Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 51 HULDA HREFNA JÓHANNESDÓTTIR + Hulda Hrefha Jó- hannesdóttir fæddist í Haftiarfirði 12. ágiist 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi Reyiqavfkur í Foss- vogi 26. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóna Guðlaug Jóhanns- dóttir, f. 8. des. 1901, d. 28. nóv. 1986, og Jóhannes Jóhannes- son bakarameistari, f. 31. jan. 1899, d. 28. des. 1974. Hulda ólst upp hjá for- eldrum sínum í Hafnarfirði og var elsta barn þeirra hjóna. Onnur eru: Ingvi, f. 19. maí 1925, d. 25. des. 1985; Þuríður, f. 13. ágúst 1928; og Ragnar, f. 10. október 1930. Börn Huldu eru: 1) Erling Rafn Ormsson, f. 15. júní 1943, maki Jó- hanna Bjömsdóttir. Þau eiga þrjú böra og fimm bamaböra. Fyrir á Erling son, sem á tvo syni. 2) Ingi- veldur Erla Ormsdóttir, f. 15. aprfl 1945, maki Marteinn Gíslason. Þau eiga þrjú börn og átta barnaböm. 3) Hrafn- hildur Ester Orms- dóttir, f. 16. júní 1948, maki Kristján Þórarinsson. Þau eiga fjóra syni og átta barnaböm. 4) Ormur NjáU, ætt- leiddur, Torfason, f. 28. feb. 1950, maki Kristín Ársælsdóttir. Eiga þau eina dóttur. Áður á Kristín son, sem er uppeldissonur Orms Njáls. Fyrir á Ormur Njáll fjögur böm, bamabömin em fimm. 5) Jóhann- es Tómas Sigursveinsson, f. 2. júlí 1956, maki Þóra Þorvaldsdóttir. Þau eiga tvö böm. 6) Jóna Guðlaug Sigursveinsdóttir, f. 26. maí 1960, maki Þórhallur Óskarsson. Þau eiga þijú böm. Útför Huldu fer firam frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag og hefst at- höftiin klukkan 15. Selvogsgata 21, nú hljómar þetta einhvern veginn allt öðruvísi en fyrir nokkrum dögum, eða áður en að amma dó, en hún bjó einmitt þar. Það var alltaf gott að koma í kaffi- sopa til ömmu, en best var að koma svangur því hún vildi alltaf bjóða eitthvað með kaffinu, venjulega smurt brauð, jafnvel skreytt, sem hún raðaði snyrtilega á disk eins og á veitingahúsi og ef hún átti ekkert þá sendi hún mann „upp á sjoppu“ eftir einhverju góðgæti. Það var svo auðvelt að gleðja ömmu og hún var ætíð svo þakklát þegar henni var rétt hjálparhönd. Þegar hún þurfti að liggja á spítala sem var nú ekki oft fannst henni hreinlega dekrað við sig og líkti því við hóteldvöl, „alveg draumur" eins og hún sagði svo oft þegar henni lík- aði eitthvað vel. Það eru orð eins og: nankinsbuxur, prívatbílar og konvu- !lettur sem minna mig óneitanlega svo mikið á Huldu ömmu. Mér er m.a. minnisstæð ein saga sem mamma sagði mér. Amma flutti eitt sinn úr Hafnarfirði og vestur að Saurbæ á Rauðasandi. Þá þurfti hún einu sinni sem oftar að panta mat- vöru úr Kaupfélaginu á Patreksfirði í gegnum síma, eflaust einhverjar nauðsynjavörur ásamt tuttugu „konvulettum" (umslögum) og var þá pöntunin upplesin. Stuttu seinna eða með næstu ferð hjá mjólkurbíln- Ium komu vörumar en engar konvu- letturnar en neðst í kassanum voru tuttugu kótilettur vel inn pakkaðar. Jæja, elsku amma mín, ég á alveg fullt af fleiri skemmtilegum minn- ingum um þig og þær ætla ég að varðveita vel og geyma. Það er erfitt að sætta sig við dauðann en þangað liggur víst leið okkar allra. Guð geymi þig. Kær kveðja. Hulda Hrefna Marteinsdóttir. I Elsku amma á Selló. Þú fórst svo snögglega frá okkur að við fengum ekki tækifæri til að kveðja þig. Það er svo erfitt að sætta sig við það að geta ekki lengur komið til þín í heim- sókn upp á Selvogsgötu. Þú varst alltaf svo ánægð þegar við litum inn til þín. Það var svo gaman að spjalla við þig yfir kaffisopanum og smurða brauðinu. Þá var oft mikið hlegið. | Elsku amma, við eigum margar ; ógleymanlegar minningar um þig og kveðjum þig með miklum söknuði. Guð geymi þig, elsku amma. