Morgunblaðið - 15.06.2000, Síða 36

Morgunblaðið - 15.06.2000, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Úr dansi eftir stúlkurnar sjálfar. Morgunblaðið/Arnaldur ^Utlínur sýndar í Islensku óperunni í KVÖLD munu átta ungar stúlkur úr Listdansskóla íslands sýna ballett í Islensku óperunni. Sýningin er próf stúlknanna upp í nemendadansflokk Listdansskólans, sem er elsti flokkur skólans. Á efnisskrá eru verk eftir Helenu Jónsdóttur og Margréti Gísladóttur, sem báðar eru kennarar við Listdansskólann, dans úr Svana- vatninu og verk eftir stúlkumar sjálf- ar, við tónlist eftir hljómsveitina Air. Sýningin ber heitið Utlínur. Inntökupróf í nemendadansflokk Stúlkurnar, sem eru á aldrinum 15-17 ára, heita Sigríður Wikfeldt, Emilía Benedikta Gísladóttir, Sigrún Huld Gunnarsdóttir, Hjördís Lilja Ömólfsdóttir, Unnur Elísabet Gunn- arsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Mar- ía Lovísa Ámundadóttir og Hrefna Ingadóttir. Þær hittu blaðamann á æfingu. Flestar hafa þær stundað ballettnám síðan á unga aldri. „Við höfum allar verið lengi í ballett,11 segja þær, „en við höfum verið mis- lengi hér í skólanum. Til þess að sækja um í Listdansskóla íslands þarf að hafa náð níu ára aldri og sum- ar okkar byrjuðu héma þá, en það er misjafnt. Ein okkar hóf nám við skól- ann í vetur, en hafði lært annars stað- ar fram að því.“ Flokkur stúlknanna heitir 6. og 7. flokkur og er sameinaður úr tveimur flokkum. „Við vomm miklu fleiri, en það hafa margir hætt gegn um tíð- ina.“ Sýningin í Islensku óperunni er próf upp í nemendadansflokkinn, sem er elsti flokkur skólans. „Þá fá- um við að gera miklu meira, fara til útlanda og sýna og svo framvegis. Auðvitað vonumst við til að komast allar að, en það veltur á prófdómur- unum.“ Ekki hefur verið látið uppi hverjir prófdómararnir em, en stúlk- umar búast við að það verði einhverj- ir kennara þeirra og dansarar úr ís- lenska dansflokknum. Það er strangt nám að vera í ball- Morgunblaðið/Amaldur F.v. Hrefna Ingadóttir, Sigríður Wikfeldt, Emilía Benedikta Gísladóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Sigrún Huld Gunnarsdóttir, Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og María Lovísa Amundadóttir. A myndina vantar Hjör- dísi Lilju Örnólfsdóttur. ett þegar komið er þetta langt, „Við æfum 5-6 sinnum í viku í þrjá og hálf- an tíma í senn. Þær okkar sem em komnar í menntaskóla em flestar í Menntaskólanum við Hamrahlíð en þar er sérstök listdansbraut og þá era danstímarnir metnir inn í stunda- skrána. Ein af okkur di-eif sig þó í Versló," útskýra þær. Ein af stúlkun- um, Unnur Elísabet, er að fara til Svíþjóðar í ballettnám næsta vetur. „Ég stefni að því að verða ballettd- ansari,“ segir hún. Hinar em ekki al- veg eins öraggar. „Auðvitað langar mann, en það verður bara að koma í Ijós hverjir möguleikarnir eru.“ Veglegsýning Sýningin í íslensku óperanni er meira og minna verk stúlknanna sjálfra frá upphafi til enda. „Við vild- um frekar halda svona sýningu held- ur en að taka hefðbundið próf í sal. Við ákváðum þetta eiginlega sjálfar," útskýra þær. Sjálfar hafa þær safnað styrlg'um til þess að auglýsa sýning- una, fengið aðra listamenn til að taka þátt með þeim og samið stóran hluta úr efnisslá’ánni. ,Á efnisskránni era verk eftir kennara okkar, Margréti Gísladóttur og Helenu Jónsdóttur, og tvö verk sem við sömdum sjálfar. Við notum tónlist hljómsveitarinnar Air, sem er svona mystísk en samt hress og mjög flott.