að loknu skyldunámi í Vest- mannaeyjum starfaði Þóra þar við fiskvinnslu þar til hún flutti til Reykjavíkur 17 ára gömul. í „iteykjavík starfaði hún um tíma í Regnhlífagerðinni og síðan sem vinnukona hjá Árna frá Múla. Hún giftist 2. október 1943 Guð- jóni Aðalsteini Guðmundssyni, f. 6. janúar 1921 í Reykjavík. For- eldrar Guðjóns voru hjónin Guð- mundur Guðjónsson, f. 19. júm' 1894 að Efra-Seli í Stokkseyrar- hreppi, d. 3. september 1961, kaupmaður í Reykjavík og kona hans Anna María Gísladóttir, hús- móðir, f. 18. mars 1893 í Reykja- vík, d. 10. aprfl 1981. Börn Þóru og Guðjóns eru dr. Gísli Hannes, yfirréttarsálfræðingur við Lund- únarháskóla og Guðmundur, yfir- Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 Sfög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. lögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjór- anum, báðir fæddir 26. október 1947 í Reykjavík. Gísli er kvæntur Juliu Guð- jónsson. Stjúpbörn Gísla eru Rhiannon og Rowena Easton. Guðmundur er kvæntur Tove Bech. Börn þeirra eru Þóra Margrét og Guðjón Aðalsteinn. Stjúpbörn _ Guð- mundar eru Ólafur Börkur og Einar Björn Guðmundssynir. Þóra starfaði um árabil við saumaskap, samhliða húsmóður- störfunum. Árið 1965 hóf hún störf í matvöruverslun eigin- manns síns. Guðjón tók við rekstri verslunarinnar árið 1961 af föður sfnum. Verslunina stofn- aði Guðmundur 1. aprfl 1923 og bar hún alla tíð nafn hans. Versl- unin var lengst af á Skólavörðu- stíg 21a í Reykjavík, en árið 1968 fluttu þau Guðjón og Þóra versl- unarreksturinn að Vallargerði 40 í Kópavogi. Árið 1973 keyptu þau það húsnæði ásamt íbúð á efri hæð, sem þau fluttu í. Árið 1985 hættu þau sfðan verslunarrekstr- inum, vegna alvarlegra veikinda Guðjóns, en bjuggu áfram í íbúð sinni í Vallargerðinu. Útför Þóru fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Ó elsku amma. Af hveiju ertu far- in frá okkur, þú sem varst alltaf svo glöð og hress, svo allt í einu gerðist það að þú greindist með þennan sjúkdóm, og þetta gerðist svo hratt allt. Af hverju, af hverju þú? Það veit enginn. Þóra Margrét Elsku amma. Þú sem varst alltaf svo góðhjörtuð, og þú sem gladdist svo þegar við komum í heimsókn. Já, þú tókst alltaf svo vel á móti okkur og við söknum þín svo mikið. Lífið verður aldrei eins án þín en minning- in um þig mun lifa, því hún er Ijúf, sterk og gefandi. Síðasta brosið þitt mun ég ávallt geyma. Vertu bless amma mín. Guðjón Aðalsteinn. + Anna Margrét Pétursdóttir fæddist í Reykjavík 9. september 1958. Hún lést 1. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðar- kirkju 9. febrúar. Látin er kær vin- kona mín Anna Mar- grét Pétursdóttir langt um aldur fram. Þungur harmur er nú kveðinn að fjölskyldunni öðru sinni á innan við ári. Minningarnar frá unglingsárun- um streyma fram. Það var á þeim ár- um sem við bundumst ævarandi vin- áttuböndum, þær systur úr Þrastar- lundi Eva og Anna Magga, Margrét systir mín, Þóra og ég. Einstök vin- átta unglingsáranna varð svo síðar að sterkum ijölskylduböndum þegar Margrét og Gunnar bróðir Önnu giftust. Anna Magga hafði mikla útgeislun og hlýja nærveru. Hún ólst upp hjá ástríkum foreldrum í stórum syst- kinahópi á heimili sem var opið ölíum vinum barnanna. Hún giftist æsku- ástinni sinni Páli Kristjánssyni og eignuðust þau tvö vel gerð böm, Kristján og Ásu, en