Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ifflí Úr dagbók lögreglunnar • • Olvun og ólæti í miðbænum Helgin 31. mars til 3. apríl UM helgina tók lögreglan 44 ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina, 15 fyrir ölvun við akstur og sinnti 34 umferðar- óhöppum. Talsvert var um of- beldisbrot og nokkur fíkniefna- mál komu upp. Frekar rólegt var í miðbænum aðfaranótt laugardags en um kl. 3 aðfaranótt sunnudags fjölgaði verkefnum lögreglunnar og voru miklar annir hjá henni við að sinna útköllum í miðbænum vegna ölvunar og óláta. Aðfararnótt laugardags var tilkynnt um rúðubrot í fyrirtæki í miðbænum. Sá sem grunaður er um verknaðinn leitaði sér að- stoðar skorinn á höndum á mið- bæjarstöð lögreglunnar. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið vegna áverkanna. Tilkynning barst til lögreglu um fótbrotinn mann innandyra á veitingastað í miðbænum. Mun manninum hafa verið hrint inn- andyra og rak hann fótinn illa í vegg. Lögregla hafði afskipti af pari er sparkað hafði í bifreiðir aðfaranótt sunnudagsins í mið- bænum. Nokkrar skemmdir voru á bílunum, dældir og rispur. Er lögreglumenn höfðu rætt við parið tók konan sig til og spark- aði í lögreglubifreiðina. Hún var því handtekin og flutt á lögreglu- stöð þar sem hún var vistuð í fangageymslu. A laugardagskvöld sást til manns á hlaupum í miðbænum á nærbrókum einum fata. Náðist hann í biðröð á veitingastað þar sem hann ætlaði inn á ballið. Var maðurinn fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangageymslu. Tilkynning barst til lögreglu um 34 umferðaróhöpp yfir helg- ina. Síðdegis á föstudag varð um- ferðarslys á Bústaðavegi við Suðurhlíð. Þurfti tækjabifreið slökkviliðs til þess að ná farþega úr annarri bifreiðinni og var hann fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Fjarlægja þurfti báðar bifreiðirnar af vettvangi með kranabifreið. Okumaður missti stjórn á bif- reið sinni á Eiðsgranda, með þeim afleiðingum að hún hafnaði á ljósastaur. Erökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur. 44 ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur um helg- ina. Þá eru 15 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur. Falsseðill og ránstilraunir Starfsmenn verslunar í aust- urbænum veittu því eftirtekt á • föstudagsmorgun að greitt hafði verið fyrir vörur með fölsuðum fimm þúsund króna seðli, ekki er vitað hver afhenti seðilinn. Grímuklæddur maður veittist að afgreiðslumanni í verslun á föstudagseftirmiðdag og gerði tilraun til að hrifsa af honum peninga úr uppgjöri dagsins. Honum tókst þó ekki að taka neitt af afgreiðslumanninum og komst undan. Lögreglumenn stöðvuðu bif- reið í Breiðholti aðfaranótt mánudags. Við leit í bifreiðinni fannst ætlað þýfi og talsvert af peningum, greiðslukortanótum og ávísunum á mönnunum. Mennimir voru færðir á lög- reglustöð og er málið í rannsókn. A föstudagskvöld réðust tveir piltar að eiganda myndbanda- leigu í Breiðholti þegar hann reyndi að verja þeim leið inn fyr- ir afgreiðsluborðið. Munu þeir hafa slegið hann og er hann með áverka á bringu. Piltarnir stungu af en lögregla hefur vitneskju um hverjir voru þar á ferðinni. Á laugardagskvöld óskaði leigubifreiðarstjóri eftir aðstoð í Grafarvogi þar sem ekki tókst að vekja farþega í bifreiðinni. Brást farþeginn hinn versti við er hann var vakinn af lögreglu og réðst á lögreglumenn og bílstjórann. Reyndi hann svo að villa um fyr- ir lögreglumönnunum með því að framvísa persónuskilríkjum ann- ars manns. Maðurinn var hand- tekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangageymslu. Starfsmaður Skálafells rotaður af gesti Lögregla var send að skíða- svæðinu í Skálafelli á laugardag. Þar hafði gestur á skíðasvæðinu slegið starfsmann skíðalyftu þar sem hann var ósáttur við fyrir- mæli hans. Starfsmaðurinn rot- aðist og brotnuðu í honum tenn- ur. Ái-ásarmaðurinn var farinn er lögregla kom á vettvang. Ráðist