“ Aðspurðar segjast þær semja verkin algjörlega í sameiningu og að samvinnan hafi gengið framar von- um. „Við höfum að minnsta kosti ekki rifist neitt ennþá,“ segja þær hlæj- andi. Á efnisskrá kvöldsins er jafn- framt dans litlu svananna úr Svana- vatninu. „Við voram nokkrar úr þessum hópi sem voram statistar í sýningunni með San Franciseo-ball- ettinum, en svo setti skólinn upp sýn- ingu á Svanavatninu í vetur, svo þetta var nokkuð sem við áttum í pokahorninu," segja dansaramir. „Við verðum í allskonar búningum og mismunandi skóm, þannig að við höf- um fengið aðra listamenn til að koma og vera með atriði á sýningunni á milli okkar atriða. Gyða Bergs dans- ar sólódans, en svo verður líka söng- atriði og fiðluleikur. En okkar atriði era auðvitað það sem máli skiptir á sýningunni." Sýningin í kvöld hefst klukkan 20.30 og er aðgangseyrir 1.000 kr. „Þetta eru mínar rætur“ * Islensk flaututónlist frá miðhluta tuttug- — 7 ustu aldar mun hljóma á tónleikum í Ymi í kvöld kl. 20.30 en þar leikur Ashildur Har- aldsdóttir á flautu auk þess sem fímm aðrir hljóðfæraleikarar koma við sögu. Margrét Sveinbjörnsdóttir komst að því 1 stuttu ----------7-------------------- samtali við Ashildi að flautuleikararnir Manuela Wiesler og Robert Aitken hefðu verið miklir áhrifavaldar í lífi hennar. Morgunblaðið/Jim Smart Áshildur Haraldsdóttir ásamt Guðna Franzsyni og Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Auk þeirra koma fram á tónleikunum í Ymi þau Anna Guð- ný Guðmundsdóttir, Steef van Oosterhout og Atli Heimir Sveinsson. Á EFNISSKRÁ tónleikanna era verk eftir tónskáldin Ama Bjömsson, Leif Þórarinsson, Hafliða Hallgríms- son, Áskel Másson, Þorkel Sigur- bjömsson, Magnús Blöndal Jóhanns- son og Atla Heimi Sveinsson. Tónleikamir eru liður í tónlistarhátíð Tónskáldafélags íslands í samvinnu við Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000. „Ég hélt að ég þekkti meira og minna öll helstu verk sem hér hafa verið skrifuð fyrir flautu en þegar nánar var að gáð kom í Ijós að það var mjög mikið af verkum sem ég þekkti ekki,“ segir Áshildur. „Þetta er mjög gott tækifæri til að fá yfirsýn yfir þessa tuttugustu aldar tónlist sem margir skilja hvorki upp né niður í og geta kannski ekki gert sér grein fyrir hvort viðkomandi verk sé samið í kringum 1960 eða 1990 eða kannski 1955 - það er ekki alltaf svo auðvelt. Það setur þessa tónlist í ákveðið sam- hengi að taka svona fyrir eitt tíma- bil,“ heldur hún áfram. Foss af íslenskum einleiks- verkum fyrir Manuelu Af þeim níu verkum sem flutt verða á tónleikunum era fjögur samin fyrir austurríska flautuleikarann Manuelu Wiesler sem var búsett hér á landi um nokkurra ára skeið og setti svip á íslenskt tónlistarlíf. Þetta era einleiksverkin Sonata per Manuela eftir Leif Þórarinsson, Itys eftir Ás- kel Másson og Solitude eftir Magnús Blöndal Jóhannsson og Xanties fyrir flautu og píanó