Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 63 BRIDS Ilmsjón Guðmundur Páll Arnarson UNDANKEPPNI íslands- mótsins í sveitakeppni fór fram í Bridshöllinni í Þönglabakka um helgina. Þetta er hörkukeppni 40 sveita, sem skipt er í 5 átta sveita riðla og markmiðið er að velja 10 sveitir til að keppa til úrshta um páska- helgina. Samtals voru 168 spil lögð að baki og við skul- um líta á nokkur þeirra á næstu dögum. Hér er fyrst skemmtilegt þvingunarspil úr sjöttu umferð: Vestur gefur; NS á hættu. Norður * KD1052 ¥ 95 ♦ Á94 * Á95 Vestur Austur + G87 + A93 V K10764 » D82 ♦ - ♦ G875 + K10643 + G87 Suður + 64 ¥ ÁG3 ♦ KD10632 + D2 Vestur Norður Austur Suður Pass lspaði Pass 2 tíglar Dobl Pass 2hjörtu 2grönd Pass 3grönd Allirpass í kerfi NS er svarið á tveim- ur tíglum ekki krafa og því freistast vestur til að blanda sér í sagnir með úttektar- dobli. Austur velur hjartað og það verður til þess að vestur finnur besta útspilið gegn þremur gröndum - smátt hjarta. Sagnhafi er með átta ör- ugga slagi - sex á tígul og tvo ása - og ýmsa mögu- leika á þeim níunda. Hann gæti til dæmis dúkkað hjartað tvisvar og sótt svo spaðaásinn, en það væri tæplega gæfulegt ef ásinn væri í vestur. Sem verður að teljast líklegra. í reynd drap suður hjartadrottn- ingu austurs með ás og tók sex slagi á tígul. Vestur henti fyrst tveimur spöðum og síðan þremur laufum. En hverju átti hann að kasta í siðasta tígulinn? Hjarta kom ekki til greina, því þá gæti sagnhafi sótt sér spaðaslag. Ef vestur hendir spaðagosa, getur sagnhafi spilað hjartagosa og neytt vestur til að spila frá lauf- kóng í lokin. Þriðji mögu- leikinn er sá að vestur kasti laufi, en þá má fella kónginn og taka níunda slaginn á laufdrottningu. Vestur kaus að fara niður á stakan laufkóng, enda var til í dæminu að makker ætti drottninguna. En sagnhafi las ekki rétt í skiptinguna - hann átti von á þvi að hjart- að lægi 4-4 - og spilaði því spaða. Þar með komst aust- ur inn og gat sent hjarta í gegnum gosann: Einn nið- ur, þrátt fyrir allt, og skemmtilegt tækifæri fór forgörðum. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsima 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilia, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík ÍDAG COSPER Þú og þínar hugmyndir um landslagsarkítektúr valda því að ég er að missa af strætú. Með morgunkaffinu vöðvabólgan og gigtar- verkirnir væru bara eðli- legir miðað við aldur. SKAK Umsjðn Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 24.-25. mars sl. lauk ís- landsflugsdeildinni með sigri A-sveitar Taflfélags- Ást er... rÍM! »! vxjETtí yirtr\ w L 1-31 ... að taka samband- ið mjög alvarlega. TM R*g. U.S. P«t. Ott. — «11 rlghu res+rved C2000 Lo* Ang*ta» Time* Syndcate ins Hellis. Þetta voru tíma- mót í sögu Deildakeppninn- ar því að í fyrsta skipti tókst öðru félagi en Taflfé- lagi Reykjavíkur að vinna Islandsmeistaratitilinn tvö ár í röð. Meðfylgjandi staða er frá keppninni og kom upp á milli stórmeistarans Þrastar Þórhallssonar, svart, (2480) og Halldórs Grétars Einarssonar (2280). 25...Rg4+! 26.fxg4 hxg4 27.Kg2 g3 og hvítur gafst upp. Þó að uppgjöfin líti út fyrir að vera ótímabær er staða hvíts harla vonlítil þar sem eftir t.d. 28.DÍ3 Dxg5 komast frípeð svarts á skrið eftir Bd7-g4. UOÐABROT ÍSLAND Ó, fógur er vor fósturjörð um fríða sumardaga, er laufin grænu litka börð og leikur hjörð í haga, en dalur lyftir blárri brún mót blíðum sólar loga og glitrar flötur, glóir tún og gyllir sunna voga. Og vegleg jörð vor áa er með ísi þakta tinda, um heiðrík kvöld að höfði sér nær hnýtir gullna linda og logagneistum stjörnur strá um strindi hulið svellum, en hoppa álfar hjarni á, svo heyrist dun í fellum. Þú fósturjörðin fríð og kær, sem feðra hlúir beinum og lífið ungu fijóvi fær hjá fornum bautasteinum, ó, blessuð vertu, fagra fold og fjöldinn þinna bama, á meðan gróa grös í mold og glóir nokkur stjarna! Jón Þ. Thoroddsen. STJÖRMJSPA cftir Frances Drake HRUTUR Aímælisbarn dagsins: Þú ert maður frumkvæðisins og þér líður bezt,þegar hug- kvæmni þín ogframtakfá að njóta sín. Hrútur (21. mars -19. apríl) ^ Sumum hlutum fær enginn breytt. Sættu þig við það, þótt erfitt sé og taktu til hendinni við þau nýju verkefni, sem bíða þin. Lífið þarf að halda áfram. Naut (20. apríl - 20. maí) í** Betur sjá augu en auga. Ekki slá á framrétta hönd þess, sem vill veita þér aðstoð í við- kvæmu vandamáli.