Morgunblaðið - 16.02.2000, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ESB hefur formlegar aðildarviðræður við sex rfki til viðbótar
Allt gert til að slá á áhyggj-
ur í aðildarlöndunum
Reuters
Jaime Gama, utanrikisráðherra Portúgals sem nú er í forsæti ráðherra-
ráðs ESB (t.v.), og Glinter Verheugen (t.h.), sem fer með stækkunarmál
ESB í framkvæmdtistjórninni, samfagna Petre Roman, utanríkisráð-
herra Rúmeníu, en hann sagði gærdaginn sögulegan fyrir Iand sitt.
Brussel. AFP, AP.
EVRÓPUSAMBANDIÐ hóf í gær
formlegar aðildarviðræður við sex
ríki til viðbótar þeim sem viðræður
voru þegar hafnar við, og þar með
eru slíkar viðræður komnar í gang
við samtals tólf ríki, sem öll stefna
að inngöngu í sambandið sem fyrst.
Gunter Verheugen, sem fer með
stækkunarmál í framkvæmdastjórn
ESB, tók fram við þetta tækifæri,
að í þessu ferli þyrfti að taka tillit til
áhyggna í aðildarríkjunum fimmtán
af þeim stökkbreytingaráhrifum
sem slík fjölgun aðildarríkja mun
hafa í för með sér.
„Vissulega þurfum við að taka þá
staðreynd með í reikninginn, að í
sumum aðildarríkjum er fólk ótta-
slegið, áhyggjufullt," tjáði Verheu-
gen blaðamönnum. „Við þessu þurf-
um við að bregðast," sagði hann.
Lýðskrumarar skulu ekki
geta gengið á lagið
Sagði hann jafnframt að þeir sem
styðja stækkun Evrópusambands-
ins yrðu að finna svör við þessum
áhyggjum, ef þeir vilja ekki að
lýðskrumarar á borð við Austurrík-
ismanninn Jörg Haider gangi á lag-
ið og komi sér áfram á áhyggjum al-
mennings. Haider, leiðtogi
Frelsisflokksins sem tók þátt í að
mynda ríkisstjórn í Vín þrátt fyrir
harða andstöðu stjórnvalda í öðrum
Jakarta. AFP.
KOFI Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær,
að nauðsynlegt væri að koma lögum
ESB-ríkjum, hefur áður gagnrýnt
áformin um stækkun ESB, einkum
á þeim forsendum að þá sé hætta á
að innflytjendur frá Austur-Evrópu
muni streyma til hinna ríkari landa
yfir þá, sem borið hefðu ábyrgð á
morðunum og óöldinni á Austur-
Tímor. Lofaði hann einnig Abdur-
vestanverðrar álfunnar. Fyrstur að
samningaborðinu í Brussel í gær, á
síðari degi utanríkisráðherrafundar
ESB, var Joseph Borg, utanríkis-
ráðherra Möltu. Hann sagði eyríkið
rahman Wahid, forseta Indónesíu,
fyrir að hafa vikið Wiranto hers-
höfðingja frá sem öryggisráðherra í
stjórn sinni.
„Þá, sem báru ábyrgð á ofbeldinu
á A-Tímor, verður að draga fyrir
rétt,“ sagði Annan að loknum fundi
með Alwi Shihab, utanríkisráð-
herra Indónesíu, í Jakarta, höfuð-
borg landsins, en þangað kom Ann-
an í gær og mun fara til A-Tímors á
morgun.
Wiranto, sem hefur verið sakaður
um að bera ábyrgð á glæpaverkun-
um á A-Tímor ásamt fimm öðrum
hershöfðingjum, neitaði lengi að
verða við áskorunum Wahids um að
segja af sér en Wahid tók loks af
skarið seint á sunnudagskvöld og
rak hann. Lýstu herinn og þingið
strax yfir stuðningi við þá ákvörð-
un.