eftir Atla Heimi Sveinsson. „Þegar Manuela fluttist hingað kom foss af íslenskum einleik- sverkum fyrir flautu,“ segir Áshildur, sem nýtur nú góðs af. Fyrir kanad- íska flautuleikarann Robert Aitken skrifaði Þorkell Sigurbjömsson ein- leiksverkið Kalais og Verse I fyrir flautu og selló framflutti höfundurinn Hafliði Hallgrímsson sjálfur ásamt Aitken á sínum tíma. Ónnur verk á efnisskránni era Fjögur íslensk þjóð- lög eftir Áma Bjömsson, For Renée fyrir flautu, píanó, selló og slagverk eftir Þorkel og Klif fyrir flautu, klar- ínettu og selló eftir Atla Heimi. Gæti kannski orðið atvinnuflautuleikari... Áshildur rifjar upp að hún hafi kynnst þeim Robert Áitken og Man- uelu Wiesler á námskeiði eitt sumarið þegar hún var unglingur. „Þessir tveir flautuleikarar höfðu kannski einmitt þau áhrif á mig að ég varð flautuleikari., Aitken sagði við mig að ég gæti kannski orðið atvinnuflautu- leikari ef ég æfði mig nógu rosalega mikið. Á þessu sama námskeiði kynntist ég Kolbeini [Bjamasyni flautuleikara] og hann kynnti mig fyrir Manuelu og hjá henni lærði ég svo nokkur sumur,“ segir Áshildur, sem fór að ráðum Aitkens og æfði sig af kappi. Hún segir að sér þyld vænt um að fá að flytja verk sem samin vora fyrir þau Manuelu og Aitken. „Þó að þessi verk hafi ekld verið samin fyrir mig þá eru þetta mínar rætur,“ segir hún. Áshildur fékk til liðs við sig fimm hljóðfæraleikarara, þau Önnu Guð- nýju Guðmundsdóttur píanóleikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleik- ara, Guðna Franzson klarínettuleik- ara og Steef van Oosterhout slag- verksleikara, að ógleymdum Atla Heimi Sveinssyni, sem mun stíga fram og takast á við hlutverk ílytja- ndans í verki sínu Xanties. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þau Atli og Ás- hildur flytja það verk saman. „Ég spilaði það fyrst með honum á tón- leikum í Svíþjóð þegar ég var innan við tvítugt og svo aftur í Salnum í Kópavogi á síðasta ári,“ segir hún og kveðst hlakka mikið til að spila með Atla. Veflista- verk í Varma- hlíð AUÐUR Vésteinsdóttir og Sig- ríður Ágústsdóttir opna sam- sýningu á veflistaverkum og reykbrenndum vösum og te- kötlum í Gallerí ash, Lundi í Varmahlíð, annað kvöld, föstu- dagskvöld, kl. 20. Auður Vésteinsdóttir nam við Myndlista- og handíðaskóla íslands, Textildeild 1968-72 og tók kennarapróf frá Kennara- háskóla íslands 1989. Hefur unnið að frjálsri myndsköpun frá 1989, á verk í opinberri eigu og hefur fengið styrki og viður- kenningar. Auður hefur haldið fimm einkasýningar og þetta er 22. samsýning hennar. Sigríður Ágústsdóttir nam við Cambridgeshire College of Arts and Technology, Cambr- idge, Englandi, 1979-1971, École d’Art et d’Architecture, Marseille, Frakklandi, 1971- 1974, var í námi hjá Helen Pincombe á Country Centre og Kettle’s Yard Workshop, Cambridge 1974-1976, 1979- 1980 og 1982. Starfrækti eigin vinnustofu frá 1990 og starfaði við leiðsögn erlendra ferðamanna frá 1986. Sigríður hefur haldið 2 einkasýningar en þetta er 17. samsýning hennar. Sýningin í Gallerí ash, Lundi, Varmahlíð stendur til 30. júní og er opin frá kl. 10-18 alla daga nema þriðjudaga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.