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr.Pét.) Ingibjörg Birna, Ester og fjölskyldur. Hugurinn reikar til æskuáranna, “ nú þegar ég kveð systur mína, Huldu Hrefnu, hinstu kveðju. Minn- ingin um hana er um margt sérstök, hún var glöð og jákvæð í fasi, með mjög smitandi hlátur, sem gat komið hverjum manni í gott skap. Þó að lífið hafi ekki alltaf leikið við Hulcju og hún um margt átt erfiða daga í gegnum árin, einkenndist lundarfar hennar af jákvæðni. Hún fór ekki mikinn, lifði einföldu lífi síð- ustu ár, en átti auðvitað líka sínar góðu stundir. Hulda var innfæddur Hafnfirð- ingur, fæddist á heimili foreldra okkar í Gíslahúsi sem svo var nefnt, en það er Suðurgata 74 í dag. Hún var ákaflega dugleg í uppvextinum, byrjaði í Flensborg eftir að hafa lok- ið grunnskóla en varð að hætta þeg- ar móðir okkar veiktist af berklum í kringum 1936-1939. í þá daga voru berldasjúklingar settir í einangrun, og móðir okkar var flutt á Vífils- staðaspítala til meðferðar. Hulda tók þá að sér að sjá um okkur systkinin auk heimilisins og má þannig segja að hún hafi verið viss kjölfesta á þessum árum, þá rétt um 13 ára gömul. Pabbi varð að halda áfram að vinna fyrir fjölskyldu sinni og á þessum árum var hann bakarameist- ari í Alþýðubrauðgerðinni í Hafnar- firði. Þessir tímar reyndu talsvert á fjölskylduna en Hulda átti sinn þátt í að gera þá léttari en ella hefði verið. Hulda vann ýmis störf í gegnum tíðina, m.a. verslunar- og sveitastörf. Hún var í nokkur sumur kaupakona í Þykkvabænum og naut sín þar vel. Uppúr 1940 fór hún að vinna sem þerna í Hótel Borgarnesi og kynnt- ist þá fyrri manni sínum, Ormi Guð- jóni Ormssyni, og eignuðust þau fjögur börn. Þau skfidu. Eftir skiln- aðinn flutti hún aftur til Hafnar- fjarðar og keypti þá risíbúð af Ingva bróður okkar, á Hringbraut 34. Þar bjó hún í nokkur ár eða þar til hún kynntist seinni manni sínum, Sigur- sveini Tómassyni, sem hún eignaðist með tvö böm. Þau stunduðu um tíma sveitabúskap á Stokkseyri og síðar á Rauðasandi en þau skildu. Eftir það flutti Hulda aftur til Hafnarfjarðar, keypti íbúð á Sel- vogsgötu 21 þar sem hún hefur búið síðustu ár. Þegar pabbi dó, í desember 1974, keypti móðir okkar íbúð í sama húsi og Hulda dóttir sín, og þar undu þær sér vel saman. Þær styttu hvor ann- arri stundirnar og Hulda átti sinn þátt í því að mamma gat búið á eigin heimili svo lengi sem raunin varð, en mamma lést í nóvember 1986, þá 85 ára að aldri. Við systkinin vorum fjögur, og erum nú tvö eftir. Það er víst lífsins gangur, menn fara og aðr- ir koma í þeirra stað. Hulda var ein af þessum gömlu gegnu Hafnfirðing- um sem byggðu bæinn. í Hafnarfirði vildi hún helst búa og þar leið henni best, jafnvel þó að flest börn hennar hafi í gegnum tíðina búið úti á landi. Um leið og ég þakka Huldu systur fyrir samfylgdina á lífsins göngu og fyrir þær minningar og stundir sem við höfum átt saman, bið ég bömum hennar og skyldmennum öllum blessunar. Ragnar J. Jóhannesson, Spáni. Vinalegt viðmót og jákvætt fas kemur fyrst upp í hugann þegar ég nú minnist kærrar föðursystur minnar, Huldu Hrefnu, sem nú er látin 75 ára gömul. Hulda hafði alltaf svolítið sérstakan sess í huga mín- um. í minningunni reyndist hún Jónu ömmu minni afskaplega vel í hárri elli ömmu, og gerði henni kleift að búa á sínu eigin heimili fram á fullorðinsár, eða þar til amma lést, hátt á níræðisaldri. Hulda og amma