Morgunblaðið - 16.02.2000, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR16. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Grunnskólanemar hafa ekki verið fleiri í mörg ár
83% grunnskóla á
landinu eru einsetin
NEMENDUR í grunnskólum á
íslandi voru 43.030 haustið 1999 og
hefur þeim fjölgað um 609, eða um
1,4% frá fyrra ári. Nemendur hafa
ekki verið fleiri í grunnskólum
landsins síðan á áttunda áratugn-
um. Alls eru grunnskólarnir 192,
þar af 6 sérskólar, og hefur skólun-
um fækkað um fjóra frá haustinu
1998.
Um 83% grunnskóla eru einsetn-
ir og hefur hlutfall þeirra hækkað
um fjögur prósentustig frá skólaár-
inu 1998-9.
Nemendum í grunnskólum á höf-
uðborgarsvæðinu utan Reykjavík-
ur hefur fjölgað mest frá fyrra ári,
eða um 4,9%. Nemendum fjölgaði á
Suðvesturhorninu, Suðurlandi og
Vesturlandi en fækkaði í öðrum
landshlutum. Mest er fækkunin á
Austurlandi, 4,0%, og á Vestfjörð-
um, 3,4%.
Einsetnum skólum fjölgar
Fjölmennasti grunnskóli lands-
ins, eins og í fyrra, er Árbæjarskóli
í Reykjavík, með 796 nemendur.
Setbergsskóli í Hafnarfirði kemur
rétt á eftir með 782 nemendur.
Fjórir skólar til viðbótar hafa fleiri
en 700 nemendur. Fámennasti
grunnskóli landsins í ár, eins og
undanfarin ár, er Grunnskólinn í
Mjóafjarðarhreppi, með þrjá nem-
endur. Fjórir aðrir almennir
grunnskólar hafa færri en 10 nem-
endur.
Einsetnir grunnskólar voru 159
talsins haustið 1999 og hefur fjölg-
að um fimm frá fyrra ári. Allir
grunnskólar á Norðurlandi eystra
voru einsetnir og yfir 90% grunn-
skóla á Norðurlandi vestra og á
Vestfjörðum. Rúmlega þrír af
hverjum fjórum grunnskólum á
höfuðborgarsvæðinu eru einsetnir,
en langlægst er hlutfallið á Suður-
nesjum, þar sem einn af hverjum
fjórum grunnskólum er einsetinn.
Kennurum með
kennsluréttindi fjölgar
Starfsmenn við kennslu í grunn-
skólum landsins voru tæplega
4.200 um miðjan október 1999 og
hafði fjölgað um 151 (3,7%) frá
sama tíma árið áður. Kennurum
með kennsluréttindi hefur fjölgað
frá fyrra ári en kennurum án
kennsluréttinda fækkað lítillega.
Kennurum með kennsluréttindi
hefur fjölgað um 166 á milli ára, úr
3.336 í 3.502, eða um 5%. Alls hafa
83,5% starfsmanna við kennslu
haustið 1999 kennsluréttindi. Þrátt
fyrir fjölgun starfsfólks við kennslu
fækkar réttindalausum kennurum
h'tillega, eða um 15 á milli ára.
Hlutfall kennara án kennslurétt-
inda lækkar því um prósentustig á
milli ára, úr 17,5% í 16,5%, en 694
réttindalausir kennarar voru við
kennslu í október 1999.
Yfir 93% starfsmanna við
kennslu á höfuðborgarsvæðinu
hafa kennsluréttindi og tæp 83%
kennara á Suðurlandi. Hlutfalls-
lega fæstir starfsmenn við kennslu
hafa kennsluréttindi á Norðurlandi
vestra, 59%, og tæp 61% kennara á
Vestfjörðum. Kennurum með
kennsluréttindi hefur fjölgað veru-
lega á Vestfjörðum frá fyrra ári, en
haustið 1998 hafði innan við helm-
ingur (48,8%) kennara á Vestfjörð-
um kennsluréttindi. Einnig hefur
hlutfall kennara með kennslurétt-
indi hækkað umtalsvert á Suður-
landi og á Norðurlandi eystra.
Haustið 1998 voru kennarar án
kennsluréttinda 29,9% starfsmanna
við kennslu í skólum utan höfuð-
borgarsvæðisins, en 27,6% haustið
1999. Á sama tíma fjölgaði rétt-
indalausum kennurum á höfuð-
borgarsvæðinu um 0,2 prósentu-
stig, úr 6,3% í 6,5% kennara.
Rúmlega 73% starfsmanna við
kennslu eru í fullu starfi og hefur
þeim fjölgað um rúm 3 prósentu-
stig frá fyrra ári.
Morgunblaðið/Axel Sölvason
Jöfn og spenn-
andi keppni
SJÖ LIÐ tóku þátt í keppni véla-
og iðnaðarverkfræðinema um að
leysa þá þraut að búa til tæki sem
tók upp tennisbolta, og skaut
honum í mark. Gefin voru þrjú
stig ef tækið stoppaði á afmörk-
uðum stað og boltinn hitti í mark
en tvö stig ef tækið fór of langt
en boltinn hitti í mark. Farnar
voru tvær umferðir og í hvorri
umferð átti að skora tvö mörk.
