Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 33 LISTIR Höggmynd Hirst sögö eftirlíking á barnaleikfangi London. Morgunblaðið. MANNSBÚKURINN, sex metra há höggmynd Damien Hirst, sem hann seldi fyrir 117 milljónir króna, er samkvæmt The Sunday Times, stækkuð eftirmynd af líffræðileikfangi fyrir börn, sem fá má fyrir um 1.700 krónur The Sunday Times birti um fyrri helgi fréttina um högg- mynd Damien Hirst og að Char- les Saatchi hefði fest kaup á henni fyrir milljón pund. Nú á sunnudaginn hefur blaðið eftir Simon Pilkington, markaðs- stjóra Humbrolfyrirtækisins, sem framleiðir leikföng fyrir börn, að Hirst hafi einfaldlega stolið hugmyndinni á bak við eitt líffræðileikfang þeirra; plastbúk, sem taka má í sundur svo að líffærin sjást. Pilkington segir ólíklegt að fyrirtækið höfði mál á hendur listamanninum en segir, að mönnum þar á bæ þyki verra, að hann skuli ekki einu sinni hafa sótt um leyfi fyrir eftir- líkingunni. Charles Saatchi segist ekki hafa haft hugmynd um, hvert Hirst sótti hugmyndina að höggmyndinni, en hefur boðizt til þess að selja leikfang Humbrolfyrirtækisins í verzlun gallerísins, þegar höggmynd Hirst verður þar til sýnis. Lista- maðurinn sjálfur lætur þó eng- an bilbug á sér finna. Eg sæki hugmyndir að höggmyndum mínum í alls kyns hversdagslega hluti, hefur blaðið eftir honum. Hann segist ekki hafa sótt um leyfi til leikfangafyrirtækisins, enda sé höggmynd hans sjálf- stætt listaverk, sem eigi að skil- greina forvitni mannsins. Hann segist vona, að lista- verkið veiti fólki bernska gleði, því þegar við hættum að vera börn, þá sé dauðinn í okkur kominn. Vox academica, kammerkór Háskóla Islands, heldur vortónleika f Salnum. Vortónleikar Vox academica VOX academica, kammerkór Há- skóla íslands, heldur vortónleika í Salnum á morgun, miðvikudags- kvöldkl. 20:30. Kórinn var stofnaður árið 1996 af Hákoni Leifssyni og er kórnum ætl- að að vera vettvangur fyrir fóik sem vill halda áfram að þróa söng- hæfni sína eftir að eiginlegu há- skólanámi lýkur. Kórinn stóð fyrir íslenskri sönghátíð ásamt Háskóla- kórnum sl. vor. Að auki hefur kór- inn haldið jólatónleika, sungið á vegum Hollvinasamtaka Háskóla Islands, séð um aftansöng í Selja- kirkju sl. tvö ár og tekið þátt í ýms- um minni uppákomum innanbæjar og utan. Framundan hjá Vox aca- demica er þátttaka á kirkjul- istahátíð í Seltjarnarneskirkju í ap- ríl og ferð á norrænt-baltneskt kóramót í Noregi í júní. Egill Gunnarsson tók við stjórn Vox academica árið 1998 og er stjórnandi Háskólakórsins frá 1997. Flutt verða lög eftir Victor Ur- bancic, Egil Gunnarsson, Orlando di Lasso, Jacob Arcadelt, Claudio Monteverdi, Don Carlos Gesualdo da Venosa, Mátyás Seiber, Báru Grímsdóttur, Johannes Brahms, Jónas Tómasson og Jón Leifs. Hjörvar Pétursson og Jóna Valdís Ólafsdóttir syngja einsöng í tveim- ur laganna. AP Dætur faraós? ÞESSI skúlptúr úr kalksteini, þar sem sjá má barnfóstru með fjórar prinsessur í fangi sér, er meðal þeirra gripa sem nú eru til sýnis í þjóðminjasafninu í Kaíró. Fjöldi gripanna hefur aldrei komið almenningi í Egyptalandi fyrir sjónir áður endá stutt síðan þeir komust í eigu safnsins. Sýning- in er tileinkuð munum frá tímum faraóanna og var sett upp í tilefni að þjóðfræði ráðstefnu um Egypta- land sem hófst í Kaíró sl. þriðjudag. --------------------- Málþing og nám- skeið í flkonagerð YURI Bobrov prófessor í íkonafræð- um við Listaháskólann í Pétursborg leiðh’ málþing um rússneska íkona- hefð við guðfræðideild Hákóla ís- lands í dag, þriðjudag kl. 15.15 í stofu V í aðalbyggingu Háskóla Islands. Hann heldur námskeið í íkonagerð í Skálholtsskóla sem hefst á morgun, miðvikudag. Námskeiðið fer fram á ensku og er ætlað fólki sem á að baki nám eða reynslu í myndlist. Tveir fyrirlestrar Þá heldur hann opinbera fyrir- lestra í Skálholtsskóla föstudaginn 7. apríl. kl. 20.00 „Symbolism of an Icon and orthodox Icon icono- graphy" og þriðjudaginn 11. apríl kl. 20.00,_ „Icon and Russian modern art“. í framhaldi af seinni fyrirlestr- inum verður opnuð sýningin Ikonar úr ýmsum áttum í Skálholtsskóla. Yuri Bobrov mun gefa fólki ráð og meta og aldursgreina íkona á meðan hann dvelur hér á landi. Grand Vhara hefur margt fram yfir a&ra jeppa í sínum verðflokki Það fyrsta sem þú tekur eftir þegar þú Grand Vitara er grii sest inn i Grand Vitara eru vel bólstruð eykur styrk hans ve sætin og hve góðan bakstuðning þau að hækka hann ef | veita. Fjórhjóladrifið stóreykur notagildi hann jafn auðveldu bílsins en háa og lága drifið gerir hann gengni og venjuleg að ekta hálendisbíl. svipuðu verði! Grand Vitara - Þægilegi jeppinn TEGUND: VERÐ: GR. VITARA 3 dyra 1.789.000 KR. GR. VITARA 2,0 L 2.199.000 KR. GR. VITARA 2,5 LV6 2.449.000 KR. Sjálfskipting 150.000 KR. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 5S5 15 50. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. (safjðrður: Bilagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavik: BG bflakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bflasala Suðurlands, Hrísmýri 5, slmi 482 37 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.