Jóna bjuggu hlið við hlið á Selvogs- götunni og þangað kom ég oft með pabba. Hulda var stundum í heim- sókn hjá ömmu og alla tíð man ég eftir því hversu hláturmild hún var, og í minningunni heyri ég enn hlátur hennar sem gat fengið hvern mann til að skella uppúr. Þegar ég og konan mín, Hólmfríð- ur, hófum búskap með okkar fyrsta barn, Þóri Snæ, árið 1989, var fyrsta heimilið okkar á Selvogsgötunni. íbúðin sem amma átti var laus, og ekkert sjálfsagðara hjá Huldu en að leigja okkur hana. Þannig má í raun segja að Hulda hafi verið ákveðinn áhrifavaldur í lífi okkar hjóna. Og ekki olli hún okkur vonbrigðum. Hjálpleg og síkát var hún með dill- andi hlátur, og á stundum fengum við hana til að líta í bolla, spá um framtíðina og láta hugann reika um hið ókomna. Allt gerði hún þetta af mikilli hógværð og sagði gjaman að hún kynni ekkert að spá. En oftar en ekki rættust þessir spádómar henn- ar með einum eða öðrum hætti. Hún hafði þama dulda hæfileika sem fáir vissu um. Það hefur alltaf verið gott sam- band milli okkar Huldu. Hún reynd- ist mér vel þegar ég hóf minn bú- skap og ég reyndi eftir megni að aðstoða hana á móti. Hún hafði aldrei mörg orð um hlutina, orðaði þá skýrt og greinilega, og aldrei fór á milli mála hvað hana vanhagaði um. Og aldrei bað hún um neitt án þess að bjóða eitthvað í staðinn, í það minnsta borgun. Nú er Hulda lögð af stað í ferðina löngu, þá ferð sem okkar allra bíður, eða eins og segir í sálminum: Kalliðerkomið, kominernústundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Guð blessi minningu Huldu frænku. Sigurður Þ. Ragnarsson. BlónuMstofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, K. HAUKUR PJETURSSON mælingaverkfræðingur, Sóivallagötu 22, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 26. mars síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 6. apríl kl. 13.30. Jytte Lis Ostrup Björg 0. Hauksdóttir, Rúnar I. Sigfússon, Inga Lis 0. Hauksdóttir, Jón Egill Egilsson, Björn Óli 0. Hauksson, Kristjana Barðadóttir og barnabörn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN JÓN ÁRNASON, f. 22. desember 1899, frá Skeiði, Svarfaðardal, Neðstaleiti 5, Reykjavík, lést iaugardaginn 1. apríl á líknardeild Landa- kotsspítala. Útför hans auglýst síðar. Jórunn Kristinsdóttir, Sigurlaug Kristinsdóttir, Einar Eggertsson, Hugrún Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORFINNUR SÆVAR ÞORFINNSSON, Kirkjubraut 14, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu föstudaginn 31. mars. Margrét Jónsdóttir, Dagný Þorfinnsdóttir, Hannes Garðarsson, Berglind Þorfinnsdóttir, Bragi Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÆMUNDUR ÁGÚSTSSON, Þingskálum 8, Hellu, andaðist á Landspítalanum Fossvogi fimmtu- daginn 30. mars sl. Fyrir hönd barna, tengdasona og barnabarna, Elínborg Óskarsdóttir. t Móðir okkar, amma og tengdamóðir, RAGNHILDUR EIÐSDÓTTIR, sem lést laugardaginn 1. april á líknarstofu Landspítalans, verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu á morgun, miðvikudaginn 5. april, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líkn- ardeild Landspítalans. Kristmann Ericson, Sandra Ashford, Magdalena Gunnarsdóttir, Leonard Ashford. t Elskuleg systir mín, mágkona og móðursystir, SIGRÍÐUR TORFADÓTTIR sálfræðingur, lést á kvennadeild Landspítalans fimmtudag- inn 30. mars. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Auður Torfadóttir, Sigurður Gústavsson, Torfi Sigurðsson, Gústav Sigurðsson. m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.