Talið er, að erlendir ráðamenn
hafi hvatt Wahid mjög til að reka
Wiranto og talsmaður forsetans
sagði, að ákvörðunin hefði meðal
annars verið tekin til að tryggja
áframhaldandi erlenda aðstoð og
fjárfestingu.
Wiranto hershöfðingi lét að því
liggja í gær, að foringjar í hernum,
sem stæðu nærri Wahid, hefðu átt
þátt í að hann var rekinn.
stefna á inngöngu í sambandið árið
2003, en engu hinna væntanlegu að-
ildarríkja verður veitt aðild fyrr en
það ár. Því næst komu hver á fætur
öðrum fulltrúar fyrrum austan-
tjaldsríkjanna Rúmeníu, Slóvakíu,
Lettlands, Litháens og Búlgaríu. A
leiðtogafundi ESB í Helsinki í des-
ember var samþykkt að öll þessi
ríki fengju að hefja formlegar aðild-
arviðræður, eins og staðið hafa yfir
frá því í lok marz 1998 við fimm
önnur ríki Mið- og Austur-Evrópu:
- Eistland, Pólland, Tékkland, Ung-
verjaland og Slóveníu - auk Kýpur.
„Eftir að hafa verið í skuggahlið
sögunnar í hálfa öld (...) þýðir þessi
sögulega stund að Rúmenía er loks
réttum megin í sögunni," sagði Pet-
re Roman, utanríkisráðherra Rúm-
eníu. Hann sagðist telja raunhæft
að land sitt fengi inngöngu í sam-
bandið árið 2007, þar með hefði það
svigrúm til að hrinda nauðsynleg-
um, en á köflum erfiðum, umbótum
í framkvæmd og koma þar með
efnahagslífinu, löggjöf og reglu-
gerðum í það horf sem ESB-aðild
krefst.
Fjölgun í fyrsta
lagi árið 2003
Til að tryggja að stofnanir og
ákvarðanataka Evrópusambandsins
sjálfs verði í stakk búin að starfa
með skilvirkum hætti eftir fjölgun
aðildarríkja, hrintu utanríkisráð-
herrar ESB af stað nýrri ríkja-
ráðstefnu á mánudag, sem stefnt er
að því að ljúki á leiðtogafundi í
Nissa í Frakklandi í desember, með
því að undirrituð verði ný upp-
færsla á stofnsáttmála sambands-
ins. Sáttmálabreytingarnar þarf
síðan að staðfesta í öllum ESB-ríkj-
unum 15, í samræmi við þær reglur
sem gilda þar að lútandi í hverju og
einu þeirra. Það ferli getur tekið
meira en ár, miðað við reynsluna af
fyrri sáttmálabreytingum. Ekkert
tilvonandi aðildarríki getur því gert
sér vonir um að hljóta inngöngu
fyrr en í fyrsta lagi í ársbyrjun
2003, og þá aðeins að því gefnu að
viðkomandi ríki hafi verið úrskurð-
að hæft til þess.
AP
Hlýjar
móttökur
LEIÐTOGAR Evrúpusambandsins
hafa ákveðið að refsa Austurríki
fyrir að taka liðsmenn hægriflokks
Jörgs Haiders í stjdrn. Þrátt fyrir
þetta er ekki annað að sjá en að-
stoðarutanrikisráðherra Spánar,
Ramon de Miguel, sé alúðlegur við
utanríkisráðherra Austurríkis,
Benitu Ferrero-Waldner, á fundi
utanríkisráðherra sambandsins í
Brussel.
Lögreglu-
menn
spilltastir
í Búlgaríu
LÖGREGLUMENN eru
spilltustu opinberu starfs-
mennirnir í Búlgaríu, sam-
kvæmt skýrslu sem samtökin
Centre for Democratic Studies
birtu í gær. Fram kemur að
næstum fjórðungur allra sam-
skipta við búlgarska lögreglu-
menn hefur í för með sér kröfur
af þeirra hálfu um fé, gjafir eða
þjónustu. Rannsókn samtak-
anna fólst meðal annars í viðtöl-
um við rúmlega 1.100 Búlgara.
