Morgunblaðið - 15.06.2000, Síða 50

Morgunblaðið - 15.06.2000, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞORLEIFUR K TA TTTA N KRISTMUNDSSON + Þorleifur Kjart- an Kristmunds- son fæddist í Reykja- vík 12. júní 1925. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands á Selfossi 4. júní síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 14. júnf. Við andlát sr. Har- alds Jónassonar, sókn- arprests á Kolfreyju- stað í Fáskrúðsfirði í desember 1954, lauk 44 ára farsælum starfsferli. Séra Haraldur var skipaður aðstoðar- prestur, til séra Jónasar P. Hall- grímssonar að Kolfreyjustað í sept- ember 1910. Veittur Kolfreyjustaðm- í júní 1914. Próf- astur í Suður-Múlaprófastsdæmi í september 1942 til æviloka. Séra Jónasi P. Hallgrímssyni frá Hólm- um í Reyðarfirði var veittur Kol- freyjustaður í mars 1888. Skipaður ) prófastur í Suður-Múlasýslu í sept- ember 1886. Hann andaðist á Kolfr- eyjustað í ársbyrjun 1914. Séra Þorleifi Kjartani Kristmundssyni var veittur Kolfreyjustaður frá 1. júní 1955 og gegndi hann því starfi til ársins 1994 og var jafnframt prófastur í Austfjarðaprófastsdæmi 1986-1994. Það þykir töluvert sögu- legt að aðeins 3 prestar höfðu tekið við brauði að Kolfreyjustað á rúm- um hundrað árum. Sagt er að prestar sæki ógjarnan frá staðnum. Mikill vandi var það ungu prest- ■^hjónunum sr. Þorleifi og hans ágætu konu Þórhildi Gísladóttur að taka við hinu rótgróna prestssetri og sögufræga stað. En þau voru samhent í starfinu og áunnu sér traust og virðingu sóknarbarnanna. Gestrisni og glaðvært viðmót Varanleg minning er meitluð ístein. 1S. HELGASOIM HF ÍÉ STEINSMIÐJA Skemmuvegi 48, 200 Kóp. Sími: 557-6677 Fax: 557-8410 Netfang: sh.stone@vortex.is þeirra var rómað. Þór- hildur sinnti stóru heimili og börnum af dugnaði og alúð. Hún hafði ásamt manni sín- um lifandi samband við sóknarbörnin og leita hugir okkar í dag til hennar og afkom- enda. Séra Þorleifur verður mörgum minn- isstæður. Hann var með föngulegustu mönnum á velli, skemmtinn og glað- vær. Félagslyndur var hann öðrum mönnum fremur og gegndi mörgum félags- og trúnaðarstörfum um ævina. Séra Þorleifur var Húnvetningur í föðurætt en Skagfirðingur í móður- ætt. Minnti framganga hans oft á hina glöðu og hressu Norðlendinga. I störfum sínum var hann hispurs- laus og einlægur og átti mjög auð- velt með að ná til fólks á máli sem allir skildu. Prestsverkin reyndust honum því auðveld og hann var laus við skrúðmælgi og steigurlæti. Einn var sá þáttur í starfi Þorleifs sem athygli vakti, en það var dugn- aður hans við að greiða götu sókn- arbarna sinna í viðskiptum við ýmsa opinbera aðila og stofnanir. Hann bjó yfir mikilli þekkingu á fé- lagsmálum almennt og trygginga- málum. Hann hafði starfað hjá Tryggingastofnun ríkisins í mörg ár samhliða námi og öðlast víðtæka reynslu í þjóðfélagsmálum. Minn- ast því margir góðra verka hans nú á kveðjustund. Kolfreyjustað fylgja ýmis hlunn- indi og þótti staðurinn því með betri brauðum landsins. Þegar Þor- leifur tók við Kolfreyjustað var töluverður samdráttur í hefðbundn- um landbúnaði. Þorleifur leigði því grasnytjar öðrum bændum í sveit- inni en sinnti því betur æðarvarp- inu og hélt vel utan um það og var mikill áhugamaður um æðarrækt og gegndi trúnaðarstörfum í félagi æðarræktarbænda. A embættistíma Þorleifs var reist myndarlegt íbúðarhús á staðnum. Kirkjugarður og um- hverfi kirkjunnar var lagfært mjög. En einna hæst ber þó í minning- unni endurbyggingu kirkjunnar á Kolfreyjustað, en hún fauk um koll 19. september 1990, þegar verið var að endurnýja hana. Beitti sr. Þor- leifur sér fyrir því að endurbygging færi fram. Naut hann við það öflugs stuðnings Fáskrúðsfirðinga um allt land og kirkjuyfirvalda. Endur- vígsludagur