Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir Heimsmeistarinn Garrí Kasparov og Indveijinn Anand tefldu til úrslita í heimsmötinu um helgina þar sem heimsmeistarinn hafði betur. •• Oruggur sigur Kasparovs á bráðskemmtilegu Heimsmóti SKAK Salurinn, tónlist- arhiís Kópavogs HEIMSMÓTIÐ í SKÁK 1.-2 apríl 2000 LEITA verður langt aftur í tímann til að fmna jafn eftirminnilegt og vel sótt skákmót og Heimsmótið í skák, sem haldið var í Salnum í Kópavogi. Skákáhugamenn fylltu Salinn og fjölmargir urðu að láta sér nægja að standa eða fylgjast með á fjölmörg- um sjónvarpsskjám sem voru utan skáksalarins. Auk þess gerðu fjöl- miðlar skákmótinu góð skil og Skjár- ^einn var með beina útsendingu frá mótinu. Þá er búið að setja upp nýja skáksíðu á strik.is þar sem fréttir af framvindu mála voru birtar eftir hverja umferð og OZ.COM sýndi skákimar beint á vef sínum. En það voru ekki einungis íslend- ingar sem höfðu áhuga á mótinu og gátu fylgst með því. Þúsundir skák- áhugamanna út um allan heim fylgd- ust með skákunum á ICC skákþjón- inum jafnóðum og þær voru tefldar og allar helstu skáksíður á Netinu fluttu fréttir af mótinu. Reyndar létu ýmsir erlendir skákáhugamenn sér ekki nægja að fylgjast með mótinu í gegnum Netið, heldur mættu í Kópa- voginn til að fylgjast með. Fyrirfram var búist við að barátt- an um sigur á mótinu mundi standa á milli þeirra Kasparovs og Anands og sú varð raunin. Heimsmótið hófst með undankeppni sem háð var í tveimur 6 manna riðlum. Skipt var í riðla eftir ákveðnum reglum sem miðuðu að því að gera mótið sem skemmtilegast fyrir áhorfendur. Það kom ekki á óvart, að Kasparov sigr- aði í A-riðli, en hins vegar vakti frammistaði íslendinganna í riðlin- um athygli. Margir bjuggust við því, að Friðrik Ólafsson mundi eiga erfitt uppdráttar á mótinu, enda hefur hann teflt minnst allra keppendanna á undanfömum árum. Hann sýndi þó strax í fyrstu umferð, að hann átti fullt erindi á mótið þegar hann gerði jafntefli við Jan Timman. I þriðju umferð bætti hann síðan um betur og lagði sjálfan Viktor Korchnoi að velli í æsispennandi skák. Þetta er ekki lítið afrek þegar haft er í huga að Korchnoi gerði jafntefli við heims- meistarann Kasparov í fyrstu um- ferð, en Kasparov vann alla aðra and- stæðinga sína. Korchnoi varð reyndar að lokum að sætta sig við tap gegn öllum þremur Islendingunum í riðlinum, en auk Friðriks tapaði hann fyrir Helga Ólafssyni og Margeiri Péturssyni. Margeir kom ánægju- lega á óvart með því að ná öðru sæt- inu í riðlinum á eftir Kasparov og komast þannig í úrslitakeppnina. I B-riðli féll efsta sætið Anand í skaut eins og búist var við. Eins merkilegt og það kann að virðast þá urðu íslensku keppendumir í neðstu sætunum þrátt fyrir að þeir Hannes Hlífar og Jón L. Ámason væru þeir einu sem náðu jafntefli gegn Anand. Það var Ivan Sokolov sem reyndist íslendingunum erfiðastur í þessum riðli, en hann vann þá alla þrjá. Pól- verjinn Alex Wojtkewicz fylgdi An- and áfram í úrslitakeppnina. í undanúrslitum mætti Margeir Anand, en Kasparov tefldi við Wojt- kewicz, sem hafði unnið sér rétt til þátttöku á mótinu í undankeppni OZ.COM á ICC skákþjóninum. Tefldar voru atskákir