Morgunblaðið - 04.04.2000, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.04.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 11 Þing BHM haldið um helgina Hugur í há- skólamönnum varðandi kom- andi samninga Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Nálega 300 Austfirðingar sóttu fundinn á Egilsstöðum. að í byrjun næsta mánaðar yrði ekki nóg að yfii'lýsingin ein lægi fyrir; mik- ilvægt væri að ekki aðeins væntingar lægju þar að baki, heldur nokkur vissa um að af framkvæmdum verði. Halldór vitnaði til þess að ýmsir að- ilar hefðu látið þau orð falla að undan- fömu, að nú væri spilaborgin hrunin. „Hver ímyndar sér að verið sé að leika sér með þessa hluti? Menn verða að hafa í huga að þegar hefur verið fjárfest fyrir á fjórða milljarð vegna þessa máls. Líklega mun kosta um milljarð að rannsaka Kárahnúka- vii-kjun. Hver ætti að greiða skaða- bætur af þessum fjárútlátum,“ spurði hann. Halldór lagði áherslu á að stjóm- völd hyggðust ekki fresta þeim fram- kvæmdum sem þegar hefðu verið ákveðnar og í því sambandi lægi fyrir að ráðist yrði í framkvæmdir vegna vegagerðar í Fljótsdal strax um um- hverfismat lægi fyrir. Þær fram- kvæmdir myndu kosta um 600 millj- ónir kr. Þá nefndi hann samþykkt ríkisstjórnarinnar um jarðgangagerð í fjórðungnum, stutt væri í að útboð vegna þeirra gætu hafist. Ekki væri enn afráðið hvai- borað yrði, en vilji austfirðinga sjálfra væri skýr í þeim efnum. Stendur ekki til að hætta við „Okkur er enn full alvara og það stendur ekkert til að hætta við í þessu máli. Við höfum eytt miklu í það; póli- tískri orku og fjármunum. Þess vegna er ljóst nú að liggja verður fyrir frek- ari skuldbinding en fólst í Hall- ormsstaðaryfirlýsingunni. Fjárfest- amir verða að sýna fram á skýran vilja til að vinna það traust sem ber svo miklu alvörumáli." Halldór sagði ljóst að nýjar hug- myndir kölluðu jafnframt á að stjóm- völd fitu í kringum sig - ræddu .við fleiri aðila á næstu vikum um stór- iðjukosti og könnuðu vilja þeitra. „Við verðum að kanna hvort aðrir aðilar eru tilbúnir að koma að þessu verkefni. Með því efumst við ekki um vilja þeirra fjárfesta sem við ræðum nú við; það er einfaldlega ekki hægt að ræða eingöngu við þá um þetta mikla alvörumál, eins og staða þess er nú.“ Utanríkisráðherra tók af öll tví- mæli um möguleika þess að reisa stóriðju annars staðar en á Austur- landi. „Alverið verður byggt á Aust- urlandi eða ekki,“ sagði hann. „Það er mjög mikilvægt að Austfirðingar sýni samstöðu í þessu máli og hviki hvergi. Hér er ekki aðeins um hagsmuni Austurlands að tefla, heldur lands- byggðarinnar allrar og þar með landsins alls. Ég skora því á alla Aust- firðinga að standa þétt saman,“ sagði hann. „Rfkisstjórnin ætlar að fylgja þessu máli eftir af fullri einurð. Þetta er stærsta hagsmunamál sem Aust- urland hefur staðið frammi fyrir og það verður haldið áfram að vinna í því þar til framkvæmdir komast á,“ sagði Halldór. Samstaðan með Halldóri brostin? Fjörugar umræður spunnust á fundinum að loknum erindum fram- sögumanna. Fundarstjóri, Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Sam- taka sveitarfélaga í Austurlandskjör- dæmi, var kjamyrtur vel og bein- skeyttur í hlutverki sínu; brýndi fyrir mönnum að halda ekki ræður, spytja þess heldur skorinort og knappt. Fyrsti fyrirspyrjandinn, Kári Olafsson af