Morgunblaðið - 16.02.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 16.02.2000, Síða 64
Heimavörn Sími: 580 7000 Drögum næst 24. febrúar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMIS691100, SÍMBRÉFS691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIDSLA 5691122, NETFANG: RITSTJISMBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Islandslíkanið í Ráðhúsinu Fj öll lagfærð og sj órinn gerður grænni ÞESSA dagana er verið að leggja lokahönd á viðhaldsvinnu við Is- landslíkanið, sem staðsett hefur verið í Ráðhúsi Reykjavíkur frá árinu 1992. Þeir Sigurður Hall- dórsson og Eggert Sigurðsson, starfsmenn Módelsnuði ehf., hafa siðastliðinn mánuð unnið við að lagfæra fjöll, jökla og sjó líkansins. „Við erum bara að fríska aðeins upp á líkanið," sagði Sigurður. „Fólk kemur mikið með fingurna í þetta og þá þurfum við að bletta og laga fjöll til og síðan hefur sjór- inn afmyndast svolítið síðustu átta ár. Plöturnar undir honum hafa sigið og við höfum verið að sefja styrkingar undir þær og í leiðinni gert sjóinn aðeins grænni." Gert er ráð fyrir að líkanið verði klárt í lok vikunnar, en þá verða þeir félagar, Sigurður og Eggert, búnir að vinna við það í rúman mánuð. „Þetta er engin smásmíði," sagði Sigurður. „Líkanið er um 80 fer- metrar eða á stærð við meðal- íbúð.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Verið er að fríska upp á Islandslíkanið í Ráðhúsinu, en gert er ráð fyrir því að verkinu Ijúki í lok vikunnar. Þórhildur Þorleifsdóttir Dregur um- sókn til baka ÞÓRHILDUR Þorleifsdóttir, leik- hússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, til- kynnti í gær að hún hefði ákveðið að draga til baka umsókn sína um starf leikhússtjóra Borgarleikhússins. I fréttatilkynningu sem Þórhildur sendi frá sér gagnrýnir hún harðlega leikhúsráð LR. „Enn einu sinni er búið að kljúfa Leikfélag Reykjavíkur í herðar niður og skapa andrúmsloft þar sem tortryggni og upplausn ríkir og listrænt starf er að lamast," segir í yfirlýsingunni. Ellert A. Ingimundarson, formað- ur leikhúsráðs, vildi lítið tjá sig um yfirlýsingu Þórhildar í gær. Hann sagði að stefnt væri að því að ganga frá ráðningu leikhússtjóra fyrir helgi. ■ Segir óheilindi/4 Fjölmennur starfsmannafundur Þj óðminj asafns Islands haldinn í gær Morgunblaðið/Golli Þór Magnússon þjóðminjavörður, til vinstri, á fundi starfsmannafélags Þjóðminjasafnsins í gær, en hann sat fundinn í upphafi. Go, lágfargjaldaflugfélag í eigu British Airways Hyggst fljúga reglulega * til Islands næsta sumar GO lágfargjaldaflugfélagið, sem er í eigu British Airways, tilkynnti í gær að það hygðist fljúga til Is- lands fjórum sinnum í viku. Flogið verður frá Stansted-flugvelli skammt utan London, og mun fargjaldið kosta frá tæpum 14.000 krónum. Félagið tilkynnti einnig í gær að það hygðist bæta við daglegu flugi til Napólí á Italíu frá sama flugvelli. Steinn Logi Björnsson, fram- kvæmdastjóri markaðs- og sölu- sviðs Flugleiða, segir í samtali við Morgunblaðið að hjá Flugleiðum sé litið svo á að ísland sé að verða vin- sælla sem áfangastaður, en Flug- leiðir hafi rekið mjög öflugt mark- aðsstarf í Bretlandi um Island. „Það hefur ekki farið fram hjá nein- um í ferðaþjónustu í Bretlandi, og menn hafa kannski rennt hýrara auga til þessa markaðar en stærð hans býður upp á,“ segir Steinn Logi. Hann sagði að þetta undir- strikaði