Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐ JUDAGUR 4. APRÍL 2000 41 Um kokka o g þjóna framtíð- arinnar SÚ þróun sem á sér stað í matvæla- og veit- ingagreinum hér á landi er hröð, hægt er að tala um sprengingu í þessum efnum á und- anförnum árum. Stöð- ug aukning er á ferða- mönnum til landsins, margfalt fleiri lands- menn ferðast um inn- anlands en áður, fólk fer oftar út að borða á veitingahúsunum, og það eru veisluhöld úti um allan bæ í mat og drykk. Sumarhótel og sumargististaðir með matreiðslumönnum og þjónustufólki eru úti um allt land, veitingahús og allskonar matsölustaðii' spretta upp. Sem matreiðslumaður og veitinga- Fagmennska Faglærða matreiðslu- menn og þjóna vantar, segir Jakob H. Magnus- son, á nánast hvern ein- asta matsölustað og hót- el í borginni og úti á landsbyggðinni. maður er gífurlega gaman að fylgj- ast með þessari þróun sem ekkert lát virðist vera á. Margir frábærir fagmenn með mikinn áhuga og hæfni í sínu starfi hafa komið inná markaðinn undanfarin ár, en samt alltof fáir, og það veldur mér tals- verðum áhyggjum. Hvernig eigum við að manna með hæfu, faglærðu starfsfólki alla þessa veittingastaði og hótel sem upp hafa risið? Störfin sjálf Undanfarin ár hefur fjölgun mat- reiðslu- og þjónanema í Hótel- og matvælaskólanum staðið í stað eða þeim jafnvel farið fækkandi ef eitt- hvað er. Er þó skólinn með frábæra aðstöðu fyrir kennslu í þessum greinum, innlendir og erlendir fag- menn og gestir sem hafa skoðað skólann verið sammála um að að- staðan þar sé einsog best verður á kosið og sé á heimsmælikvarða. Samt sem áður virðist áhugi ungs fólks fyrir þessum starfsgreinum fara minnkandi eftir að hafa verið í nokkurri uppsveiflu um tíma. Menn hafa verið að leita svara við þessari þróun og nefna tölvuæðið, vakta- vinnuna, launamálin, minnkandi áhuga á iðngreinum almennt, að- búnað á vinnustöðum, langan vinnu- dag (12 til 14 tíma vaktir) og einnig stuttan lífaldur í þessum iðngrein- um, þ.e. margir hætta að vinna í þessum greinum upp úr 45 til 50 ára aldri. Ég held að svarið liggi í þessu öllu og ef að við meistararnir viljum virkilega gera eitthvað til að snúa þessu við verðum við að hlúa að fag- inu okkar og reyna að gera það áhugaverðara fyrir unga fólkið sem er að leita fyrir sér með framtíðar- störf. Sú góða hug- mynd hefur komið fram að matreiðslu- menn og þjónar fari í fullum skrúða út í skól- ana og kynni fyrir nemum kosti þess að læra þessar faggreinar og segi frá sínum ferli um leið. Fyndist mér vel athugandi að gera þetta. Um kosti þess að taka sveinspróf í þess- um greinum má nefna meðal annars að þú getur nýtt þér námið til framhaldsnáms í meistaraskólanum og haldið síðan áfram þaðan. Starfið er ótrúlega fjölbreytt og nægir þar að nefna alla veitingahúsaflóruna, hót- elin, veiðihúsin, sumarstaðina sjúkrahúsin, heilsufæði, auðvelt er að fá störf erlendis, skemmtiferða- skip, og er þá fátt eitt upptalið, mat- reiðsla og framreiðsla eru alþjóðleg fög í orðsins fyllstu merkingu. Kokka- og þjónahallæri í landinu Eins og ég kom inn á vantar fag- lærða matreiðslumenn og þjóna nánast á hvern einasta matsölustað og hótel í borginni og úti á lands- byggðinni. Fer ástandið sífellt versnandi með fjölgun staðanna sem margir hverjir hafa brugðið á það ráð að ráða til sín ófaglært fólk í stöðurnar. Mikil umræða hefur einnig verið í Fræðsluráði hótel- og matvælagreina um hvernig