Héraði, var þungorður í garð stjórnvalda vegna málsins og taldi alla samstöðu með Halldóri Ás- grímssyni brostna. Hann minnti á að Finnur Ingólfsson, þáverandi iðnað- arráðherra, hefði komið til fundar við Austfirðinga vígreifur mjög, allt væri að bresta á. „Við höldum nú senn 30 ára álafmæli," sagði Kári og taldi næstu skref felast í að Byggðastofnun beitti sér fyrir byggingu stórhýsa í Reykjavík fyrir þá Austfirðinga sem eftii- væiu Valgerður Sverrisdóttir svaraði því til að menn mættu ekki gefast upp nú, þrátt fyrir vonbrigðin. Ekki hefði ver- ið hætt við allt saman. „Skilaboðin eru alls ekki þau að fólk eigi allt að flytja suður, en þó er ijóst að stjómvöld geta ekki ráðið ákvörðun hvers og eins í þeim efnum,“ sagði hún. Fjárfestarnir lækkað mjög í áliti Karl Th. Birgisson af Stöðvarfirði vildi að iðnaðarráðhema skýrði frekar orð sín um siðferðilegar skuldbind- ingar þær sem fjárfestai’nir hefðu tekist á hendur. Ráðhema svaraði því til að líklega væri ofmælt að segja að fjárfestamir væm rúnir trausti, en þeir hefðu hið minnsta lækkað mjög í áliti í Ijósi nýj- ustu tíðinda. „Við höfum þolað tölu- verð pólitísk óþægindi vegna þessa máls og nú aðeins örfáum vikum seinna er komið annað hljóð í strokk- inn. Nú er þeima að vinna aftur þetta traust og ég trúi því að þeir muni gera það.“ Einn fundarmanna spurði hverjir úr hópi fjárfestanna hefðu staðið fyrir kúvendingunni nú, íslendingar eða fulltrúar Hydro? Geir A. Gunnlaugsson svaraði því til að samstaða hefði verið um málið, arðsemi yrði meiri með stækkaðri verksmiðju. Minnti Geir á að fjárfest- ar yrðu að gera kröfu um mikla fjár- festingu, þeir væm að tefla með fé annama og það setti mark sitt á mál- ið. Geir bætti því við að fjárfestamir gerðu sér grein fyrir því að þeir ættu ekki einkarétt á málinu. Vildu stjóm- völd ræða við aðra yrði svo að vera. Fyrirspumir vom af ýmsum toga, en ekki leyndi sér að margir úr hópi fundarmanna vom mjög óánægðir með framvindu málsins. Ein stór kosningabrella Þannig var sett fram sú kenning að Finnur Ingólfsson hefði vikið úr stóli iðnaðamáðhema þar sem hann hefði séð fyrir þessar lyktir málsins. Málið hefði allt verið ein stór kosninga- brella. Annar fyrirspyijandi velti því upp hvort frestun málsins nú kæmi sér ekki einmitt sérlega vel fyrir stjórnvöld í Ijósi mikillar þenslu. Sá þriðji vildi vita hvort Geir A. Gunn- laugsson væri tilbúinn að gefa út dán- arvottorð á framkvæmdir nú; það hefði hann þegar gert í tengslum við aðrar stóriðjm- á ámm áður. Sagði sá hinn sami að málið allt væri stór áfell- isdómur yfir ríkisstjóminni. Fjórði vildi vita hvort hátt vaxtastig um þessar mundir hefði haft áhrif á ákvörðun fjárfestanna. Halldór Asgrímsson brást reiður við þessari gagnrýni og sagði tómt ragl að tala um kosningabrellur í þessu sambandi. Framsóknarflokk- urinn hefði þvert á móti fært pólitísk- ar fómir vegna þessa máls og umræð- an öll um það hefði gert flokknum erfitt fyrir enda hefði andstaðan við það orðið mun meiri en menn hefðu átt von á. Halldór sagði margt sagt í hita leiksins og samsæriskenningar væm margar. Það væri hins vegar fráleitt að Finnur Ingólfsson hefði hætt vegna þessa máls og velti utanríkis- ráðheira því upp hver tilgangurinn væri með slíku bulli, eins og hann orð- aði það. „Það er ekki ætlunin að gefa út dánarvottorð vegna þessa