hún lést í hörmu- legu bílslysi fyrir rétt níu mánuðum. Fjölskylda Palla er einstök og veit ég að Asa tengdamóðir Önnu og hún vom sérlega nánar og bám ómælda virðingu hvor íyrir annarri. Sá er eftir lifir deyrþeimsemdeyr en hinn dáni lifir íhjartaogminni mannaerhans sakna. Peir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pét.) Ég bið algóðan Guð að styrkja Palla, Kristján, Fjólu, Pétur, Ásu, Evu ömmu, systkini Önnu Margrét- ar, mágkonur og mága og alla þá sem um sárt eiga að binda. Hvíl í friði, elsku vinkona, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Ragnheiður Það er alltaf erfitt að missa ætt- ingja og vini, en þegar okkur barst sú harmafregn að Anna Margrét hefði farist í bílslysi þá um daginn, fannst okkur eins og réttlæti al- mættisins væri ekki til. Aðeins fyrir rétt níu mánuðum lést Ása dóttir hennar einnig í umferðarslysi. Finnst manni eins og þeir feðgar Páll og Kristján hafi verið búnir að ganga í gegnum nóg af sorgum og ástvina- missi. „Hugsaðu þér hve það var auðvelt að verða hrifinn af henni Önnu,“ var eitt það fyrsta sem ég sagði við Sólveigu eftir að við höfðum reynt að jafna okkur á mesta áfallinu eftir þessa harmafregn. En svoleiðis var hún vissulega, hress, bráðgreind og gegnum vönduð fyrir utan að vera gullfalleg kona, sem allir hrifust af sem hana þekktu. Það var alveg sama hvar Ánna fór, hvað hún gerði, og hverju hún klæddist alltaf voru glæsileikinn og glaðlyndið í fyrir- rúmi. Það er huggun harmi gegn, að minnast allra góðu stundanna sem við áttum með þeim í góðu tómi. Palli minn og Kristján, ykkar er missirinn mestur og biðjum við góð- an Guð að varðveita fagra minningu hennar og gefa ykkur styrk til að horfa fram á veginn. Pétur, Fjóla og Ása, við biðjum al- mættið einnig að vera ykkar styrkur, því vissulega er ykkar missir einnig mikill. Fjölskyldu og vinum vottum við einnig samúð okkar. Minning Önnu Margrétar verður alltaf björt og falleg í huga okkar allra. Bjarni, Sólveig, Davíð og Einar. Elsku Anna. Okkar langar að kveðja þig og þakka þér fyrir sam- veru og samstarf á liðnum árum. Að leita til þín með einhver vandræði var aldrei neitt mál, alltaf varstu jafn róleg og yfirveguð, sama hvað gekk á. Þegar þú kvaddir á þriðjudaginn, með bros á vör, áttum við ekki von á að það yrði hinsta kveðja. Elsku Anna, nú hefur þú hitt dótt- ur þína aftur. Mikil er sorgin hjá manni þínum og syni. Við biðjum al- góðan Guð að styrkja þá og alla þína ástvini. Megir þú hvíla í friði. Samstarfsstúlkur Landsbankanum Leifsstöð. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN BJARNASON bóndi, Auðsholti, sem lést mánudaginn 7. febrúar, verður jarð- sunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 12. febrúar kl. 14.00. Bjarni Jónsson, Ari Jónsson, Vignir Jónsson, Ásdís Bjarnadóttir, Borgþór, Bjarney, Harpa og Jón Hermann Vignisbörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Vfðihlfð, Grindavík, áður til heimilis * á Vallarbraut 2, Ytri Njarðvík, lést mánudaginn 7. febrúar síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Ytri Njarðvíkurkirkju laugardaginn 12. febrúar kl. 13.30. Haukur Örn Jóhannesson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jóna Margrét Jóhannesdóttir, Haraldur Einarsson + Bróðir okkar, EYSTEINN JÓHANNSSON frá Skógum, Kambsvegi 31, lést laugardaginn 5. febrúar. Útför er ákveðin frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. febrúar kl. 13.30. Systkinin. