Morgunblaðið - 15.06.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.06.2000, Qupperneq 1
135. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Arsskýrsla Amnesty International Mannrétt- indabrot í 144 ríkium London. AP. ENGINN heimshluti slapp á síðasta ári við mannskæð átök og hátt í tveir þriðju af ríkjum heims voru sakaðir um mannréttindabrot, að því er fram kemur í ársskýrslu samtakanna Amnesty Intemational er birt var í gær. Amnesty eru alþjóðleg mannrétt- indasamtök og fram kemur í skýrsl- unni að skráð hafi verið daglega mannréttindabrot í að minnsta kosti 144 ríkjurn. Aftökur án dóms og laga voru skráðar í a.m.k. 38 ríkjum og handtökur svonefndra samvisku- fanga í 61 landi og pyntingar í 132. „1999 færði meirihluta mannkyns kúgun, fátækt eða stríð,“ segir í skýrslunni. „I hverju landinu á fætur öðru notuðu stjómvöld fangelsun, pyntingar og pólitísk morð til þess að þagga niður andstöðu og tryggja valdastöðu sína.“ Þá segir í skýrslunni að fólk hafi ekki eingöngu þjáðst á ófriðarsvæð- um eins og í Sierra Leone eða Kos- ovo, heldur einnig í löndum á borð við Bandaríkin, Japan og Sviss, er gagn- rýnd hafa verið fyrir meint lög- regluofbeldi eða niðurlægjandi eða grimmúðlega meðferð á föngum. Þrátt fyrir þetta segja samtökin að framfarir hafi orðið á sumum sviðum mannréttindamála, og em sérstak- lega nefndar tifraunir til að fá Aug- usto Pinochet, fyrrverandi einræðis- herra í Chile, dreginn fyrir dómstóla í Evrópu, sakaðan um að hafa látið pynta og myrða pólitíska andstæð- inga sína á sautján ára valdatíð sinni. Fómarlömbum mannréttindabrota fjölgaði engu að síður á síðasta ári. Serbar í Kosovo réðust gegn albönsk- um nágrönnum sínum í héraðinu; rússneski herinn eyddi borgum í Tsjetsjníu í bardögum við aðskilnað- arsinna og mörg hundmð manns féllu og þúsundir hröktust frá heimilum sínum í kjölfar kosninga á Austur- Tímor. Bandaríkin vom gagnrýnd fyrir aftökur á 98 fóngum á síðasta ári og fyrir meint lögregluofbeldi og kyn- þáttahatur og kynferðislegar mis- þyrmingar í fangelsum. Israelar vora fordæmdir fyrir að halda uppteknum hætti og leggja í rúst heimili Palest- ínumanna á Vesturbakkanum. Reuters Skógareldar í Colorado FIMM tankflugvélar hafa undan- farna daga verið notaðar í baráttu slökkviliðsmanna við skógarelda f Colorado-ríki í Bandaríkjunum. Engar fregnir hafa borizt af mann- tjóni eða meiðslum á fólki, en tugir húsa hafa eyðilagzt í eldinum, sem logar á a.m.k. tveim stöðum suð- vestur af borginni Denver. Eitt þús- und manns höfðu f gær orðið að yf- irgefa heimili sín af þessum sökum og var lýst yfir neyðarástandi. Fleiri skógareldar hafa komið upp f Suðvesturríkjum Bandarfkjanna, en þar hefur verið hvasst, með ein- dæmum þurrkasamt og heitt. Leiðtogafundur Kóreuríkjanna sagður hafa borið tilætlaðan árangur Gerðu samning sem nær yfír öll viðfangsefnin Pyongyang. Reuters, AFP. Leiðtogar Kóreuríkjanna, Kim Jong-il og Kim Dae-jung, rýna í fyrir- sagnir norður- og suður-kóreskra dagblaða í gær, annan dag hins sögu- lega leiðtogafundar í Pyongyang. KIM Dae-jung, forseti Suðui--Kóreu, sagði í gær að leiðtogafundur Kóreu- ríkjanna í Pyongyang hefði borið til- ætlaðan árangur og skoraði á gest- gjafa sinn, Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, að gera allt sem hann gæti til að greiða fyrir sameiningu ríkjanna. Hann staðfesti einnig að þeir hefðu gert samning, sem suður- kóreskir embættismenn sögðu að ætti að stuðla að sáttum milli ríkj- anna, hugsanlegri sameiningu þeirra, endurfundum sundraðra fjölskyldna og auknum tengslum á sviði viðskipta, félagsmála, menningar og íþrótta. Suður-kóreski forsetinn flutti ræðu í kvöldverðarboði á öðrum degi heim- sóknar sinnar til Pyongyang og sagði að tímabært væri að sætta kóresku þjóðina og „reka burtu óttann fyrir stríði í landi okkar“. „Kóreumenn era ein þjóð. Ekkert getur stöðvað okkur ef við leggjum okkur fram með ein- lægni og þolinmæði. Þess vegna get- um við náð því markmiði okkar að sameina ríkin áður en langt um líður.