Morgunblaðið - 04.04.2000, Síða 53

Morgunblaðið - 04.04.2000, Síða 53
MORGUJvBLAÐlÐ MINNINGAR ÞRÍÐJUDAGUR 4. APRÍL 200Ó þér eina sögu af frænda okkar,“ sagði hann lágt. „Ég vO ekki gera það hér svo ég ónáði ekki starfsfólidð. Ég segi þér hana prívat.“ Arni frændi á eftir að segja mér þessa sögu prívat. Þá sitjum við með ömmu og afa og öllum ættingjunum sem eru farnir á undan okkur og bíða okkar í himnaríki - eins og amma Inga var alltaf sannfærð um. Við af- komendur hennar þykjumst líka vita að öll eigum við eftir að hittast aftur. Þá verður Árni búinn að fá það dýr- mætasta sem hann hafði átt og tapað, sjónina. Það er alltaf sárt að missa þá sem maður elskar. Það breytir engu að vita að Árni frændi fann mikið til og leið illa síðustu vikumar af lífi sínu. Það breytti engu þótt hann væri í höndunum á yndislegu starfsfólki deildar L-3 á Landakotsspítala; spítalanum sem honum fannst best að dvelja á. Vanlíðanin var mikil og það var erfitt að horfa upp á þennan stóra og sterka mann líða. Auðvitað vitum við öll að hvfldin er kærkomin þeim sem þjáist. En það er samt sárt að horfa á eftir honum og ég sakna hans. Ég sakna símtalanna okkar. Við Arni vorum miklir vinir og síðustu árin höfðum við nánast daglegt sam- band. Síminn var honum jafn dýr- mætur og hann var ömmu Ingu eftir að hún missti sjónina. Hann var þeirra tenging við umheiminn. Ég sakna þess að geta aldrei aftur hringt í „alfræðiorðabókina mína“ eins og ég kallaði frænda minn oft. Ég sakna þess að eiga ekki lengur neinn að sem ég get hringt í og sagt: „Árni frændi. Ert þú til í að koma í boðið tfl mín svo það verði skemmtilegt?" Eitt dæmi er vert að nefna hér um hversu auðvelt Árni átti með að tala við fólk. Lízella dóttir mín fékk í heimsókn tékkneskan, ungan mann sem hún hafði skrifast á við. Þetta virtist hinn elskulegasti drengur af bréfunum að merkja, en honum reyndist auðveldara að tjá sig á prenti en í töluðu máli. Eftir nokkra þögla daga bað Lízella Áma ömmu- bróður sinn að koma og athuga hvort eitthvað væri að. Saman sátu þeir, Árni og sá tékkneski, í heilt kvöld - og það munaði ekki miklu að Árni hafi getað rakið ættir hans í Tékk- landi! Árni skfidi engan veginn hvað Lízella átti við að maðurinn talaði ekki... Já, Árni frændi gat fengið steina til að tala, um það sannfærð- umst við Lízella þetta kvöld. Kristine eiginkona hans, bömin hans ogbarnabörn vora eins og klett- ar í lífí Áma í veikindum hans og þeg- ar hann kvaddi vora þau öll á staðn- um; Kristine við hlið hans, eins og hún hafði alltaf verið. Hann móður- bróðir minn hefði aldrei getað fengið betri konu en Kristine. Það, hvemig hún annaðist hann blindan og veikan, er nokkuð sem fáir, ef nokkur, geta leikið eftir. Það var aðdáunarvert að horfa á Kristine annast Ama. Þolin- mæðin og þrautseigjan var ótrúleg. Ég kveð elskulegan móðurbróður minn með söknuði. Með Áma frænda er farinn síðasti hlekkurinn úr fjöl- skyldukeðjunni - og það er kannski það sem er svo erfitt að horfast í augu við: Að við, „unga fólkið", eram að verða elsta kynslóðin. Takk elsku frændi minn fyrir öll skemmtilegu símtölin okkar. Takk SOLSTEENAR Legsteinar í Lundi vlA Nýbýlaveg, Kópavogl Sími 564 4566 fyrir allar góðu stundirnar. Takk fyr- ir að hafa gefið okkur í fjölskyldunni þín einstöku börn og barnaböm. Þau era verðugir minnisberar þínir - á þeim má sjá hversu góður faðir og afi þú varst. Hvfldu í friði elsku frændi minn. Ég veit að þú færð góða heimkomu þar sem þau bíða þín vinir þínir sem fóra á undan þér, amma - og afi, sem þú saknaðir svo sárt. Við