Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 35 Fjölbreytt listahátíð hefst á Seyðisfirði á þjóðhátíðardaginn Margt á seyði LISTAHATIÐIN A seyði hefst á Seyðisfirði á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, með opnun fjögurra mynd- listarsýninga og fleiri atburðum. Þar ber hæst sýningu á verkum norska listmálarans Olavs Christ- ophers Jenssens í menningarmið- stöðinni Skaftfelli. Síðan rekur hver atburðurinn annan, meðal annars sumartónleikar Bláu kirkj- unnar, menningardagur barna og Listahátíð ungs fólks. Listahátíðin Á seyði er orðin fastur liður í bæjarlífinu á Seyðis- firði og hefur aukist að umfangi og vinsældum ár frá ári. Að þessu sinni taka um 60 listamenn þátt í listahátíðinni og tónleikaröðinni Bláu kirkjunni, að sögn Aðalheiðar Borgþórsdóttur, ferða- og menn- ingarfulltrúa Seyðisfjarðarkaup- staðar, sem skipuleggur hátíðina. Listahátíðin verður sett 17. júní í Skaftfelli, menningarmiðstöð. Við opnunina leika Marion Herrera á hörpu og Margrét Árnadótir á selló. Jafnframt verður opnuð veit- ingastofa og kaffihús, net- og bóka- kaffi, í Skaftfelli en unnið er að gagngerri endurnýjun hússins. Þekktur norskur listmálari sýnir Einn af hápunktum listahátíðar- innar er sýning á verkum Olavs Christophers Jenssens en hún verður opnuð í sýningarsal Skaft- fells á þjóðhátíðardaginn. Jenssen er þekktur norskur listmálari sem býr í Berlín og hefur kennt við Listaháskólann í Hamborg. Eria Albertsdóttir sýnir olíu- myndir í „Gömlu Bröttu“ að Aust- urvegi 30. Hún á ættir að rekja til Seyðisfjarðar en hefur búið í Dan- mörku síðastliðin 20 ár. Alda Sigurðardóttir, Ásta Ólafs- dóttir, Kristín Reynisdóttir og Sari Maarit Cedergren sýna í Seyðis- fjarðarskóla og samsýningin Heimamenn verður á Hótel Seyðis- firði. Þrjár fyrrnefndu sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14 til 18, nema mánudaga, en sýning heima- manna er opin á afgreiðslutíma hótelsins. Á þjóðhátíðardaginn verður einnig opnað Geirasafn til heiðurs og í minningu alþýðulistamannsins Ásgeirs Jóns Emilssonar. Safnið er í húsi hans og er stefnt að varð- veislu þess. Menningardagur barna, Karlinn í tunglinu - börnin á jörðinni, verð- ur í Skaftfelli 24. júní ásamt dag- skrá fyrir börn. Karlinn í tunglinu er alheimsverkefni á Netinu í sam- starfi við Reykjavík - menningar- borg Evrópu árið 2000. Pétur Kristjánsson sér um verkefnið og Halldóra Geirharðsdóttir skemmtir börnunum sem trúðurinn Barbara. Listahátíð ungs fólks Dagana 19. til 23. júlí verður Listahátíð ungs fólks á Austur- landi, L.ung.A - Ekkert normal, í Herðubreið. Listahátiðin, sem er fyrir fólk á aldrinum 16 til 25 ára, er í formi vinnubúða og lýkur með samkeppnum og sýningu þar sem afraksturinn verður kynntur. Með unga fólkinu starfa meðal annars afródansarinn Oi’ville, Helga Braga Jónsdóttir leikkona og Andri Snær Magnason rithöf- undur. Halldóra Malin sem er í fram- kvæmdanefnd L.ung.A segist verða vör við töluverðan áhuga fyr- ir listahátíðinni en hún óttast að krakkarnir setji það fyrir sig að missa tvo daga úr vinnu. „Eg hef þó trú á því að þeir sem mestan áhuga hafa muni koma. Ég hvet krakka eindregið til þess að draga úr peningaæðinu, þótt það sé nauð- synlegt með, og horfa fram hjá þessum tveimur vinnudögum. Það er ennþá leiðinlegra að þurfa að segja eftirþá: Ég ætlaði að koma en réð ekki við það.