var á mann í miðbæn- um og hann sleginn niður. Er lögregla kom á vettvang lá mað- urinn á gangstéttinni með áverka á höfði og hugsanlega nefbrotinn. Aðili var handtekinn vegna málsins og gekkst hann við árásinni. Aðfaranótt sunnudags hringdi maður til lögreglu og tilkynnti um að á sig hefði verið ráðist á Laugavegi, hefði verið sparkað margoft í hann og einnig teknar af honum 12 þúsund krónur. Gat maðurinn gefið greinargóða lýs- ingu á árásarmönnum og leiddi það til þess að maður sem svar- aði til lýsingar var handtekinn á Hverfisgötu nokkru síðar. Við leit á honum kom í Ijós að hann hafði fíkniefni í fórum sínum, var hann vistaður í fangageymslu lögreglunnar. Maður sló dyravörð á vinstri vanga á veitingastað. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð þar sem hann yar vistaður í fanga- geymslu. Á manninum fundust tvö greiðslukort sem ekki voru í hans eigu. Kortin voru haldlögð. Á sunnudagsmorgni var til- kynnt um líkamsárás fyrir utan veitingahús í miðbænum. Hafði þar stúlka lamið aðra í höfuðið með flösku. Sú slasaða var flutt á slysadeild Landspítala. Hin var handtekin og ílutt á lögreglustöð þar sem hún var vistuð í fanga- geymslu. Starfsmaður veitingastaðar í miðbænum tilkynnti til lögreglu aðfaranótt laugardags að hann héldi hjá sér manni sem grunur lægi á að hefði fíkniefni undir höndum. Á manninum fundust ætluð fíkniefni, var hann hand- tekinn og færður í fangamót- töku. Á laugardag tilkynnti húsvörð- ur í Seljakirkju um skemmdar- verk sem unnin höfðu verið við kirkjuna. Málningu hafði verið úðað og krotað á kirkjubygging- una. Sérstakt eftirlit var í Kringl- unni á föstudag og laugardag þar sem fylgst var með unglingum. I nokkrum tilvikum voru ungling- ar stöðvaðir með áfengi sem verslað hafði verið fyrir þá og einnig komu upp hnuplmál þar sem unglingar voru gerendur. Ennfremur var haft eftirlit með útivistartíma unglinga í Breið- holti og Árbæ. ÍDAG VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Farsæll flugstjóri lentur ÞÓRÓLFUR Magnússon flugstjóri hefur nú lokið farsælu starfi aldurs vegna. Hin síðari ár starfaði hann hjá íslandsflugi, en mestan tíma flugævinnar starfaði Þórólfur við innanlands- flugið. Vinir hans og aðdá- endur úti á landsbyggðinni íylltu sali til þess að heiðra og kveðja farsælan og vin- sælan flugstjóra. Þórólfur lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna þótt veður væru rysjótt. Hann hafði með langri reynslu lært að nota hin réttu og ör- uggu „glímutök", hann er sterkbyggður og glöggur vel, því varð hann ekki felldur. Innanlandsflugið hér á Islandi er vandaverk, krefst mikillar þjálfunar, þrautseigju og áræði, að ógleymdri góðri dómgreind og gætni. Það segir sig sjálft að þessir eiginleikar hafa dug- að Þórólfi vel, hann hefur þjónað landsbyggðarfólk- inu, eins og sjá mátti og heyra, þegar hann var heiðraður og kvaddur í ferðalok. Ég óska Þórólfi til ham- ingju með glæstan flugferil. Jóhannes R. Snorrason, flugskírteini nr. 5. Fyrirspurn VÆRI ekki hægt að þjóð- nýta íslenska vatnið betur heldur en gert er til útflutn- ings, til að koma í veg fyrir meiri viðskiptahalla ríkis- ins, eins og grein mín til fjármálaráðuneytis segir til um að gera? Ég sendi í bréfsíma til þeirra tillögu og DV og Bylgjunnar, dag- skrárgerð. Ég held að bet- ur mætti gera en gert er í þeim efnum. Er ekki hægt að reikna út þann kostnað með hagfræðingum, verk- fræðingum, útflutningsaðil- um fyrirtækja með mark- aðsráðgjöfum Sameinuðu þjóðanna? Og jafnvel að ná góðum samningum um uppbygg- ingu atvinnulífs á annan hátt heldur en gert hefur verið til þessa með hag allra, og þá á ég við verka- fólk sem alltaf hefur skert- an hlut þrátt fyrir að það standi fyrir góðærinu, en fær svo ekki þátttöku í hagnaði sem svo aftur kem- ur niður á sparnaði, sem aftur kemur niður á ríkinu, og allt heldur áfram í stór- um mínus. Með von um skjót svör. Jón T. Haildórsson, verkamaður. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Við tjörnina. Víkverji skrifar... YÍKVERJI fagnaði því á síðasta ári að geta talið fram á Netinu. Það gerðu fleiri því mikill fjöldi fram- teljenda nýtti sér þessa góðu leið til að skila af sér með bestu samvisku. í ár nýta enn fleiri Netið, að því er fram kom hjá ríkisskattstjóra á fréttavef Morgunblaðsins fyrir helgi þegar hann tilkynnti um lengingu framtalsfrests. Að mati Víkverja er vinnusparnaður helsti kostur þess að talið er fram á Netinu. Það sparar sporin við að sækja auka eyðublöð og skila framtali auk þess sem það minnkar hættuna á mistökum við innslátt upplýsinganna hjá skattin- um. Svo sakar ekki að þessi tækni gerir skattyfirvöldum kleift að bjóða fólki sem þannig telur fram lengri framtalsfrest. xxx AÐ dregur lítið úr áhuga Vík- verja á að telja fram á Netinu þótt það hafi ekki gengið andskota- laust fyrir sig að þessu sinni. Þannig lenti hann nokkrum sinnum út úr for- ritinu við það eitt að panta sér auka- blöð eða fleiri línur á eyðublaðinu. Þá gat Víkverji ekki annað séð en for- ritið færði ranga tölu af fylgiskjali inn í sjálft framtalið. Ekki þótti ástæða til að gera mikið veður út af því vegna þess að það var skatt- yfirvöldum í óhag, aðeins bent á þessa hugsanlegu villu í athuga- semdum. Starfsfólk ríkisskattstjóra veit greinilega af þessum erfiðleikum því Indriði H. Þorláksson ríkisskatt- stjóri sagði á mbl.is að ákvörðun um lengingu framtalsfrests hefði verið tekin með tilliti þess „að því miður voru ákveðnir tæknilegir hnöki-ar af og til; einhverjir stirðleikar í vef- þjónum er gerðu mönnum erfitt fyr- ir“. Það hlýtur að verða bætt úr þessu fyrir næsta ár. xxx AF ÞVÍ að skatturinn berst í tal vill Víkveiji vekja athygli á öðru máli sem honum tengist. Tók hann eftir því nýlega að við síðustu álagningu hafði hann verið hlunnfar- inn um örfáar þúsundir króna. Nú voru góð ráð dýr, allir kærufrestir löngu liðnir en þar sem fátækur bamamaðurinn vÖdi ekki við þetta una sneri hann sér til ríkisskattstjóra með beiðni um leiðréttingu. Ekki væri ástæða til að hafa orð á þessu nema vegna þess að í bréfi sem barst um hæl var frá því sagt að vegna mikils fjölda skatterinda sem embættinu berast væri meðal af- greiðslutími nú um það bil fimm mánuðir. Jafnframt er þess getið að ef sérstaklega er brýnt að afgreiðsla taki skemmri tíma, svo sem vegna yf- irvofandi nauðungaruppboðs eða gjaldþrotabeiðni, sé hægt að flytja erindi í forgangsröð. Ekki fannst Víkveija ástæða til að biðja um forgangsröð enda reiknaði hann ekki með að fara á nauðungar- uppboð eða verða gjaldþota vegna fá- einna þúsundkalla sem hann hafði löngu greitt. Hins vegar liggur málið algerlega ljóst fyrir að mati Víkverja enda telur hann sig hafa fært fullar sönnur á það. Þess vegna er spurt: Er ekki skynsamlegt að afgreiða svona mál strax í stað þess að hækka hauginn á borði ríkisskattstjóra? Þar eru áreiðanlega nógu mörg flókin og erfið mál sem við þarf að fást. xxx ÍKVERJI hefur lent í því nokkr- um sinnum að undanförnu að þurfa að bíða eftir flugi sem frestast hefur vegna veðurs. Við því er ekkert að gera þótt leiðinlegt sé. Bíða þarf heima og hringja á klukkutíma eða tveggja tíma fresti eða úti á velli og lítið hægt að gera á meðan. Upplýs- ingar um flug í textavarpi Ríldsút- varpsins er þægilegt fyrir þá sem geta beðið heima en það gerist því miður oft að það er ekki uppfært nógu ört. Ef farþega er sagt að flug verði athugað klukkan þijú, þá þurfa upplýsingar um afdrif þess að koma strax inn á textavarpið annars þorir viðkomandi ekki annað en að auka á ónæði starfsmanna flugfélagsins með því að hringja þangað. Þá mætti koma upp sjónvarpsskjám með sömu upplýsingum víðar en á Reykjavíkur- flugvelli. Það er til dæmis einkenni- legt að farþegar á Akureyrarflugvelli skuli ekki hafa aðgang að sjónvarps- skjám með upplýsingum um flug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.