systurnar, börnin okkar og litla systir þín þökk- um þér langa og góða samfylgd og hlökkum til að hitta þig aftur þegar okkar tími kemur. Ég kveð þig með ferðabæninni hans afa Kristjáns, sem ekkert okkar leggur af stað í langferð án: Egbyijareisumín Jesús í nafni þín. Höndin þín helg mig leiði úr hættum öllum greiði. Jesús mér fylgi í friði með fógru englaliði. (Hallgrímur Pétursson.) Anna Kristine. Einn daginn á spítalanum þar sem Árni Kristjánsson lá banaleguna sát- um við Hans Kristján þar og hann spurði föður sinn hvort hann myndi hvenær hann hefði fyrst hitt mig. Já, sagði Árni, Einar var þá með Halla Gísla í kaffi niður á Hótel Borg. Og það var svo, þótt ég væri ekki með það í huga þá stundina. En okkar tengsl urðu í raun við það, að við Elsa fóram að hittast og ég að koma heim til hennar á æskuheimili hans á Smáragötu 3. Kona mín var uppeldis- dóttir þeirra heiðurshjóna, Kristjáns Einarssonar og Ingunnar Árnadótt- ur, foreldra Árna. Við urðum þannig vinir árið 1955 og strax eins og að við hefðum alltaf þekkst. Svo gat það auðvitað ekki hafa verið þegar ald- ursmunur var 6-7 ár á stráksaldrin- um þótt á sömu slóðum væri. En oft lá leið okkar til þeirrar Kristine á þeim áram er heimilið var á Ás- vallagötu og þar vora þeirra sérlega fallegu og prúðu börn, Hans Krist- ján, Guðrún og Ingunn enn unglingar en Einar lítið barn. Þangað var alltaf svo sérstaklega skemmtflegt og gott að koma. Fljótlega lá leið okkar Elsu til útlanda og í heimsóknum heim var það ekki lítils virði að hitta Árna og fá þjóðfélagsmyndina í hnotskurn. Það er mjög til siðs að vera alþjóð- lega sinnaður á íslandi nú til dags. Við búum líka í opnu þjóðfélagi sem seilist mjög til tækifæranna utan landsteinanna, en við eldri kynslóðin megum muna tímana tvenna í þeim efnum. Á árum áður og vel fram yfir miðjan aldur minn var Island nánast ótrúlega lokað land þar sem allt var reyrt í boð og bönn. Árni Kristjáns- son var fyrst og síðast sá maður, sem sá og skildi hver hagur það væri ís- lensku efnahagslífi að efla atvinnu- og fyrirtækjatengsl við erlenda aðila. Ekki þessar eilífu erlendu lántökur, sagði Ámi. Fáum þá heldur hingað með okkur í áhættufjárfestingar. Þó að hann væri þar vel á undan sinni samtíð vfldi Árni ekki sitja með hend- ur í skauti. Síður en svo. Sjálfur kom ég með honum að stofnun niðursuðu- verksmiðjunnar Norðurstjörnunnar í Hafnarfirði, sem var tilkomin að framkvæði Arna. Hann var fram- kvæmdastjóri og aðaleigandi Dósa- GARÐH EIMAR BLÓMAliÚÐ • STEKKJAKBAKKA v SÍMI 540 3320 Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 HÓTEL LOFTLEIÐIR verksmiðjunnar, sem vantaði aukin verkefni og fór þá á fund Christian Bjelland í Stavanger. Var hugmynd Árna að Bjelland færi í samstarf við íslenska aðila til framleiðslu á niður- soðinni reyktri „kippers“-sfld sem var komin í strand í Noregi vegna al- gjörs aflabrests á sfldveiðum. Vora norsku aðilarnir reiðubúnir til þess enda framleiddi Árni dósirnar. Þetta tókst ekki sem skyldi vegna tímatafa við framkvæmdir meðfram vegna eldsvoða. Löngu síðar vann Arni mikið að góðri hugmynd um nýtingu jarðvarma tfl samstarfs við Hollend- inga í blómarækt. Dugur Árna Krist- jánssonar og þor til að fara til slíkra átaka, sem því miður urðu ekki arð- bær fyrirtæki, skal minnst með þakklæti og virðingu að honum látn- um. Árni átti reyndar ekki lengra að sækja áhuga sinn á erlendum við- skiptum og tengslum en til föðurhús- anna. Að loknu stúdentsprófi og námi í viðskiptafræði í Skotlandi réðst hann til starfs hjá SÍF en Kristján Einarsson gegndi þar um