Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Eftir að hafa séð afkvæmin get ég mælt með því að norskt kúakyn verði flutt inn. * A Arbæjarskóli og Fjölbrautaskólinn í Armula taka upp samstarf Framhalds- skólaeining- ar samhliða grunnskóla FJÖLBRAUTASKÓLINN við Ár- múla og Árbæjarskóli hafa tekið upp samstarf sem þeir kalla Sam- vinna um valgreinar - forskot í framhaldsskóla. Samstarfið felst í því að Árbæjarskóli hefur skipulagt kennslu í 10 valgreinum á þann hátt að námsefni þeirra fer eftir aðal- námskrá framhaldsskóla og prófin eru sambærileg við þau sem nem- endur í Fjölbrautaskólanum við Ár- múla taka. Þannig gefst nemendum kostur á því að ljúka framhaldsskólaeining- um samhliða grunnskólaprófi sínu. Vonast til að samstarfið verði öðrum skólum til fyrirmyndar Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Armúla, segist vona að samstarf þetta geti orðið öðrum skólum til fyrirmyndar. „Ég vonast til þess að hægt verði að taka upp slíkt samstarf á breið- ari grundvelli, ekki bara hjá okkur og Arbæjarskóla. Framhaldsskólar og grunnskólar ættu að taka upp meira samstarf, í ljósi þess að tekin er í gildi ný námskrá fyrir öll skóla- stig, sem eykur möguleika þeirra á vali,“ segir Sölvi. Hann segir skynsamlegt fyrir nemendur grunnskóla að velja fög í samræmi við það sem þeir ætli sér að læra eftir grunnskólann þannig að valfögin nýtist þeim í áframhald- andi námi. Hann segir afar jákvætt að nemendur grunnskóla hafi tæki- færi til að taka próf úr sama náms- efni og lagt er fyrir fyrsta árgang í framhaldsskólum. Það sé til mikill- ar hagræðingar fyrir nemendur að geta tekið með sér einingar úr grunnskólanum í framhaldsskól- ann. „Þetta er frábær leið til að stytta nám. Margir krakkar eru að læra til dæmis þýsku og bókfærslu í vali í grunnskólum og setjast svo í fram- haldsskóla og fara aftur yfir sama námsefni. Þetta nýja fyrirkomulag gefur nemendum aukið tækifæri til að fá nám við hæfi,“ segir Sölvi. Morgunblaðið/Kristinn Sölvi Sveinsson, skólameistarari Fjölbrautaskólans við Ármúla og Þor- steinn Sæberg, skólastjóri Árbæjarskóla í Reykjavík. www. husgagnahoUin.is góða skemmtun Rætt um rafrænar hjúkrunarupplýsingar Breytingar í aðsigi Amorgun verður málþing um raf- rænar hjúkrunar- upplýsingar haldið í Fé- lagsheimili Seltjarnar- ness á Suðurströnd. Mál- þingið hefst klukkan 15 og stendur til klukkan 18. Þar verða haldnir fjórir fyrirlestrar og Herdís Sveinsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga, ávarpar þingið. Fundarstjóri er Vilborg Ingólfsdóttir, yf- irhjúkrunarfræðingur við Landlæknisembættið. Halla Grétarsdóttir er formaður fræðslu- og menntamálanefndar Fé- lags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, sem hefur í samvinnu við siðanefnd félags- ins skipulagt og undirbúið þetta málþing. - En hvað skyldi vera að ger- ast í sambandi við hinar raf- rænu hjúkrunarupplýsingar? „Með þessu málþingi ætlum við að leitast við að opna um- ræðu meðal hjúkrunarfræðinga um þær breytingar sem verða á hjúkrunarskráningu með tölvu- væðingu." - Hvað eru í raun rafrænar hjúkrunarupplýsingar? „Enn í dag eru allar upplýs- ingar um sjúklinga færðar í sjúkraskrá (journal) hvers sjúkl- ings, en nú stendur fyrir dyrum tölvuvæðing heilbrigðiskerfisins og þar með verða allar upp- lýsingar aðeins til í rafrænu formi - í tölvu. Tilgangurinn með málþinginu er að hjúkrun- arfræðingar skoði allar hliðar þessarar fyrirhuguðu breyting- ar, svo sem faglegar, siðfræði- legar og lagalegar.