Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐJÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Deiliskipulag verslunarlóðar á afhafnasvæði á Gleráreyrum verði samþykkt Bygging verslunarmiðstöðvar eykur verðmæti fasteigna SKIPULAGSNEFND Akureyrar samþykkti á fundi sínum á föstudag að leggja til við bæjar- stjórn að tillaga að deiliskipulagi verslunarlóðar og athafnasvæðis á Gleráreyrum yrði samþykkt. Athugasemdir bárust frá þremur aðilum við til- löguna og sagði Vilborg Gunnarsdóttir, formaður skipulagsnefndar, að við afgreiðslu tillögunnar í nefndinni hefði verið tekið tillit til ýmissa þeirra athugasemda sem bárust. „Við teljum okkur hafa komið til móts við at- hugasemdirnar eins og frekast var unnt og því uppfyllt það samkomulag sem gert var á milli lóð- areigenda á Gleráreyrum og bæjarins," sagði Vil- borg. I bókun skipulagsnefndar er jafnframt bent á aukið aðdráttarafl svæðisins og meiri umferð vegna byggingar verslunarmiðstöðvarinnar getur falið í sér ákveðna verðmætaaukningu fasteigna á svæðinu. Húseignir á svæðinu gætu á þeim for- sendum fengið annað og verðmætara hlutverk en mögulegt hefði verið að óbreyttu. Mætti því álykta að óhagræði sem fasteignaeigendur á svæðinu verða fyrir og umdeildar breytingar frá ástandi, sem í sjálfu sér hefur ekki verið til fyrir- myndar, sé vegið upp með breyttu umhverfi og Morgunblaðið/Kristján Á Gleráreyrum er byrjað að rífa niður hús- eignir sem þurfa að víkja í tengslum við upp- byggingu nýrrar verslunarmiðstöðvar á svæð- inu, þar sem íjölmargar verslanir verða til húsa. þróunarmöguleikum svæðisins, segir ennfremur í bókun nefndarinnar. Athugasemdir bárust frá nokkrum eigendum fasteigna við Dalsbraut 1 þar sem fram kemur að þeir telji að um of sé gengið á rétt þeirra til hags- bóta fyrir hina nýju verslun sem rísa á á austur- enda lóðarinnar. Einnig vilja þeir að aðkeyrslu verði breytt þannig að unnt verði að koma að byggingunum bæði að vestan og austan og að komið verði upp hringtorgi við austurendann. Jafnframt að svokallaður Verksmiðjuvegur verði ekki færður meira en 5 metra til vesturs. Góðan aðgang fyrir gangandi og hjólandi Fyrir hönd Bakarísins við brúna er mótmælt að færa Verksmiðjuveg til vesturs og skerða aðkomu að fyrirtækinu. Einnig er mótmælt flutningi á að- komu úr norðri og austri þannig að aðkoma að bakaríinu gerbreytist og verður óviðunandi. Pétur Halldórsson leggur til að gert verði ráð fyrir bílastæðahúsi í tengslum við verslunarmið- stöðina þar sem bflastæði séu of fá, jafnvel þótt ekki verði ráðist í slíkt hús í fyrsta áfanga. Einnig bendir hann á að leggja þurfi áherslu á góðan að- gang gangandi og hjólandi vegfarenda að versl- unarmiðstöðinni, bæði með góðum stígum og hjólastæðum með vönduðum hjólafestingum. Stórtónleikar Kórs Tónlistarskólans á Akureyri Yinsæl söng- leikjalög flutt KÓR Tónlistarskólans á Akur- eyri ásamt _ hljómsveit efnir til tónleika í Iþróttaskemmunni á Akureyri annað kvöld, miðviku- dagskvöldið 5. apríl, kl. 20.30. Stjórnandi er Michael Jón Clarke. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar Tónlistarskólanum á Akureyri, sem mun nýta ágóð- ann til hljóðfærakaupa en allir sem þátt taka gefa vinnu sína. Á tónleikunum verður flutt söngleikjatónlist, m.a. úr The Phantom of the Opera og Josep eftir Andrew Lloyd Webber, tónlist eftir Rodger og Hammer- stein, tónlist úr West Side Story eftir Leonard Bernstein og Stephen Sondheim og fleiri. Ein- söngvarar eru Pálmi Gunnars- son, Sif Ragnhildardóttir og Margot Kiis ásamt félögum úr kórnum. Hljómsveitina skipa Kjartan Valdimarsson, hljóm- borð, Jaan Alavere, hljómþorð, Kaldo Kiis, hljómborð, Agn- ieszka Chelkowska, píanó, Stef- án Ingólfsson, bassi, Kristján Edelstein, gítar og Bendikt Brynleifsson, trommur. I tilefni tónleikanna heur verið leigt vandað og öflugt hljóðkerfi frá Reykjavík og styrkir Akur- eyrarbær tónleikana með leigu á kerfinu. Þá styrkja framtakið einnig; Sparisjóður Norðlend- inga, Penninn-Bókval, Ásprent, Fremri, kynningarþjónusta, ís- lensk verðbréf, KEA, Flytjandi, Eimskip, TVG Zimsen, Dagur og Sjóvá-Almennar. Miðaverð á tónleikana er 1.500 krónur fyrir fullorðna, en 500 krónur fyrir börn innan 12 ára. Hjalti Jón Sveinsson, skóla- meistari VMA, ræðir við nemendur Síðuskóla í nýju húsnæði tréiðnaðardeildar skólans. Fjöl- menni ÍVMA FJÖLMENNI heimsótti Verk- menntaskólann á Akureyri um helgina, en þá opnuðu starfsmenn og nemendur skólans dyr sínar og kynntu þá íjölbreyttu starf- semi sem þar fer fram. Sérstök áhersla var lögð á að kynna starfsnáms- og verknámsbrautir skólans og var starfsemi í fullum gangi þannig að starf deildanna var gestum sýnilegt. Þá heimsóttu hátt í fjögur hundruð grunnskólanemendur, 10. bekkingar, skólann á föstu- dag og var þeim kynnt starfsem- in, en gera má ráð fyrir að stór hópur nemenda mun sækja framhaldsnám í skólann á næsta vetri. Málþing um stefnumótun Akureyrarbæjar í menningarmálum Málþingið verður í Deiglunni, iaugardaginn 8. aprílkl. 13.30 til 18.00 Dagskrá: Fundarstjóri Birgir Guðmundsson, aöstoöarritstjóri Dags. • Kynning á tillögum og framkomnum gögnum. • Þröstur Ásmundsson, formaður menningarmálanefndar. • Aðrar hugmyndir eða áhersluatriði: Valgerður Bjarnadóttir, formaður Leikfélags Akureyrar. Guðmundur Ármann, myndlistarmaður. Þórgnýr Dýrfjörð, formaður Gilfélagsins. • Kaffihlé. • Umræðuhópar að störfum. • Skil umræðuhópa og almennar umræöur. • Málþingi slitið. Allir velkomnir. Menningarmálanefnd. Morgunblaðið/Kristj án Selir vekja athygli TVEIR selir sem komu upp úr vök bryggju, hafa vakið óskipta at- inn og annar þeirra lá enn á ísn- í fjöruborðinu við Drottningar- hygli meðal vegfarenda. Þeir lágu um í gær og virtist ekki á honum braut, skammt sunnan Torfunefs- þar í makindum allan sunnudag- neitt fararsnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.