kirkjunnar verður mörgum minnisstæður. A föjgrum degi 11. júlí 1992 vígði Olafur Skúlason biskup kirkjuna að við- stöddu fjölmenni. Fáskrúðsfjörður skartaði sínu fegursta og menn dá- sömuðu hina fögru kirkju, djásn fjarðarins. Skrúðurinn var fagur sem forðum. I dreifibréfi sem dreift Erfisdrykkjur P E R L A N fjmijk rfisdrykkjur í Veislusalnum Sóltúni 3, Akógeshúsinu, fyrir allt aóSOO manns. Sími 562 0200 III1 G3 EINNIG LETfUR HADEGISMATUR MEÐKAI’Fl OG TERTU A EFTIR - SAMA VERD . »od;a ULr-*al réna ^okkur 0 notinul VEISLAN Glœsilegar veitingar frá Veislunni Auslurslrönd 12 • 170 Seltjarnarnes • Simi: 561 2031 • Fnx: 561 2008 VEITINGAELDHUS www.veislan.is _ _ ----------- cg var í sambandi við fjársöfnun kirkjunnar sagði sr. Þorleifur Kjartan Kristmundsson m.a.: „Þá má ekki gleyma því að menningar- legt gildi Kolfreyjustaðar og kirkju er mjög mikið, líklega elstu menn- ingarverðmæti fjarðarins og má það ekki glatast." Séra Þorleifur Kjartan verður nú lagður til hinstu hvílu í sumarmold- ina. Sonur ljóss og sumars er kvaddur með hjartans þökk fyrir áratuga langa vináttu og elskusemi. Við hæfi er að kveðja með vísum Skagfirðingsins Þorbergs Þor- steinssonar frá Sauðá. Nú er mild vor móðir jörð og moldin hlý. Eftir vetrar veðrin hörð kom vor á ný. Við hugans ró og helgan mátt hvert hjarta slær. Það teygar ilm við andrúm blátt sem anda nær. Nú fellur ljós í fossum á vort fannaland og leiðir út í unnar blá hvert ísaband. Við Rannveig sendum frú Þór- hildi, börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum okkar ein- lægustu samúðarkveðjur. Hilmar Björgvinsson. Sjómannadaginn 4. júní sl. var hefðbundin sjómannamessa í Fá- skrúðsfjarðarkirkju og að messu lokinni var lagður blómsveigur að minnismerki um drukknaða sjó- menn við kirkjuna. Þegar kirkju- gestir gengu frá minnismerkinu kom fregnin um andlát séra Þor- leifs. Fregnin kom ekki alveg á óvart, því hann hafði átt við al- varleg veikindi að stríða um nokk- urt skeið. Minnismerkið við Fá- skrúðsfjarðarkirkju hannaði Þorleifur og hafði umsjón með upp- setningu þess á sínum tíma. Hann vígði það á sjómannadegi og nú við andlát hans er það táknrænt að blómsveigur skuli vera lagður að þessu minnismerki. Hann var reyndar vígður til prestsþjónustu á sjómannadegi fyrir 45 árum. Þorleifur flutti ásamt fjölskyldu sinni að Kolfreyjustað í Fáskrúðs- firði árið 1955 og starfaði sem sókn- arprestur við Kolfreyjustaðar- og Fáskrúðsfjarðarkirkju til hausts árið 1994. Á Kolfreyjustað er fag- urt og þar skín sólin allt árið, en innar í firðinum hverfur hún í tvo mánuði í skammdeginu. Kolfreyju- staður hefur verið kirkjustaður og höfuðból frá því um 1200 og kunnur fyrir það hve prestar sátu þar lengi eða sóttu ekki frá staðnum eftir að þangað var komið. Fáskrúðsfjarð- arkirkja var hins vegar vígð árið 1915 og var Þorleifur aðeins annar sóknarpresturinn við þá kirkju. Ég kynntist Þorleifi fyrir liðlega þrjátíu árum. Leiðir okkar lágu saman í kirkjustarfinu, Lions- klúbbnum og Kaupfélagi Fáskrúðs- firðinga, en Þorleifur starfaði sem annar aðalskoðunarmaður reikn- inga Kaupfélagsins frá 1968-1991 eða í 23 ár. Við endurskoðun hjá Kaupfélaginu starfaði hann lengi með Sigmari heitnum Magnússyni í Dölum og var alúð þeirra við þessi störf alveg sérstök og eftir henni tekið. í kirkjustarfinu naut Þorleifur sín vel. Hann hafði frjálslega fram- komu og var vinsæll af samferða- mönnum sínum. Hann hafði mikinn metnað fyrir því að bæði kirkjurnar og kirkjugarðarnir væru í sem bestri hirðu og kirkjuathafnir hjá honum þóttu einstaklega myndar- legar og hátíðlegar. Þá var sérstak- lega til þess tekið hversu fallegar skírnarathafnir hans voru. Hann var heldur ekki einn í störfum sín- um því þétt við