Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 61 BREF TIL BLAÐSINS Meira um lóð númer þrjú Frá Georg Magnússyni: í MORGUNBLAÐINU miðviku- daginn 29. mars sl. birtist grein eftir Barða Bogason verkfræðing sem nefnist Lóð númer þrjú. Eftir lestur greinarinnar veit ég ekki hvort Barði Bogason mælir af alvöru eða gaman- semi. Ef um gaman er að ræða finnst mér húmor Barða Bogasonar af- skaplega dapur en meini hann hins vegar það sem hann er að skrifa get ég ekki orða bundist og hripa því þessar línur. Barði Bogason byrjar grein sína á því að segjast dá skáldverk Halldórs Laxness og hann hafi átt það skilið eftir öll sín afrek að fá hinstu hvílu í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Skilja má að ekki dugi að láta mikilmenni hvíla innan um allskon- ar misyndisfólk. Ég er ekki í nokkr- um vafa um að ef farið hefði verið fram á það hefði Halldór Laxness getað fengið hinstu hvílu á Þingvöll- um og er líka jafn viss um að honum hefði varla liðið vel þar. Svo fjarri sveitinni sinni þar sem hann ólst upp og var síðar gerður að heiðurs- borgara eða heiðurs þorpara einsog Halldór Laxness sagði sjálfur við þá athöfn. Barða Bogasyni til fróðleiks var Halldór Laxness jarðsettur í gamla kirkjugarðinum að Mosfelli í Mos- fellsdal skammt frá Laxnesi og Gljúfrasteini þar sem hann bjó svo lengi. Á Mosfelli hvíla margir hans sveitungar og margt hans sam- ferðafólk. Þetta er mjög gamall kirkjugarður og efa ég ekki að þar hafi verið jarðsett allskonar fólk, jafnvel víga- og misyndismenn all- skonar. Ég er nokkuð viss að Hall- dóri líkar vistin vel innanum allt þetta fólk og ef hann langar getur hann ætíð ski-oppið og litið á þá tvo á Þingvöllum sem þar dúsa einmana og enginn nennir að heimsækja eins og ættingjar gera gjaman við hin ýmsu tilefni. Barði Bogason verkfræðingm- hefur reiknað út legstæðafjölda í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Þetta segist hann hafa gert með nýrri flatarvíddartækni sem hann segist hafa lært í MIT-skólanum í Boston. Eftir því sem ég kemst næst er MIT-verkfræðiháskóli í Boston Massachusetts-íylki í Bandaríkjun- um. Afskaplega flott þykir að kenna sig við MIT en ekki vissi ég að þeir kenndu sérstaka kirkjugarða flatar- víddartækni til þess að reikna út leg- stæði. Með sinni verkfræðikunnáttu hefur Barði, sem er verkfræðingur, fundið út að fimm muni rúmast í þjóðargrafreitnum. Hann telur sig ekki geta beðið eftir grafreit númer fjögur eða fimm og gerir því tilkall til grafreits númer þrjú. Hann vill ekki með nokkru móti hvíla meðal saur- syndugra frekar en amma einhvers kunningja hans sem varð fyrir því skelfilega óláni að verða að hvíla meðal einstakra ódæðismanna í Landeyjum. Ekki veit ég hver afreksverk Barða Bogasonar verkfræðings eru til þess að hann fái hinstu hvílu í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Það er kannski hans mat á sjálfum sér að gráða frá MIT og fimleikar í Gerplu séu til jafns við skáldverk Halldórs Laxness. Að lokum vil ég benda Barða Bogasyni á það að hægt væri að not- ast við líkbrennslu sem er svo algeng erlendis, hella öskunni í einnar- tommu sveran hólk og pota honum síðan niður í jörðina. Ekki ætti að vefjast fyrir Barða Bogasyni verk- fræðingi með gráðu frá MIT að reikna út legstæðafjöldann með þeirri greftrunaraðferð. GEORG MAGNÚSSON, Grundartanga 36, Varmá. Opið bréf til Sigríðar Jó- hannesdóttur alþingismanns Frá Erlingi B. Thoroddsen: SIGRÍÐUR. Ég trúði varla mínum eigin eyr- um, þegar ég varð vitni að mál- flutningi þínum um blessuð áfeng- ismálin, sem var sjónvarpað frá Alþingi 23. febrúar sl., hvar þú sagðir þessi minnisstæðu orð í beinni útsendingu: „Ég vil benda á að á ferðum mínum um þjóðvegi landsins á undanförnum árum hef ég rekið mig á að varla er til sú þjóðvegasjoppa í landinu, sem sel- ur einhverjar ómerkilegar veiting- ar á borð við hamborgara og slíkt, sem ekki býður upp á sterkan bjór og létt vín.