Morgunblaðið - 04.04.2000, Síða 13

Morgunblaðið - 04.04.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 13 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir Víkurskóli mun hefja starfsemi haustið 2001 og tók Sigrún Magnúsdóttir, formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur, fyrstu skóflustunguna í gær. Fyrsta skóflustungan að nýjum grunnskóla Víkurskóli kostar um 660 milljónir Ýmsar nýjungar eru í hönnun Víkurskóla. Útveggirnir eru steyptir, klæddir með stáli, bárujárni eða torfhleðslu. Grafarvogur FYRSTA skóflustungan að Víkurskóla, nýjum grunn- skóla í Borgahverfi í Grafar- vogi, var tekin í gær af Sig- rúnu Magnúsdóttur, formanni Fræðsluráðs Reykjavíkur. Aætlað er að ljúka við bygg- ingu skólans, sem mun standa við Hamravík, árið 2002, en hann mun hpfja starfsemi haustið 2001. Áætlaður heild- arkostnaður vegna fram- kvæmdanna er um 660 millj- ónir króna en inni í þeirri upphæð er ekki kostnaður vegna leiktækja og búnaðar. „Mér finnst þetta vera mikil hátíðarstund og Víkurskóla- byggingin er mjög sérstök því hönnun hennar tekur mið af fyrstu gerð húsa á Islandi og er m.a. vísað að nokkru leyti til þjóðveldisbæjarins Stang- ar í Þjórsárdal," sagði Sigrún. „I skólanum verður mjög skýr aðgreining á milli aldurshópa, því byggingin skiptist í þrjú hús, sem tengjast ákveðnu miðrými, en hvert hús er fyrir ákveðinn aldurshóp." Torfhleðsla og báriyárn Sigurður Gústafsson arki- tekt hannaði bygginguna og er margt nýtt að finna í hönn- uninni. Meðal nýjunga er frágangur veggja utanhúss. Veggirnir verða steyptir, ein- angraðir með steinull utan á og klæddir með stáli, en loft- ræst bil er á milli einangrun- arinnar og klæðningarinnar. Hluti veggjanna verður báru- járnsklæddur og einnig verð- ur torfhleðsla utan á veggjun- um að einhverju leyti. Henni er ætlað að vera eins konar einangrun og veðrunarkápa, í anda gömlu torfhúsanna. Skólinn verður um 4.200 fermetrar að stærð. Hann verður heildstæður einsetinn grunnskóli fyrir 300 til 350 nemendur í 1. til 10. bekk. Byggingin rúmar 16 heima- stofur, 7 sérgreinastofur, tölvuver, skólasafn, leikfimi- sal, hátíðar- og matsal, heilsu- gæslu og skóladagvist. Um 120 nemendur heíja nám haustið 2001 Víkurskóli er þriðji skólinn, sem byggður er í Borgahverf- inu í norðanverðu Grafarvogs- hverfi, en hinir tveir eru Engjaskóli og Borgaskóli. Engjaskóli, sem tekur 400 til 450 nemendur, hóf störf árið 1997 en Borgaskóli, sem mun taka 350 til 400 nemendúr, hefur starfsemi í eigin hús- næði haust. Sigrún sagðist búast við því að skólastarf hæfist með um 120 nemendum en nemendur í Víkurhverfi hefðu frá því síð- asta haust verið í Korpuskóla á Korpúlfsstöðum, ásamt nemendum úr Staðahverfi. Hún sagði að eftir að Víkur- skóli yrði tekinn í notkun myndi Korpuskóli aðeins sinna nemendum úr Staða- hverfi og að það myndi hann gera allt þar til nýr skóli myndi rísa í því hverfi. Korpuskóli mun starfa áfram Nokkrar deilur voru um Korpuskóla þegar hann hóf starfsemi og sögðu borgaryf- irvöld að um bráðabirgða- lausn væri að ræða. Sigrún sagði að mikil ánægjan væri með skólann nú, það mikil að kennarar, skólastjómendur og foreldrar hefðu beðið sig um að flytja ekki skólann frá Korpúlfsstöðum. „Við sögðum að þetta væri bráðabirgðaskóli og við mun- um standa við það. Forsendur þurfa að breytast mikið til þess að annað verði ákveðið. En tvö til þrjú ár í viðbót er viðunandi því það rýmkar mikið til þarna þegar öll börn- in úr Víkurhverfi fara.