Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 65 FÓLK í FRÉTTUM Laugavegi 62,sími 511 6699 Stuðandi stjörnuhermir TÓNLIST Söngleikur LASVEGASLEGENDS Söngleikurinn Las Vegas Legends í Bíóborginni, sunnudaginn 2. apríl 2000. Erlendir skemmtikraftar brugðu sér í gervi Tinu Tumer, Tom Jones, Madonnu, Elton John, Michael Jackson, Whitney Houston og Elvis Presley. EITT af einkennum dægurmenning- arinnar er endurvinnsla, þ.e. nýir hlutir eru skapaðir með því að end- urvinna eldri hugmyndir. í Holly- wood er endurgerð gamalla kvik- mynda orðin viðtekin venja og rapplistamenn hræra saman hljóð- bútum úr gamalkunnum slögurum. Endastöðin í þessu ferli er þegar menn láta vera að reyna að gera eitt- hvað nýtt úr þessu gamla en einbeita sér heldur að því að reyna að endur- skapa upprunalega hlutinn eins ná- kvæmlega og unnt er. Sýningin Las Vegas Legends er einmitt slík endastöð. Þar er reynt að endurvekja goðsagnir dægurtón- listarinnar í orðsins fyllstu merkingu og reynt að gera hlutina eins eðlilega og hægt er. Eðli hermikrákunnar er þó slíkt að hún nær aldrei fullkom- lega að verða að fyrirmyndinni og því bætir hún það sem upp á vantar með ýkjum, gríni og gamanmálum. Fyrst á svið var Tina Tumer, eða öllu heldur staðgengill hennar, og gerði hún sitt besta til að gera kvöld- ið töfrum slegið. Hún dansaði eins og mest hún mátti í fylgd sex kvenkyns dansara og fetti reglulega upp á vör- ina eins og fyrirmyndin er vön. Því næst kom pattaralegur Tom Jones inn á sviðið og var hann mikill hrók- ur. Gervi-Tom lét öllum illum látum og sönglega séð náði hann meistar- anum ágætlega. Madonna var næst og féll hún nokkuð í skuggann af Tom gamla. Leikkonan bar nú ekki mikinn svip af Madonnu og söngurinn því síður. Þetta bætti hún upp með æringja- hætti og skottaðist mikið út í salinn þar sem hún duflaði við karlpening- inn. Síðastur fyrir hlé var svo Elton John og óhætt að segja að sýningin hafi þar náð lágpunkti. Það var eitt- hvað mjög pirrandi við gervi-Elton. Ekki nóg með það að söngurinn hafi verið langt fyrir neðan meðal- mennskuna heldur var leikarinn óþreytandi að ýkja einhverja Elton takta ótt og títt framan í áhorfendur. r* w Morgunblaðið/J6n Svavarsson „Eftir hlé kom sjálfur konungur poppsins, Michael Jackson fram og var hann í brjáluðu stuði. Sá sem hann lék var ástríðufullur, gaf allt sitt í leikinn og slapp vel frá sínu,“ segir m.a. í dómnum. Eftir hlé kom sjálfur konungur poppsins, Michael Jackson fram og var hann í brjáluðu stuði. Sá sem hann lék var ástríðufullur, gaf allt sitt í leikinn og slapp vel frá sínu. Whitney Houston var næst og var hún hvorki fugl né fiskur, sú sem hana lék var ekki vitund lík henni. Ekki skrýtið kannski þar sem hún sá einnig um að leika Tinu Tumer! Loks kom sá sem maður var far- inn að bíða eftir og þvílík innkoma! Inn á sviðið hleypur Elvis í yfir- stærð, þrekinn þurs sem fer óðar að þeyta þjóhnöppunum til hægri og vinstri framan í áhorfendur. Sýning- unni lauk svo með samsöng allra stjamanna og sjálfur Elvis lofaði okkur því að þau myndu snúa aftur að ári. Umgjörð sýningarinnar er afar glyskennd og maður fékk óþægilega á tilfinninguna að salurinn væri ekki að rúma hinn einkennandi ameríska ofgjöming á öllum hlutum. Tónlistin undir sýningunni var flutt af fjög- urra manna hljómsveit og var hún oftast fremur veikburða og gervileg. Dansarar vora ekkert of samstíga og öll þessi atriði gerðu að verkum að stundum leið mér eins og ég væri á illa skipulagðri þorrablótsskemmtun fremur en atvinnumannasýningu. Annað atriði sem var nokkuð skond- ið var að menn leggja greinilega helstu áherslu á að finna fólk sem er líkt fyrirmyndunum í andliti. Því var söngurinn oft gloppóttur og líkams- bygging minnti oft