Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Útsöluverð á bensíni með fullri þjónustu frá 1998 J F M A MJ JÁSON D 1998 Krónur/lítrinn 100 f 96,60 kr. 1999 98 oktan 95 2000 30% hækkun á einu ári BENSÍN hefur hækkað um rúm 30% á rúmu ári eða frá því í mars- mánuði árið 1999. Þá var verðið á 95 oktana bensíni um 70 krónur lítrinn og verð á 98 oktana bensíni um 75 kr. lítrinn, en eftir tveggja króna hækk- un bensíns um síðustu mánaðamót er verðið á 95 oktana bensíni 91,90 kr. og á 98 oktana bensíni 96,60 kr. Ef litið er til vísitölu neysluverðs kemur fram að tólf mánaða hækkun bensíns miðað við vísitöluna í mars nemur 28,1%. Vísitalan í apríl kemur ekki fyrr en undir miðjan mánuðinn en að meðtalinni hækkuninni nú um mánaðamótin hefur bensín hækkað um rúm 30% á þessu tímabili. Eldsneyti vegur 4,6% í vísistölu- grunninum og vísitalan síðustu tólf mánuði hefur því hækkað um 1,1% eingöngu vegna hækkunar á bensíni. Til viðbótar má gera ráð fyrir að aprílvísitalan hækki um 0,1% vegna hækkunarinnar nú um mánaða- mótin. Það þýðir, sé mið tekið af fimm milljóna króna húsnæðisláni, að það er 60 þúsund kr. hærra nú en það hefði verið ef eldsneytisverð hefði haldist óbreytt þetta tímabil. Andlát ARNI HALLDÓRSSON ÁRNI Halldórsson, hæstarétttarlögmaður er látinn, 77 ára að aidri. Ami fæddist á Borg í Bakkgerði í Borgarfirði eystra 17. október 1922 og lést á sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 31. mars 2000. Foreldrar hans voru Halldór Asgríms- son, kaupfélagsstjóri og alþingismaður frá Grund í Borgarfirði eystra, f. 17. apríl 1896, dáinn 1. desember 1973, og kona hans, Anna Guðný Guðmunsdóttir, bama- skólakennari frá Hóli í sömu sveit, f. 7. desember 1895, dáin 20. nóvember 1978. Ami stundaði nám í Alþýðuskólan- um á Eiðum. Varð stúdent írá Menntaskólanum á Akureyri 1944 og lauk prófi í lögíræði frá Háskóla ís- lands 1949. Hann stundaði nám í skattútreikningi við skóla IBM í Kaupmannahöfn og Álaborg vorið og fyrri hluta sumars 1953. Héraðs- dómslögmaður varð hann 1954 og hæstaréttarlögmaður 1966. Ami starfaði sem fulltrúi á Lögfræðistofu Áka Jakobssonar hrl. og Kristjáns Eiríkssonar hrl. í Reykjavík 1949-50. Starfaði á Skattstofu Reykjavíkur 1950-58. Skrifstofustjóri Hús- næðismálastofnunar rík- isins 1958-62. Rak eigin lögfræðistofu í Reykja- vík 1962-74 og síðan á Egilsstöðum frá 1974 þar til hann lét af störf- um 1998. Meðal félags- og trún- aðarstarfa sem Ami gegndi em: Fulltrúi Verkamannafélags Vopnafjarðar á Alþýðusambands- þingum 1944-46, fulltrúi félags rót- tækra stúdenta í Stúdentaráði Há- skóla íslands 1947-48, í milli- þinganefnd í skattamálum 1958, í yfirkjörstjón Kópavogs á 6. áratugn- um, kjörin í yfirkjörstjóm Reykja- neskjördæmis 1959, í landskjörstjóm 1971, tilnefndur af hálfu landeigenda við Laxá og Mývatn í sáttanefnd sem lauk skaðabótaþætti Laxármála 1975. Eftirlifandi eiginkona Áma er Kristín Gissurardóttir hjúkmnar- kona. Arni lætur eftir sig sex upp- komin böm. Úrslit Heimskeppninnar í skák fóru fram á sunnudag Guðmundur Arason, fyrrverandi formaður Skák- sambands íslands, Margeir Pétursson, Höskuldur Ólafsson og Þórður Haraldsson, spá