Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 1
80. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mubarak setur ráðstefnu ESB og Afríkuríkja í Kaírd Aukin samvinna í stað peningagjafa Kafró. AFP, AP, Reuters. Hlúð að særðum félaga RÚSSNESKIR fallhlífahermenn koma særðum félaga sínum fyrir ofan á brynvörðum liðsflutninga- vagni, en Tsjetsjníustríðið hefur nú staðið á áttunda mánuð. Heimsúkn Mary Robinson, mann- réttindafulltrúa Sameinuðu þjéð- anna, til Tsjetsjníu um helgina virð- ist hafa haft lítil áhrif í þá átt að sætta Vesturlönd við stríðsrekstur Rússa, en Robinson lýsti óánægju sinni með að hafa ekki fengið að skoða einangrunarbúðir líkt og hún hafði farið fram á. ■ Ósátt við/28 RÍKI Airíku hafa áhuga á aukinni samvinnu við nágranna sína í Evrópu, en ekki frekari peningagjöfum, sagði Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, við setningu tveggja daga ráðstefnu Evrópusambandsins (ESB) og ríkja Afríku sem hófst í Kaíró í gær, en ráðstefnan er sótt af ráðamönnum ESB-ríkjanna 15 og 52 Afríkuríkja. ,A þessari sögulegu stund í Kaíró, h'tum við fram á við, ekki til að tryggja aukna aðstoð, heldur frekar til að þróa samvinnu okkar,“ sagði Mubarak og kvað áhuga Afríkuríkja á aðstoð beinast að því að gera heims- álfunni kleift að gegna sínu hlutverki. „Hið háleita takmark er að sjá velferð og farsæld verða að veruleika," sagði Mubarak og kvað það eiga jafnt við Afríku og Evrópu. Mubarak vakti einnig athygli á þeim efnahagslegu og lýðræðislegu endurbótum sem víða hefðu átt sér stað, sem og umbótum í átt að aukinni virðingu fyrir mann- réttindum. Óhagstæðar „ytri aðstæður“ margra ríkjanna, þ.e. gífurlegar skuldir, voru e.t.v. það umræðuefni sem leiðtogar flestra Afríkuríkjanna höfðu einna mestan áhuga á enda nema skuldir ríkja álfunnar um 320 mUljörðum dollara, eða rúmlega 20.000 milljörðum króna, sem hefur í för með sér að margar þjóðir eyða meiru í afborganir lána en heUbrigð- ismál og menntamál tU samans. Ekki var þó talið líklegt að ráðstefnan leiddi til lausnar á efnahagsvanda Afríkuríkjanna, en markmiðið er að leita leiða um hvernig Evrópa geti að- stoðað Afríku við að bæta hagkerfi þeirra ríkja, sem hafa átt erfitt upp- dráttar eftir áratuga nýlendustjóm. ESB-ríkin kveða þó aðrai: stofnanir hafa með skuldir Afríku að gera og hafa þess í stað lagt áherslu á mann- réttindamál. Ásakanir um kynþáttafordóma Vonast hafði verið til að seta Mu- ammar Gaddafis, forseta Líbýu, á ráðstefnunni og fundur hans með Romano Prodi, forseta ESB, í gær þýddu bætt samskipti við Lýbíu. En Gaddafi notaði tækifærið er hann flutti lokaræðu dagsins til að koma á framfæri ásökunum um heimsvalda- stefnu og kynþáttafordóma Evrópu. „Við í Evrópu erum ósammála ásök- unum Gaddafis," sagði Jaime Gama, utanríkisráðherra Portúgal. „En það er venjan að Gaddafi segi svona nokkuð.“ Miðunar- tæki á sjúklinga Madrid. AP. ANDLÁT tveggja alzheimer- sjúklinga sem ráfuðu að heim- an og fundust ekki í tæka tíð hafa orðið til að á Spáni er verið að hanna miðunarbúnað fyrir sjúklinga með þennan heila- hrömunarsjúkdóm. Notað verður tæki á stærð við sígarettupakka og stuðst við GPS-gervihnattatækni en einnig farsímakerfi. Fari sjúk- lingurinn út fyrir ákveðinn rad- íus byrjar tækið að senda frá sér merki. Lögregla mun hafa samband við aðstandendur ef sending er numin og kanna hvort ástæða sé til leitar. Sé svo geta lögreglumenn farið rak- leitt á staðinn og fundið sjúk- linginn vegna þess að staðsetn- ingin hefur verið miðuð út. Fyrirtækið Technosearch vinnur að hönnun búnaðarins sem vonast er til að hægt verði að markaðssetja innan tveggja ára. Úrskurður dómara í máli Microsóft liggur fyrir Lög um