Morgunblaðið - 16.02.2000, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 16.02.2000, Qupperneq 64
Heimavörn Sími: 580 7000 Drögum næst 24. febrúar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMIS691100, SÍMBRÉFS691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIDSLA 5691122, NETFANG: RITSTJISMBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Islandslíkanið í Ráðhúsinu Fj öll lagfærð og sj órinn gerður grænni ÞESSA dagana er verið að leggja lokahönd á viðhaldsvinnu við Is- landslíkanið, sem staðsett hefur verið í Ráðhúsi Reykjavíkur frá árinu 1992. Þeir Sigurður Hall- dórsson og Eggert Sigurðsson, starfsmenn Módelsnuði ehf., hafa siðastliðinn mánuð unnið við að lagfæra fjöll, jökla og sjó líkansins. „Við erum bara að fríska aðeins upp á líkanið," sagði Sigurður. „Fólk kemur mikið með fingurna í þetta og þá þurfum við að bletta og laga fjöll til og síðan hefur sjór- inn afmyndast svolítið síðustu átta ár. Plöturnar undir honum hafa sigið og við höfum verið að sefja styrkingar undir þær og í leiðinni gert sjóinn aðeins grænni." Gert er ráð fyrir að líkanið verði klárt í lok vikunnar, en þá verða þeir félagar, Sigurður og Eggert, búnir að vinna við það í rúman mánuð. „Þetta er engin smásmíði," sagði Sigurður. „Líkanið er um 80 fer- metrar eða á stærð við meðal- íbúð.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Verið er að fríska upp á Islandslíkanið í Ráðhúsinu, en gert er ráð fyrir því að verkinu Ijúki í lok vikunnar. Þórhildur Þorleifsdóttir Dregur um- sókn til baka ÞÓRHILDUR Þorleifsdóttir, leik- hússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, til- kynnti í gær að hún hefði ákveðið að draga til baka umsókn sína um starf leikhússtjóra Borgarleikhússins. I fréttatilkynningu sem Þórhildur sendi frá sér gagnrýnir hún harðlega leikhúsráð LR. „Enn einu sinni er búið að kljúfa Leikfélag Reykjavíkur í herðar niður og skapa andrúmsloft þar sem tortryggni og upplausn ríkir og listrænt starf er að lamast," segir í yfirlýsingunni. Ellert A. Ingimundarson, formað- ur leikhúsráðs, vildi lítið tjá sig um yfirlýsingu Þórhildar í gær. Hann sagði að stefnt væri að því að ganga frá ráðningu leikhússtjóra fyrir helgi. ■ Segir óheilindi/4 Fjölmennur starfsmannafundur Þj óðminj asafns Islands haldinn í gær Morgunblaðið/Golli Þór Magnússon þjóðminjavörður, til vinstri, á fundi starfsmannafélags Þjóðminjasafnsins í gær, en hann sat fundinn í upphafi. Go, lágfargjaldaflugfélag í eigu British Airways Hyggst fljúga reglulega * til Islands næsta sumar GO lágfargjaldaflugfélagið, sem er í eigu British Airways, tilkynnti í gær að það hygðist fljúga til Is- lands fjórum sinnum í viku. Flogið verður frá Stansted-flugvelli skammt utan London, og mun fargjaldið kosta frá tæpum 14.000 krónum. Félagið tilkynnti einnig í gær að það hygðist bæta við daglegu flugi til Napólí á Italíu frá sama flugvelli. Steinn Logi Björnsson, fram- kvæmdastjóri markaðs- og sölu- sviðs Flugleiða, segir í samtali við Morgunblaðið að hjá Flugleiðum sé litið svo á að ísland sé að verða vin- sælla sem áfangastaður, en Flug- leiðir hafi rekið mjög öflugt mark- aðsstarf í Bretlandi um Island. „Það hefur ekki farið fram hjá nein- um í ferðaþjónustu í Bretlandi, og menn hafa kannski rennt hýrara auga til þessa markaðar en stærð hans býður upp á,“ segir Steinn Logi. Hann sagði að þetta undir- strikaði