Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLADIÐ Þuríður Backman í utandagskrárumræðu um breytt áform í virkjanamálum Breytt áform Qárfesta hafa kollvarpað áætlunum ÞURÍÐUR Baekman, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, óskaði eftir umræðu utan dagskrár í gær um breytta stöðu í ál- vers- og virlq'anamálum. Hún sagði breytt áform fjárfesta hafa kollvarp- að áætlunum ríkisstjómarinnar um stóriðju á Austurlandi. Halldór As- grímsson, utanríkisráðherra og starf- andi iðnaðarráðherra, var til and- svara og sagði það rangt að áformum ríkisstjórnarinnar hefði verið koll- varpað en ljóst væri að hlusta bæri á vilja fjárfesta sem óskuðu nú eftir stærri áfanga í álveri en í fyrstu. Þuríður sagði hafa verið Ijóst að áform um 120 þúsund tonna álver hafi verið byggð á veikum granni, fyrir því hafi aldrei verið rekstrar- grundvöllur. Þingmenn VG hefðu við umræður í nóvember bent á að álver- ið og virkjunarkostur sem rætt hefði verið um væru óarðbæ fjárfesting en á það hefði ekki verið hlustað. Hún sagði hafa verið tilgangslaust að þröngva í gegnum Alþingi fyrir síð- ustu jól þingsályktunartillögu um virkjun Eyjabakka undir þeim for- merkjum að þar væri á ferð stærsta byggðamál sögunnar. „Þingi og þjóð var talin trú um að nauðsynlegt væri að fallast á slæleg vinnubrögð í mál- inu þar sem ekki gæfist tími til að vinna þau eftir kröfum tímans.“ Brýnt að hafa önnur áform í gangi Þingmaðurinn sagði brýnt að hafa önnur áform í gangi, stóriðja muni aldrei verða stærsta byggðamál sög- unnar. Hún sagði stærra álver og virkjun við Kárahnúka jafn ótraust og fyrri áform. Óheppilegt væri fyrir íbúa Austurlands að búa við óvissu vegna vinnubragða yfirvalda og togstreitu þeirra við fjárfesta. Hún sagði nauðsynlegt að taka upp viðræður við Austfirðinga um átak í atvinnumálum fjórðungsins í Ijósi stöðunnar og leggja yrði umtalsvert fé í nýsköpunarvinnu, hraða yrði vinnu við samgöngubætur á Austur- landi og hefjast handa um undirbún- ing veradaraðgerða vegna Eyja- bakka. Þuríður spurði ráðherrann Morgunblaðið/Jim Smart Halldór Ásgrímsson, starfandi iðnaðarráðherra, var til andsvara í gær í umræðu utan dagskrár um breytta stöðu í álvers- og virkjanamálum. hvort Jökulsá á Dal og Jökulsá í Fljótsdal yrðu undanskildar við gerð rammaáætlunar um virkjanir vatns- afls og jarðvarma á landinu sem nú væri í vinnslu. Spurði þingmaðurinn hvaða áform væru uppi hjá ríkis- stjóminni varðandi atvinnu- og byggðamál á Austurlandi til að forða enn frekari byggðaröskun á svæðinu. Alltaf gert ráð fyrir Kárahnúkavirkjun síðar Halldór Ásgrímsson hóf svar sitt með því að segja það rangt hjá þing- manninum að breytt viðhorf fjárfest- anna hefðu kollvarpað málinu. Alltaf hefði legið ljóst fyrir að vilji ríkis- stjórnarinnar hefði verið að fara í til- tölulega lítinn áfanga, það hefði verið þjóðhagslegra heppilegra. Þegar upp hefði komið að fjárfestar vildu fara í stærri áfanga verði að líta á málið. Það hefði ýmsa kosti en meðal annars þá galla að álverið kæmist síðar í notkun en annars hefði verið og áhrif- in á byggð á Austurlandi kæmu seinna fram. Ráðherrann sagði að í Hallormsstaðayfirlýsingunni hefði