Morgunblaðið - 04.04.2000, Side 32

Morgunblaðið - 04.04.2000, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Dauðvenju- legur meðaljón Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Bjarni Haukur Þórsson sem Haukurinn. 15 milljónir til endur- bóta á hús- um Gunnars- stofnunar ENDURBÓTASJÓÐUR menning- arbygginga hefur samþykkt að veita Gunnarsstofnun allt að 15 milljónir króna til nauðsynlegra endurbóta á húsum að Skriðuklaustri í Fljótsdal á þessu ári. Framkvæmdir eru hafn- ar í húsi Gunnars Gunnarssonar sem miða að því að búa húsið undir nýtt hlutverk. Ætlunin er að þeim verði lokið innan tveggja mánaða, enda stefnt að því að hefja starfsemi þar undir merkjum Gunnarsstofnunar um miðjan júní og opna þá húsið al- menningi. Einnig verður ráðist í endurbætur á fyrirhuguðum bústað forstöðumanns á þessu ári. Gunnar byggði húsið að Skriðu- klaustri árið 1939. Það er rúmir 300 fermetrar að grunnfleti á tveimur hæðum og ris að auki. Framkvæmd- ir vegna nýrrar starfsemi felast fyrst og fremst í nauðsynlegum endurbót- um eins og endurnýjun lagna, fjölg- un snyrtinga, uppsetningu brunavið- vörunarkerfis og aðstöðu til veitingasölu. Með þeim eiga öll her- bergi hússins, sem eru um 30 talsins, að geta nýst undir starfsemi Gunn- arsstofnunar. Menntamálaróðherra setti árið 1997 reglur um Stofnun Gunnars Gunnarssonar sem ætlað er að starfa á grundvelli gjafabréfs Gunnars skálds og Franziscu konu hans frá 1948. í fyrravor náðist samkomulag milli ráðherra menntamála og land- búnaðar um að Gunnarsstofnun fengi til umsjónar og yfirráða á Skriðuklaustri auk Gunnarshúss, Skriðu sem forstöðumannsbústað og um 15 ha lóð umhverfis húsin. I kjölfarið var stofnuninni ráðinn for- stöðumaður. Gunnarsstofnun hefur nú verið mörkuð stefna til næstu ára. Sam- kvæmt henni verður Skriðuklaustur byggt upp sem menningar-, sögu- og fræðasetur með starfsemi allan árs- ins hring. Að sumri verður áherslan lögð á að taka á móti ferðamönnum og margvíslegar sýningar settar upp en að vetri mun starfsemin snúast meira um að rækta menningu þjóðar og sögu. Þá verður áfram rekin gestaíbúð fyrir lista- og fræðimenn í húsinu auk þess sem gert er ráð fyrir frekari aðstöðu fyrir fræðaiðkendur. UPPISTAND Bjar ni Ilaukur Þ 6 r s - snn í íslensku ó p e r u n n i HAUKURINN Höfundur og flytjandi: Bjarni Haukur Þórsson. Leikstjórn: Sig- urður Sigurjónsson. Tónlist: Máni Svavarsson. Laugardagur 1. apríl. MERKING orðsins „haukur“ er talin vera „sá sem hremmir eða grípur (bráðina)" skv. íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar. í skáldamáli merkti nafnið „(ungur og) knár maður“. Þetta kemur upp í hugann þegar skoðaður er titill sá sem Bjarni Haukur Þórsson velur þessari uppistandssýningu sinni. Hann hef- ur í tveimur fyrri sýningum, Hellis- búanum og Kossinum, þróað pers- ónu sem er eins fjam þessari skilgi'einingu Ásgeirs og hugsast má. Auðvitað er titillinn dreginn af millinafni hans sjálfs, en val hans sýnir að hann á til að bera sjálfsháð sem gæti orðið kveikjan að fyndinni