hringa- myndun brotin AP Ljésaborð Nasdaq-vísitölunnar sýnir mikið fall verðbréfaMicrosoft-hugbúnaðarfyrirtækisins. Washington, New York. AP, AFP, Reuters MICROSOFT-hugbúnaðar- fyrirtækið braut gegn bandarískum lögum um hringamyndun, svonefndum Sherman-lögum, auk þess sem það viðhélt einokunar- aðstöðu sinni á markaði með ólöglegum aðferðum, að því er bandarískur dómari úr- skurðaði í gær. I úrskurði dómara segir einnig að fyrirtækið hafi reynt að ná einokunarstöðu á markaði fyrir vefskoðara með því að tengja Intemet Explorer við Windows- stýrikerfið með ólöglegum hætti. Microsoft hafi þannig skaðað keppinauta sína og brjóti gjörðir fyr- irtækisins í bága við samkeppnislög einstakra ríkja í Bandaríkjunum og má sækja Microsoft til saka í við- komandi ríkjum, að því er segir í úrskurðinum, sem Microsoft kveðst munu áfrýja. „Við erum mjög ánægð með þenn- an úrskurð," sagði Joel I. Klein, að- stoðardómsmálaráðherra Banda- ríkjanna. „Pessi niðurstaða mun koma neytendum til góða og örva samkeppni og frumkvæði hátækniiðnaðarins." Nasdaq fellur vegna Microsoft Töluverður titringur vai- á bandaríska verðbréfamarkað- inum í gær eftir að ljóst var að úrskurður dómara í máli Microsoft myndi liggja fyrir síðar um daginn. Verðbréf fyrirtækisins lækkuðu til að mynda um 14,47% vegna gruns um að dómurinn félli ekki fyrirtæk- inu í hag. Lækkun á bréfum Microsoft hafði þá umtalsverð áhrif á stöðu Nasdaq-vísitölunnar sem féll um 348,58 punkta, eða 7,63%. Þetta er mesta fall Nasdaq á einum degi til þessa, en vísitalan stendur nú í 4,223.74 punktum. Obuchi heila- dauður FJÖLMIÐLAR í Japan sögðu í gær að stjórn landsins kynni að segja af sér í dag til að þingið gæti kosið nýjan forsætisráð- herra í stað Keizo Obuchis sem er í dái á sjúkrahúsi í Tókýó eftir að hafa fengið heilablóðfall um helgina. Skýrt var frá því í gærkvöld að Obuchi hefði verið úr- skurðaður heiladauður. Líklegast þykir að Yoshiro Mori, framkvæmdastjóri Frjálslynda lýð- ræðisflokksins, verði valinn eftir- maður Obuchis, en hann nýtur stuðnings helstu fylkinga innan flokksins. Komeito-flokkurinn, sem nýtur stuðnings búddatrúarmanna, er einnig sagður munu styðja Mori og er gert ráð fyrir að ný ríkis- stjórn kunni að hafa verið mynduð fyrir lok vikunnar. Mori var menntamálaráðherra 1983, en varð að segja af sér nokkr- um árum síðar vegna spillingar- mála sem tröllriðu Frjálslynda lýð- ræðisflokknum. Mori fékk síðan annað tækifæri til að klifra upp metorðastiga flokksins 1992 þegar hann var gerður að ráðherra utan- ríkisviðskipta og iðnaðarmála. Hann hefur verið næstvaldamesti forystumaður flokksins frá 1998. Tókýd. AFP. Yoshiro Mori ■ Leit hafin/26 -------------- Aukin net- væðing SÞ Sameinuðu þjóðirnar. AFP, AP. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kynnti í gær hugmyndir um aukna netvæðingu SÞ í skýrslu með tillögum um nýja forgangsröðun í starfi samtakanna á 21. öldinni, en skýrslunni er ætlað að gefa tóninn fyrir þúsaldarráðstefnu samtakanna, sem haldin verður í New York í september. í máli sínu lagði Annan m.a. áherslu á þær ógnir sem mannkyn- inu stafar af fátækt, sjúkdómum og kjarnorkuvopnum, en mælti auk þess með tafarlausri endurskipu- lagningu öryggisráðsins. „Ráðið er byggt á þeirri valddreifingu sem ríkti 1945 og endurspeglar því ekki heiminn eins og hann er nú,“ sagði Annan. í skýrslunni er einnig fjallað um netvæðingu SÞ, en samtökin ætla m.a. að setja upp 10.000 vefsíður á Netinu til að bæta upplýsinga- streymi fyrir sjúkrahús í þróunar- ríkjunum. Þá verður sérstökum sjálfboðaliðasveitum falið að þjálfa íbúa fátækra ríkja í að nýta sér Net- ið. MORGUNBLAÐIÐ 4. APRÍL 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.