að markaðurinn með flug- ferðir til Islands væri opinn mark- aður og hingað gætu allir komið, en athyglisvert væri að fargjöldin sem Go ætlaði að bjóða væru ekki lægri en Flugleiðir bjóða. „Við munum mæta þessari sam- keppni, en það verður tiltölulega auðvelt fyrst þeir ætla ekki að und- irbjóða okkur í verði,“ segir Steinn Logi. Yilja að þjóð- minjavörður segi af sér STARFSMENN Þjóðminjasafns ís- lands samþykktu ályktun á fundi starfsmannafélagsins í gærdag, þar sem skorað er á Þór Magnússon þjóðminjavörð að segja af sér og gangast við ábyrgð sinni á fjármála- stjóm safnsins. Fundurinn var hald- inn vegna mikillar óánægju starfs- manna með þá ákvörðun þjóð- minjavarðar, að víkja Hrafni Sig- urðssyni, fjármáiastjóra safnsins, úr starfi, en sú ákvörðun var tekin vegna slæmrar fjárhagsstöðu safns- ins. Starfsmenn byggja áskorun sína á því að samkvæmt stjórnskipulagi safnsins eigi þjóðminjavörður að hafa forystu um gerð fjárhagsáætl- unar og því sé hann ábyrgur fyrir því að útgjöld séu í samræmi við þann ramma sem áætlanir setji. í ályktun starfsmannafélagsins segir: Akvörðun þjóðminjavarðar að segja fjármálastjóranum upp á sama tíma og þjóðminjaráð hefur fjármál safnsins til sérstakrar athugunar ber vitni um bráðræði og örvænt- ingu, því að upplýst er að fjái-mála- stjóri hefur ekki brotið af sér £ starfi.“ Þór Magnússon sagðist ekkert hafa um málið að segja og að þau skrifuðu orð, sem honum hefðu bor- ist í ályktuninni, yrðu að standa án hans umsagnar. ■ Skorar á /6 Metviðskipti á markaði METVIÐSKIPTI voru með hluta- bréf á Verðbréfaþingi íslands í gær og námu viðskiptin 1.332 milljónum ki’óna, sem eru nærri tvöfalt meiri viðskipti en mest hafa orðið áður á Verðbréfaþingi. Heildarviðskipti með hlutabréf í gær námu samtals 2.126 milljónum króna. Viðskipti með skuldabréf á Verðbréfaþingi námu 758 milljónum króna og heild- aiviðskiptin á Verðbréfaþingi námu því tæpum 2,1 milljarði í gær. Mest voru viðskiptin á Verðbréfa- þingi með hlutabréf Landsbanka Is- lands, eða fyrir 795 milljónir króna. Ein viðskipti með bréf bankans voru skráð upp á 100 milljónir króna að nafnverði á genginu 4,90. ■ Metvelta/20 Maestro ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT Verðá kvóta lækkar NOKKURS titrings gætir á kvóta- mörkuðum hérlendis vegna óvissu um framtíð fiskveiðistjórnunar í kjölfar Vatneyrardómsins svokall- aða. Verulega hefur dregið úr spurn eftir varanlegum aflaheimildum og svo virðist sem kaupendur haldi að sér höndum uns Hæstiréttur hefur fjallað um mál Vatneyrar BA. Reikn- að er með að dómurinn falli í lok apr- fl. Kvótamiðlarar segja að kvótaeig- endur séu nú viljugri en áður til að selja hluta heimilda sinna. Þetta hef- ur leitt til þess að verð á varanlegum aflaheimildum hefur lækkað nokkuð á undanförnum vikum. I þeim fáu viðskiptum sem átt hafa sér stað að undanförnu hefur kflóið af varanlegum þorskkvóta verið selt á um 850 krónur en verðið fór upp í 1.000 krónur undir lok síðasta árs. Verð á varanlegum heimildum í krókakerfinu hefur einnig lækkað úr 560 krónum kílóið í 510 krónur. Aukið framboð á leigukvóta A sama tíma og menn halda að sér höndum í kaupum á varanlegum aflaheimildum hefur framboð á leigukvóta aukist. Eftirspurn á leigumarkaðnum er mun meiri núna en á sama tíma í fyrra. ■ Óvissa leiðir/Bl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.