sýn á veruleikann. Því miður er þetta sniðugasti þátturinn við sýninguna. Frá því Bjarni Haukur kom heim frá námi í Bandaríkjunum hefur hann skapað sér starfsvettvang sjálfur, hann hefur átt hugmyndir að leiksýning- um, leikstýrt og leikið. Eftirminni- legast er að í hartnær tvö ár hefur hann leikið í einleiknum „Hellis- búanum" við ákafar undirtektir áhorfenda. En hér sannast að það er tvennt ólíkt að fá góða hugmynd og að hrinda henni í framkvæmd. Hér er einfaldlega kastað til hönd- unum að verkinu. Hvorki efniviður- inn né framsetningin eru þannig að líklegt sé til árangurs. í uppistandi skiptir miklu máli að dagskráin sé vel skipulögð en jafn- fram það þjál að flytjandinn geti gripið til áhrifaríkra brandara ef stemmningin dettur niður í salnum. Hér var skipulagningin í molum. Hvað eftir annað byrjaði Bjarni Haukur á gamansögu en í miðri sögunni var eitthvert atriði sem hann lét afvegaleiða sig og leiddi hann inn á hliðarbraut. Svo var undir hælinn lagt hvort áhorfendur fengu endinn á upphaflegu sögunni - sem þá auðvitað var ekki svipur hjá sjón eftir innískotið. I uppi- standi er oft vaðið úr einu í annað en góðir uppistandarar gera það af ásettu ráði, annaðhvort vegna þess að þeir sjá að stemmningin er að missa dampinn eða vegna þess að skyndileg kúvending getur einfald- lega verið fáránleg og fyndin. Hér var endalaust vaðið úr einu í annað án sýnilegs tilgangs og svo á end- anum komið aftur að gömlu efni eftir að grínið hafði verið uppurið. Hringsól hans um sviðið á reiðhjól- inu og fálm hans í kassann aftan á hjólinu er án efa hugsað sem aðferð til að brjóta upp einhæfan flutning- inn. Hér voru þessi atriði allt of ómarkviss til að koma að gagni. Eins og fyrr var nefnt hefur Bjarni Haukur þróað í leik hina of- urvenjulegu manngerð, sem hefur ekkert það til að bera sem kemur í veg fyrir að meirihluti íslenskra karlmanna geti sett sig í hans spor. Þetta getur gengið upp ef textinn sem persónusköpunin er byggð á er nógu hnyttinn. En hér stendur Bjarni Haukur á gati. Sem höfund- ur er hann ekki nógu frumlegur til að semja efni sem hæfir persón- unni. Viðhorf hans til tilverunnar er of venjulegt til að af því sé nokk- uð nýnæmi. Sýn hans á daglegt líf er sýn hins dauðvenjulega meðal- jóns. Hann fellur í þá gryfju að bjóða hér upp á ýmsar viðbætur við „Hellisbúann" og hugleiðingar sprottnar út frá því verki, en þessir afgangar eru ekki boðlegir til flutn- ings þegar hálf þjóðin er þegar búin að sjá verkið sjálft. Ánnað stórt vandamál er að það var farið að slá í flesta brandarana, þeir dönsku voru þó verst farnir. Kannski væri skárra ef Bjarni Haukur leitaði víðar fanga. Ef sýn hans á lífið væri frumlegri gæti grínið þess vegna einskorðast við líf hans þar sem hann situr í stofu- sófanum og horfir á sjónvarpið, en án nýstárlegs sjónarhorns verður hann að víkka sjóndeildarhringinn. Nauðvörn aðþrengds grínara er að leita vars á svæðinu neðan þind- ar. Eins og Bjarna Hauki verður að orði: „Guð skapaði prumpið til að allir gætu hlegið." Lægra