“ Sigrún sagði að næstu grunnskólar sem stæði til að byggja í Reykjavík yrðu í Grafarholtshverfi og við Sól- tún. Skeljungur og Toyota til liðs við Knatthús Garðabær SKELJUNGUR og P. Sam- úelsson, umboðsaðili Toyota, hafa hug á samvinnu við Knatthús ehf. um byggingu knattspyrnuhúss í Garðabæ. Bæjan-áð Garðabæjar mun í dag fjalla um erindi þar sem þessir þrír aðilar sækja sam- eiginlega um að fá úthlutað 7,9 ha lóð í Vetrarmýri, á svæði sem afmarkast af Reykjanes- braut í vestri og Vetrarmýrar- braut í austri. Á heimasíðu Garðabæjar segir að í erindinu komi fram að félögin hyggi á samstarf um byggingu og rekstur fjöl- nota knattspymuhúss og að- laga bygginguna þeirri at- vinnustarfsemi sem fyrir- tækin standa fyrir að öðru leyti. Garðabær hefur fyrir sitt leyti samþykkt að leggja til hlutafé að fjárhæð 15,0 mkr. í Knatthús ehf. og Bessastaða- hreppur hefur samþykkt að leggja fram 2 m.kr. hlutafé en Kópavogur hefur hafnað þátt- töku. Afstaða bæjarstjórnar Hafnarfjarðar liggur ekki fyr- ir. „Menn eru að velta fyrir sér hugsanlegu samstarfi," sagði Þorbergur Karlsson, for- svarsmaður Knatthúsa, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Við höfum verið að leita að fjárfestum sem gætu komið að þessu máli og það lítur út fyrir að þarna geti tekist samstarf." Hann sagði að það væri ekki markmið Knatthúsa að byggja knattspymuhús held- ur sjá til þess að slíkt hús risi. „Við höfum verið að leita að fjárfestum eða aðilum sem sæju hagsmunum sínum borgið í samstarfi við íþrótta- félög um byggingu knatt- spyrnuhúss,“ sagði Þorberg- ur. Þjónusta við bfleigendur? Hann sagðist ekki geta sagt til um hver áform P. Samúels- sonar og Skeljungs væm í sambandi við byggingu Knatthússins en knattspyrnu- hús drægju til sín margt fólk og ekki ólíklegt að rekstur ýmiss konar þjónustu við bif- reiðaeigendur gæti farið sam- an við slíkan rekstur. Hann sagði fyrirkomulag fjármögn- unar og aðra raunhæfa þætti samstarfsins á frumstigi. „Formið á samstarfinu er órætt. Þessi þrjú fyrirtæki sækja um lóðina en við eigum eftir að ræða um samstarfið,“ sagði Þorbergur og sagðist gera ráð fyrir að þær viðræð- ur hæfust fljótlega fengjust jákvæðar undirtektir frá bæj- arráði í dag. Til skoðunar að stækka Austurbæjarskóla Byggt verði ofan á spennistöðinni Austurbær BORGARRÁÐI hafa verið kynntar hugmyndir um byggingu 400 fermetra skólahúsnæðis ofan á gömlu spennistöðinni sunnan við Austurbæjarskóla, eða á milli hans og Vörðuskólans. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Ámunda Brynjólfsson, verkefnisstjóra á byggingardeild borgar- verkfræðings, en tillagan er upphaflega komin frá fræðslunefnd og er bygging- in hugsuð sem viðbótarhús- næði við Austurbæjarskóla. „Það ætti jafnvel að vera hægt að taka þessa bygg- ingu í notkun um næstu ára- mót, ef þetta hlýtur endan- þegt samþykki,11 sagði Ámundi. „Það er búið að kynna þetta fyrir skipulagsnefnd og byggingarnefnd og hefur þetta fengið jákvæðar undir- tektir þar.