Morgunblaðið - 04.04.2000, Side 49

Morgunblaðið - 04.04.2000, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 49 HESTAR frjálslega til að hljóta náð dómar- anna en ganglag folans og fótaburð- ur er sérlega athyglisverður. Einum leynihesti og knapa var boðið til leiksins og kom sá síðarnefndi fram með grímu. Um var að ræða frægan hest, Valíant frá Heggstöðum, en knapinn var Erlingur Erlingsson sem flestir þekktu en verr gekk að bera kennsl á Valíant þar sem litað hafði verið yfir hvíta nös hestsins. Þetta uppátæki setti nokkra spennu í keppnina fyrirfram og mikið spáð í hvaða leyninúmer væri á ferðinni. Nýstárlegi nafn á hnakki Hver aðgöngumiði gilti að venju sem happdrættismiði og voru fimm vinningar í boði. Nýr hnakkur sem ber nafnið Sleipnir 21,16 sem er heimsmetstíminn sem Sigurbjörn setti í 250 metra skeiði á HM í fyrra en hann hefur hannað hnakkinn. Einnig var í vinning nýtt hjálpar- beisli sem hægt er að nota í reið framan við hnakkinn og þá voru að síðustu þrír folatollar í verðlaun. Var það hjá þeim feðgum Svarti frá Unalæk og syni hans Núma frá Þór- oddsstöðum og Þengli frá Kjarri sem áður var minnst á og voru þeir allir sýndir þarna. Vakti sá síðastn- efndi mesta athygli fyrir ýmissa hluta sakir. Hann hefur í fyrsta lagi aldrei komið fram áður og er mjög litfagur og góður á tölti og brokki. Þeir feðgar hafa oft komið fram áð- ur og þeirra aðalnúmer, skeiðið, er ekki hægt að sýna í skautahöllinni sökum þrengsla. Þaulsetudraugurinn kominn á kreik Nú er ístöltið búið að tryggja sig vel í sessi, þetta er viðburður sem hestamenn sýna mikinn áhuga, að- stæður afar sérstakar og skemmti- legar. Nánd áhorfenda er mikil, þeir taka virkan þátt í keppninni og ósparir að láta ljós sitt skína. Eitt skyggði þó örlítið á stemmninguna. Var þar kominn á kreik gamall draugur sem lengi hefur viljað loða við hestamenn og samkomur þeirra, draugur sem lengi hefur til dæmis leikið lausum hala í Reiðhöllinni í Víðidal. Hér er átt við þaulsetu- drauginn. Það virðist vera svo að hestamenn geti ekki haldið sam- komur án þess að ofhlaða þær dag- skrá og breyta því sem vel getur verið hóflega löng samkoma í margra klukkustunda þaulsetu. Fólk var mætt á staðinn hálfátta og ístöltinu lauk um miðnættið. Um leið og ljóst var hverjar urðu lyktir mála í keppninni byrjaði fólk að streyma út, búið að fá nóg af langri setu og nennti ekki að horfa á verð- launaafhendinguna. Það er löngu sannað mál að ekkert vinnst með of- hlaðinni dagskrá og því þarft að kveða draug þennan niður með harðri hendi og koma honum út úr þessum ágætu samkomum og það sem fyrst. Þá þótti mörgum sem annars ágætur þulur keppninnar færi yfir strikið í gríni sínu um ýmsa keppendur og fleiri aðila. Er í því sambandi gott að hafa í huga hin fleygu orð Einars Benediktssonar aðaðgát skuli höfð í nærveru sálar. Annars var þetta góð samkoma í Skautahöllinni, að mörgu leyti sú best heppnaða til þessa. ERÐU DANSSYEIFLU Á TVEIM DÖGUM! æstu námskeið um helgina 557 7700 Áhugahópur um almenna dansþátttöku á íslandi hringdu núna BarnaP0851"1 Netfang: kod@simnetis Heimasíða: www.simnetis/kod „ Viðbrögð áhorfenda veittu mér aukið öryggi“ „ÞAÐ var rosalega skemmtileg til- finning að upplifa þessa stemmn- ingu og það fyllti mig auknu öryggi að fá þessi sterku viðbrögð strax í upphafi keppninnar," sagði Magnús Au-ngrímsson eftir hinn frækilega sigur á hryssu sinni Filmu í Skauta- höllinni á laugardag, „ég átti alveg eins von á því að geta unnið ef allt gengi upp eins og það hafði gert hjá okkur í vetur á ís. Mér fannst hún eiga nokkuð inni því ég keyrði hana ekki alveg eins og hún getur. Það getur verið áhættusamt á litlum og hálum velli í Skautahöllinni og ég var alltaf svolítið smeykur um að hún kynni að detta. Eg frumtamdi hana veturinn 96 en síðan tók Gylfi Gunnarsson við henni og sýndi hana á fjórðungsmótinu sem haldið var það ár og síðan hefur henni ver- ið haldið tvisvar þannig að ég hef ekki notið hennar mikið sjálfur. Ég hef ákveðið að stefna með hana í keppni B-flokks gæðinga hjá Fáki í vor og á landsmótið í framhaldinu ef allt gengur eftir sem að er stefnt. Þá mun ég halda henni í vor en hef nú ekki ákveðið endanlega hvaða hestur verður fyrir valinu. Það eru nokkrir sem koma til greina en það kemur í ljós síðar hver verður fyrir valinu og því best að vera ekki að nefna nein nöfn að svo komnu máli. Þá var ekki síður gaman að bera sigurorð af Sigurbirni Bárðarson þeim mikla keppnismanni og fyrr- um læriföður mínum og vinnuveit- anda,“ segir Magnús. Magnús var kampakátur að keppni lokinni og ánægður með Filmu sína. 7 dac 1 jar í... ...r 'n íæsta bíl verður hann þinn? 907 2000 Við drögum ut glæsilegan Toyota bíl 1 hverri viku! SimaLottoið er ótrúlega einfalt. Eitt símtal -og þú ert með! Vinningarnir eru storkostlegir. Hvorki meira né minna enbíll á viku! Hringdu 1907 2000 - auktu vinningslíkurnar með því að hringja oft! Þu gætir eignast draumabilinn - hringdu strax! 'xœmSv SímaLottó DAS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.