hlið hans var hún Þórhildur, sem studdi hann á allan hátt og bjó honum og börnunum glæsilegt heimili. Þorleifi voru um dagana falin fjölmörg trúnaðarstörf innan fjarð- ar sem utan. Hann starfaði m.a. mjög mikið fyrir Lionshreyfinguna og var varaþingmaður fyrir fram- sóknarflokkinn um skeið. Hann átti sæti í hreppsnefnd Fáskrúðsfjarð- arhrepps og var sýslunefndarmað- ur um langa hríð. Prófastur Aust- fjarðaprófastdæmis var hann 1986-1994. Eftir að Kolfreyjustaðarkirkja fauk í ofsaveðri 18. september 1990 var það enginn vafi í huga Þorleifs að kirkjan yrði endurbyggð og það strax. Og fyrir forgöngu hans var ráðist í endurbyggingu kirkjunnar og hún endurreist eins og hún var í upphafi árið 1878. Kirkjan var end- urvígð 11. júlí 1992 og er í dag mjög mikið skoðuð af ferðafólki og þykir staðarprýði. Við Þorleifur höfðum oft rætt um það okkar á milli að fara á bernsku- stöðvar mínar norður í Flatey á Skjálfanda og messa þar. Það var svo ákveðið síðasta sumarið sem hann var á Kolfreyjustað árið 1994 að fara til Flateyjar um verslunar- mannahelgina og messa. Prests- hjónin ásamt kór, organista og fylgdarliði, alls 40 manns, lögðu upp til messugjörðar frá Fáskrúðs- firði en athöfnin var auglýst í blöð- um. Viðstaddir þessa athöfn í Flat- eyjarkirkju voru um 170 manns, en ferðafólk og brottfluttir Flateying- ar flykktust til eyjarinnar m_eð Hríseyjarferjunni frá Húsavík. Ég veit að þessi ferð veitti Þorleifi mikla gleði við lok prestsstarfa hans, en hann hafði áður komið á land í Flatey sem ungur sfldarsjó- maður. Flatey skartaði sínu feg- ursta í sól og blíðu, en þessi grös- uga eyja hefur upp á að bjóða eina þá fegurstu landsýn sem fyrirfinnst frá eyju við Island. Við höfðum báð- ir lokið sameiginlegu áhugamáli. Við andlát séra Þorleifs er mér efst í huga mikið þakklæti til hans fyrir alla þá vinsemd og hlýju sem hann auðsýndi mér og fjölskyldu minni meðan við störfuðum saman á Fáskrúðsfirði. Við Sigrún vottum Þórhildi, börnum þeirra, fóstursonum og öðrum ástvinum okkar dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning séra Þorleifs K. Kristmundssonar. Gísli Jónatansson. „Hann heitir Kjartan og til við- bótar Þorleifur.“ Með þessum orð- um kynnti Þórhildur Gísladóttir mannsefni sitt fyrir mér á námsár- um hans. í þröngum hópi vina og ættmenna var hann oftast kallaður Kjartan. Með okkur tókst vinátta sem hélst ævilangt. Hann varð séra Þorleifur og Þorleifur prófastur, Þorleifur umdæmisstjóri, Þorleifur sýslunefndarmaður, Þorleifur þing- maður og margir aðrir Þorleifar; það gat ekki farið öðruvísi en hann yrði kallaður til ábyi’gðarstarfa, maðurinn var svo bjartur. Þorleifur Kjartan var tröll að vexti, hjartveikur garpur sem lét ekki bugast; þetta var ættarfylgja. Það brast í gólffjölunum þegar hann snaraðist inn úr dyrunum í Þingholtsstræti, kominn beint úr flugi frá Egilsstöðum eða úr bflnum eftir að hafa oftast ekið í einum rykk frá Kolfreyjustað til borgar- innar. Presturinn átti jafnan stóra og stöðuga bfla. Hann var kominn í bæinn. Séra Þorleifur Kjartan sat Kol- freyjustað alla sína prestskapartíð frá 1955-1994 og sótti ekki um önn- ur brauð. Presthjónin endurbyggðu þetta fornfræga kirkjusetur, Kolfreyju- stað, með virktum og mikilli virð- ingu fyrir hýbýlum og helgigripum staðarins. Suður undan prestshús- inu stendur ævagömul timbur- kirkja með eldfornan kaleik á alt- ari; til voru fengnir listamenn að skreyta kirkjuna. Að ganga í kirkju; bergmál kirkjuhóstans löngu þagnað og maður fullur efa- semda um eigið ágæti og finnst sem stigið sé skref fram á við í guðsótta. Séra Þorleifur Kjartan messaði endrum og sinnum í gömlu kirkjunni. En einn hvassviðrisdag þegar rokgæran fyllti Fáskrúðs- fjörð stóð prestur við stofuglugga