Að sögn Magnúsar Þórs Jónsson-
ar, prófessors og formanns véla-
og iðnaðar verkfræðideildar,
náðu fjögur lið öllum stigunum og
réð tímamunur úrslitum. Sagði
hann að keppnin hefði aldrei fyrr
verið svona jöfn; sigurliðið leysti
þrautina á 13,5 sekúndum en
næsta lið á eftir var 14,6 sekúnd-
ur.
Lengst til vinstri á myndinni er
Magnús Þór Jónsson prófessor,
þá fulltrúar fyrirtækjanna sem
veittu verðlaun, Sigbjörn Jónsson,
frá Snertli (í ræðustól) og Hall-
dóra Matthíasdóttir markaðs-
fulltrúi Opinna kerfa og vinnings-
liðið þeir Ástmundur Nielsson og
Ármann Gylfason, úr véla- og iðn-
aðarverkfræðiskori, og Jón Erl-
mg Ericson, nemi í sjúkraþjálfun.
í öðru sæti var Guðmundur Ólafs-
son, úr véla- og iðnaðarverkfræð-
iskor og fékk hann einnig verð-
laun fyrir bestu hönnunina.
Morgunblaðið/Jón Stefánsson
Ekið á gangandi
vegfaranda
EKIÐ var á gangandi vegfaranda, morgun. Hann var fluttur á slysadeild
sem stigið hafði út úr kyrrstæðri bif- með sjúkrabifreið en mun ekki hafa
reið sinni við Norðlingabraut í gær- slasast mikið, að sögn lögreglunnar.
Andlát
STEINDÓR
GUÐMUNDSSON
STEINDÓR Guð-
mundsson verkfræð-
ingur, forstjóri Kefla-
víkurverktaka hf. og
fyrrverandi forstjóri
Framkvæmdasýslu
ríkisins, varð bráð-
kvaddur á heimili sínu í
gær, 15. febrúar.
Steindór fæddist í
Reykjavík 8. júní 1947.
Foreldrar hans voru
Ingibjörg Jónasdóttir
frá Brautarholti í
Reykjavík og Guð-
mundur Pétursson,
símritari frá Eyrar-
bakka, sem bæði eru látin. Steindór
lauk prófi í byggingarverkfræði í
Edinborg í Skotlandi árið 1970,
starfaði fyrst sem eftirlitsverkfræð-
ingur hjá Landsvirkjun við byggingu
Sigölduvirkjunar, þá sem staðar-
verkfræðingur Istaks hf. við bygg-
ingu járnblendiverksmiðju á Grund-
artanga, Vesturlandsvegar í Kjós
o.fl., síðan staðarverkfræðingur E.
Pihl & sön A.S. á
Grænlandi við bygg-
ingu sjúkrahúss á
Grænlandi. Frá 1982 til
1992 var Steindór
framkvæmdastj óri
Verkfræðistofu Stanl-
eys Pálssonar hf. og
hafði jafnframt því yf-
irumsjón með bygg-
ingu fjölda mannvirkja,
m.a. Flugstöð Leifs
Eiríkssonar, Verzlun-
arskóla íslands ásamt
því að vera verkfræði-
legur ráðgjafi Flug-
leiða, Ratsjárstofnun-
ar, Heklu hf. auk fjölmargra annarra
fyrirtækja.
Steindór var forstjóri Fram-
kvæmdasýslu ríkisins frá því í 1992-
1999. Hann hóf störf sem forstjóri
Keflavíkurverktaka haustið 1999.
Steindór lætur eftir sig eiginkonu,
Bjarndísi Harðardóttur, og þrjú
börn, Evu Hrönn, Fríðu Dóru og
Snorra Val.
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Annarra leiða verði leitað til
að mæta fjárhagsvandanum
STJÓRN Félags íslenskra hjúkrun-
arfræðinga hefur sent frá sér álykt-
un vegna niðurskurðar á geðsviði
Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þar segir:
„Stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur
hefur lagt til 100 milljóna la-óna nið-
urskurð á geðsviði sjúkrahússins á
árinu 2000. Stjórn sjúkrahússins
velur að láta fjárhagsvanda þess
koma niður á þessum hópi sem í inn-
an við ársgamalli skýrslu faghóps
um forgangsröðun í heilbrigðiskerf-
inu var talinn til forgangshópa að
heilbrigðisþjónustu.
Samtímis því að stjórn sjúkra-
hússins íhugar og velur þessa leið á
sér stað átak á vegum Landlæknis-
embættisins í þá veru að kynna geð-
sjúkdóma og slá á fordóma gegn
geðsjúkdómum. Stjórn Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga lýsir yf-
ir undrun sinni á að stjórn sjúkra-
hússins skuli velja þessa leið til að
mæta fjárhagsvanda sjúkrahússins.
Stjórn Félags íslenskra hjúkrun-
arfræðinga beinir þeim tilmælum til
stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur að
stjórnin leiti annarra leiða til að
mæta þeim fjárhagsvanda sem
sjúkrahúsið glímir nú við.