“ Meðal annarra atburða á listahá- tíð Seyðfirðinga má nefna að leik- ritið Þúsund eyja sósa eftir Hall- grím Helgason verður sýnt í Herðubreið 30. júní og 1. júlí og Morgunblaðið/Ásdís Dagskrá listahátíðarinnar Á seyði kynnt í nýju kaffihúsi í menningar- miðstöðinni Skaftfelli, f.v. Halldóra Malin úr undirbúningsnefnd Lista- hátíðar ungs fólks, Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningar- fulltrúi, Gréta Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Skaftfells og Muff Worden, umsjónarmaður Bláu kirkjunnar. Leitin að vísbendingu um vits- munalíf í alheiminum 18. og 19. ágúst. Á sama stað verður sýningin Menning og náttúra - Virkjun, Seyðisfjörður, opnuð 23. júlí. Er þetta samstarfsverkefni Listahá- skóla Islands og M 2000 undir stjórn Þorvaldar Þorsteinssonar. Þá verða Norskir dagar 21. til 23. júlí og þá opnar norska textíllista- konan Heidi Kristiansen sýningu í „Gömlu Bröttu". Bláa kirkjan eflist Bláa kirkjan verður í sumar með röð tónleika, með svipuðu sniði og síðastliðin tvö ár. Tónleikarnir eru í Seyðisfjarðarkirkju alla miðviku- daga, klukkan 20.30, frá 21. júní og til 6. september. Tríó Ólafs Steph- ensen leikur á opnunartónleikun- um en á flestum tónleikanna er flutt sígild tónlist. Á lokatónleikun- um koma fram vinsælir íslenskir söngvarar og hljóðfæraleikarar, meðal annars Bergþór Pálsson og Sigrún Hjálmtýsdóttii-. Muff Worden tónlistarkennari stendur ásamt fleirum fyrir Bláu kirkjunni. Hún segir að markmiðið með sumartónleikunum sé meðal annars að veita nýjum atvinnutón- listarmönnum tækifæri til að koma fram. I sumar verða meðal annars þrír tónlistarmenn sem tóku burt- fararpróf úr tónlistarskóla í vor. Flestir flytjendanna eru íslenskir Norræna húsið Selló og gítar á Björtum nóttum FYRSTU tónleikar í tónleikaröð Norræna hússins sem hlotið hefur heitið Bjartar nætur verða í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 22. Það eru Gunnar Kvaran sellóleik- ari og danski gítarleikarinn Jens Bang Rasmussen sem leika saman verk eftir Vivaldi, Sibelius, Maria Theresia von Paradis, J.S.Bach og Franz Schubert. Auk þess leikur Gunnar Kvaran einleiksverk fyrir selló eftir Oliver Kentish og er það frumflutningur. Jens Bang Rasmussen leikur ein- leiksverk fyrir gítar eftir danska tónskáldið Henrik Rung sem var uppi á 19. öld. Gunnar Kvaran er deildarstjóri strengjadeildar Tónlistarskólans í Reykjavík. Hann hefur haldið ein- leikstónleika og leikið á kammertón- leikum í mörgum löndum. Jens Bang Rasmussen er alþjóð- lega þekktur sem gítarleikari og hef- ur fengið mörg verðlaun fyrir leik sinn. Verkefnaskrá Jens Bang Rasmussen spannar tónlist allt frá endurreisnartímanum til nútíma- tónlistar, en hann er fyrst og fremst sérfræðingur í fyrra skeiði róman- tíska tímabilsins og danska tón- skáldinu Henrik Rung. Aðgöngumiðar eru til sölu á skrif- stofu og við innganginn. Morgunblaðið /Amaldur Gunnar Kvaran sellóleikari og gítarleikarinn Jens Bang Rasmussen. Síðasta sýning Hádegisleikhúsið Iðnó Leikir Síðasta sýning á Leikir eftir Bjarna Bjarnason, sem sýnt er í Hádegisleikhúsi Iðnó verður kl. 12 á morgun, föstudag. Leikarar eru Nanna Kristín Magnúsdóttir og Jakob Þór Ein- Leikir var frumsýnt í mars sl. og víkur nú fyrir nýju