að markaðurinn með flug- ferðir til Islands væri opinn mark- aður og hingað gætu allir komið, en athyglisvert væri að fargjöldin sem Go ætlaði að bjóða væru ekki lægri en Flugleiðir bjóða. „Við munum mæta þessari sam- keppni, en það verður tiltölulega auðvelt fyrst þeir ætla ekki að und- irbjóða okkur í verði,“ segir Steinn Logi. Yilja að þjóð- minjavörður segi af sér STARFSMENN Þjóðminjasafns ís- lands samþykktu ályktun á fundi starfsmannafélagsins í gærdag, þar sem skorað er á Þór Magnússon þjóðminjavörð að segja af sér og gangast við ábyrgð sinni á fjármála- stjóm safnsins. Fundurinn var hald- inn vegna mikillar óánægju starfs- manna með þá ákvörðun þjóð- minjavarðar, að víkja Hrafni Sig- urðssyni, fjármáiastjóra safnsins, úr starfi, en sú ákvörðun var tekin vegna slæmrar fjárhagsstöðu safns- ins. Starfsmenn byggja áskorun sína á því að samkvæmt stjórnskipulagi safnsins eigi þjóðminjavörður að hafa forystu um gerð fjárhagsáætl- unar og því sé hann ábyrgur fyrir því að útgjöld séu í samræmi við þann ramma sem áætlanir setji. í ályktun starfsmannafélagsins segir: Akvörðun þjóðminjavarðar að segja fjármálastjóranum upp á sama tíma og þjóðminjaráð hefur fjármál safnsins til sérstakrar athugunar ber vitni um bráðræði og örvænt- ingu, því að upplýst er að fjái-mála- stjóri hefur ekki brotið af sér £ starfi.“ Þór Magnússon sagðist ekkert hafa um málið að segja og að þau skrifuðu orð, sem honum hefðu bor- ist í ályktuninni, yrðu að standa án hans umsagnar. ■ Skorar á /6 Metviðskipti á markaði METVIÐSKIPTI voru með hluta- bréf á Verðbréfaþingi íslands í gær og námu viðskiptin 1.332 milljónum ki’óna, sem eru nærri tvöfalt meiri viðskipti en mest hafa orðið áður á Verðbréfaþingi. Heildarviðskipti með hlutabréf í gær námu samtals 2.126 milljónum króna. Viðskipti með skuldabréf á Verðbréfaþingi námu 758 milljónum króna og heild- aiviðskiptin á Verðbréfaþingi námu því tæpum 2,1 milljarði í gær. Mest voru viðskiptin á Verðbréfa- þingi með hlutabréf Landsbanka Is- lands, eða fyrir 795 milljónir króna. Ein viðskipti með bréf bankans voru skráð upp á 100 milljónir króna að nafnverði á genginu 4,90. ■ Metvelta/20 Maestro ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT Verðá kvóta lækkar NOKKURS titrings gætir á kvóta- mörkuðum hérlendis vegna óvissu um framtíð fiskveiðistjórnunar í kjölfar Vatneyrardómsins svokall- aða. Verulega hefur dregið úr spurn eftir varanlegum aflaheimildum og svo virðist sem kaupendur haldi að sér höndum uns Hæstiréttur hefur fjallað um mál Vatneyrar BA. Reikn- að er með að dómurinn falli í lok apr- fl. Kvótamiðlarar segja að kvótaeig- endur séu nú viljugri en áður til að selja hluta heimilda sinna. Þetta hef- ur leitt til þess að verð á varanlegum aflaheimildum hefur lækkað nokkuð á undanförnum vikum. I þeim fáu viðskiptum sem átt hafa sér stað að undanförnu hefur kflóið af varanlegum þorskkvóta verið selt á um 850 krónur en verðið fór upp í 1.000 krónur undir lok síðasta árs. Verð á varanlegum heimildum í krókakerfinu hefur einnig lækkað úr 560 krónum kílóið í 510 krónur. Aukið framboð á leigukvóta A sama tíma og menn halda að sér höndum í kaupum á varanlegum aflaheimildum hefur framboð á leigukvóta aukist. Eftirspurn á leigumarkaðnum er mun meiri núna en á sama tíma í fyrra. ■ Óvissa leiðir/Bl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.