verið gert ráð fyrir stækkunarmögu- leikum með ákveðnum fyrirvörum og alltaf hefði verið gert ráð fyrir að Kárahnúkavirkjun kæmi síðar. ALÞINGI „Nú er það svo með þann þingflokk sem háttvirtur þingmaður er tals- maður fyrir að hann er á móti öllum þessum framkvæmdum og vill breyta öllu svæðinu í þjóðgarð og ásakar okkur um að skapa óvissu," sagði ráð- herra. „Það má kannski segja að það sé hægt að skapa vissu, eða hvað, með því að gera ekki neitt og hreyfa sig ekkert og loka sig inni í málum og ákveða að þarna verði orkan ekki nýtt og segja ávallt að það verði að gera eitthvað annað íyrir Austurland. Hvað er þetta annað? Það væri fróð- legt að háttvirtur þingmaður upplýsti það. Það háttar víða þannig til á landsbyggðinni að atvinnumál era ekki í nægilega góðu lagi og það hefur verið ákveðinn flótti frá landsbyggð- inni. Þannig að hér er Austurland ekki eitt á ferð. Það era líka aðrir landshlutar sem þarf að huga að og það liggur alveg ljóst fyrir að mestu möguleikar þessa landsfjórðung era á sviði orkuvinnslu og tilheyrandi stóriðju.“ Halldór sagði að gert væri ráð fyrir Kárahnúkavirkjun á skipulagi miðhá- lendisins en það kæmi til kasta Al- þingis næsta haust að taka ákvörðun um hvort rétt væri að leyfa byggingu hennar eða ekki. Kvaðst hann vera þeirrar skoðunar að hana skyldi leyfa og áform ríkisstjómarinnar væra að halda undirbúningi áfram, m.a. með vegagerð í Fljótsdal sem nú væri í umhverfismati. „Ég vænti þess að það fari fram góð vinna á næstu vikum varðandi þetta mál og að innan fimm vikna geti legið íyrir hver verði næstu skref í þessu máli.“ Þórann Sveinbjamardóttir, þing- maður Samíylkingarinnar, sagði Hallormsstaðayfirlýsinguna, sem hún nefndi homstein stóriðjuáforma ríkisstjórnarinnar, vera marklaust plagg. Hún spurði hvaða arðsemis- kröfur yrðu gerðar til virkjunarfram- kvæmdanna. Þingmaðurinn sagði að í stórmálum sem þessum reyndi á fag- leg vinnubrögð, dugandi samráð og skýi-a pólitíska sýn og sagði hún rík- isstjórnina fallna á því prófi. Breyting’ þurftí ekki að koma á óvart Davíð Oddsson forsætisráðherra minnti á að allir talsmenn ríkisstjóm- arinnar hefðu við umræður um málið alltaf lagt áherslu á að ekkert væri í hendi varðandi þau. Nauðsynlegt væri hins vegar að undirbúa alla kosti sem nota mætti til að koma málum í höfn. Það þurfti ekki að koma neinum á óvart að breytingar hefðu orðið á áformum manna. Forsætisráðherra sagði breytinguna geta orðið farsæla og heppilega. „Það ætti að reynast minni ágreiningur um þennan virkj- unarstað. Þessi virkjunarkostur er afar heppilegui- virkjunarkostur að mínu áliti,“ sagði ráðherra og taldi að nást myndi meiri samstaða meðal þjóðarinnar um hann. Ný skjöl í athugun Telur fullyrðingar um Schengen stangast á ÖGMUNDUR Jónasson, þingmað- ur Vinstrihreyfingar - græns framboðs, gerði Schengen-sam- starfið að umræðuefni í fyrir- spurnartíma á þingi í gær. Vitnaði hann til skýrslu nefndar um áhrif þess á ferðaþjónustuna í landinu og sagði fullyrðingar þar stangast á við það sem fram hefði komið í umræðum við afgreiðslu Alþingis á þingsályktunartillögunni um Schengen. Þingmaðurinn sagði að í skýrsl- unni væri talað um