“ - Hvers vegna er þessi breyt- ing gerð? „Þetta er gert til samræmis við þá þróun sem orðið hefur í samfélaginu. Heilsugæslustöðv- arnar eru þegar sumar hverjar komnar með margvíslegar upp- lýsingar í rafrænu formi og víða er verið að undirbúa að koma þessu á. Tilgangurinn með þessu er í raun að einfalda og auðvelda fagfólki aðgengi að þessum upplýsingum." - Hverjir hafa aðgang að þessum rafrænu upplýsingum? „Þetta er ein af stóru spurn- ingunum á þessu málþingi sem við leitumst við að fá svör við. Við erum með lögfræðing, Dögg Pálsdóttur, sem heldur erindi á málþinginu og ætlar þar að gera grein fyrir því hvað lög segja um sjúkraskrár og hvernig nota má upplýsingar um þær.“ - Hverjir aðrir halda erindi á málþinginu? „Rakel Þorsteinsdóttir hjúkr- unarfræðingur ætlar að halda erindi sem hún nefnir „Rafræn sjúkraskrá - skráning hjúkrun- ar“. Rakel Guðjónsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri Endur- hæfingar- og tauga- sviðs Landspítala á Grensási, talar um „Sjúkraskrár - hin helgu vé“. Loks held- ur Anna Birna Jens- dóttir, hjúkrunarframkvæmd- astjóri öldrunarsviðs Land- spitala á Landakoti, erindi sem hún nefnir „Hjúkrun - þekking í þína þágu, og að höndla upp- lýsingar til gagns og virða mannhelgi“.“ - Hvaða siðfræðilegar spurn- ingar eru efstar á blaðið hjá ykkur? „Við erum að velta fyrir okk- ► Halla Grétarsdóttir fæddist á Akranesi 1971. Hún lauk stúd- entsprófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði árið 1991 og út- skrifaðist af námsbraut í hjúkr- unarfræði í Háskóla Islands 1995. Hún starfaði sem hjúkr- unarfræðingur á Landspítala í Fossvogi í tæp fjögur ár en er nú hjúkrunarfræðingur á Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði. Halla er í sambúð með Ásgeiri Jónssyni, sölustjóra hjá Margt smátt auglýsingavörum. Þau eiga einn tveggja ára gaml- an son. ur þagnarskyldunni, við veltum einnig fyrir okkur hvort sjúkl- ingum sé gerð nægileg grein fyrir hvað upplýst samþykki er og loks veltum við mikið fyrir okkur hversu mikið við eigum að skrá af upplýsingum um sjúklinginn þegar þessi rafræna breyting gengur í garð.“ - Hvað um hina faglegu hlið? „Þar erum við fyrst og fremst að skoða hvaða áhrif þessi þróun mun hafa á skráningu hjúkrun- ar. Þegar höfum við nefnt spurninguna hve mikið á að skrá af upplýsingum um sjúklinginn og í framhaldi af því veltum við því fyrir okkur hvað af þessum upplýsingum sem skráðar eru skipta velferð skjólstæðinginn mestu máli og þarf þar með að passa mest upp á. í raun erum við að skoða tilgang skráningar- innar - fyrir hvern við erum að skrá þessar upplýsingar aðra en okkur sem sjáum um hjúkrun og meðferð sjúklingsins.“ - Eru þessi umfjöllunarefni mikið mál fyrir almenna hjúkr- unarfræðinga í dag? „Það er mjög mikilvægt að hjúkrunarfræðingar taki þátt í þessari umræðu og skoði með okkur allar hliðar sem varða rafræna hjúkrunarskráningu. Þetta er misframandi fyrir hjúkrunarfræðinga; þeir sem eldri eru hafa sumir hverjir ekki einu sinni unnið á tölvur. Þeim mun mikilvægar er fyrir þá hina sömu að kynna sér ekki aðeins hina tæknilegu hlið málsins heldur það sem varðar faglegu hliðina.” - Gefst þátttakend- um kostur á að koma með fyrirspurnir á málþinginu? „Já, það verður gefinn kostur á því. Við hvetjum hjúkrunar- fræðinga til þess að vera sem virkastir á þessu málþingi. Þess má geta að þinginu lýkur með pallborðsumræðum þar sem fyr- irlesarar, ásamt hjúkrunarfræð- ingunum Ástu Thoroddsen og Hildi Helgadóttur, sitja fyrir svörurn." Hve mikið á að skrá af upplýsingum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.