Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Forsætisráðherra Japans í dái eftir að hafa fengið heilablóðfall Leit hafín að eftir- manni Obuchis AP Japanir fylgjast með sjónvarpsávarpi Mikios Aokis, sem tilkynnti að hann hefði tekið við forsætisráðherra- embættinu til bráðabirgða af Keizo Obuchi, er var í dái í gær eftir að hafa fengið heilablóðfall um helgina. Tókýó. AFP, AP. KEIZO Obuchi, forsætisráðherra Japans, var í dái í gær eftir að hafa fengið heilablóðfall um helgina og hugsanlegt er að nýr forsætisráð- herra verði skip- aður. Læknar sögðu að Obuchi væri í lífshættu og honum var haldið á lífi með öndunarvél. Mikio Aoki, aðalritari stjórn- arinnar, tók við forsætisráð- herraembættinu til bráðabirgða. Hann sagði að Obuchi kynni að verða leystur frá störfum og fjölmiðlar sögðu að leitin að eftirmanni hans væri þegar hafin. Lög kveða á um að leysa verði stjórnina upp ef forsætisráðherrann fellur frá eða er ófær um að gegna embættinu og þingið á að velja eftir- mann hans. Ryoichi Ishikawa, sérfræðingur í heilaskurðlækningum, sagði að dáið gæti leitt til heiladauða. Keiji Sano, prófessor í taugasjúkdómafræði við Tókýó-háskóla, sagði að það gæti ráðist í dag hvort hægt yrði að bjarga lífi forsætisráðherrans. Stjórnin gagnrýnd fyrir að leyna veikindunum Obuchi var fluttur á sjúkrahús klukkan 1 f.h. á sunnudag að staðar- tíma (kl. 15 á laugardag að íslenskum tíma). Stjórnin hélt því leyndu í 22 klukkustundir að forsætisráðherr- ann væri á sjúkrahúsi og sagði í fyrstu að hann væri þar vegna „þreytu“. Tólf klukkustundir til við- bótar liðu þar til tilkynnt var að hann hefði fengið heilablóðfall. Margir Japanir gagnrýndu stjóm- ina fyrir að skýra ekki fyrr frá ástandi forsætisráðherrans og Aoki viðurkenndi að sú gagnrýni væri „líklega réttmæt". „Þegar forsætis- ráðherrann var fluttur á sjúkrahús sagði hann aðeins að sér liði illa,“ bætti Aoki við. „Það hvarflaði ekki að okkur að svona færi.“ Japanska dagblaðið Asahi Shimb- ua segir að þessi langa bið eftir upp- lýsingum um veikindi forsætisráð- herrans komi ekki á óvart vegna þess að í Japan sé „þegjandi sam- komulag" um að það sé „í lagi að ljúga um heilsufar stjórnmálamanna þar sem alvarleg veikindi geta oft þýtt að stjómmálaferli þeirra sé lok- ið“. Verði Obuchi leystur frá störfum getur flokkur hans, Frjálslyndi lýð- ræðisflokkurinn (LDP), og tveir samstarfsflokkar hans valið nýjan forsætisráðherra án þess að efnt verði til kosninga þar sem þeir em með meirihluta á þinginu. Nýr stjórnarflokkur stofnaður Obuchi var önnum kafinn síðustu dagana áður en hann var fluttur á sjúkrahús, einkum vegna eldgoss í fjallinu Usu á eyjunni Hokkaido og klofnings innan samsteypustjómar- innar. Obuchi tók þátt í löngum samn- ingaviðræðum um helgina til að reyna að koma í veg fyrir að minnsti stjórnarflokkurinn, Fijálslyndi flokkurinn, gengi úr stjórninni vegna ágreinings um stefnu hennar. Hann var lagður inn á sjúkrahús að- eins fimm klukkustundum eftir að tilkynnt var að viðræðumar hefðu farið út um þúfur og Fijálslyndi flokkurinn hefði ákveðið að slíta stjórnarsamstarfinu. Stjómarand- staðan krafðist þess að boðað yrði strax til þingkosninga vegna klofn- ingsins. 26 þingmenn úr Frjálslynda flokknum sögðu skilið við hann og stofnuðu nýjan flokk í gær, íhalds- flokkinn, sem gengur í stjómina. Að- eins 24 þingmenn em enn í Frjáls- lynda flokknum undir forystu Ichiro Ozawa sem hafði hafnað tillögum Obuchis um efnahagslegar umbæt- ur. Nýi flokkurinn er undir forystu Chikage Oogi, 66 ára þingkonu. Kosningum flýtt? Obuchi er 62 ára og varð forsætis- ráðherra í júlí 1988. Stjórn hans hef- ur átt undir högg að sækja að undan- fömu vegna efnahagssamdráttar, pólitískra hneykslismála og deilna stjómarflokkanna. Atvinnuleysið var 4,9% í febrúar, meira en nokkm sinni fyrr frá síðari heimsstyrjöldinni, og vinsældir stjórnarinnar hafa minnkað vegna hneykslismála sem urðu til þess að tveir ráðherrar sögðu af sér. Verði Obuchi leystur frá störfum er talið líklegast að Yoshiro Mori, framkvæmdastjóri