eins og í fyrri umferðum. í fyrri umferðunum lauk báðum skákunum með jafntefli. Þótt Margeir hefði svart var hann ekki í neinum erfiðleikum með að halda taflinu. I seinni skákinni fómaði An- and skiptamun sem Margeir þáði. Fáir treystu sér til að dæma um hvort bætumar sem hann fékk væm nægar, þótt smám saman sýndi An- and fram á það með góðri tafl- mennsku, að fórnin virtist eiga rétt á sér. Skákin varð æsispennandi, en Margeir virtist halda í horfinu án þess þó að geta skapað sér gagnfæri. Anand teflir hins vegar öðmm mönn- um hraðar og það kom að því að Mar- geir lenti í tímahraki. Hann gætti sín þá ekki á mátneti Anands og varð að játa sig sigraðan. Meðan á þessu stóð sigraði Kasparov Wojtkewicz ömgg- lega með enn einu heimabmgginu í Sikileyjarvöm. Þar með varð Ijóst að Kasparov og Anand mundu tefla um efsta sætið á mótinu, en Margeir og Wojtkewicz tefldu um þriðja sætið. Þeir Margeir og Wojtkewicz vom greinilega báðir sáttir við að hafa náð svo langt í keppninni og sömdu um stutt jafntefli í sínum skákum og deildu þar með þriðja sætinu. Þeir Anand og Kasparov börðust hins vegar hart um sigurinn á mótinu. An- and hafði hvítt í fyrri skákinni sem lauk með jafntefli eftir mikla baráttu. Þeirri seinni lauk einnig með jafntefli eftir spennandi viðureign, en ljóst var á látbragði Kasparovs að hann var ekki ánægður með taflmenn- skuna. Til þess að skera úr um sigur á mótinu tefldu þeir Anand og Kasp- arov næst fimm mínútna hraðskákir. Kasparov hafði hvítt í fyrri skákinni, en Anand barðist hetjulega og virtist ná að jafna taflið. Aldrei þessu vant lenti hann hins vegar í tímahraki og féll að lokum á tíma. Þetta þýddi að í seinni skákinni kom ekkert annað en sigur til greina. Anand tefldi mjög djarft, en Kasparov varðist af skyn- semi og þegar allar sóknarleiðir lok- uðust sá Anand að frekari barátta var vonlaus og gafst upp. Þar með hafði Kasparov sigrað á mótinu. Ljóst er að íslenskir jafnt sem er- lendir skákáhugamenn hugsa hlýtt til skipuleggjenda mótsins, Skák- sambands Islands, OZ.COM, Islandssíma og Ericsson. Tæknileg útfærsla mótsins hefur skapað nýja viðmiðun fyrir þau alþjóðlegu skák- mót sem haldin verða hér á landi í framtíðinni. Mótið hafði upp á allt það að bjóða sem hægt er að óska sér. Salurinn í Kópavogi hentar einn- ig vel til skákmótahalds og hlaut mik- ið lof frá erlendum skákfréttaritur- um. Framkvæmd mótsins var þó ekki gallalaus, en þegar tekið er tillit til þess að skipuleggjendur þess voru fyrirtæki á sviði upplýsingatækni og fjarskipta er það athyglisvert að það voru einungis tæknilegu þættirnir sem finna mátti að. Þar vantaði ein- faldlega betri verkefnisstjórn, þótt tæknibúnaðurinn sem slíkur væri hinn fullkomnasti. M.a. liggja skákir frá mótinu ekki enn fyrir á tölvutæku formi þegar þetta er skrifað. Daði Örn Jónsson Heimsmótiö í Kópavoq . 1.. 2. apríl 20C 0. A-riðili Nr. Nafn 1 2 3 4 5 6 Vinn. Röö 1 Helgi Ólafsson Ya 0 1 1 0 21/a 3.-4. 2 Jan Timman y2 0 y2 y2 1 21/a 3.-4. 3 Gary Kasparov 1 1 y 1 1 41/a 1. 4 Victor Korchnoi 0 % 1/2 0 0 1 6. 5 Friðrik Ólafsson 0 y2 0 1 0 iy2 5. 6 Margeir Pétursson 1 0 0 1 1 3 2. Heimsmótið í Kópavoqi. 1.