Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Myndin er af lófóti og horblöðku í vatnakeri í Lystigarðinum á Akureyri í ágúst 1995. Horblaðkan blómstrar í júní en lófóturinn biómgast örsmáum blómum í júlí. Yatnaker - nýr valkostur fyrir litla garða MARGA garðeigendur dreymir um að hafa tjöm í garðinum sínum. Flestum vex hins vegar í augum fyrirhöfnin, kostnaðurinn og erfið- leikamir við að setja tjöm í garð- inn. Nýlega rakst ég á grein í norska garðyrkjublaðinu „Norsk Hagetidend" þar sem þetta var leyst á skemmtilegan hátt. Draumatjömin er einfaldlega vatnaker sem í em settar upp- áhalds vatnaplöntumar og jafnvel gullfiskar! Hið eina sem þurfti til var sólríkur vaxtarstaður, ker/ílát sem er að minnsta kosti 50 cm að dýpt og álíka í þvermál. Hægt er að nota hálfar „síldartunnur", stórar pottahlífar úr plasti eða leir, steypt ker o.s.fiv. Eina skilyrðið er að ílát- ið sé vatnsþétt. Þegar búið er að útvega ílát af heppilegri stærð er hugað að því sem á að vera í því. Hægt er að út- vega sér vatnalijjur í gróðrarstöðv- um á vorin, en einnig er hægt að sækja gróður í íslensku flórana, en hún er ríkuleg af vatnaplöntum. Pottar fyrir vatnaplöntur verða að vera netpottar, en þá er hægt að fá hjá sumum garðyrkjustöðvum eða garðamörkuðum. Ef ekki fást netpottar er hægt að útvega sér garðnet eða nota striga. Einnig er hægt að nota venjulega blómapotta sem búið er að skera í sundur hlið- amar á. En hvemig er þetta svo gert? I botn kersins er notaður leirrík- ur jarðvegur, áburðarpinnar (einn í hvem pott), smákomótt möl og múrsteinar/grjót. Fyrst er ákveðið hvaða jurtir á að nota í kerið, og fer dýpt vatnsins eftir þörfum plönt- unnar. Múrsteinar/grjót er notað til að grynnka kerið, en flestar vatnaplöntur vilja 25-30 cm djúpt vatn, sumar enn minna. Byrjað er að láta 5 cm moldarlag í botn kersins. I þessa mold er vatnalilja eða sambærileg jurt gróð- ursett og látin halla 45° mót miðju kersins. Mold er síðan íyllt upp að pottunum þar til 2 cm borð er á þeim. Þá er jarðvegurinn þak- inn möl, þannig að moldin verði alveg hul- in svo vatnið graggist ekki. Gæta verður þess að velja saman plöntur sem vaxa í álíka djúpu vatni. Þegar búið er að planta í ker- ið er það sett á þann stað sem það á að vera á um sumarið, og þá fyrst er vatni bætt í kerið (annars yrði það BLOM VIKUMAR Umsjón Sigríðnr Hjartar of þungt). Það má einnig láta gull- fiska í kerið, en þá verður að taka inn á haustin, annars drepast þeir. Eins og áður sagði er hægt að setja vatnaliljur (Nymphaea) í ker- ið, en einnig tjarnalilju (Iris pseud- acorus). Nokkrar hentugar jurtir úr flóra íslands era horblaðka, öðra nafni reiðingsgras, (Menyanthes trifoliata), tjamastör (Carex rostr- ata), mýrastör (Carex nigra), engja- rós (Potentilla palustris), gulstör (Carex Jyngbeyei) og hófsóley (Calta paiustris), svo einhveijar tegundir séu nefndar. Það era einn- ig fleiri íslenskar vatnaplöntur til sem auðvelt er að ná í og rækta í „mini“-vatnagörðum. Dæmi um slíkar era t.d. lófótur, síkjabrúða, laugabrúða, blöðkunykra, lónasóley og tjarnablaðka. Allt era þetta vatnaplöntur sem vel myndu sóma sér í vatnakerum. Hér á íslandi er vafasamt að „mini“-vatnagarður með suðrænum vatnaplöntum lifi vet- urinn af, svo æskilegt er að taka kerið inn í kalda geymslu á haustin og geyma yfir veturinn á frostlaus- um stað. Aftur á móti er óþarfi að flytja vatnakerið í hús ef notaðar era íslenskar vatnaplöntur. Og nú er bara að spreyta sig á ræktun vatna- plantna. Heimildir: Hólmfríður A. Sigurðar- dóttir 1995. íslenska garð- blómabókin. Handbók um (jolærar skrautjurtir og sumarblóm. íslenska bóka- útgáfan, Reykjavík 1995. Hörður Kristinsson 1986. Plöntuhandbók- in, Blómplöntur og byrkningar. Bókaú tgáfan Öm og Órlygur, Reykjavík 1986. Norsk Hagetidend nr. 5/2000. Vannhage i miniatyr. Útg. Det norske hageselskap, Oslo 2000. Þjóöhátíöartilboö lljl-l 0(j /n(j’• (]róðr-ú; ,IOðiu & Ro/kju /ikuf••, /;u0ir11j bjóOu /íðsk ipta'/inum >inufíj bjóðhátjðftrtilboð: Stjúpur í fánalitunum 24 stk. 1.000 kr. (rauðar, hvítar og himinbláar) 3 garðrósir aðeigin vali 2.000 kr. Kálplöntur 4 saman 150 kr. á nokkrum tegundum af Thor-ofnum W OFNASMIÐilA RiYKJAVÍKUR VAGNHÖFÐA 11, SÍMI 577 5177 GRÓÐRARSTÖÐIN GRÆNAHLÍÐ Furugerði 23 (við Bústaðaveg) Sími 553 4122 60 ár á sama stað Oplö: mánud. til föstud. 9 -20 laugardaga 9-19 sunnudaga 10 -19 LOKAÐ 17. JÚNÍ rnmmmmn ST»RÐ Dalvegi 30 • Kópavogur Sími 564 4383 Gróðrarstöð í vexti ’PASTAPOTTAR Pasta-og gufusuðupottur kr 7 ltr. 18/10 stál. Pastavél kr. 4.500. PIPAR 0G SALT Klapparstíg*43Lmi 562 3614| w w w w m Nú eru Dwwnudaaar í Lystadún-Snæland Drífdu þig í dag og fáðu dágóðan afslátt! Eggjabakka-r svamp-, latex- og springdýnur og margt f leira með 15-30% afslættil VERSLUNIN LYSTADÚN m® SNÆLAND Skútuvogi 11 • Sími 568 5588
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.