Frjálslynda lýð- ræðisflokksins, verði fyrir valinu sem eftirmaður hans. Yohei Kono ut- anríkisráðherra er einnig talinn koma til greina, að sögn japanska stjórnmálaskýrandans Shigenoris Okazakis. „Þeir eru þó báðir veikir stjórnmálamenn," bætti hann við. „Það er enginn óumdeildur leiðtogi L innan Frjálslynda lýðræðisflokksins þannig að þetta gæti leitt til langrar valdabaráttu milli fylkinganna innan f flokksins." Nokkrir stjórnmálaskýrendur sögðu hugsanlegt að Aoki yrði for- sætisráðherra fram að næstu þing- kosningum sem eiga að fara fram ekki síðar en 19. október. Þeir töldu líklegt að stjórnin héldi velli í kosn- ingunum. Forystukreppan innan Frjáls- lynda lýðræðisflokksins gæti þó orð- ið vatn á myllu stjórnarandstöðunn- { ar sem sniðgekk þingið fyrr á árinu f til að knýja á um að kosningunum yrði flýtt. „Hún þarf þó að vera var- kár því japanskir kjósendur hneigj- ast til að kjósa flokka til að láta í ljós samúð sína við slíkar aðstæður. Ef forystumenn Frjálslynda lýðræðis- flokksins eru klókir ættu þeir að flýta kosningunum til að færa sér veikindi Obuchis í nyt,“ sagði Okaz- aki. Sérfræðingar í stjórnmálum Jap- ans hafa spáð því að kosningarnar I verði eftir leiðtogafund átta helstu iðnríkja heims sem ráðgert er að halda á japönsku eyjunni Okinawa í júlí. Okazaki sagði að veikindi Obuchis gætu orðið til þess að kosið yrði fyrir leiðtogafundinn og þá lík- lega í byrjun júní. Aðrir stjómmálaskýrendur töldu þó líklegt að kosningarnar færu fram síðar, einkum vegna klofningsins innan stjórnarinnar. Japönum vottuð samúð Bill Clinton Bandaríkjaforseti kvaðst vonast til þess að Obuchi fengi skjótan bata. „Hugsanir og bænir bandarísku þjóðarinnar eru með honum, fjölskyldu hans og jap- önsku þjóðinni." Jiang Zemin, forseti Kína, og Zhu Rongji forsætisráðherra vottuðu Japönum samúð sína og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sagði veikindi Obuchis valda sér „miklum áhyggjum". Markaðurinn ekki einfær um að útrýma fátækt LEIÐTOGAR ríkja heims munu í september næstkomandi sækja sér- stakan árþúsundaskiptafund á veg- um Sameinuðu þjóðanna (SÞ). A fundinum verður rætt um stöðu Sameinuðu þjóðanna á nýrri öld og þau verkefni sem blasa við í náinni framtíð. í gær kynnti Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, nýja skýrslu sem mun verða grundvöllur um- ræðna á fundinum. Skýrslan er í raun áskorun til leiðtoga heimsins um að takast á við þau vandamál sem við er að etja og setja sér skýr markmið í því sambandi. Fram kem- ur að með samstilltu átaki væri unnt að fækka þeim íbúum jarðarinnar sem búa við fátækt um helming á fimmtán árum. Einnig eru leiðtogar ríkja heims hvattir til að beita sér fyrir aðgerðum til að draga úr fjölda þeirra sem smitast af eyðni á hveiju ári. Er lagt til að stefnt verði að því að á næstu 10 árum muni nýjum eyðnismituðum í heiminum fækka um fjórðung frá því sem nú er og að árið 2015 standi öllum börnum heims til boða að fá grunnmenntun, svo dæmi séu tekin. í gær var staddur hér á landi að- stoðarframkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna á sviði efnahags- og fé- lagsmála, Nitin Desai, sem kpm hingað til lands í boði Halldórs As- grímssonar utanríkisráðherra. Desai hélt erindi á vegum utanríkisráðu- neytisins og Félags Sameinuðu þjóð- Ríki heims þurfa að setja sér raunhæf markmið til að sigrast á skorti o g fátækt í heim- inum. Þetta segir Nitin Desai, einn yfírmanna Sameinuðu þjóðanna, sem var staddur hér á landi í gær. anna á íslandi. Þar kynnti hann m.a. skýrslu Annan vegna árþúsunda- skiptafundarins og fjallaði um hlut- verk smærri ríkja innan SÞ. Hvernig geta smáríki tryggt hagsmuni sína irinan SÞ? „Eitt megineinkennið á ákvörðun- um innan Sameinuðu þjóðanna er að sérhvert aðildarríki hefur eitt at- kvæði, óháð stærð þess eða styrk. Ekki skiptir máli þótt ríki sé lítið, það hefur sömu áhrif á ákvarðanir og þau ríki sem eru stærst. Þessar að- stæður gera það að verkum að jafn- vel smæstu ríkin geta haft raunveru- leg áhrif á stefnu samtakanna, meira en þau eru