árabfl starfi forstjóra. Kristján var einnig ræðismaður fyrir Kúbu, sem þá var kaupandi íslensks saltfisks, og að- stoðaði Árni hann við ræðismanns- störfin. Þá er Arni var orðinn for- stjóri Dósaverksmiðjunnar varð hann ræðismaður fyrir Holland árið 1962 og síðan aðalræðismaður frá 1966 til 1991. Ég tel að óvenjulegir mannkostir Árna hafi hvað best notið sín í störf- um ræðismannsins. Sjálfur hef ég mikla reynslu af samstarfi við ís- lenska ræðismenn austan hafs og vestan og veit mætavel hvflkur styrk- ur það er að eiga góða ræðismenn í löndum utan dvalarlands sendiherr- ans. Sendiherrar Hollands á íslandi sitja í London en þar hef ég reyndar verið sendiherra Islands. Þá er það svo að íslenski sendiherrann í London er jafnframt sendiherra í Hollandi. Af þessum sökum áttum við sendiherrar þessara tveggja landa í London mjög náið og reyndar gott samstarf. Ekki hafði ég neitt undan mínum ræðismönnum í Hollandi að kvarta. Síður en svo. En ég held að þeir hafi varla verið hálf- drættingar á við þann hollenska aðal- ræðismann í Reykjarik, sem var Ami Kristjánsson. Þetta barst oft í tal við minn hollenska kollega í London þessi árin en það var Rein Huyde- cooper, einn besti og reyndasti diplómat þeirra. Sömu sögu var af Árna að segja í utanríkisráðuneytinu í Haag. Þá er frá því að segja, að Ami hafði þegið þá guðsgjöf að geta án tilgerð- ar en með viðeigandi virðuleika náð Varanleg minning 6P meitlub ístein. Ii S. HELGASOIU HF ISTEINSMIÐJA Skemmuvegi 48, 200 Kóp. Sími: 557-6677 Fax: 557-8410 Netfang: sh.stone@vortex.is t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRIÐRIKA HALLGRÍMSDÓTTIR, sambýlinu Bakkahlíð 39, Akureyri, andaðist á iyflækningadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri mánudaginn 3. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, Hallbjörg Þórhallsdóttir, Örn Herbertsson, Nanna Kristín Jósepsdóttir, Rafn Herbertsson, Svaia Tómasdóttir, Sveinbjörn Smári Herbertsson, Hansína Sigurgeirsdóttir, Hjörtur Herbertsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓSK JÓHANNA KRISTJÁNSSON, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnu- daginn 2. apríl. Kristján Ólafsson, Ólafur T. Kristjánsson, Ann Kristjánsson, Guðný Kristjánsdóttir, Gísli Kristjánsson, Þorvaldur Kristjánsson, Jóna Ólafsdóttir, Flosi Kristjánsson, Ragna Þórhallsdóttir, Sævar Kristjánsson, Pétur Kristjánsson, Ólafur G. Kristjánsson, fris Arnardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t ÁRNI HALLDÓRSSON hæstaréttarlögmaður, Egilsstöðum, lést föstudaginn 31. mars síðastliðinn. Útför hans verður gerð frá Egilsstaðakirkju laug- ardaginn 8. apríl nk. Athöfnin hefst kl. 11.00. Jarðsett verður á Borgarfirði eystra siðar sama dag. Kristín Gissurardóttir, Gissur Þór Árnason, Stefanía Steinþórsdóttir, Halldór Árnason, Þórunn S. Einarsdóttir, Þórhallur Árnason, Guðlaug Backmann, Gunnar Árnason, Jóhanna Pálmadóttir, Anna Guðný Árnadóttir, Rannveig Árnadóttir. + Útför VALGEIRS JÓNSSONAR frá Ingólfsfirði, verður gerð frá Lágafellskirkju miðvikudaginn 5. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta Barnaspítala Hringsins njóta þess. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Helga Skaftfeld. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, HANNES SIGURÐUR ALEXANDERSSON, verður jarðsunginn frá Suðureyrarkirkju laugar- daginn 8. apríl kl. 14. Liliy Gullborg Samuelsen, Halldóra Hannesdóttir, Viðar Arnar Baldursson, Oddur Alexander Hannesson, Fjóla Ingvarsdóttir, barnabörn og systur hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.