óþyrmilega ekki á fyrirmyndimar, það var engu lík- ara en Tom Jones hefði hlaupið í þvotti og Elton og Elvis vora báðir risavaxnir. Ég varð vitni að lifandi flutningi á „Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band“ í Háskólabíói og var sú sýning afar fagleg í alla staði. Tónlist og söngur var næsta lýtalaus og menn auðsjáanlega með hjartað í því sem þeir vora að gera. í Las Vegas Leg- ends víkur gæðastjórnunin oft fyrir græskulausu gamni og því ætti að taka sýninguna svona mátulega al- varlega. Eðli hennar gerir líka ekki meiri kröfur en það. Arnar Eggert Thoroddsen Mikill áhugi á mbl.is fyrir kvikmyndinni 101 Reykjavík í TILEFNI af íslensku kvikmynd- inni 101 Reykjavík, sem er vænt- anleg í kvikmyndahús, var efnt til spennandi netleiks á mbl.is. Gífur- lega mikil þátttaka var í netleikn- um sem Morgunblaðið á Netinu og aðstandendur kvikmyndarinnar 101 Reykjavík stóðu að. Dregið hefur verið í leiknum og voru vinningar ekki af verri end- anum, 3 Wap-símar frá Símanum- GSM, máltíðir fyrir tvo á veitinga- staðnum Eldhúsið og 101 miði á sérstaka forsýningu kvikmyndar- innar fyrir tvo. Leikurinn gekk út á að svara léttum spurningum á mbl.is-. Einnig var hægt að fá að vita allt um myndina á mbl.is með því að skoða sérstakan vef mynd- arinnar. Vinningshafar voru kampakátir og ánægðir með verðlaunin. A myndinni era aðalvinningshafarn- ir, (t.h.) Rúnar Örn Hafsteinsson sem tekur við verðlaununum af Ingvari Þórðarsyni framleiðanda myndarinnar og (t.v.) afhendir Baltasar Kormákur leikstjóri, sem jafnframt leikur í myndinni, Sveini Erlingssyni vinningana. Á mynd- ina vantar þriðja vinningshafann, Ragnheiði Kr. Guðmundsdóttur. Eins og sést á myndinni var verð- launaafhendingin fest á filmu en myndatökmaður Vélarinnar, sem sýnd er í Sjónvarpinu, Bjarni Grímsson, mætti á staðinn. Morgunblaðið/Kristinn MYNPBOND Ein slæm nótt Ástlaus tilvera (BodyShots) Drama ★★% Leikstjóri: Michael Christofer. Handrit: David McKenna. Aðal- hlutverk: Tara Reid, Jerry O’Conn- el, Sean Patrick Flannery, Amanda Peet, Ron Livingstone. (105 mín.) ' Bandaríkin. Myndform, 1999. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Ungt fólk fer út á lífið, leitar að til- finningalausu kynlífi með laglegum rúmfélögum. Margar myndir íjalla um þetta og sjón- varpsþættir eins og „Sex and the City“ hafa þetta sem undirstöðu. Ást- laus tilvera reynir að taka á öllum þeim vandamálum sem nútímamann- eskjan lendir í í sambandi við V' Vv( einkalífið og hættunni sem þessi ást- lausa tilvera getur skapað. Allir leik- aramir era ungir og fallegir en feg- urðin er aðeins á yfirborðinu hjá flestum. Karlmennirnir era horm- ónatröll sem hugsa nánast bara um eina nótt í einu og konumar fara í lýtaaðgerðir til þess að vekja áhuga karlmannanna og öfund annarra kvenna. Sá sem skrifar handritið að þessari mynd er David McKenna en ein öfl- ugasta kvikmynd síðasta árs, ,Amer- ican History X“, var einnig skrifuð af m honum. McKenna lítur á allt það sem er að gerast af tilfinningaleysi og fegrar ekkert. Samt vantar töluvert upp á að myndin gangi fullkomlega upp. Það er of mikið af innskotum þar sem persónumar tala um lífið og kynlífið, sem verður tO þess að ekki gefst nægilegur tími til að gera þær heilsteyptar. Leikstjórn Michaels Christofers hentar viðfangsefninu vel og af leikuranum er Ron Living- stone („Office Space“) senuþjófurinn. Ottó Geir Borg EKKI BERA ÖLL AUKAKÍLÓIN! ief hjálpað fjölda fólks með frábærum árangri. Hvað með þig? Uppl. í síma 698 3600._ Skólatilboð, umgjörð og gler j tJíiiur upp duJJíjr'j - nn JJ í uij ^jjjjíj. Stuttar og síðar kópur með eða ón hettu, mörg snið. Fallegar úlpur. Hattar og húfur. Nýjar vort/r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.