aukið óhagræði og aukinn tilkostnað vegna Schengen-samstarfsins en við um- ræðurnar hefði verið fullyrt að Schengen-samstarfið yrði ferða- þjónustunni mjög til framdráttar. Spurði hann Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hvort honum hefði verið kunnugt um efni skýrslunnar sem hefði komið fram daginn eftir að tillagan var af- greidd á Alþingi. Þjónar hagsmunum íslands Halldór Ásgrímsson svaraði því til að í ráðuneytinu hefðu menn vitað af gerð skýrslunnar en hún breytti í engu skoðun sinni á mál- inu. Kvaðst hann telja Schengen þjóna hagsmunum íslands og verða til þess að efla veg ferða- þjónustunnar til lengri tíma litið. „Ég er, og mínir samstarfsmenn í utanríkisþjónustunni, einfaldlega ósammála mörgu því sem kemur fram í þessari skýrslu, svo að það sé nú á hreinu," sagði ráðherrann. Aukinn kostnaöur vegna sveppalyfja RANNVEIG Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, beindi þeirri fyrirspurn til dóms- málaráðherra, hvernig standi á því að þau gögn sem fram hafa komið á liðnum árum í Geirfinnsmálinu hafi ekki áður verið lögð fram þrátt fyrir að ítrekað hafi verið leitað eftir því á liðnum árum við málsmeðferð. Spurði þingmaðurinn hvort gögnin gæfu dómsmálaráð- herra tilefni til þess að beita sér fyrir því ásamt saksóknara- embættinu að mál Magnúsar Leó- poldssonar og Sævars Cisielskis verði tekið fyrir á ný í ljósi fram- kominna gagna. Rannveig sagði mikilvægt að öll gögn málsins fyndust og skýringar fengjust á hvarfi þeirra. Margir hafi verið fangelsaðir í Geirfmns- málinu og eina leiðin til að endur- ÁSTA R. Jóhannesdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, spurði Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigð- isráðherra á Alþingi í gær hvort hún myndi beita sér fyrir því að breyta reglum varðandi hlut sjúkl- inga í sveppalyfjum. Þeim hefði verið breytt um síðustu áramót og síðan þá hefði sjúklingum sem þurfa slík lyf verið gert að greiða þau að fullu fyrstu tvo mánuðina, sem kostaði þá 20 þúsund krónur. Áður hefðu lífeyrisþegar þurft að greiða eitt þúsund krónur fyrir heimta traust manna á réttarkerf- inu og græða sár væri að taka málið upp að nýju. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sagði að svo virtist sem mat þeirra sem komu að rannsókn málsins að umrædd gögn hafi ekki skipt máli við rannsókn málsins al- mennt. Hún sagði að lögmaður Magnúsar Leópoldssonar, Jón Steinar Gunnlaugsson, hefði óskað liðsinnis dómsmálaráðuneytisins til að kanna hvort einhvers staðar væru skjöl sem tengst gætu um- bjóðanda hans og Geirfmnsmálinu. Ráðherra kvaðst hafa talið rétt að verða við beiðninni og nýlega hafi viðbótargögn fundist. Lögmönnum hafi verið skýrt frá fundinum og boðið að skoða gögnin. Kvaðst hún bíða viðbragða þeirra og í fram- haldi af því yrði tekin ákvörðun. slíkan lyfjaskammt. Þingmaðurinn sagði sveppasýkingar algengar hér, aldraðir væru gjarnan þjáðir af þeim og hamlaði það hreyfigetu þeirra. Hún sagðist hafa það eftir læknum að sjúklingar hefðu ekki haft efni á að leysa út sveppalyf eftir að reglum var breytt, þar sem þeir gátu ekki greitt fyrir skammtinn. Ingibjörg Pálmadóttir sagði að til væru