hádegisleik- riti, Bjöminn, skrýtla í einum þætti eftir Anton Tsjekhov, sem frumsýnt verður 22. júní næst- komandi. Leikritið er í þýðingu Árna Bergmann. Leikstjóri er Stefán Jónsson og leikai-ar María Pálsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Júlíus Brjánsson. en nokkrir koma erlendis frá. Muff annast sjálf tónlistarfólkið sem kemur til Seyðisfjarðar og leggur fram mikla vinnu við tónleikahaldið en tekur fram að starfið væri erfitt ef ekki nyti við styrkja frá fyrir- tækjum, menningarsjóðum og op- inberum aðilum. Hún segir að auð- velt sé að fá tónlistarfólk til að koma fram, hún þurfi ekki annað en að hringja og nefna Bláu kirkjuna þá sé fólkið tilbúið að koma. Sem dæmi nefnir hún að sjö ára bið sé eftir að koma að flytj- endum á suma þætti tónleikanna og einnig sé að fjölga óskum frá er- lendum tónlistarmönnum um að koma fram. Upphaflega hugmyndin með tón- leikum á miðvikudagskvöldin var að nálgast ferðafólk sem þá er í bænum að bíða eftir Norrænu. Hugmyndin hefur verið að þróast og með vaxandi aðsókn eru nú haldnir tónleikar öll miðvikudags- kvöld. Muff vonast til að áfram verði stígandi í aðsókn. Nefnir sem dæmi að fyrsta árið hafi að meðal- tali komið 20-50 gestir á tónleikana en 60-100 í fyrrasumar og uppselt á lokatónleikana. Mikilvægt fyrir bæinn Listahátíðin Á seyði hefur haft mjög góð áhrif á Seyðisfirði, að sögn Aðalheiðar Borgþórsdóttur. Listin skapar nokkur störf í bæn- um og Aðalheiður lýsir þeirri skoð- un sinni að öflugt lista- og menn- ingarstarf eigi drjúgan þátt í því að fólki hefur ekki fækkað á Seyðis- firði á undanförnum árum. Fólk kemur langar leiðir á tónleika og sýningar, algengt er að gestir séu af öllu svæðinu frá Höfn til Akur- eyrar, en einnig eru dæmi um að géstir komi lengra að á einstaka viðburði, til dæmis alla leið frá Reykjavík. „Ég finn fyrir því í samstarfi sem ég á við starfsmenn annarra sveitarfélaga að starfið hér er talið til fyrirmyndar. Og við sjáum árangur af því auk þess sem íbúarnir eru brosmildari," segir hún. Sýningar- lok og rayndbönd Listasafn Islands Síðasti sýningardagur sýn- ingarinnar Nýr heimur - staf- rænar sýnir, sem nú stendur yfir í Listasafni íslands, er á sunnudag. Sýningin saman- stendur af fjórum sýningum; Myndhvörf eftir Steinu Vas- ulka, Islensk og erlend mynd- bönd, íslensk og erlend veflist og Atið eða @. Á síðustu sýningardögum sýningarinnar Islensk og er- lend myndbönd verða þessi myndbönd sýnd kl. 12 og kl. 15: I dag, fimmtudag, Nan Hoover: Returning to Fuji. Rafael Montanez Ortiz: Dance # 1 og Dance # 3. Föstudaginn 16. júní: Jiirgen Klauke: Hin- setzen/Aufstehn/Ich liebe Dich og In der Tat. Laugardaginn 17. júní: Marcel Odenbach: Die Distanz zwischen mir und meinen Verlusten. Dan Graham: Two Way Mirror Cylinder, 1992. Sunnudaginn 18. júní: Nam June Paik: „Top- less Cellist" Carlotte Moor- man, 1995. Þá mun Bragi Halldórsson, myndlistarmaður og sýningar- stjóri sýningarinnar íslensk og erlend veflist, ræða um sýning- una sunnudaginn 18. júní kl. 15. SLATTUORF ÞOR HF Raykjavík - Akuroyri Reykjavfk: Ármúla 11 - Sfmi 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 BURBERRY l ohd oi Kjólar Sky rtu r Pils B uxu r Bol i r Jakkar Tösku r 11 mvötn o. m.fI. Latigavegi 54 sími 552 2535
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.