Morgunblaðið - 15.06.2000, Síða 58
.y58 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Réttindamál
w
og velferð barna
BÖRNIN eru dýr-
mætasta auðlind okkar
íslendinga og það eru
þau sem munu byggja
landið og móta þjóðfé-
lagið þegar fram líða
stundir. Þau eiga allt
gþað besta skilið frá
eldri kynslóðum sem
veganesti og þau munu
uppskera það sem við
sáum í þau. Við verðum
því alltaf að bera hag
þeirra fyrir brjósti og
gæta þess að yfirfara
vandlega allt sem
snertir velferð þeirra.
Þess vegna hefði mér
fundist sjálfsagt að
málefni á borð við stjúpættleiðingar
samkynhneigðra hefði verið meira
til umræðu og þá að sjálfsögðu á má-
lefnalegri hátt en gert var. Grein
mín í Morgunblaðinu 4. maí sl. um
stjúpættleiðingar dró fram upplýs-
ingar sem voru í andstöðu við það
* sem haldið hafði verið fram í umræð-
unni. Þessar upplýs-
ingar þjónuðu ekki
málstað samkyn-
hneigðra og viðbrögðin
létu ekki á sér standa.
Eins og fyrri daginn
fólust þau í því að gera
upplýsingarnar ótrú-
verðugar og einnig þá
sem koma með and-
mæh við málflutning
samkynhneigðra.
Eftir að hafa fylgst
vel með umræðu um
samkynhneigð og
kynnt mér lífsstíl sam-
kynhneigðra sýnist
mér lífstíllinn sem oft
fylgir samkynhneigð
ekki vera boðlegur fyrir börn. Sem
betur fer er ættleiðingarferlið
strangt og m.a. þarf sambúð eða
hjónaband að hafa varað í samanlagt
a.m.k. þrjú ár til að par geti ættleitt
barn. Það telst sæmilega langlíft
samband á nútímamælikvarða! Auð-
vitað skiptir máli að sambúð sé lang-
Samkynhneigð
Er það ekki staðreynd,
spyr Katrín Helga Stef-
ánsdóttir, að við erum
að grafa undan stoðum
fjölskyldunnar með því
að láta einstaklings-
hyggju og eitthvert af-
skræmt frelsishugtak
ráða ferðinni?
líf, traust og stöðug barnanna vegna.
Útvarpsþáttur sem bar yfirskrift-
ina ,Afþví að við erum hinsegin“ var
fluttur á Rás 1 í mars 98. í þættinum
var rætt við fjóra samkynhneigða
einstaklinga, þar af einn sem sat í
stjórn Kaupmannahafnardeildar
samtaka samkynhneigðra í Dan-
mörku. I þættinum sögðu þessir ein-
staklingar frá lífsstfl samkyn-
hneigðra og hvers vegna þeir flúðu
land og settust að í Kaupmannahöfn.
Tveir þeirra sögðu frá því að þegar
menn væru búnir að sofa hjá „ís-
lenska markaðnum", eins og þeir
orðuðu það, þá nenntu menn ekki að
fara marga hringi, það væri ekki
nógu spennandi. Eftir það var hlegið
og sagt að samkynhneigðir væru
ekki skírlífir. Ennfremur var sagt að
Maestro
ÞITT FE
HVARSEM
ÞÚ ERT
Katrín Helga
Stefánsdóttir
þótt sumir dyttu inn í „straight“
munstur og byggju með einum alla
tíð þekktu þau ekki marga sem ekki
hefðu sprungið á ákveðnum tíma-
punkti. Einnig kom skýrt fram að
sambýlislög breyttu engu fyrir sam-
kynhneigða en öllu fyrir samfélagið!
Þessum samkynhneigðu einstakling-
um fannst það lykilatriði að búa í
Kaupmannahöfn til að geta farið nið-
ur í bæ og náð sér í það sem þau köll-
uðu „veiðibráð" á „kjötmarkaðnum",
það væri svo mikil „gróska“ þar. Að
sofa hjá einhverjum einum alveg
heila nótt var líka eitthvað sem
heyrði til undantekninga. Eg ætla
ekki að orðlengja þetta frekar en
þetta var vægast sagt ekki fjöl-
skylduvænt líf sem þama var lýst.
Þótt ekki liti út fyrir að þetta fólk
hefði í hyggju að stofna heimili hér á
landi þá gæti það nú, eftir þriggja
ára sambúð við einhvern (með eða án
framhjáhalda) stjúpættleitt barn eða
börn „makans“. Auðvitað er ekki
hægt að dæma heilan hóp eftir fáum
en það skelfir mig þó að þau sögðu
þetta líferni eiga við um flesta sam-
kynhneigða.
I Fókus, aukablaði DV á föstudög-
um, segir í kynlífsdálknum (Dr.