Það verður að leysa það farsællega. Tvíburar . ^ (21.maí-20.júní) nA Þú átt að venja þig á að tala vafningalaust. Ekkert er eins vandræðalegt og þegar manns nánustu misskilja það sem sagt er og bregðast við þvi. Krabbi (21. júní - 22. jiílí) Heimurinn hefúr upp á ýmis- legt að bjóða; ævintýri handan hornsins. Vertu hvergi smeykur; hleyptu heimdrag- anum og skoðaðu þig um í ver- öldinni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Það er ástæðulaust að ganga um með spumingarnar í mag- anum. Upplýsingatæknin er orðin slík að það er bara að rétta út hendina og fá svar á augabragði. Meýa (23. ágúst - 22. sept.) fClL Leggðu þig fram um að skilja samferðarmenn þína. Þú þarft hreint ekki að vera sammála þeim í öllu, en umburðarlyndi og tillitssemi eru sjálfsögð. Vog (23. sept. - 22. október) 4* Einbeittu þér að þeim verk- efnum, sem þú þegar hefur og láttu ógert að skima eftir fleir- um á meðan þau endast. Tíma- setningar eru mikilvægar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Reyndu að draga skörp skil á milli raunveruleikans og draumaheimsins. Það getur reynzt svo snúið að blanda þessu tvennu saman. Hafðu þitt á hreinu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) StSr Það má margt af reynslu ann- arra læra. Leggðu því við hlustir, þegar aðrir tala, sér- staklega ef þeir taka þér fram um aldur og þroska. Steingeit ~ (22. des. -19. janúar) mC Notaðu nú uppátektarsemi þína til þess að gleðja vini og vandamenn. Það væri óvit- laust að efna til ættarmóts með tilheyrandi glaumi og gleði. Vatnsberi (20.jan,- 18.febr.) Notaðu nú nýjan mánuð til þess að fara vandlega yfir fjár- málin. Settu þér takmörk á út- gjöldin og haltu þig við þau. Batnandi manni er bezt að lifa. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nú er rétti tíminn fyrir þig til þess að söðla alveg um. Gerðu upp fortíðina, skildu hana eftir og gakktu öruggur og djarfur mót framtíðinni. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum I grunni vísindafegra staðreynda. FRETTIR Skóg- og trjárækt fyrir sumarbústaðaeigendur GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Á námskeiðunum verður farið yfir Reykjum í Ölfusi verður með tvö námskeið á næstunni um skóg- og trjárækt fyrir sumarbústaðaeigend- ur. Annars vegar laugardaginn 8. apríl í húsakynnum skólans, og hins vegar laugardaginn 22. apríl í Fé- lagsheimilinu Borg í Grímsnesi. Bæði námskeiðin standa frá kl. 10 til 17. Leiðbeinendur verða garðyrkjuf- ræðingarnir Kristinn H. Þorsteins- son og Anna María Pálsdóttii’, ásamt Steinunni Kristjánsdóttur, fagdeild- arstjóra á umhverfisbraut Garð- yrkjuskólans. allt það helsta sem skiptir máli i skóg- og trjárækt í sumarbústaða- löndum, s.s. um val á hentugum trjátegundum, jarðveg, áburð, skjól, klippingar, meindýr og illgresi, svo eitthvað sé nefnt. Skráning og upplýsingar fást hjá endurmenntunarstjóra Gai’ðyrkju- skólans, og einnig er hægt að kynna sér námskeiðin á heimasíðu skólans, www.reykfr.is Hjóloglínur flugustangir lífstíðarábyrgð Útsölustaðir: Útilíf Veiðibúð Lalla Vesturröst Fermingarná ttföt Verð frá kr. 1.280-3.500 Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433. Léttu hjartanu Hjartað púlar fyrir þig allan sólarhringinn, allt þitt líf. Þú getur styrkt hjartað og auðveldað því puðið: Taktu til fótanna. Rösk ganga í samtals 30 mínútur á dag dregur úr blóðfitumyndun, lækkar blóðþrýsting og styrkir hjartað og æðakerfið. Hreyfðu þig reglulega og taktu fjölskylduna með. Borðaðu góðan og hollan mat; litríka ávexti, ferskt grænmeti, fitulítið kjöt, ferskan fisk, léttar mjókurvörur og pasta. Njóttu matarinns í næði. Mundu að reykingar orsaka hjartasjúkdóma. Reykingamaður er í tvöfalt meiri hættu á að fá kransæðastíflu. Er blóðþrýstingur þinn í lagi? Eftir fimmtugt ætti að mæla hann annað hvert ár. Léttu hjartanu lífið og líf þitt verður betra. Landlæknisembættið Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is Fræ3sluauglýsing frá Landlæknisembætbnu www.landlaeknir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.