Morgunblaðið - 16.02.2000, Side 50

Morgunblaðið - 16.02.2000, Side 50
50 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens NU KEMUR TIL ÞINNA KASTA HAUI. ÉG VERPTIEGGJUNUM, ÞÚ LIGGUR Á 01999 Tribune Media Sennces. Inc. Jl'^O *• RtflM* Re*erv«i. Grettir Ferdinand Smáfólk Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 - Orku- Aflsvæði Almynd mynstur - FráAtla Hraunfjörð: SÍÐASTLIÐIÐ haust, 14. og 21. ágúst, birtist grein í Lesbók Mbl. eftir Esther Vagnsdóttur. Hvert er eðli alheimsins. Esther gat um nálgun viðfangsefnisins úr tveim ólíkum áttum af sjónarhóli tveggja vísindamanna, er ekki vissu hvor um annan, enda viðfangsefnin ólík. Annar vísindamaðurinn er dr. Karl Pribam, taugalífeðlisfræðingur við Stanford, og hinn dr. David Bohm, kjarneðlisfræðingur við Lundúnaháskóla. Eitt áttu þeir sameiginlegt, það er nafnið á fyrirbrigðinu sem þeir rák- ust á við tilraunir og rannsóknir sín- ar. Þeir gáfu því nafnið Holograf eða almynd. Vísindamennimir höfðu komist að þeirri niðurstöðu, að ýmislegt af því sem talið var óvefengjanlegt, var ekki það traust að nota mætti við rannsóknir. Pribam fékkst aðallega við rannsóknir á heilanum, þar sem vísindin gátu ekki skýrt ýmsa starf- semi hans. Þrátt fyrir að hann fjar- lægði stóran hluta heilans, virtist sem sérhver bútur af því sem eftir var, geymdi í sér allt hitt, líkt og al- myndarbútur. Bohm fékkst við rann- sóknir á öreindasviðinu, þar sem lög- mál hraða og rúms áttu ekki lengur við, en virtist geyma atburði, eins og bútur úr almynd geymir í sér alla myndina. Báðir þessir vísindamenn, óháðir hvor öðrum, komust að þeirri niðurstöðu að með hjálp hins nýja sjónarmiðs, benti margt til þess að heimurinn væri „holografiskur" í eðli sínu og renndi hvað styrkustu stoð- um undir módelið, að það gat útskýrt betur en fyrr og gert nánari grein fyrir næstum öllum yfirskilvitlegum fyrirbærum, sem ekki hefur tekist að skýra með hefðbundnum vísindaleg- um aðferðum. í bókinni Dr. Helgi Pjeturss, Samstilling lífs og efnis í alheimi, er fjallað um rannsóknir innan orkudeilakenningarinnar og notað orðið orkumynstur yfir skylt fyrirbæri og áðurnefnt holograf. „Eitt gleggsta einkennið á orkudeili- kenningunni er það sem á ensku heitir phase entanglement, til bráða- birgða hef ég kallað það fasafléttu. Fasaflétta er það, að hver þau kerfi sem einu sinni hafa samstillst, verða það að eilífu, óháð vegalengdum, óháð tíma og áhrifin dvína ekki með fjarlægð. Það er fasafléttan sem veldur því að allt leitar samstillingar. 011 samstilling myndar mynstur þeg- ar atburðir gerast í náttúrunni og sökum fasafléttunnar hljóti minning- in um allt, að geymast í formi sam- stilltra orkumynstra og varðveitast í alheiminum og er honum líkt við tölvudisk sem geymir allt, til að mynda hugsanir manna og athafnir, sem og náttúruhamfarir. Bent er á, að rými sviðsfasans rúmar allt efni heimsins og nær útfyrir allar vetrar- brautir. Orkumynstur og almynd er líklega af sama toga, einnig það sem dr. Helgi Pjeturss kallar aflsvæði, en það er fyrirbrigði sem geymir mynd- ir og tal liðinna atburða í tíma og rúmi, sem og atferlismynstur mannsins, hugsanir hans og gerðir og tiltrú annarra tO hans í samræmi við þá hegðun er hann sýnir af sér. Eftir því sem best verður séð, eru þessi þrjú fyrirbæri, almynd, orku- mynstur og aflsvæði sami hluturinn. ATLI HRAUNFJÖRÐ, Marargrund 5, Garðabæ. Hverjir stjórna íslenska ríkinu? Frá Birni Finnssyni: Það var fróðlegt að heyra forstjóra Visa íslands, segja í sjónvarpi 13.1. 2000. „Bágt á kortlaus maður núna“. Þessi orð Einars S. Einarssonar eru auðvitað bull, því engir eiga bágra líf fyrir höndum en kortakarlar og -kerl- ingar. Þetta fólk er bundið á klafa í langri kaupstaðalest stórbænda við- skiptalífsins, með bankana, eigendur kortafyrirtækjanna í fararbroddi. Fólk er ginnt með auglýsingum, fag- urgala og tilboðum, æ lengra út í fen þrældóms og eyðslu, sem það gefur sig á vald með því að láta glepjast af hverju tilboðinu á fætur öðru. Fólk hefur gefið sig í þrældóm, og böm og unglingar eru dregin með á mann- gjafamarkaðinn, þegar hugsanlegum tekjum næsta árið eða árin, hefur ver- ið eytt fyrii',fram í tómt pijál og drasl sem sífellt þarf að endumýja. Fólki er att í utanlandsferðir til innlaupa. Það er svo komið að fólk gæti ekki hafið baráttu fyrir bættum launakjörum þó það vildi, því falli úr dagur við vinnu er heimilið veðsett fyrir öllu bmðlinu og fer á uppboð. Það verkur líka at- hygli hvemig eigendur kortafyrir- tækjanna stjóma peningaflæði og -magni í umferð og troða svo á rétti þeirra sem nota löggiltan gjaldmiðil íslensku þjóðarinnar, með sérfríðind- um og afsláttum kortagreiðslufólks. Slík tilboð ýmis em andstæð sjálf- stæðu peningakerfi hvers ríkis og hverri ríkisstjóm til vansæmdar. Þegai- stjóm ríkis gefst upp á þennan hátt fyrir banka- og kortafyrirtækj- um, væri henni meiri sæmd í að taka upp einhvem alvöm gjaldmiðil, evm, dal, jen eða einhvem annan. íslenska krónan er orðin hjórri eitt vegna plastpeninga hlutafélaganna, sem um margt em líkir brauðpeningum dönsku kaupmannanna hér áður fyrr. Sami aumingjaskapur er í skír- teina-skilríkjaútgáfu íslenska ríkis- ins. Reiknistofa bankanna býr til öku- skfrteini, enginn gefur út alvöm nafnskírteini og vísast að banka- og kortafyrirtæki verði líka fengin til að gefa út íslensk vegabréf í framtíðinni. Samkvæmt lögum um peningaþvætti sagði hagstofustjóri mér fyrir nokkr- um áram, að einu löggiltu skírteinin til að sanna hver maður væri í við- skiptum væri nafnskírteini og vega- bréf. Oftast væm samt ökuskfrteinin tekin gild. í dag virka lána- og staðgreiðslu- kort bankanna á þann veg að fólk tek- ur þau trúanleg sem staðfestingu á nafni og aldri manna. Varla getur rík- isstjóm lotið lægra en svo að láta kortafyrirtæki og bankahlutafélög ráða gjaldmiðli ogskírteinaútgáfu þjóðar sinnar. Stjóm sem ekki hefur tök á þessum þáttum getur varla ráð- ið við það sem flóknara er í samfélag- inu. BJÖRN FINNSSON Krammahólum 13, Rvík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.