“ Hvern fjandann sjálfan mein- arðu, kona? Eru hamborgarar og slíkt, (sem er eflaust ekki soðin ýsa með tólg og kartöflum), ómerkileg- ur matur? Hvaða öld markar þína hugsun? Telur þú að veitingamenn við þjóðveginn séu að gera sig út við það að selja ómerkilegan mat? Ég ætla að láta þig vita það og vona að þú skiljir mælt mál, að veitingamenn við þjóðveginn og einnig inni í þéttbýli er atorkusamt fólk, sem er að sinna óskum við- skiptavina sinna. Þetta er stolt fólk, sem á erfitt með að kyngja dylgjum og ómerkilegum málflutn- ingi eins og þú gerir þig út fyrir. Þetta fólk er opið fyrir nýjum straumum í matargerð og menn- ingu, sem er allt af því góða. Það skilur, þó svo að einhver matur hafi ekki verið á boðstólum hér á landi fyrir einni öld síðan, þá þarf hann ekki endilega að vera ómerki- legur, þó svo að þér kunni að finn- ast það. Uppbygging í greininni hefur undanfarið verið mjög hröð og markviss á þéttbýlissvæðum en aðeins á eftir úti í hinum dreifðu byggðum landsins, því það er stærð markaðarins sem þar ræður ferð. Nýir straumar skjóta upp BIODROGA snyrtivorur Nýja „MOIST" húðlínan fró BIODROGA er ► RAKAGEFANDI ► UPPBYGGJANDI ► STYRKJANDI ► NÆRANDI Þú ert örugg með BIODROGA :í;: í ^lODRO^.pi' K1 /. 1N G | ( . • ; iodroga 1 i pRlZlNG t ÚLa lyt tella Bankastræti 3, sími 551 3635. Útsölustaðir: Stella Bankastræti, Snyrtistofa Lilju, Stillholti Akranesi, Lyf og heilsa (Stjörnuapótek), Akureyri, Fríhöfnin Keflavík S' mbl.is kollinum á hverju ári, veitingahús breyta um svip og áherslur í mat, til að mæta auknum kröfum við- skiptavina sinna, sem eru flestir hverjir sér vel meðvitandi um ýms- ar hefðir í matarmenningu og hafa mikið að segja um hvaða veitinga- hús halda vinsældum. Þrátt fyrir alla nýja strauma í matargerð, þá er einn réttur, sem hefur haldið velli sl. 40 ár, er hann varð vinsæll á íslandi. En það er gamli góði hamborgarinn, ekki ómerkilegri matur en hann er. Og hvers vegna er hann mörlandanum svo kær? Því skal ég svara. Einfaldlega vegna þess að hann er næringar- rík, ljúffeng og ódýr máltíð, sem á við hvar og hvenær sem er. Nefndu tilefnið. Hamborgari getur komið þar við sögu á einn eða ann- an hátt. Hér við nyrsta þjóðveg landsins, sem rennur í gegnum Raufarhöfn, er lítið sveitahótel nefnt Norður- ijós. Þar bjóðum við m.a. uppá ham- borgara. Sá hamborgari, sem hefur verið hvað vinsælastur af soltnum ferðamönnum, köllum við Skinna- lónsborgara, til heiðurs þeim miklu matmönnum, bændunum, sem bjuggu í Skinnalóni hér áður fyrr. Sá sem slíka máltíð snæðir hefur ekki á tilfinningunni að hann sé að slafra í sig einhverja ómerkilega glás. Innihaldslýsing slíkrar mál- tíðar er eftirfarandi: Einn brauðhleifur, grófur eða fínn, 120 g nautakjöt, 1 egg, 4 sneiðar bacon, 2 góðar ostsneiðar, einn tómatur, 3 sveppir, laukur, salatblað, paprikusneið og agúrk- ur, sósa. Með þessu er borið fram djúpsteiktar kartöflur og ferskt salat. Við mælum sérstaklega með ískaldri mjólk með. Þetta er ekki ómerkilegur mat- ur. Það sem er ómerkilegt í þessu sambandi er málflutningur þinn. ERLINGUR B. THORODDSEN, Aðalbraut 2, Raufarhöfn. Glæsilegt hárkolluúrval Nýjar sendingar Háru. ppryði ^--S Fatai Fatapryði Áifheimum 74, Glæsibæ, sími 553 2347. .Tökum gomlu hárkolluna >•:•' 'úpp í nýja - Aðeins í apríl Cinde^eila Full buS af nýjum vörum -J\LLTAf= GITTH\SAÐ JVÝTT~ LAUGAVEGl 32 • SÍMI 552 3636 Fréttir á Netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.