Morgunblaðið - 04.04.2000, Side 46

Morgunblaðið - 04.04.2000, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir Heimsmeistarinn Garrí Kasparov og Indveijinn Anand tefldu til úrslita í heimsmötinu um helgina þar sem heimsmeistarinn hafði betur. •• Oruggur sigur Kasparovs á bráðskemmtilegu Heimsmóti SKAK Salurinn, tónlist- arhiís Kópavogs HEIMSMÓTIÐ í SKÁK 1.-2 apríl 2000 LEITA verður langt aftur í tímann til að fmna jafn eftirminnilegt og vel sótt skákmót og Heimsmótið í skák, sem haldið var í Salnum í Kópavogi. Skákáhugamenn fylltu Salinn og fjölmargir urðu að láta sér nægja að standa eða fylgjast með á fjölmörg- um sjónvarpsskjám sem voru utan skáksalarins. Auk þess gerðu fjöl- miðlar skákmótinu góð skil og Skjár- ^einn var með beina útsendingu frá mótinu. Þá er búið að setja upp nýja skáksíðu á strik.is þar sem fréttir af framvindu mála voru birtar eftir hverja umferð og OZ.COM sýndi skákimar beint á vef sínum. En það voru ekki einungis íslend- ingar sem höfðu áhuga á mótinu og gátu fylgst með því. Þúsundir skák- áhugamanna út um allan heim fylgd- ust með skákunum á ICC skákþjón- inum jafnóðum og þær voru tefldar og allar helstu skáksíður á Netinu fluttu fréttir af mótinu. Reyndar létu ýmsir erlendir skákáhugamenn sér ekki nægja að fylgjast með mótinu í gegnum Netið, heldur mættu í Kópa- voginn til að fylgjast með. Fyrirfram var búist við að barátt- an um sigur á mótinu mundi standa á milli þeirra Kasparovs og Anands og sú varð raunin. Heimsmótið hófst með undankeppni sem háð var í tveimur 6 manna riðlum. Skipt var í riðla eftir ákveðnum reglum sem miðuðu að því að gera mótið sem skemmtilegast fyrir áhorfendur. Það kom ekki á óvart, að Kasparov sigr- aði í A-riðli, en hins vegar vakti frammistaði íslendinganna í riðlin- um athygli. Margir bjuggust við því, að Friðrik Ólafsson mundi eiga erfitt uppdráttar á mótinu, enda hefur hann teflt minnst allra keppendanna á undanfömum árum. Hann sýndi þó strax í fyrstu umferð, að hann átti fullt erindi á mótið þegar hann gerði jafntefli við Jan Timman. I þriðju umferð bætti hann síðan um betur og lagði sjálfan Viktor Korchnoi að velli í æsispennandi skák. Þetta er ekki lítið afrek þegar haft er í huga að Korchnoi gerði jafntefli við heims- meistarann Kasparov í fyrstu um- ferð, en Kasparov vann alla aðra and- stæðinga sína. Korchnoi varð reyndar að lokum að sætta sig við tap gegn öllum þremur Islendingunum í riðlinum, en auk Friðriks tapaði hann fyrir Helga Ólafssyni og Margeiri Péturssyni. Margeir kom ánægju- lega á óvart með því að ná öðru sæt- inu í riðlinum á eftir Kasparov og komast þannig í úrslitakeppnina. I B-riðli féll efsta sætið Anand í skaut eins og búist var við. Eins merkilegt og það kann að virðast þá urðu íslensku keppendumir í neðstu sætunum þrátt fyrir að þeir Hannes Hlífar og Jón L. Ámason væru þeir einu sem náðu jafntefli gegn Anand. Það var Ivan Sokolov sem reyndist íslendingunum erfiðastur í þessum riðli, en hann vann þá alla þrjá. Pól- verjinn Alex Wojtkewicz fylgdi An- and áfram í úrslitakeppnina. í undanúrslitum mætti Margeir Anand, en Kasparov tefldi við Wojt- kewicz, sem hafði unnið sér rétt til þátttöku á mótinu í undankeppni OZ.COM