prestsetursins og sá kirkjuna, musteri sitt, lyftast af grunni og steypast. Þótti þá presti sem ábending um að auðmýkt skyldi sýnd. Kirkjunni var aftur komið á grunninn. Kolfreyjustaður er undursamlegt jarðneskt himnaríki við rætur hins háa fjalls, með glitrandi fjöru, kul af hafi og þey af heiðum, fugl í eyju og útvörðinn Skrúð í fjarðarmynn- inu. Fjaran er djásn, óviðjafnanleg eins og steinasafnið á prestsetrinu bar með sér. Að ná steini var þó ekki áhlaupa- verk, fremstar fóru stóru systurnar leggjamjóu, Guðný og Ingibjörg, að meitla þá lausa; fjaran var friðar- höfn heimilisins. Okkur fjölskyldu minni þótti sem ekki sumraði væri ekki farið á Kolfreyjustað. Hempu- klæddur var séra Þorleifur Kjartan tiginmannlegur, risi með hrokkinn birkilubba, yfirlæti var honum fjarri. Og bassann sótti hann í námsferð austur í rétttrúnaðar- kirkjuna. Þorleifur Kjartan var mikill bókamaður og átti gott safn bóka og gæddur rammri fræði- mannstaug. Hann skildi vel við heiminn hér. Utan um húsið hélt Þórhildur með alvörufingrum. Þetta átti ekki síst við þegar Þorleifur Kjartan var í embættisferðum, löngum. Þórhild- ur er gædd ofurmannlegu þreki, reisn heimilisins, glaðlyndi og gæfa verður þökkuð samstillingu hjón- anna og þar er hlutur Þórhildar Gísladóttur stór. Hún syrgir mann sinn og einkavin. Börn töldust sjö í garði á Kol- freyjustað, fjórar skærar telpur og þrír íhugulir drengir, öll hafa vaxið upp til dáða. Við sendum fyllstu samúðar- kveðjur og þakkir. Þorgrímur Jónsson. Kveðja frá Austfjarða- prófastsdæmi Margs er að minnast að góðum dreng gengnum og fyrrum prófasti Austfjarðaprófastsdæmis og fyrir margt að þakka. Trúmennsku hans við sitt byggðarlag, fólkið og prestssetrið á Kolfreyjustað. Lífsstarfið því helgað. Hann naut þess að vera í félagsskap og var hrókur alls fagnaðar, sagnamaður, brosmildur og skammt í dillandi hláturinn. Félagsmál ýmiss konar urðu honum hugleikin og lét hann þar mjög til sín taka. Gjarnan í fremstu víglínu, einbeittur baráttu- maður og fylginn sér, höfðingi í lund og gestrisinn. Hann var stór hið innra sem ytra. Lét að sér kveða, aðsópsmikill og umbúðalaus. Örlátur, gefandi og taldi ekki eftir sér. Stórhuga og stórtækur til verka. Þorleifur átti sér öflugan og yndislegan samherja, lífsfélaga og förunaut, eiginkonuna Þórhildi Gísladóttur. Samhent og samstiga voru þau hjónin og bjuggu fádæma vel að öllu, jafnt kirkjuhúsum, görðum og prestssetri. Öllu vel við haldið og aðkoma öll til fyrirmynd- ar, gestum fagnandi tekið og með virktum. Kynnin urðu eðlilega meiri, þeg- ar verkefnasviðið stækkaði og hann gerðist prófastur. Kom þá fljótt í ljós hugur hans til kirkjulegs sam- starfs og einlægur vilji að efla það á allan hátt. Á þeim tíma hafði hann mest með Héraðssjóð prófasts- dæmisins að gera og innleiddi nýtt hugarfar gagnvart hlutverki slíkra sjóða, að safna ekki hlöður, heldur að nýta jöfnum höndum _ í þágu starfs og uppbyggingar. Á sínum tíma studdi hann ötullega við sam- kirkjulegt verkefni á Austurlandi, Kirkjumiðstöð Austurlands og átti ríkan þátt í því að kirkjan eignaðist þá aðstöðu. Á síðustu árum prófaststíðar sinnar leit hann mjög til undirbúnings 1.000 ára kristni- hátíðar. Hafði forgöngu um að af- hjúpað yrði minnismerkis um Síðu- Hall, sem síðan varð að veruleika hinn 29. ágúst sl. í heiðríkju og himnesku veðri. I stíl við þann góða dag var hug- ur hans til kirkjunnar og þess vett- vangs sem hann var kallaður til. Með mikilli hlýju og þökk minn- umst við prestar og kirkjufólk á Austurlandi látins félaga og heið- ursmanns og þökkum samfylgd og samstarf allt. Guð styi’ki og blessi eiginkonu, börn og aðra ástvini. Davíð Baldursson, prófastur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.