í stöðuna rétt fyrir úrslitaviðureign Kasparovs og Anands. Jan Timman, Margeir Pétursson, Ivan Sokolov og Al- ex Wojtkiewicz fylgdust með seinni úrslitaskák Kasp- arovs og Anands á sjónvarpsskjá frammi og ræddu sín á milli um framvindu leiksins. Rafmagn í lofti í þéttsetnum Salnum Morgunblaðið/Sverrir Garrí Kasparov og Vishwanathan Anand ræða saman að nýlokinni úr- slitaviðureign. Spennan var áþreifan- leg í Salnum í Kópa- vogi þar sem nokkrir af fremstu skákmönn- um heims tefldu fram sínu besta á sunnu- dag. Birna Anna Björnsdóttir upplifði afar sérstaka stemmningu og ræddi við gesti og skákmenn á úrslitakeppni Heimsmótsins í skák. LOFTIÐ var rafmagnað í þéttsetn- um Salnum í Kópavogi á sunnudag, þegar teflt var til úrslita á Heims- mótinu í skák. I salnum þar sem teflt var ríkti grafarþögn og var Ioftið þrungið slíkri spennu að þegar skákmennimir slógu á skákklukk- umar eftir að hafa leikið hljómaði slátturinn frekar eins og hamars- högg en hljóð í litlum takka á lítilli klukku. Öll hljóð og hreyfíngar urðu meira áberandi en ella og jafnvel andardráttur næsta manns varð hávaði í þessu sérstaka andrúms- lofti. Fjórir skákmenn stóðu uppi eftir skáldr laugardagsins og tefldu í undanúrslitum. Margeir Pétursson tefldi tvær skákir við Vishwanathan Anand, næst stigahæsta skákmann heims og Gam' Kasparov, sá stiga- hæsti, tefldi tvær skákir við Alex Wojtkiewicz. Anand og Wojtkiewich höfðu hvítt í fyrri skákunum sem báðum lauk með jafntefli. Glæsflegt þótti að Margeir skyldi gera jafntefli við Anand í fyrri skákinni, og það með svörtu, og áður en sú seinni hófst ræddu menn það sín á milli að nú væri virkilega raunhæfur mögu- leiki á því að Margeir tefldi til úr- slita við Kasparov. Eftirvæntingin var mikil þegar seinni skákirnar hófust. Margeir sagði eftir keppnina að á þessari stundu hefði hann ekki leyft sér að hugsa út í að einvígi við Kasparov gæti verið framundan. „Ég hugsaði aldrei þannig. Það borgar sig ekki að hugsa; hvað gerist ef ég vinn þessa skák, maður verður bara al- gjörlega að einbeita sér að viðkom- andi skák og það tmflar einbeiting- una ef maður fer að hugsa eitthvað lengra," sagði Margeir. Frábær frammistaða Pólvcrjans Wojtkiewicz kom nokkuð á óvart, en hann kom sterkur inn eftir að hafa unnið sér þátttökurétt á mótinu með því að sigra úrtökumót Oz sem hald- ið var á Netinu, en bæði Anand og Kasparov sýndu styrk sinn í seinni skákunum og sigmðu. Að skák Margeirs og Anands lok- inni fögnuðu gestir lrábæm gengi Margeirs á mótinu með Iófataki. Mun endurvekja skákáhuga Guðmundur Arason, fyrrverandi formaður Skáksambands Islands, fylgdist afar ánægður með mótinu. „Mér finnst hafa tekist mjög vel til hér og tel að þetta eigi eftir að eiga mikinn þátt í því að endurvekja áhuga fólks á skák,“ sagði Guð- mundur. Hann taldi að margar skákir hefðu verið gífurlega spennandi, þar á meðal seinni skák Margeirs og Anands en hún hefði verið virkilega tvísýn á túnabili. Aðspurður inn hver myndi sigra mótið sagðist hann telja að Kasparov myndi krafla sig fram úr þessu, enda hefði hann sjálf- ur haldið því fram að hann væri bestur. Anand og Kasparov tefldu tvær úrslitaskákir