Stjórn félagsins vill jafnframt
ítreka að í ályktun, sem stjórnin
sendi frá sér 2. febrúar sl. í tilefni út-
komu skýrslu um aðgengi að heil-
brigðisþjónustu á Islandi, kemur
fram sú stefna Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga að efla beri al-
menna geðheilsuvernd á Islandi.
Sérstaklega er talið mikilvægt að
efla geðheilsuvernd á íslandi innan
heilsugæslunnar. í ályktuninni
stendur:
„Ákveðnar lýðfræðilegar og þjóð-
félagslegar staðreyndir gera það _að
verkum að ungar fjölskyldur á ís-
landi eru einkar útsettar fyrir sálfé-
lagslegum vandamálum. Má þar
nefna langan vinnudag, mörg börn í
fjölskyldu (miðað við samanburðar-
þjóðir), ónóg leikskóla- og dagvistar-
rými (miðað við samanburðarþjóðir)
og vöntun á einsetningu skóla. Félag
íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur
lagt áherslu á þátt hjúkrunarfræð-
inga í þessum þætti heilbrigðisþjón-
ustunnar. I stefnu fagdeildar geð-
hjúkrunarfræðinga kemur fram að
breytt þjóðfélagsgerð kalli á nýjar
leiðir til að tryggja og efla heilbrigði
landsmanna. Orðrétt stendur: Með
aukinni geðheilsugæslu má koma í
veg fyrir fjölda andlegra og líkam-
legra kvilla, svo og langvarandi van-
líðan og örorku í kjölfar óhjákvæmi-
legra boðafalla lífsins. Aukin
geðheilsugæsla er þjóðhagslega
hagkvæmur kostur og getur minnk-
að samfélagslegan kostnað vegna
orörku og óhamingju manna.““
Hæstiréttur íslands 80 ára
HÆSTIRÉTTUR íslands er 80 ára
í dag. Hæstiréttur var stofnaður
með lögum nr. 22/1919 og tók til
starfa 16. febrúar árið 1920.
í ágripi af sögu Hæstaréttar, sem
er að finna á heimasíðu réttarins,
segir að aðdragandi að stofnun
Hæstaréttar Islands hafi verið all-
langur og mjög samofinn sjálfstæð-
isbaráttu þjóðarinnar á 19. öld.
„Ein krafan var að sjálfsögðu sú,
að æðsta dómsvald í íslenskum mál-
um yrði flutt inn í landið. Kom þessi
krafa um innlent æðsta dómsvald í
íslenskum sérmálum fyrst fram á
þjóðfundinum 1851. Állan síðari
hluta 19. aldar var málinu hreyft
aftur og aftur, en náði ekki fram að
ganga.
Með sambandslögunum frá 1918
fékk Island síðan viðurkenningu á
fullveldi sínu og tók í sínar hendur
bæði framkvæmdar- og löggjafar-
valdið. I 10. gr. þeirra var ákveðið,
að Hæstiréttur Danmerkur skyldi
hafa á hendi æðsta dómsvald í ís-
lenskum málum, þar til íslendingar
kynnu sjálfir að stofna sinn eigin
dómstól.
íslendingar hófust þegar handa
um að nýta sér þessa heimild í sam-
bandslögunum. Var prófessor Ein-
ari Arnórssyni falið að semja
frumvarp til laga um Hæstarétt og
var það lagt fyrir Alþingi árið 1919
og samþykkt þar að mestu óbreytt,"
segir í ágripi af sögu réttarins.
Hæstiréttur Islands fer með
æðsta dómsvald hér á landi. I upp-
hafi skipuðu Hæstarétt dómstjóri
og fjórir meðdómendur, sem skip-
aðir voru af konungi á ábyrgð ráð-
herra. Fjöldi dómara hefur verið
breytilegur. Síðast var dómurum
fjölgað við Hæstarétt árið 1994 og
eru þeir nú níu.
Hæstiréttur var fyrst til húsa í
Hegningarhúsinu við Skólavörðu-
stíg en frá 1949 í dómhúsinu við
Lindargötu. Dómsmálaráðherra tók
fyrstu skóflustunguna að nýju dóm-
húsi Hæstaréttar við Arnarhól 15.
júlí 1994 og var húsið tekið í notkun
5. september 1996.
„Hlýtur að vekja fögnuð í
hjörtum allra Islendinga“
í ágripi af sögu Hæstaréttar á
heimasíðu réttarins er að finna til-
vitnun í ræðu sem Sveinn Björns-
son, þá málafærslumaður, hélt fyrir
hönd lögmanna við fyrstu setningu
Hæstaréttar fyrir 80 árum, en þar
sagði Sveinn:
„Háu dómendur! Þessi stund
mun jafnan talin merkisstund í sögu
íslenzku þjóðarinnar. Sú stund er
æðstu dómendur í íslenzkum mál-
um taka aftur sæti til dóma á fóst-
urjörð vorri. Þessi atburður, sem
hér á sér stað nú í dag, hlýtur að
vekja fögnuð í hjörtum allra íslend-
inga. Hann er einn af áþreifanlegu
vottunum um að vér höfum aftur
fengið fullveldi um öll vor mál.“