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma langamma og vinkona, ÁGÚSTA SUMARLIÐADÓTTIR, Stigahlíð 8, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 14. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á bamaspítala Hringsins. Ríkarður Ingibergsson, Sveinfríður Sigurðardóttir, Sigurlín Jóna Sigurðardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Sigurjón Sigurðsson, Ólafur E. Sigurðsson, María Alexandersdóttir, Helgi Hálfdánarson, Hjörtur Á. Magnússon, Hallgrímur Þór Hallgrímsson, Daníel Óskarsson, Ósk Axelsdóttir, Vigdís Þorsteinsdóttir, Jón Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Anna Magga var glæsileg kona. Við kynntumst henni fyrst í Dan- mörku á námsárum okkaj- þar sem hún og Palli bjuggu í Óðinsvéum með börnin sín tvö, Kristján og Ásu. Við hrifumst strax af þeim hjónum því þau báru með sér hlýju og glað- værð. Leiðir skildi en lágu síðan saman á ný eftir að til íslands kom. Anna Magga og Palli voru vinir í raun, ávallt tilbúin til að aðstoða þótt þau hefðu í nógu að snúast sjálf við að hugsa um bömin og koma þaki yf- ir höfuðið í Einihlíðinni. Fjölskyldan, þau fjögur, voru þó það mikilvæg- asta og var aðdáunarvert að koma inn á heimilið og finna þá hlýju og væntumþykju sem ríkti þar. Allir höfðu ákveðnu hlutverki að gegna samkvæmt gerðu samkomulagi. Þarna voru ekki aðeins foreldrar með tvö börn, heldur miklir vinir, þeim þótti greinilega mikið vænt hverju um annað. Anna Magga og Ása voru að sjálfsögðu kannski pínu- lítið meiri vinir eða öllu heldur vin- konur eins og oft verður með mæðg- ur. Það var mikill missir fyrir Önnu, Palla og Kristján að missa Ásu á síð- asta ári, ekki aðeins sem dóttur og systur, heldur líka sem vin. Mánuð- irnir frá því Ása lést höfðu því verið Önnu erfiðir í mikilli sorg og sökn- uði. Anna Magga hélt þó lífinu áfram ásamt Palla og Kristjáni og voru þau dugleg að styðja hvert annað gegn- um þá erfiðu tíma. Það er erfitt að skilja hvernig þetta líf er samsett, oft gleði en einn- ig sorgir. Einhver hefði talið að litla fjölskyldan í Einihlíð hefði reynt nóg, en svo barst sú fregn að orðið hefði þetta hörmulega bílslys með þeim sorglegu afleiðingum að Anna Magga deyr. Elsku Palli og elsku Kristján, mik- il var sorgin við andlát Ásu, þessa góða vinar, dóttur og systur, en að missa eiginkonu sem var svo mikill vinur og góða móður er líka mjög erfitt. Megi Guð styðja ykkur í sorg- inni. Við viljum þakka Önnu góðar samverustundir. Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ og höfuð sitt til næturhvíldar byrgir, á svalri grund, í golu þýðum blæ er gott að hvíla þeim, er vini syrgir. í hinstu geislum hljótt þeir nálgast þá, að huga þínum veifa mjúkum svala. Hver sælustund, sem þú þeim hafðir hjá, í hjarta þínu byrjar ljúft að tala. Þá líður nóttin Ijúfum draumum í, svo ljúft, að kuldagust þú finnur eigi, og, fyrr en veistu, röðull rís á ný, og roðinn lýsir yfir nýjum degi. (Hannes Hafstein) Elsku Palli, Kristján, Fjóla og Pétur, okkar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar og fjölskyldu. Megi minningin um góða manneskju lifa með okkur öllum. Þorsteinn Gunnlaugsson og Sigríður Lárusdóttir. Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.