á ICC skákþjóninum. Tefldar voru atskákir eins og í fyrri umferðum. í fyrri umferðunum lauk báðum skákunum með jafntefli. Þótt Margeir hefði svart var hann ekki í neinum erfiðleikum með að halda taflinu. I seinni skákinni fómaði An- and skiptamun sem Margeir þáði. Fáir treystu sér til að dæma um hvort bætumar sem hann fékk væm nægar, þótt smám saman sýndi An- and fram á það með góðri tafl- mennsku, að fórnin virtist eiga rétt á sér. Skákin varð æsispennandi, en Margeir virtist halda í horfinu án þess þó að geta skapað sér gagnfæri. Anand teflir hins vegar öðmm mönn- um hraðar og það kom að því að Mar- geir lenti í tímahraki. Hann gætti sín þá ekki á mátneti Anands og varð að játa sig sigraðan. Meðan á þessu stóð sigraði Kasparov Wojtkewicz ömgg- lega með enn einu heimabmgginu í Sikileyjarvöm. Þar með varð Ijóst að Kasparov og Anand mundu tefla um efsta sætið á mótinu, en Margeir og Wojtkewicz tefldu um þriðja sætið. Þeir Margeir og Wojtkewicz vom greinilega báðir sáttir við að hafa náð svo langt í keppninni og sömdu um stutt jafntefli í sínum skákum og deildu þar með þriðja sætinu. Þeir Anand og Kasparov börðust hins vegar hart um sigurinn á mótinu. An- and hafði hvítt í fyrri skákinni sem lauk með jafntefli eftir mikla baráttu. Þeirri seinni lauk einnig með jafntefli eftir spennandi viðureign, en ljóst var á látbragði Kasparovs að hann var ekki ánægður með taflmenn- skuna. Til þess að skera úr um sigur á mótinu tefldu þeir Anand og Kasp- arov næst fimm mínútna hraðskákir. Kasparov hafði hvítt í fyrri skákinni, en Anand barðist hetjulega og virtist ná að jafna taflið. Aldrei þessu vant lenti hann hins vegar í tímahraki og féll að lokum á tíma. Þetta þýddi að í seinni skákinni kom ekkert annað en sigur til greina. Anand tefldi mjög djarft, en Kasparov varðist af skyn- semi og þegar allar sóknarleiðir lok- uðust sá Anand að frekari barátta var vonlaus og gafst upp. Þar með hafði Kasparov sigrað á mótinu. Ljóst er að íslenskir jafnt sem er- lendir skákáhugamenn hugsa hlýtt til skipuleggjenda mótsins, Skák- sambands Islands, OZ.COM, Islandssíma og Ericsson. Tæknileg útfærsla mótsins hefur skapað nýja viðmiðun fyrir þau alþjóðlegu skák- mót sem haldin verða hér á landi í framtíðinni. Mótið hafði upp á allt það að bjóða sem hægt er að óska sér. Salurinn í Kópavogi hentar einn- ig vel til skákmótahalds og hlaut mik- ið lof frá erlendum skákfréttaritur- um. Framkvæmd mótsins var þó ekki gallalaus, en þegar tekið er tillit til þess að skipuleggjendur þess voru fyrirtæki á sviði upplýsingatækni og fjarskipta er það athyglisvert að það voru einungis tæknilegu þættirnir sem finna mátti að. Þar vantaði ein- faldlega betri verkefnisstjórn, þótt tæknibúnaðurinn sem slíkur væri hinn fullkomnasti. M.a. liggja skákir frá mótinu ekki enn fyrir á tölvutæku formi þegar þetta er skrifað. Daði Örn Jónsson Heimsmótiö í Kópavoq . 1.. 2. apríl 20C 0. A-riðili Nr. Nafn 1 2 3 4 5 6 Vinn. Röö 1 Helgi Ólafsson Ya 0 1 1 0 21/a 3.-4. 2 Jan Timman y2 0 y2 y2 1 21/a 3.-4. 3 Gary Kasparov 1 1 y 1 1 41/a 1. 4 Victor Korchnoi 0 % 1/2 0 0 1 6. 5 Friðrik Ólafsson 0 y2 0 1 0 iy2 5. 6 Margeir Pétursson 1 0 0 1 1 3 2. Heimsmótið í Kópavoqi. 1.