sem þóttu gríðarlega spennandi og enduðu báðar með jafntefli. Því þurfti að tefla til úrslita í tveimur hraðskákum þar sem hvor maður hafði flmm mínútur í hvorri skák. Bæði gestir og aðrir keppend- ur mótsins virtust nokkuð sammála um að líklegra væri að Kasparov myndi sigra en þó gætu úrslitin far- ið á hvorn veginn sem væri. Þegar Viktor Kortsnoj var spurð- ur hvorn hann teldi myndu sigra, yppti hann öxlum og sagði ómögu- legt að spá fyrir um það. „Þetta eru svo sannarlega þeir tveir bestu í skákheiminum í dag þannig að hvor sem er gæti vel unnið,“ sagði Korts- noj. Jan Timman sagði einnig ómögu- legt að spá fyrir um úrslitin en taldi að Kasparov hefði staðið sig betur í skákunum tveimur þó að þær hefðu endað með jafntefli. Ólík framkoma og útgeislun Spennan í salnum var áþreifanleg þegar hraðskákirnar hófust. Sér- lega áhugavert var að fylgjast með þeim Kasparov og Anand tefla. Framkoma þeirra og útgeislun er áberandi ólík og sögðu hinir kepp- endurnir að þeir hefðu mjög ólíka nærveru. Kasparov væri miklu stíf- ari og stressaðri en Anand mildari og afslappaðri. Þeir töldu þó að yfir- leitt hefði framkoma andstæðings- ins engin áhrif þegar teflt væri, maður lokaði sig algjörlega af í sín- um eigin heimi og einbeitti sér full- komlega að Ieiknum sjálfum. Þrátt fyrir þá spennu sem ríkti í Salnum á meðan á hraðskákunum stóð var ekki áhyggjuhrukku að sjá á andliti Anands, sem sat jafn róleg- ur og afslappaður við taflborðið eins og hann sat við kaffiborðið áður en keppnin hófst. Kasparov sýndi hins vegar miklu meira skap, var nokkuð á iði, hristi löppina nær allan tímann og klóraði sér ört f höfðinu. Þetta gerði hann reyndar í öllum skákum sínum, en það ágerðist í hraðskák- unum. Kasparov vann fyrri hrað- skákina og mátti merkja að hann væri nokkuð afslappaðri þegar sú seinni hófst. Hins vegar var ekki stress að sjá á Anand frekar en áður þrátt fyrir að hann þyrfti að leggja allt undir. Kasparov tókst að vinna seinni skákina og stóð uppi sem sig- urvegari. Margeir og Wojtkiewicz tefldu tvær skákir um þriðja sætið og sömdu um jafntefli í þeim báðum eftir aðeins örfá leiki og deildu því þriðja til fjórða sætinu. Margeir sagði að keppni lokinni að hann hefði verið injög ánægður með mót- ið. Aðspurður sagðist hann alls ekki hafa á.tt von á því að sér gengi svona vel. „Ég er náttúrulega hættur að æfa og tefli bara mér til gamans, þannig að maður býst nú ekki við að eiga mikla möguleika gegn svona harðsvíruðum atvinnumönnum." Margeir sagði að Wojtkiewicz hefði boðið jafntefli sncmma í báðum skákunum. „Hann var greinilega sáttur við jafntefli og mér finnst frekar leiðinlegt að tefla við menn sem ætla sér bara að gera jafhtefli. Ég var líka alveg sáttur við að láta þarna gott heita.“ Kasparov sagðist hafa haft mikla ánægju af því að taka þátt í mótinu. „Það hefur mikla þýðingu að finna að áhorfendur skilja það sem er að gerast. Hér á íslandi er mjög greinilegt að fólk skilur það sem er um að vera. Ánægjan jókst við að finna að fólk hafði gaman af þessu, skildi það sem maður var að gera og kunni að metaþað,“ sagði Kasparov.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.