máls, enda hefur ekkert verið hætt við. Eini aðil- inn sem það getur er þjóðin í þessu landi,“ sagði Halldór ennfremur. Hann svaraði því neitandi að frest- un framkvæmda nú kæmi stjómvöld- um vel í ljósi þenslunnar. Hann sagði að málin þyrfti að skoða í samhengi, ekki væri víst að þenslan héldist áfram næstu ár. Þvert á móti benti ýmislegt til þess að hagvöxtur verði minni, verði ekki af framkvæmdum við álver og virkjanir. Spurður um vaxtastig svaraði Geir A. Gunnlaugsson því til að hátt vaxta- stig nú hefði ekkert haft með lyktir málsins að gera, hann gæti fullvissað fundarmenn um það. Fundarmenn vom þó ekki einróma í gagnrýni sinni á stjórnvöld vegna málsins, ýmsir hvöttu aðila málsins til dáða og vildu jafnvel kanna hvort heimamenn gætu sjálfir staðið fyrir fyrirtæki um orkuframkvæmdir í Fljótsdal, myndað eins konar Orkubú Austfjarða. Græningja í Sænautasel Annar stakk upp á því að láta Byggðastofnun kanna hvort stækka mætti Sænautasel uppi á heiði, svo koma mætti þar fyrir „Græningjum“ þeim sem mest hefðu haldið uppi gagnrýni í þessum málum. Valgerður Sverrisdóttir svaraði því til að líklega yrði að stækka selið nokkuð, því svo virtist sem „Græn- ingjamir" væm nokkuð fjölmennir um þessar mundfr. „Ég er satt að segja ekki viss um við hveija er átt með þessu orði,“ sagði ráðherrann. Gerði hún þó ráð fyrir að átt væri við Vinstrihreyfing- una - grænt framboð og sagði ráð- herra þá að því miður væra fylgjend- ur þeirrar hreyfingar býsna fjölmennir um þessar mundir. „Ég geri þó alls ekki ráð fyrir að sá flokk- ur sé vinsæll á landsbyggðinni og alls ekki hér á Austurlandi.“ Valgerður sagðist að lokum leggja á það áherslu að Norsk Hydro sæi sóma sinn í að senda hingað til lands einn af sínum æðstu mönnum til að undirrita yfirlýsingu um framhald mála í maí nk. „Það er það minnsta sem þeir geta gert,“ sagði hún. BJÖRK Vilhelmsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, segir að hún sé mjög ánægð með þing sam- takanna sem haldið var um helg- ina. „Það er alveg ljóst að það er hugur í háskólamönnum varðandi komandi samninga og mikill vilji til að vinna vel,“ sagði Björk. Hún sagði að þingstörfin hefðu tekið mið af því að samningar væru framundan. Vinnuhópar hefðu ver- ið að störfum á þinginu, í kjaramál- um, réttindamálum, vinnuumhverfi og skattamálum. Þetta hefði verið byrjunin á því að leggja línurnar fyrir kjarasamningana, en ætlunin væri að halda kjararáðstefnu í vor eða byrjun sumars, þar sem sam- eiginleg atriði í kröfugerðinni yrðu mótuð, en samningarétturinn væri hjá hverju aðildarfélagi fyrir sig. „Síðan er einhugur um þá vinnu sem unnin hefur verið að undan- förnu að réttindamálum opinberra starfsmanna. Sú vinna er komin mjög langt og var kynnt lauslega á þinginu," sagði Björk. Hún sagði að menn væm sáttir við þá hugmyndafræði sem lögð er áhersla á í þessum réttindamálum, sem væri jafnrétti á vinnumarkaði og að jafnað yrði á milli vinnu- markaða og milli kynja. Björk sagði að hlutverk banda- lagsins væri að standa við bakið á aðildarfélögunum, bjóða þeim upp á sérfræðiaðstoð og sjá um upp- lýsingastreymi og miðlun upplýs- inga milli félaganna. 