megi auka áhugann bæði hjá nemum og meisturum í þessum og öðrum skyldum faggreinum og þar á bæ hafa menn miklar áhyggjur af þró- uninni en um 100 laus nemaleyfi munu vera vannýtt. Ég held að við matreiðslumeistar- ar getum lagt okkar af mörkum til að snúa þessari þróun við og hvatt unga fólkið til þess að læra fagið okkar og útskýrt þá spennandi kosti sem fylgja því að vera útlærður mat- reiðslumaður eða þjónn. Einnig ættu menn að skoða sjálfir þá kosti sem fylgja því að hafa nema á sínum snærum. Má t.d. nefna að þú ert með samningsbundinn starfskraft í 4 ár, þú verður sjálfur að rifja upp ýmislegt í faginu, þú kemst í tengsl við skólann aftur, þú verður að fylgj- ast með nýjum straumum og stefn- um í matargerðarlistinni og þú við- heldur því að góðir fagmenn í matreiðslu koma út á vinnumarkað- inn. Höfundur er matreiðslumeistari og veitingamaður. gsm897 3634 Þrif á rimlagluggatjölcium. Jakob H. Magnússon FÁKAFENI 11 • S: 553 1788 Ný höfuðborg? STEFÁN frændi minn, frambjóðandi hjá krötum, lofar mjög stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hún gaf höfuðborginni engan þingmann, íbú- um hennar engan at- kvæðisrétt, enda skyldi þarna vera bæði þing og stjórnsýsla. Væntan- lega gildir enn_ þessi stjórnarskrá. Á ís- landi hefur höfuð- borgin 19 þingmenn af 63, nær þriðjung, og þéttbýlið í ki-ing 12, samtals 31 eða helming þing- manna. Nú er ákveðið að fjölga þeim til muna. Líklega er það rétt hjá frænda mínum í Samfylking- unni, að stjórnarskrá Bandaríkj- anna sé betri en sú íslenzka. Algilt er það ekki, að sterkur láti aðra gjalda aflsmunar, en stöð- ug hætta. Fáum dylst að byggðir úti um land eiga í vök að verjast, þar fer íbúum fækkandi, en fjölgar að sama skapi við Faxaflóa. „Fólk vill ekki eiga heima úti á landi, það vill koma hingað og við eigum að taka vel á móti því,“ sagði vinur minn, flugmaður, sem mótmælti virkjun á Austurlandi. Mér hnykkti nokkuð við. Var þetta satt? Er ekki hitt oftar að fólk er til neytt: Vegna veikinda - spít- alinn er í Reykjavík, jafnvel lækn- irinn aðeins þar. Vegna skólag- öngu - skólar a.m.k. æðri skólar til skamms tíma nær allir í borginni. Vegna atvinnu, betri kjara, ódýr- ari húshitunar ... Nú síðast engin glóra í að byggja hús, kaupa né endurnýja þar sem fasteignir verða verðlausar, ónýt veð fyrir lánum og óseljanlegar af því að fólkið flytur burt, eina öryggið að flytja sjálfur, þótt maður vilji það einmitt ekki ... En ef við byggjum nú bara nýja höfuðborg úti á landi? Á Héraði, að Egilsstöðum? Tengda með göngum (Aðalstræti) í minna en 100 m hæð (sbr. Breiðholt) öllum bæjum niðri á fjörðunum. Viti menn: Þetta sjónarmið er allt í einu komið upp á yfirborðið svo um munar og enginn er lengur maður með mönnum nema vera með í umræðunni! Höfuðborg segja menn reyndar ekki nema til áherzlu, en sjálfur borgarstjórinn í Reykjavík sýnir þann skilning og kjark að ganga hér fram fyrir skjöldu og tala óhikað um byggðakjarna til mótvægis við höfuð- borgina og annað þéttbýli við Faxaflóa. Til mótvægis - en jafnframt er það skil- ið, að höfuðborg ber að vera höfuðborg alls íslands, allrar þjóðar- innar. Hún á skyldum að gegna við að byggja upp landið - fyrir austan, norðan og vestan. Henni er og sjálfri fyrir beztu að vaxa hægt, þjóðflutningunum utan af landi fylgir mikill kostnaður og önnur vandkvæði. Þetta er hin nýja og áhugaverða umræða sem Stjórnarskrá * Höfuðborg