Morgunblaðið - 15.06.2000, Page 47

Morgunblaðið - 15.06.2000, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 47* með blik í auga, hress og jákvæður. í raun þá mun ég seint, ef nokkurn tímann, hætta að vonast eftir því að þú komir í heimsókn. Þú hefur oft horflð í smá tíma á sjóinn eða tii út- landa, og fyrstu dagana eftir að ég fékk fréttirnar að þú væiir látinn, þá reyndi ég að sannfæra sjálfa mig um að hér væri um misskilning að ræða. Þú hlytir að hringja og leiðrétta þetta allt saman. Þú hefur alltaf unnið mjög mikið og það kom fyrir að vinn- an gleypti þig, en þú passaðir samt upp á að missa ekki sambandið við vini þína, sem vai- mjög stór hópur. Við kynntumst að Staðaifelli fyrir sjö árum. Síðan þá höfum við verið í sama vinahópi og hist þannig alltaf reglulega. Við áttum nú ekki alveg skap saman fyrst til að byrja með. Eg hélt í fyrstu að við værum mjög ólík en komst að þvi seinna að það var kannski ekki eins mikið og ég hélt. Ég er á því að sá munur sem er á okk- ur sé það sem ég þarf að laga hjá mér. Þolinmæði þín, jákvæðnin og viljinn til að gera gott úr öllu eru eig- inleikar sem ég myndi alveg vilja til- einka mér. Ég á eftir að hugsa mikið til þín og eflaust hvað mest þegar við eldum góðan mat. Ég vissi einfaldlega fátt jafn skemmtilegt og að elda fyiir þig góðan mat og ef það var nóg til til að gera þig saddan þá var kvöldið full- komið. Ég vona innilega að þar sem þú ert núna séu haldnar miklar matarveisl- ur á hverju kvöldi og ég veit að hún amma þín hefur tekið hlýlega á móti þér, þarna í himnaríki. Takk fyrir vinskapinn, ég mun ávallt vera þakklát fyiir þann tíma sem ég fékk að eiga þig sem vin í þessu lífi. Vonandi hittumst við í því næsta. Fjölskyldu þinni, ættingjum og vinum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Með saknaðarkveðju. Þín vinkona, Ásdís Elva Pétursdóttir. Við spyijum drottin særð, hvers vegna hann hafði það dularfulla verkalag að kalla svona vænan vinnumann af velli heim á bæ um miðjan dag. Og þó, með trega og sorg, skal á það sæst, að sá með rétti snemma hvílast megi í friði, er hafði, fyrr en sól reis hæst, fundið svo til, að nægði löngum degi. (JóhannS.Hannesson.) Elsku Binni. Það er svo sárt að þú sért farinn frá okkur svona fljótt, of snemma og alltof ungur. Þú varst náfrændi minn og einn minn besti vinur. Við áttum svo margt sameigin- legt þó að ég væri fjórum árum yngri en þú. Ég sakna þín. Þinn frændi, Kristján Albertsson (Baddi). Elsku Binni minn. Mig grunaði aldrei að kynni okkar ættu eftir að verða svona stutt. En kallið er komið og við sem eftir sitjum verðum að sætta okkur við það. Þú varst alltaf svo yndislegur, allt- af brosandi og kátur. Þú varst svo sannarlega vinur vina þinna og vildir allt fyrir þá gera, alltaf varst þú fyrstur að bjóða fram krafta þína ef einhver þurfti á þeim að halda. Þú gafst þér alltaf tíma til að rækta vin- skapinn við vini þína þrátt fyrir það að eiga góða fjölskyldu sem þú hélst mikið upp á. Það var alltaf gott að tala við þig enda dæmdirðu aldrei, heldur tókst fólki eins og það var. Þú komst líka til dyranna eins og þú varst klæddur. Það er djúpt skarð í hjarta mínu og ég þakka fýrir allar minningarnar sem ég á um þig og eru þær ófáar og má þar nefna að alltaf var stutt í brosið og prakkarann sem leyndist bak við það. Elsku Binni minn ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna í faðmi afa þíns og ömmu og ég veit að þau hafa tekið vel á móti þér. Kalliðerkomið, kominernú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimirkveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrh- liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég vil votta fjölskyldu Brynjars, rinum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Megi góður Guð geyma minninguna um góðan dreng. Þín vinkona, Alda. • Fleirí minningargreinar um Brynjar Braga Stefánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, PÁLLVALDASON, (f. 14/6 1900, d. 8/6 2000), Álfaskeiði 82, síðast til heimilis á Sólvangi Hafnarfirði, andaðist fimmtudaginn 8. júní. Útför hans fór fram í kyrrþey, að ósk hins látna, frá Garðakirkju miðviku- daginn 14. júní. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs. Hildegard Valdason, Kristín H. Pálsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Helgi K. Pálsson, Eygló Guðmundsdóttír, Guðrún R. Pálsdóttir, Vigdís K. Pálsdóttir, Þorbjörn Guðbjörnsson, Halldóra Gréta Pálsdóttir, Konráð Hjaltason, barnabörn og barnabarnabörn. Látinn er í Reykjavík langt um aldur fram ungur frændi minn Brynjar Bragi Stefánsson. Eftir stöndum við ættingjar hans agndofa og harmi slegnir. Brynjar Bragi var dóttursonur kærrar móðursystur minnar, Bryn- hildar Magnúsdóttur, sem lést fyrir rúmu ári. Hann bjó á heimili ömmu sinnar og afa, Braga Sigurbergsson- ar, og hjá ömmu sinni eftir að þau slitu samvistir. Hafði hann búsetu hjá ömmu sinni allt fram á unglingsár. Af miklum samskiptum við Brynhildi frænku mína leiddi að ég hafði einnig talsverð samskipti við Brynjai- Braga og fylgdist með honum og lífi hans allt frá fæðingu og fram á unglingsár en eftir það fækkaði fundum okkar eins og gengur. Lífið var ekki áfallalaust hjá þess- um frænda mínum frekar en svo mörgum öðrum en hann tók karl- mannlega á vandanum og reyndi að leysa hann. Hann hafði komið sér vel fyrii- í eigin íbúð og stóð sig vel bæði í vinnu og námi. Framtíðin virtist því svo sannarlega vera björt. En ytri umgjörð segir ekki allt og svo virðist sem þessi frændi minn hafi borið innra með sér sársauka sem honum reyndist um megn að lifa með og því kvaddi hann okkur svo ungur, áður en sól hans reis í hádegisstað. Mikill harmur er nú kveðinn að frænku minni Bylgju, móður Brynj- ars, og fjölskyldu hennar. Móður- systkini hennar öll og fjölskyldur þeirra senda henni og fjölskyldunni innilegustu samúðarkveðjur og biðja um styrk þeim til handa í sorginni. Brynjar Braga kveðjum við ætt- menni hans og óskum honum góðrar vegferðar á nýjum leiðum. Veri hann ævinlega guði falinn. Áslaug Þórarinsdóttir. + Hjartkær eiginkona mín, móöir okkar, fengda- móðir og amma, SIGFRÍÐUR PÁLMARSDÓTTIR, Baugatanga 7, Skerjafirði, lést mánudaginn 12. júní. Útförin auglýst síðar. Magnús Wíum Vilhjálmsson, Sigurlína Magnúsdóttir, Magnús Brimar Jóhannsson, Pálmar Magnússon, Dagný Magnúsdóttir, Agnar Kárason, Axel Wíum Magnússon, Sigurbjörg Jónsdóttir og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN MARZ ÁMUNDASON, Langholtsvegi 26, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans aðfaranótt mánudagsins 12. júní. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 16. júní kl. 15.00 Jóhanna Björnsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Halldór Hlífar Árnason, Ámundi Grétar Jónsson, Birna Jónsdóttir, Eiríkur Jónsson, S. Dagbjört Jónsdóttir, Hermann Jónas ívarsson, Daði Jónsson, Olga Sylvía Ákadóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Bárður Helgason, Þórhildur Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Sonur okkar og bróðir, SIGURÐUR ÞENGILL HJALTESTED, Hjarðarhaga 50, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 9. júní sl. Sigríður Guðsteinsdóttir, Geir Harðarson, Sigurður Kr. Hjaltested, Þórunn Ósk Rafnsdóttir, Rósa Birgitta, Guðsteinn Þór, Nína Björk, ívar Rósinkrans og Lína Rós, + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA PÁLÍNA LOFTSDÓTTIR, áður til heimilis á Vegamótum, Seltjarnarnesi, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 5. júní sl., verður jarðsungin frá Seltjamames- kirkju föstudaginn 16. júní kl. 13.30. Karl B. Guðmundsson, Halla Jóhannsdóttir, Gyða Einarsdóttir, Ólafur Guðbjörnsson, Einar Ö. Kristinsson, Áslaug Stefánsdóttir. + Ástkær bróðir okkar og föðurbróðir, ÓLAFUR ÞÓRARiNN ÖGMUNDSSON, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 11. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Margrét Ögmundsdóttir, Guðný Ögmundsdóttir, Kristín Haraldsdóttir og systkinabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur, tengdasonur og vinur, DAVID W. POARCH, 918-3H-1A, Keflavíkurflugvelli, sem lést þriðjudaginn 6. júní síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 19. júní kl. 15.00. Anna María Þórðardóttir, Erla Ingibjörg, Tyler Þór, Matthew, David, Carolyn Poarch Erla Þorvaldsdóttir, Þuríður Þórðardóttir, Ásþór Tryggvi, erindrekar MC. + Kveðjuathöfn um ástkæran föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐGEIR STEINGRÍMSSON frá Raufarhöfn, sem andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, laugar- daginn 10. júní, fer fram í Langholtskirkju föstudaginn 16. júní kl. 13.30. Jarðsungið verður frá Raufarhafnarkirkju mánudaginn 19. júní kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd eða aðrar líknarstofnanir. Gígja Friðgeirsdóttir, Örn Erlendsson, Garðar Friðgeirsson, Aðalbjörg Pálsdóttir, Bjarki Friðgeirsson, Hafdís Matthíasdóttir, Viðar Friðgeirsson, Kolbrún Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Ó. Friðgeirsdóttir, Einar Árnason, Sigríður B. Friðgeirsdóttir, Þóroddur F. Þóroddsson, Stefán Friðgeirsson, Sigurveig Ingimundardóttir, Sævar Friðgeirsson, Arngrímur Friðgeirsson, Sigurlaug Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.