24 aðildarfélög í Bandalagi háskólamanna eru 24 aðildarfélög með 6.500 félaga samtals, en stærstu félögin eru Fé- lag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag íslenskra náttúrufræðinga og Félag háskólakennara. Aðalfundur BHM er haldinn á tveggja ára fresti og var Björk endurkjörin formaður. Auk hennar eiga sæti í stjórninni Herdís Sveinsdóttir, varaformaður Félags NÝJAR reglur Póst- og fjarskipta- stofnunar um forval og fast forval símnotenda tóku gildi 1. apríl sl. Reglurnar fela m.a. í sér að símnot- endur geta gert samning við þjón- ustuveitanda um fast forval og þurfa þá ekki að velja fjögurra tölustafa forskeyti áður en hringt er til út- landa. Fram til þessa hefur einungis verið hægt að nýta þjónustu Lands- símans án forskeytis í millilanda- símtölum. í forvali geta símnotendur kosið þjónustu nýrra þjónustuveitenda, t.d. fyrir símtöl til útlanda, með því að velja fjögurra tölustafa forskeyti. Er þá fyrst valið forskeytið, síðan 00 og eftir það landsnúmer og síma- númer þess sem hringt er í. For- skeytin era frá 1000 til 1100. Nauð- synlegt er að notendur skrái sig hjá viðkomandi þjónustuveitanda fyrir- fram. Símnotendur eiga þess einnig kost, eins og fyrr segir, að gera fyr- irfram samning um fast forval við þjónustuveitanda og þurfa þá ekki að velja forskeytið í hverju símtali íslenskra hjúkrunarfræðinga, með- stjórnendur; Auður Antonsdóttir, Félagi íslenskra náttúrafræðinga, Halldóra Friðjónsdóttir, Útgarði - félagi háskólamanna, Jörundur Guðmundsson, Félagi háskóla- kennara, Már Ársælsson, Félagi tækniskólakennara og Ólafur G. Kristjánsson, Félagi háskóla- menntaðra starfsmanna stjórnar- ráðsins. Björk sagði að samningar aðild- arfélaga BHM væru lausir í lok október nk. Fyrir þann tíma ætl- uðu þau að vera búin að semja um réttindi opinberra starfsmanna, bæði hvað varðar fæðingarorlof, veikindarétt og réttarstöðu trúnað- armanna. Kærir lög- regluna fyrir meint harðræði HÁLFÞRÍTUGUR karlmaður hefur kært lögregluna í Reykjavík fyrir meint harðræði í fyrrinótt. Lögreglumenn vom sendir að heimili hans seint á sunnudagskvöld til að svipta hann vörslu bifreiðar hans. Sakar maðurinn tvo lögreglu- þjóna um ofbeldi, högg og spörk að tilefnislausu í kjölfar þess að hann sagði lögreglunni álit sitt á framkomu hennar gagnvart sér á vettvangi. I lögregluskýrslum kemur hins vegar skýrt fram að mað- urinn hafi beitt sér líkamlega gegn lögreglunni þegar taka átti bifreiðina og það hafi leitt til átaka á vettvangi. Málið verður rannsakað hjá ríkissaksóknara. en geta strax valið 00 og síðan lands- númer og símanúmer eins og áður. Símnotandi sem kýs fast forval verður að skrá sig hjá viðkomandi þjónustuveitanda en hann skal senda símnotandanum staðfestingu á skráningu og tilkynna símafyrir- tækinu sem notandinn er tengdur við um forvalið. Það á ekki að taka nema 5 daga eftir skráningu að koma á föstu forvali. Þjónustuveit- andinn greiðir kostnað af að koma á föstu forvali hvers notanda. Sím- notandinn fær reikninga fyrir sím- töl sem veljast í föstu forvali frá þjónustuveitanda. Þrátt fyrir að hafa gert samning um fast forval við þjónustuveitanda geta símnotendur valið annan þjón- ustuveitanda með því að velja for- skeyti hans á undan 00. Þjónustuveitendur sem gera samning við símnotendur um fast forval ber að upplýsa þá hvort læs- ing á símum þeirra vegna símtala til útlanda verði óvirk þegar föstu for- vali er komið á. Hægl að semja um fast forskeyti í millilandasímtölum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.