alls Islands, allrar þjóðarinnar, segír Guðjón Jónsson. Hún á skyldum að gegna við að byggja upp landið - fyr- ir austan, norðan og vestan. er að hefjast og snýst ekki aðeins um byggðakjarna fyrir austan, heldur líka fyrir norðan og vestan og líka um velferð höfuðborgarinn- ar. Látum hana vísa veginn m.a. til að móta skynsamlega skipun kjör- dæma og jöfnun atkvæðisréttar. Fyrstur til að skrifa um þessar hugmyndir mun hafa verið Valdi- mar Kristinsson viðskipta- og landfræðingur fyrir næstum 40 ár- um eða árið 1963. Grein hans um „Þróunarsvæði á íslandi“ birtist í Fjármálatíðindum, „þar sem mælt var með eflingu þéttbýlis í hverj- um landshluta og bættu vegakerfi svo að hvergi tæki mjög langan tíma að sækja ýmsa þjónustu sem nútíma lífshættir byggjast á“ eins og höfundur segir í Morgunblaðinu 6. júní 1999, þar sem hann minnir á grein sína frá 1963. Og enn segir hann: „... þessum tillögum var afar vel tekið. Þannig var greinin end- urprentuð bæði í Morgunblaðinu og Tímanum, sem sjaldan voru sammála á þeim tíma um viðkvæm pólitísk málefni. Einnig var málið rætt á fjölda funda að lokinni framsögu og voru undirtektir á sama veg.“ Þrátt fyrir svo góða byrjun varð hér ekki framhald á sem skyldi - hver veit nema nú sé stundin runnin upp. í grein sinni í Mbl. fjallar Valdimar enn um afar mik- . ilvægt efni, sem hefur lítt eða eða ekki verið í umræðunni um virkj- anir og stóriðju, og ber hún heitið: Hefur jarðfræðin gleymst? Hann bendir með skýrum rökum á þann raunverulega háska af náttúru- hamförum, m.a. eldgosum, sem hér er við bæjardyr okkar í Reykjavík og víðar við Faxaflóa, en er varla eða alls ekki til staðar á Austurlandi. Ekki sízt gæti veg- um og lögnum öllum og tenging- um, í jörðu og á, verið hætta búin ef .... já EF illa fer. Auk öryggismála fjallar Valdim- ar enn um eflingu byggðakjarna og leggur áherzlu á gildi þess að þeir tengist sem bezt um Norð- austurland, frá Eyjafirði til Aust- fjarða. Vissulega hefur hann einn- ig hér lög að mæla. En vandinn er sá hversu margt og fjárfrekt þarf að gera strax - fyrst af öllu! Að líkindum er Akureyri sterkari en Austfírðir og fær frekar staðizt um hríð, meðan hið allra brýnasta er gert þeim til bjargar. Akureyri mun líka styrkjast við þróun öfl- ugs byggðakjarna eystra, hann er réttu megin! Ef nú hillir undir stórvirkjanir og tilheyrandi byggð við Öxarfjörð mætti ætla að ^ byggðatenging yi'ði þarna helzt með ströndinni, um bæi í Vopna- firði, Þórshöfn og Húsavík. Áhuga- vert. Allt þetta mun erfitt að meta og verður ekki reynt hér. Það er þó einmitt þetta, ásamt öðrum þáttum að sjálfsögðu, sem nú kall- ar flestu öðru fremur á úrvinnslu forystumanna og sérfræðinga og er vel að komi líka inn í almenna umræðu um þjóðmál. Með kveðju til vinar míns, flug- mannsins, og annarra áhugasamra. Höfundur er fyrrverandi kennari. Guðjón Jónsson Sumarbúðir KFUM Skráning í sumarbúðirnar Vindáshlíð hefst föstudaginn 7. apríi og í sumarbúðirnar Kaldárseli, Ölveri og Hólavatni mánudaginn 10. april kl. 8. Skráning í sumarbúðimar í Vatnaskógi hefst miðvikudaginn 5. apríl kl. 8:00 /húsi kfum og kfuk við Hoitaveg. Einnig er tekið við skráningum í síma 588-8899. Flokkaskrá sumarsins birtist í sunnudagsbladi Morgunblaðsins (2. apríl). Hana er einnig að finna á bls. 629 í textavarpi sjónvarpsins og á heimasíðu KFUM og KFUK www.kfum.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.