- 2. a príl 2000. B-riöill NrJ Nafn 1 2 3 4 5 6 VinnJ Röö 1 Jóhann Hjartarson ■ l4 1 0 0 0 1% 5. 2 Hannes H. Stefánss. Y| 1 % 0 1/2 214 4. 3 Jón L. Árnason 0 0 0 0 1/2 y2 6. 4 Alex Wojtkewicz 1 1/2 1 1 0 314 2. 5 Ivan Sokolov 1 1 1 0 0 3 3. 6 Viswanathan Anand 1 1/2 y2 1 1 4 1. " Sterkustu sveitirnar í úrslitakeppnina Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Það var mikil spenna í lokaumferðinni í C-riðli undankeppninnar. Hér gera spilarar í Hlíðarlyöri upp siðasta hálfleikinn sem var já- kvæður og kom þeim í úrslitin. Talið frá vinstri: fsak Örn Sigurðsson, Selfyssingarnir Helgi E. Helgason, Kristján Már Gunnarsson og það er Rúnar Einarsson sem á hnakkann sem skyggir á miðju borðsins. Fasteignasalan Bakki 115 Spiluðu aðeins 6 leiki en komust samt í úrslit í D-riðli sigraði Ferðaskrifstofa Vesturlands en sveit Gísla Þórarins- sonar varð önnur þrátt fyrir að spila aðeins 6 leiki af 7! Einn sveitar- meðlima varð fyrir því að sofa yfír sig á sunnudag og mættu því aðeins 3 spilarar til leiks og tapaðist þá leikur 0-18. Eins og áður sagði kom þetta ekki að sök þar sem sveitin vann alla hina leiki sína. Lokastaða efstu sveita í D-riðli: Ferðaskrifstofa Vesturlands 131 Gísli Þórarinsson 128 Arni Bragason 112 Roche 108 I E-riðli voru tvær sveitir í sér- flokki og röðuðu sér af öryggi í efstu sætin en þar var lokastaðan þessi: Þrír frakkar 147 Jóhann Þorvarðarson 142 Nettó 107 Sparisjóðurinn í Keflavík 101 Mótið fór ágætlega fram undir styrkri stjórn Sveins Rúnars Haukssonar keppnisstjóra. Arnór G. Ragnarsson BRIDS Bridsliöllín Þönglabakka UNDANÚRSLIT í SVEITAKEPPNI 31. mars - 2. apríl. Aðgangur ókeypis. ALLAR sterkustu sveitir lands- ins munu spila til úrslita um Is- landsmeistaratitilinn í brids, sem fram fara um bænadagana, en und- ankeppni 40 sveita var spiluð um helgina. Þetta eru sveitir Skeljungs, Flugleiðir frakt, Subaru-sveitin, Is- lensk verðbréf, Samvinnuferðir/ Landsýn, Hlíðakjör, sveit Ferða- skrifstofu Vesturlands, sveit Gísla /sjjórarinssonar, sveit Þriggja frakka óg sveit Jóhanns Þorvarðarsonar. Mótið um helgina var spilað í fimm 8 sveita riðlum og voru það helst Austfirðingar og Selfyssingar sem klóruðu í hæla Reykvíkinga. Það var helzt í A-riðlinum sem spennan var mikil en þar urðu Gunnar Þórðarson og félagar hans ■£rá Selfossi að sætta sig við að kom- „Jæja, strákar, þið eruð bara komnir í úrslitin.“ Jón Baldursson ræðir við Gisla Þórarinsson og Þórð Sigurðsson í mótslok. ast ekki í úrslit þrátt fyrir að ná sama stigafjölda og Flugleiðir frakt en þeir höfðu tapað innbyrðisleik liðanna. Lokastaða efstu sveita í A-riðli: Skeljungur 142 Flugleiðir frakt 128 Gunnar Þórðarson 128 Esja kjötvinnsla 106 í B-riðlinum var engin spenna og stigahæstu sveitimar unnu sann- færandi. Lokastaða efstu sveita í riðlinum: Subaru-sveitin 147,5 íslensk verðbréf 134 Olís 102,5 Strax matvöruverslanir 100 í C-riðlinum var mikil spenna í lokaumferðinni þar sem Hlíðakjör og Austfirðingamir í Herði hf. börð- ust um annað sætið í riðlinum. Sunnanmenn höfðu betur eftir hörk- ukeppni en lokastaðan varð þessi: Samvinnuferðir/Landsýn 154 Hlíðakjör 127 Herðir hf. 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.