“ Ákvörðun tekin í mánuðinum „Við erum að vinna að nánari hönnun á þessu og at- hugunum á hvort þetta sé gerlegt og síðan verður mál- ið lagt fyrir byggingar- nefnd.“ Að sögn Ámunda má vænta þess að ákvörðun um það hvort byggt verði ofan á spennistöðinni verði tekin í þessum mánuði til þess að hægt verði að gera húsnæðið tilbúið um næstu áramót. Ámundi sagði að bygging- in myndi samanstanda af fjórum kennslustofum og miðrými og að húsnæðið væri hugsað fyrir yngri börnin. Hann sagði að áætl- aður kostnaður væri á bilinu 50 til 60 milljónir króna. Mjög þröngt um nemendur Guðmundur Sighvatsson, skólastjóri Austurbæjar- skóla, sagði að full þörf væri á viðbótarhúsnæði. „Það er orðið mjög þröngt um okkur og ef við ætlum að hafa hér eðlilegt skólahald þarf að byggja,“ sagði Guð- mundur. „Skólinn er þegar sprunginn og við kennum í húsnæði sem er ekki hugsað sem kennsluhúsnæði heldur sem félagslegt rými fyrir nemendur.“ Guðmundur sagði greini- legt að íbúar hverfisins væru að yngjast því nemendum hefði fjölgað mikið í skólan- um á síðustu árum og frá því 1996 hefði þeim fjölgað um tæp 20% og væru nú um 570. „Síðustu ár höfum við út- skrifað tvær bekkjardeildir í 10. bekk, en tekið inn þrjár bekkjardeildir í 1. bekk. Þótt byggt verði þarna ofan á spennistöðinni rétt dugar það til að halda í horfinu.“ Skólinn 70 ára í sumar Á næsta ári er fyrirhugað að breyta húsnæðinu þannig að skrifstofur verði fluttar í miðálmu hússins en við það tapast fjórar kennslustofur. „Upphaflega var áætlað að gera þetta í sumar en það er bara ekki mögulegt vegna skorts á kennslurými." Guðmundur sagði að klár- að yrði að taka risið í gegn í sumar og að við það yrði til félagslegt rými sem til að byrja með yrði nýtt undir kennslu. „Við leggjum mikla áherslu á að bætt verði úr húsnæðisvandanum og það væri tilvalið að gera það á þessu ári þar sem skólinn á 70 ára afmæli í sumar.“ Starf fullorð- inna fatlaðra kynnt Reykjavík KYNNING á starfi Fullorð- insfræðslu fatlaðra var opnuð í Ráðhúsi Reykjavík- ur um hclgina, að viðstödd- um Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra og fjölmörgum gestum. Fullorðinsfræðsla starfar víða um land og skipulegg- ur kennsiu fyrir fullorðna sem vegna námsörðugleika eiga ekki kost á námstil- boði við sitt hæfi í al- mennri fullorðinsfræðslu. Höfuðstöðvarnar eru í Blesugróf í Reykjavík en einnig er t.d. kennt á Sel- fossi og Akureyri. Kennslan fer fram í nám- skeiðsformi en stærð hópa er mismunandi eftir eðli viðfangsefna. Flest nám- skeiðin standa í eina önn, önnur skemur eða lengur. Morgunblaðið/Sverrir Fjölmenni sótti kynningu á starfi Fuilorðinsfræðslu fatlaðra í Ráðhúsinu. Morgunblaðið/Jim Smart Fullorðinsfræðsla fatlaðra býður m.a. upp á tónlistarnám- skeið. Markmið kennslunnar er m.a. að auka sjálfstæði, ör- yggi og vellíðan nemenda með því að efla skilning þeirra og þekkingu, auka ýmsa færni og kunnáttu, ýta undir þroskandi nýt- ingu tómstunda og stuðla að almennu heilbrigði. Fyr- ir hvern nemanda er gerð einstaklingsnámskrá þar sem gerð er úttekt á náms- stöðu í upphafi námskeiðs og síðan er gert símat á framvindu til loka nám- skeiðs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.