fær um innan annarra fjölþjóðastofnana. Mörg minni ríki hafa áttað sig á því að Sameinuðu þjóðimar gera þeim kleift að hafa áhrif á alþjóðlega stefnumótun í málum sem varða mikilvæga hagsmuni þeirra. En til að hafa áhrif verða ríki að sýna starf- seminni áhuga og hafa þekkingu á málefnunum. Áhrifin leiða af getunni til að láta í ljósi skoðun sína, koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Stærri ríkin þurfa síður á vett- vangi eins og Sameinuðu þjóðunum að halda til að hafa áhrif, þau hafa þegar áhrif í krafti stærðar sinnar. Sama má segja um ríki sem eiga að- ild að heimshlutasamtökum, eins og t.d. Evrópusambandinu. Þau njóta þeirra áhrifa sem aðild að ríkjahópn- um veitir þeim á alþjóðavettvangi. Það eru sérstaklega smærri ríki sem ekki tilheyra ríkjahópum sem þurfa á Sameinuðu þjóðunum að halda.“ Því hefur verið haldið fram að Sameinuðu þjóðirnar og aðrar al- þjóðastofnanir hafi brugðist því hlutverki sínu að stuðla að framþró- un í fátækari hlutum heimsins. Hvernig ber að svara gagnrýni af þessu tagi? „Að mínu mati er sú gagnrýni sem beinst hefur að Sameinuðu þjóðun- um eftir ráðstefnuna um viðskipti og þróun (UNCTAD) í Bangkok á síð- asta ári ekki réttmæt. En vonbrigðin eru e.t.v. skiljanleg þegar rætt er um fund Alþjóða viðskiptastofnunarinn- ar (WTO) í Seattle síðastliðið haust. Andrúmsloftið á UNCTAD-ráð- stefnunni var mun jákvæðara og engin átök þar milli ríkja. Meginmarkmið ráðstefnunnar var að stuðla að því að minnka spennu og átök í samskiptum ríkja og hvetja til samráðs, fá ríki til að ræða saman um vandamálin. Að mínu mati náði ráð- stefnan þessu mark- miði sínu. Ástand mála í þró- unarríkjunum er mjög mismunandi, sumum ríkjum hefur vegnað mjög vel á undanförn- um árum en öðrum síð- ur. í stórum hlutum Asíu og Suður- Ameríku hefur mjög margt horft til framfara síðustu árin en í Afríku er ástandið víða bágt. í skýrslunni sem framkvæmdastjóri SÞ hefur lagt fram vegna árþúsundaskiptafundar- ins er fjallað sérstaklega um hvernig glíma má við fátæktina í þróunar- rílgunum. Þar er meðal annars að finna raunhæf markmið til umbóta sem unnt er að ná á næstu fimmtán árum ef ríki eru reiðubúin að leggja sitt af mörkum." Sumir telja að aukið frelsi í heimsviðskiptum sé ekki nóg til að hífa fátækustu ríkin upp úr örbirgð og fleira þurfí að koma til. Hver er þín skoðun áþessu? „Eg get að ýmsu leyti tekið undir þessi sjónarmið. Ekki svo að skilja að hafna beri hinum frjálsa markaði eða að varpa eigi skynsamlegri hag- stjórn fyrir róða. En við verðum að átta okkur á því að til eru gæði sem markaðurinn getur ekki útvegað, t.d. menntun, heilbrigðisþjónusta, að- gerðir til að bæta stöðu kvenna, um- hverfismál, skipulagn- ing búsetu o.s.frv. Að mörgu leyti má segja að ráðstefnur SÞ undan- farinn áratug hafi þjón- að því hlutverki að I svara spurningunni um hvaða hlutverki al- j mannavaldið eigi að gegna eftir að efna- hagslíf heimsins hefur að miklu leyti verið markaðsvætt. Eitt helsta vandamálið sem blasir nú við er að tekjustofnar hins opin- bera hafa víða rýrnað og ríkisvaldið getur ekki lengur sinnt þeim verkefnum sem það ætti að sinna. Kofi Annan framkvæmdastjóri SÞ hefur lagt áherslu á að með hnatt- væðingunni hafi fyrirtæki ákveðnum félagslegum skyldum að gegna og geti ekki einvörðungu látið stýrast af hagnaðarsjónarmiðum. Fyrirtæki verða að taka tillit til umhverfisins og virða mannréttindi og réttindi launþega. Umfang alþjóðasamvinnu, þar | sem ríki hafa fallist á að hlíta aga- valdi sameiginlegra stofnana, hefur j vaxið mjög á síðustu áratugum. Nú á dögum er líf okkar í mun meira mæli mótað af alþjóðlegum leikreglum en áður fyrr. En fullveldið er enn hjá ríkisstjórnunum og það sem t.d. Sameinuðu þjóðirnar geta gert er að fá ríkin til að ræðast við og sammæl- ast um reglur og framkvæmdir. SÞ eru vettvangur þar sem ríkin eru leidd saman og samtökin hafa, vegna stærðar sinnar og orðspors, siðferð- islegt vald. í þessu felst styrkur I þeirra.“ Nitin Desai
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.