í ljós kom að læknar og toll-
verðir koma næstir í röðinni á
listanum yfir spilltustu opin-
beru starfsmenn Búlgaríu.
Edith
Cresson svipt
friðhelgi
FRAMKVÆMDASTJÓRN
Evrópusambandsins hefur
ákveðið að afnema friðhelgi
Edith Cres-
son, fyrrver-
andi forsæt-
isráðherra
Frakklands
og fyrrver-
andi meðlim
frakvæmda-
stjórnarinn-
ar, svo hægt
verði að yf-
irheyra
hana vegna gruns um spillingu í
embætti. Cresson fór með
mennta- og vísindamál í fram-
kvæmdastjórninni meðan
Jacques Santer sat í forsæti
hennar. Framkvæmdastjórnin
sagði af sér í heilu lagi á síðasta
ári vegna spillingarásakana.
Cresson hefur meðal annars
verið sökuð um að hafa greitt
frönskum tannlækni og vini
sínum, Rene Berthelot, háar
fjárhæðir fyrir mjög léttvæg
störf í þágu framkvæmda-
stjórnarinnar.
Svíar eyða í
góðærinu
EINKANEYSLA í Svíþjóð
jókst um rúmlega 9% í desem-
ber á síðasta ári, miðað við
sama tímabil árið á undan. Vís-
itala einkaneyslu í Sviþjóð hef-
ur aldrei verið hærri, að sögn
Daniels Lennartssons, tölfræð-
ings hjá sænsku Hagstofunni.
Aukningin liggur einkum í vax-
andi verslun með munaðar- og
tískuvarning ýmiss konar,
neysla nauðsynjavara hefur að
mestu staðið í stað milli ára.
Góðæri ríkir nú í sænsku
efnahagslífi og hefur stórlega
dregið úr atvinnuleysi þar á síð-
ustu tveimur árum.
Kínverji
sprengdi sig í
loft upp
MAÐUR sem sagður er hafa
verið vanheill á geði sprengdi
sjálfan sig í loft upp á Torgi
hins himneska friðar í Peking í
gær. Maðurinn mun hafa verið
bóndi frá Hubei-héraði en ekki
er vitað um ástæður sjálfsvígs-
ins. Ferðamaður frá Suður-
Kóreu særðist lítillega í
sprengingunni.
Frjálsir demókratar í Hessen
Afram samstarf
við Roland Koch
Hallc, Berlfn. AFP.
LANDSTJÓRN flokks frjálsra
demókrata í Þýskalandi, FDP,
heimtaði á sunnudag að stjórn
flokksins í sambandslandinu
Hessen endurskoðaði þá ákvörð-
un sína að halda áfram stjórnar-
samstarfi með Kristilegum de-
mókrötum, CDU. Forsætis-
ráðherra Hessen, Roland Koch,
hefur játað að hafa sagt ósatt
um leynireikninga flokks síns í
Sviss. Flokksdeild FDP í Hess-
en hefur fram að þessu viljað
halda samstarfinu áfram þrátt
fyrir fyrirmæli landstjórnarinn-
ar, en hinn 4. marz nk. hyggst
flokksdeildin koma saman til
aukafundar til að taka ákvörðun
um framhaldið.
Horst Eylmann, þingmaður
og lögfræðiráðgjafi CDU, hvatti
í blaðaviðtali í gær Koch til að
segja af sér og bjarga með því
stjórnarsamstarfinu við frjálsa
demókrata í Hessen og leggja
sitt af mörkum til endurreisnar
trúverðugleika CDU í augum
kjósenda. Þingflokkar jafnaðar-
manna og græningja á þinginu í
Hessen ítrekuðu í gær kröfu
sína um að efnt yrði til kosninga
áný.
Stálvaskar
Mikið úrval af vönduðum stálvöskum framleiddum í
verksmiðjum Intra í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.
Tenrn
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Sfmi: 5641088 • Fax: 564 1089
Fást í byngingavöruverslurmi urri luricl allt
Brottrekstri Wirantos
fagnað í Indónesíu