verður varla komist. Þarna tók hver brandarinn við af öðrum þar sem umfjöllunarefnið var þvag og hægðir í öllum mögulegum mynd- um og aðeins í undartekningartil- fellum neyddist Bjarni Haukur sér til sáluhjálpar að nefna kynfæri á nafn eða velta sér upp úr kynlífí með dýrum. Þetta er alþekkt bragð í skemmtanaiðnaðinum og gefst oft vel, sérstaklega ef áhorfendur eru vel drukknir, en þá yfirleitt helst sem krydd innan um annað efni. Of mikið af því góða veldur því að þessi hluti verður of yfirþyrmandi og sýningin einkennist um of af þessari afurð höfundarins. Uti í hinum stóra heimi er uppistand stundað við miklar vin- sældir. Ef góðir flytjendur skemmtiefnis geta ekki samið sómasamlegt efni sjálfir eða eru orðnir þurrausnir kaupa þeir efni af öðrum. Bjarni Haukur hefur með hjálp gamanhöfunda skapað persónu sem hálf þjóðin hefur fallið fyrir. Hvers vegna hann ákvað að semja efni sjálfur er mér gersam- lega hulið í Ijósi þess sem að ofan er ritað. Sveinn Haraldsson Sibelius hættir að reykja og’ drekka TOJVLIST Geislaplötur JEAN SIBELIUS Jean Sibelius: Sinfónía nr. 4 í a-moll, op. 63. Sinfónía nr. 5 í Es-dúr, op. 82. Hljómsveit: Sinfóníuhljómsveit Islands. Hljómsveitar- stjóri: Petri Sakari. Útgáfa: Naxos 8.554377. Heildartími: 69’19. Verð kr. 690. Dreifing: Japis ÞEGAR umfjöllun um Sibeliusarútgáfuröð Sinfóníuhljómsveitar Islands birtist síðast í dálki þessum (Mbl. 10. nóv. 1999) nefndi ég greinina „Sibelius á vinsældalistann". Fyrir- sögn mín átti þá jafnt að skírskota til þess hve aðgengilegt efnisval disksins var (Finlandia, Kareliasvítan o.fl. Naxos 8.554265) og einnig að hvetja íslendinga til að kaupa þennan ágæta disk - að koma honum „á vinsældalist- ann!“. Það sem ég vissi hins vegar ekki var að platan var þegar komin á vinsældalistann! í tímaritinu BBC Musie Mugiizine (nóvember 1999) vermdi hún tíunda sætið á vinsældalista breskra plötuverslana yfir þær klassísku út- gáfur sem best höfðu selst þar í landi. Því nefni ég þetta hér, að útgáfuröð SI á sinfóníum og öðrum hljómsveitarverkum Sib- eliusar hefur ekki vakið ýkja mikinn áhuga ís- lenskra tónlistarunnenda, en hefur hins veg- ar fengið móttökur erlendis sem í raun eru með ólíkindum. Samkeppni SI á þessu sviði er nefnilega geysihörð og nægir þar að nefna Philharmonia-hljómsveitina í Lundúnum (Ashkenazy og Sir Simon Rattle), Bostonsin- fóníuna (Sir Colin Davis), Sinfómuhljómsveit- ina í Lahti (Vánská) og Vínarfflharmóníuna (Lorin Maazel). Diskurinn sem hér er til um- fjöllunar fær fjórar stjörnur (af fimm) í apríl- hefti BBC Music Magazine og er þar borinn saman við hljóðritun Berlínarfflharmóníunn- ar (Karajan!) auk ofangreindra listamanna. í nýjustu útgáfu The Penguin Guide to Comp- act Discs (útg. 1999) fær Sinfónían okkar fullt hús stjarna fyrir diskinn með fyrstu og þriðju sinfóníunni (Naxos 8.554102). Reyndar fá fleiri útgáfur SI mjög jákvæða umfjöllun í þessu ágæta uppflettiriti og mun þeim vafa- laust fjölga þar í framtíðinni. Þetta hlýtur að vera hljómsyeitarmönnum mikil