Love) 31.mars sl. m.a. að gufubaðið í
Vesturbæjarlaug sé búið að sjá um
strákana í mörg ár og að stundum,
þegar þeir væra heppnir væri bara
kýlt á það höfð mök á staðnum -
þegjandi og hljóðalaust, jafnvel þó
að þeir þekkist ekki neitt! A eftir
óbirtingarhæfum texta klykkir
dálkahöfundur út með því að enda á
ha,ha! Þetta finnst mér engan veg-
inn aðhlátursefni heldur fúlasta al-
vara. Dálkahöfundurinn segir enn-
fremur frá vinsælum stöðum á
almennum vettvangi þar sem kyn-
mök samkynhneigðra eiga sér stað.
Þar má nefna almenningsgarða, lest-
arstöðvar, sundlaugar og almenn-
ingsklósett. Hér á landi segir hann
Öskjuhlíðina tvímælalaust vinsæl-
asta staðinn! Ég fæ ekki séð að það
sem hann segir að fari fram á um-
ræddum baðstað eða í Öskjuhlíðinni
hafi neitt með ást eða stöðug tilfinn-
ingasambönd að gera. Hér eru menn
úti á víðavangi að uppfylla „þarfir“.
Allt þetta virðist staðfesta niður-
stöður rannsóknar sem Alan P. Bell
og Martin S. Weinberg gerðu en þar
kemui- fram að aðeins 10% samkyn-
hneigðra gætu flokkast sem „ein-
kvænismenn“ eða „tiltölulega lítið
lauslátir". Viðbótarathuganir sýndu
að 60% samkynhneigðra karla höfðu
átt mök við fleiri en 250 menn um
ævina og 28% samkynhneigðra karla
höfðu átt mök við fleiri en 1000
menn. Önnur sláandi staðreynd er
að 79% viðurkenndu að meira en
helmingur bólfélaga sinna hefði ver-
ið ókunnugt fólk. Rannsókn á kynlífi
gagnkynhneigðra karlamanna sem
félagsfræðingurinn Edwai’d O. Lau-
mann stjórnaði fyrir University of
Chicago sýnir aftur á móti að gagn-
kynhneigðir karlmenn hafa að með-
altali mök við aðeins 6 aðila um æv-
ina!
Breytir staðfest samvist miklu eða
er hún í augum samkynhneigðra
bara „eitthvað sem breytir öllu fyrh’
samfélagið en engu fyrir samkyn-
hneigða"? Samfélagið virðist vera að
reyna eftir fremsta megni að troða
minnihlutahópi inn í fjölskyldu-
vænna sambýlisform. Er það ekki
staðreynd að við erum að grafa und-
an stoðum fjölskyldunnar með því að
láta einstaklingshyggju og eitthvert
afskræmt frelsishugtak ráða ferð-
inni? Fjölskyldan þarf að láta í minni
pokann en það sem ranglega er kall-
að réttindabarátta minnihlutahóps
er sett á oddinn. Sett hafa verið lög
fyrir mjög lítinn hóp í þjóðfélaginu
og því haldið fram að markmiðið sé
aukin réttindi barna! Börnin hlutu
engin lagaleg réttindi umfram það
sem þau höfðu fyrir.
Höfundur er móðir og í áhugahópi
um velferð barna.
Tæki
Siemens kæliskápur á
sannkölluðu kjallaraverði.
KS 28V03 ►
194 I kælir, 54 I frystir
Hxbx 0 = 155x55x60
Tombóluverð handa sumarbústaðaeigendum og öðrum unnendum góðra tækja. Við
bjóðum í nú í júní ýmsan Mnað í Mstaðinn á sannkölluðu Mhnykksverði. Eða eins og
við köllum það: bú - bú - bú. Vandaðar vörur, frábært verð og góð þjónusta.
sem eiga heima hjá þér!
Gríptu þessa gæs meðan hún gefst
Ótrúlegt verð!
39.900 kr. stgr.
(Þú sparar 15.714 kr.)
Tvær eldavélar frá
Siemens á tilboðsverði
sem enginn stenst.
HN 26023 ►
H x bxd = 85 x 50 x 60
34.900 kr. stgr.
TLD 20
29.900 kr. stgr.
Nei, þig er ekki að dreyma. Við seljum nú 40 slík
sjónvarpstæki frá Dantax á þessu undraverði.
28" Black Matrix myndlampi, Nicam Stereo magnari, allar
aðgerðir á skjá, íslenskt textavarp, scart-tengi, 100 stöðva minni,
tímarofi, fjarstýring.
HS 24023 ►
H x b x d = 85 x 60 x 60
39.900 kr. stgr.
Mikið úrval af úti- og innilömpum.
Og vel á minnst:
Notar rafvirkinn þinn ekki ábyggilega
Siemens raflagnaefni?
Það margborgar sig - öryggisins vegna.
SMITH & Umboðsmenn um land allt.
NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sínni 520 3000 • www.sminor.is
128o afsláttur.
Fínn hiti og heitt vatn í sumarbústaðinn.
Traustir og margreyndir rafmagnsofnar og hitakútar frá
Siemens, Dimplex og Nibe.