“ Kim Yong-nam, næstvaldamesti ráðamaður Norður-Kóreu, svaraði ræðu gestsins og kvaðst telja að heimsókn hans myndi stuðla að sam- einingu ríkjanna. „Endursameining er ekki mál framtíðarinnar, heldur nútímans." Suður-kóreski forsetinn staðfesti að náðst hefði „sögulegur samningur" milli ríkjanna í gærmorgun. Ekki var skýrt frá innihaldi samningsins í smá- atriðum, en embættismenn í fóra- neyti forsetans sögðu að hann næði yfir öll helstu viðfangsefni fundarins, m.a. ráðstafanir til að stuðla að sátt- um milli ríkjanna og greiddi fyrir hugsanlegri sameiningu. Kim Dae-jung sagði að leiðtoga- fundurinn markaði nýtt upphaf í sam- skiptum ríkjanna. „I fyrsta sinn eygir kóreska þjóðin nú bjarta framtíð, dögun vonar um sættir, samvinnu og sameiningu." Kim Jong-il boðið til Seoul Forsetinn bauð Kim Jong-il í heim- sókn tíl Seoul en ekki kom fram hvort hann hefði þegið boðið. Kim Dae-jung hafði lagt megin- áherslu á að fá stjómvöld í Pyong- yang til að heimila íbúum Suður-Kór- eu, sem urðu viðskila við fjölskyldur sínar vegna klofnings Kóreuskaga, að heimsækja ættingja sína í Norður- Kóreu eftir hálfrai’ aldar aðskilnað. Forsetinn bauð Norður-Kóreu einnig aðstoð við að endmreisa efnahag landsins, sem er í kaldakoli, og af- stýra hungursneyð sem vofir yfir mörgum héraðum. Fregnir hermdu að leiðtogarnir hefðu ennfremur rætt þá hugmynd að íþróttamenn ríkjanna gengju saman undir fána „sameiningar" við setn- ingu og slit ÓÍympíuleikanna í Sydney í september. ■ Gæti reynst áhyggjuefni/28 Handtaka Gúsinskís gagnrýnd Moskvu. Madríd. AP, AFP, Reuters. HANDTAKA rússneska fjölmiðla- kóngsins Vladimírs Gúsinskís á þriðjudag hefur vakið hörð viðbrögð í Rússlandi og víðar í heiminum. Rúss- nesk dagblöð og þingmenn hafa sak- að stjómvöld um aðför að tjáningar- frelsinu og leiðtogar gyðinga hafa einnig lýst áhyggjum vegna málsins. Ríkissaksóknari Rússlands fyrir- skipaði handtöku Gúsinskís vegna grans um að hann hefði dregið sér opinbert fé í tengslum við einkavæð- ingu ríkisfyrirtækis árið 1990. Marg- ir telja þó að þessar ásakanir séu yf- irskin og að raunveralegar ástæður handtökunnar séu af pólitískum toga. Fjölmiðlar í eigu Media-MOST-sam- steypunnar, sem Gúsinskí á, hafa undanfarið gagnrýnt æðstu valdhafa í Rússlandi, þeirra á meðal Vladimír Pútín forseta. Getgátur hafa því ver- ið uppi um að æðstu valdhafar hafi staðið á bak við handtökuna en Pútín neitaði í gær allri aðild að málinu og sagðist ekki geta skipað saksóknara fyrir verkum. Bandaríkjastjóm hvatti í gær rússnesk stjórnvöld til að tryggja sanngjöm réttarhöld í máli Gús- inskís. „Við munum halda áfram að leggja áherslu að frjáls og óheft fjölmiðlun er eitt grandvallarskil- yrða lýðræðis,“ sagði Joe Lockhart, talsmaður Bandan'kjaforseta, í gær. ■ Pútin neitar/33 Pútín hót- ar Dönum refsingu VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, sagði í viðtali í þýska blaðinu Welt am Sonntag um helgina að Danir gætu ekki reiknað með að sleppa án refs- ingar leyfðu þeir Bandaríkja- her að nýta ratsjár í Thule-her- stöðinni á Grænlandi í tengslum við eldflaugavamaáætlun sína. í viðtalinu gagnrýnir Pútín fyr- irhugaða eldflaugavarnaáætlun Bandaríkjamanna mun harðar en áður, að sögn Berlingske Tidende í gær. „Það er almennt viðurkennt að Bandaríkjamenn munu ekki geta staðið við áætlanir sínar án samvinnu bandamanna sinna í Evrópu, og þá fyrst og fremst Bretlands, Danmerkur og Nor- egs,“ sagði Pútín í viðtalinu og vísaði til ratsjárstöðva ríkjanna sem í tílfelli Danmerkur era í Thule á Grænlandi. Sagði for- setinn að ef ríkin þrjú „létu nota sig í þágu eldflaugavarnakerfis Bandaríkjamanna ættu [þau] á hættu að hefja ferli sem kynni að leiða til hemaðarlegs óstöð- ugleika". MORGUNBLAÐIÐ15. iÚNÍ 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.