upplyfting á afmælisári. Árangur þeirra er ekkert minna en makalaus þegar tillit er tekið til ömurlegr- ar starfsaðstöðu í Háskólabíói og annarra kjara sem vísast eru ekki til að hrópa húrra fyrir. Nýjasti diskurinn í útgáfuröðinni er með hinni vinsælu fimmtu sinfóníu sem Sibelius lauk við árið 1919 og hinni ögrandi og and- rómantísku fjórðu sinfóníu frá 1911. Fjórða sinfónian hefur mönnum löngum verið ráðgáta. í bæklingi disksins segir frá því að hún hafi verið samin á þeim tíma er tónskáldið átti í miklum fjárhagserfiðleikum, veikindi sóttu að, hann fékk krabbamein og þurfti að hætta að reykja vindla og drekka viskí. Fjórða sinfónían finnst mér ansi tæt- ingslegt verk og fyrsti kaflinn er mér alltaf jafn illskiljanlegur. Fóru fráhvarfseinkennin í bindindinu svona með Sibelius? Þeir sem til þekkja vita mætavel að erfitt er að einbeita sér þegar þannig háttar! En svo að öllu gamni sé sleppt þá hefur verkið óþægilega órólegan undirtón, yfir- bragðið er ákaflega dökkt og jafnvel skersó- þátturinn er gleðisnauður. Spurningin er bara hvort manni endist ævin til að skilja hvert Sibelius var að fara? Sinfóníuhljómsveitin og Petri Sakari skila góðu verki, hvergi virðist bera skugga á ágætan flutning. Vert er að nefna stuttar en glæsilega fluttar einleiksstrófur sellós, klukk- uspils, víólu, klarínetts, flautu og horna í loka- kaflanum. Fimmta sinfónían er að mörgu leyti það að- gengilegasta af seinni verkum tónskáldsins og tilheyrir hún allt öðrum heimi en fyrirenn- ari hennar. Sibelius virðist hafa tekið gleði sína á ný: ætli hann hafi ekki verið hættur í bindindinu? Tónmál sinfóníunnar er síðróm- antískt og oft ljóðrænt, laglínur „breiðar“ og fallegar en oft er stutt í dramatísk átök. Sin- fóníuhljómsveit íslands leikur þessa tónlist eins og hún þekki hana út í ystu æsar (enda hefur hún verið alloft á efnisskrá hennai') og hljómsveitarstjóranum, Finnanum Petri Sak- ari, er tónmál Sibeliusar að sjálfsögðu í blóð borið. Útkoman er afar sannfærandi og túlkunin sterk á þessu tignarlega verki. Sérstaklega eftirminnilegt er hádramatískt niðurlag fyrsta kafla og innkoma hornanna í lokakafl- anum. Framlag tréblásarasveitar er með ágætum enda er hlutverk þessa hóps afar mikilvægt í hljómsveitarverkum Sibeliusar. Strengjasveitin spilar framúrskarandi vel í báðum verkum, og þótt hún sé ívið fáliðuð, hljómar hún ákaflega vel og hefur mikla fyll- ingu í hljóðrituninni. Þetta má vafalaust að miklu leyti þakka harðsnúnu upptökuliði Rík- isútvarpsins, þeim Bjarna Rúnari Bjarnasyni (nr. 4 & 5), Vigfúsi Ingvarssyni (nr. 4) og Grétari Ævarssyni (nr. 4). Þeim má einnig þakka jafnvægið, sem er til fyrirmyndar í upptökunni og heyrist meðal annars á því hvemig tekist hefur að leyfa tignarlegum málmblæstri að njóta sín til fullnustu án þess að aðrir hljóðfærahópar séu yfirgnæfðir. Til hamingju með afmælið, Sinfóníuhljóm- sveit íslands, og til hamingju með nýjan disk sem á vafalaust eftir að bera hróður ykkar víða. Valdemar Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.