- 2. a príl 2000. B-riöill NrJ Nafn 1 2 3 4 5 6 VinnJ Röö 1 Jóhann Hjartarson ■ l4 1 0 0 0 1% 5. 2 Hannes H. Stefánss. Y| 1 % 0 1/2 214 4. 3 Jón L. Árnason 0 0 0 0 1/2 y2 6. 4 Alex Wojtkewicz 1 1/2 1 1 0 314 2. 5 Ivan Sokolov 1 1 1 0 0 3 3. 6 Viswanathan Anand 1 1/2 y2 1 1 4 1. " Sterkustu sveitirnar í úrslitakeppnina Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Það var mikil spenna í lokaumferðinni í C-riðli undankeppninnar. Hér gera spilarar í Hlíðarlyöri upp siðasta hálfleikinn sem var já- kvæður og kom þeim í úrslitin. Talið frá vinstri: fsak Örn Sigurðsson, Selfyssingarnir Helgi E. Helgason, Kristján Már Gunnarsson og það er Rúnar Einarsson sem á hnakkann sem skyggir á miðju borðsins. Fasteignasalan Bakki 115 Spiluðu aðeins 6 leiki en komust samt í úrslit í D-riðli sigraði Ferðaskrifstofa Vesturlands en sveit Gísla Þórarins- sonar varð önnur þrátt fyrir að spila aðeins 6 leiki af 7! Einn sveitar- meðlima varð fyrir því að sofa yfír sig á sunnudag og mættu því aðeins 3 spilarar til leiks og tapaðist þá leikur 0-18. Eins og áður sagði kom þetta ekki að sök þar sem sveitin vann alla hina leiki sína. Lokastaða efstu sveita í D-riðli: Ferðaskrifstofa Vesturlands 131 Gísli Þórarinsson 128 Arni Bragason 112 Roche 108 I E-riðli voru tvær sveitir í sér- flokki og röðuðu sér af öryggi í efstu sætin en þar var lokastaðan þessi: Þrír frakkar 147 Jóhann Þorvarðarson 142 Nettó 107 Sparisjóðurinn í Keflavík 101 Mótið fór ágætlega fram undir styrkri stjórn Sveins Rúnars Haukssonar keppnisstjóra. Arnór G. Ragnarsson BRIDS Bridsliöllín Þönglabakka UNDANÚRSLIT í SVEITAKEPPNI 31. mars - 2. apríl. Aðgangur ókeypis. ALLAR sterkustu sveitir lands- ins munu spila til úrslita um Is- landsmeistaratitilinn í brids, sem fram fara um bænadagana, en und- ankeppni 40 sveita var spiluð um helgina. Þetta eru sveitir Skeljungs, Flugleiðir frakt, Subaru-sveitin, Is- lensk verðbréf, Samvinnuferðir/ Landsýn, Hlíðakjör, sveit Ferða- skrifstofu Vesturlands, sveit Gísla /sjjórarinssonar, sveit Þriggja frakka óg sveit Jóhanns Þorvarðarsonar. Mótið um helgina var spilað í fimm 8 sveita riðlum og voru það helst Austfirðingar og Selfyssingar sem klóruðu í hæla Reykvíkinga. Það var helzt í A-riðlinum sem spennan var mikil en þar urðu Gunnar Þórðarson og félagar hans ■£rá Selfossi að sætta sig við að kom- „Jæja, strákar, þið eruð bara komnir í úrslitin.“ Jón Baldursson ræðir við Gisla Þórarinsson og Þórð Sigurðsson í mótslok. ast ekki í úrslit þrátt fyrir að ná sama stigafjölda og Flugleiðir frakt en þeir höfðu tapað innbyrðisleik liðanna. Lokastaða efstu sveita í A-riðli: Skeljungur 142 Flugleiðir frakt 128 Gunnar Þórðarson 128 Esja kjötvinnsla 106 í B-riðlinum var engin spenna og stigahæstu sveitimar unnu sann- færandi. Lokastaða efstu sveita í riðlinum: Subaru-sveitin 147,5 íslensk verðbréf 134 Olís 102,5 Strax matvöruverslanir 100 í C-riðlinum var mikil spenna í lokaumferðinni þar sem Hlíðakjör og Austfirðingamir í Herði hf. börð- ust um annað sætið í riðlinum. Sunnanmenn höfðu betur eftir hörk- ukeppni en lokastaðan varð þessi: Samvinnuferðir/Landsýn 154 Hlíðakjör 127 Herðir hf. 121

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.