reglur sem gerðu sjúkl- ingum sem þessum kleift að sækja um endurgreiðslu, m.a. af fjár- hagsástæðum og þannig væri tekið á þessum vanda og þeir sem þyrftu mikið á lyfjum að halda gætu sótt um lyfjakort. Ráðherra sagði sveppalyf falla undir flokk fúkkalyfja en reglum varðandi þann flokk hefði verið breytt. Þingmaðurinn benti á að fyrstu tvo mánuðina yrðu allir að leggja út fyrir lyfjum sem þessum og sagði tekjulítið fólk ekki ráða við slíkt. • • Ossur og Tryggvi hefja fundaferð um landið TVEGGJA vikna fundaferð þeirra Össurar Skarphéðinssonar og Tryggva Harðarssonar, formanns- efna Samfylkingarinnar, hefst í kvöld íd. 20.30 á Fosshóteli KE A á Akureyri. Þeir munu verða á opnum fram- boðsfundum Samfylkingarinn- ar um land allt á næstu _ tveimur vikum. Á fundun- um kynna fram- bjóðendur stefnu- mál sín, hug- myndir um hinn nýja flokk, sem stofnaður verður formlega þann 5.-6. maí n.k. , og framtíðarsýn. Gestir á fund- um frambjóðend- anna fá tækifæri til að spyrja um þau mál sem fólki þykir mestu varða. Þá verða fjölmiðlamenn á hverjum stað í hópi fyrirspyrjenda. í upphafi flytja formannsefnin stutt ávörp. Fundarstjóri á fyrsta fundinum á Akureyri verður Sigríður Stefáns- dóttir. Fundirnir verða haldnir sem hér segir: Á Akureyri þriðjudaginn 4. apríl kl. 20.30 á Fosshótel KEA, á Sauðárkróki miðvikudaginn 5. apríl kl 21.00 í Ólafshúsi, á Reyðarfirði fimmtudaginn 6. apríl kl 20.30 á Fosshótelinu. í Borgarnesi þriðju- daginn 11. apríl kl 20.30 í Mótel Ven- us við Borgarfjarðarbrú, á Selfossi miðvikudaginn 12. apríl kl. 20.30 á Hótel Selfoss, í Reykjanesbæ-Kefla- vík fimmtudaginn 13. apríl kl. 20.30 í Víkinni, sal Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur við Hafnarstræti og fundaferðinni lýkur loks í Reykja- vík sunnudaginn 16. apríl. Atkvæðisrétt í foi-mannskjöri Samfylkingarinnar hafa allir gildir félagar í Samfylkingunni eða aðild- arfélögum hennar. Póstkosning hefst 10. apríl og lýkur 30. apríl. Úr- slit verða kynnt í upphafí stofnfund- ar Samfylkingarinnar 5. maí. Á fund- inum sjálfum verður varaformanns- kjör og kosning í önnur embætti. Hægt er að skrá sig í Samfylking- una á framboðsfundunum. Nánari upplýsingar um inngöngu í Samfylk- inguna og þátttöku í formannskosn- ingu fást á skrifstofu Samfylkingar- innar. ------^4-4------- Forseti Al- þingis heim- sækir þýska þingið HALLDÓR Blöndal, forseti Alþing- is, hélt af stað í opinbera heimsókn til neðri deildar þýska þingsins (der Bundestag) á sunnudag og er þetta í fyrsta skipti sem slík heimsókn á sér stað milli þinganna. Með forseta Al- þingis í för era þingmennirnir Guð- mundur Árni Stefánsson, Tómas Ingi Olrich, Kristinn H. Gunnarsson og Steingrímur J. Sigfússon. „Halldór mun m.a. eiga fund með Wolfgang Thierse, forseta neðri deildar þýska þingsins, fulltrúum allra þingflokka og varamönnum ut- anríkismála- og Evrópunefnda þingsins. Þá mun sendinefndin heim- sækja nokkur fyrirtæki og ræða við stjórnmálamenn úr þingum nokk- urra sambandslanda. Heimsóknin hófst sunnudaginn 2. aprfl og stendur til föstudagsins 7. aprfl, segir í fréttatilkynningu frá Al- þingi. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.